Helgarpósturinn - 03.10.1985, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 03.10.1985, Blaðsíða 3
Þessir eru tryggir í sessi: Katrfn Fjeldsted Vilhjálmur Vilhjálmsson Davlð Oddsson Magnús L. Sveinsson ús L. Sveinsson, formaður VR og lngibjörg Rafnar. Sömuleiðis er talið að Albert hljóti að ná einu af fyrstu átta sætum listans. Ef ekki, þá megi líta á það sem hreint vantraust á Al- bert í sæti fjármálaráðherra og ósk reykvískra sjálfstæðismanna, að hann hverfi úr íslenskum stjórnmál- um fyrir flokkinn. Ftíll Gíslason læknir er reyndur í borgarmálapóli- tíkinni og þótt sumir telji að hans tími sé liðinn og hann ætti að draga sig í hlé aldurs vegna, þá nái hann kosningu ef hann verður með. Einn- ig telja kunnugir að mikill þrýsting- ur verði á það meðal hinna sterku manna í flokknum að Katrín Fjeld- sted læknir nái góðri kosningu. Hún var ekki með í síðasta prófkjöri, en var stillt upp af kjörnefnd í baráttu- sæti listans og auglýst þá mikið og vel upp. Telja sjálfstæðismenn það grundvallaratriði að sá frambjóð- andi sem var hvað mest á oddinum fyrir síðustu kosningar að undan- skildum Davíð, hljóti að fá endur- heimt traust bara vegna þess. Það verði að vera samræmi í áróðri flokksins frá einum kosningum til annarra. Á móti benda margir á að það blási ekki nægjanlega um Katrínu Fjeldsted og hún eigi eftir að sanna sig. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur verið meira áberandi hvað varðar stefnumótun hjá borgarstjórnar- meirihluta Sjálfstæðisflokksins í seinni tíð, sérstaklega eftir að Mark- ús Örn Antonsson kvaddi borgar- málefnin og sneri sér að Ríkisút- varpinu. Er talið að Davíð borgar- stjóri leggi talsvert upp úr því að hafa hann áfram inni — hann sé náin hjálparhella borgarstjóra við „policy making". En fleiri eru kallaðir. Þar á meðal Ragnar Júlíusson skólastjóri, sem hefur verið hvað mest áberandi í út- gerðarmálunum og ekki síst vegna fyrirhugaðrar sameiningar Bæjar- útgerðar Reykjavíkur og ísbjarnar- ins. Sagan segir að ef til þeirrar sam- einingar komi, þá fái Ragnar stjórn- arformennsku í hinu sameinaða fyrirtæki og víki þá úr sæti borgar- fulltrúa. En þessi hugsanlega sam- eining á langt í land og því er það ekki síst mikilvægt fyrir Ragnar að styrkja stöðu sína með góðri út- komu í prófkjörinu í nóvember. Annar skólastjóri er einnig í borg- arfulltrúaliði Sjálfstæðisflokksins. Það er Sigurjón Fjeldsted. Hann hef- ur verið lítt áberandi en þykir af sjálfstæðismönnum traustur og úr- ræðagóður. Hilmar Gudlaugsson formaður byggingarnefndar borgarinnar mun einnig hyggja á góða kosningu í prófkjörinu. Hann er úr verkalýðs- arminum og það þykir nauðsynlegt hjá öllum flokkum að hafa fram- bjóðendur sem tengjast verkalýðs- pólitíkinni. Hilmar uppfyllir þær kröfur ásamt Magnúsi L. Sveinssyni. Enn er ógetið tveggja kvenna, þeirra Huldu Valtýsdóttur og Jónu Gróu Sigurðardóttur. Sú fyrrnefnda hefur ekki verið mjög áberandi, þótt hún hafi setið í borgarráði fyrir sjálf- stæðismenn. Jóna Gróa hefur aftur á móti notið þess síðustu vikurnar að hafa setið á formannsstóli fanga- hjálparinnar Verndar, sem eins og kunnugt er hefur verið talsvert í um- ræðunni vegna Teigahverfismálsins svokailaða. Jóna Gróa lenti þar upp á kant við borgarstjóra, sem vildi aðrar lausnir en Vernd, en úr því öllu virðist hafa ræst og allir standa jafnheilir á eftir. Telja sumir að Jóna Gróa geti notið þess í prófkjörinu, að hún hafi sýnt og sannað í Teiga- hverfismálinu að hún hafi bein í nef- inu. En það eru fleiri lysthafendur en aðeins þeir sem nú þegar eru inni í hitanum. Margir standa utan dyra og knýja á. Meðal þeirra er Júlíus Hafstein fyrrum formaður HSÍ og núverandi formaður íþróttaráðs, Anna K. Jónsdóttir sem hefur farið með dagvistarmálin fyrir borgina, Arni Sigfússon fyrrum leiðtogi ungra sjálfstæðismanna, sem mun vera sérlegur frambjóðandi unga fólksins, eftir því sem heimildir HP herma. Kolbeinn Pálsson formaður Æskulýðsráðs þykir þó einna líkleg- astur nýrra kandídata að ná inn, ef hann lætur til leiðast að vera með í prófkjörinu. Það var yfirleitt rækilega undir- strikað af heimildarmönnum HP, að fyrirfram myndi það reynast nýlið- um afskaplega erfitt að komast langt í prófkjörinu. Ekki síst mun nú gæta aukinnar hörku hjá þeim sem fyrir eru, nú þegar „öruggu" sætun- um fækkar. Þá verður ekkert gefið eftir og engin sæti laus fyrir unga og efnilega nýliða utan af götu. Heimildir Helgarpóstsins herma, að prófkjörsbaráttan sé ekki komin í gang. Það muni þó gerast fljótlega. Og allt virðist benda til þess að allir 12 borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins vilji eit.t af 7—8 efstu sætum list- ans og muni berjast af alefli fyrir því markmiði. Það mun því talsvert ganga á innan Sjálfstæðisflokksins á komandi vikum. Og jafnvel mun harkan verða svo mikil og einstakl- ingshyggjan, að engu meginmáli mun skipta hvaða skoðanir borgar- stjóri hefur á málunum. „í mörgu er Davíð einráður, en á þessum vett- vangi þýðir engin fjarstýring for- ingjans. I þessu prófkjöri verður hver sjálfum sér næstur,“ sagði einn innanbúðarmaður í Sjálfstæðis- flokknum við HP. Að samanlögðu er nánast ókleift að spá nokkru um hina endanlegu röð listans og þarmeð útkomu próf- kjörs. Ætla má þó að eftirtaldir séu næsta öruggir sem kandídatar í efstu átta sætin: Davíð Oddsson, Ingibjörg Rafnar, Magnús L. Sveins- son, Albert Guðmundsson, Katrín Fjeldsted og Vilhjálmur Vilhjálms- son. Gjörsamlega ómögulegt er hins vegar að segja til um niðurstöður að öðru leyti. Banka uppá ... Arni Sigfússon Júllus Hafstein Kolbeinn Pálsson Eruð þið að missa Hlaðvarpann? Maríanna Traustadóttir „Nei, við ætlum okkur ekki að missa hann og því hrópum við á konur út um allt land að leggja okkur lið og sjálfum sér í leið- inni vegna þess að þessi félags- og menningarmiðstöð er hugs- uð sem aðstaða fyrir konur í öllum stéttum og öllum flokkum til að sinna hugðarefnum sínum." — Hvernig standa fjármálin núna? „Okkur vantar milljón til að eiga fyrir annarri útborgun af hús- unum nú 5. október." — Hvernig hyggist þið bregðast við? „Á mánudagskvöld hélt stjórn Hlaðvarpans fund þar sem fram kom mikið af sniðugum hugmyndum um hvernig megi nýta þessi yndislegu hús. Málið er að við þurfum að kynna okk- ur betur, auglýsa okkur meira upp og því höfum við efnt til kynningarfundar kl. 20.30 í kvöld, fimmtudag, í Kjallaraleik- húsinu þar sem þessar hugmyndir verða reifaðar. Það hefur ver- ið frekar hljótt um okkur í sumar vegna þess að allir hafa verið í fríi og því er fullt af konum sem vita ekki að við erum til. En undanfarið höfum við aftur á móti lagt okkar af mörk- unum til Listahátíðar kvenna: í kjallara annars bakhússins standa yfir leiksýningar á Reykjavíkursögum Ástu Sigurðar- dóttur og við höfum líka innréttað lítið lystihús á lóðinni þar sem upplýsingamiðstöð Listahátíðar kvenna er til húsa. Og hér stendur líka yfir sýning á tillögum kvenna úr arkitektastétt um það hvernig megi nýta þetta húsnæði og þar er jafnframt gerð grein fyrir sögu þess. Og bráðum komast fundarherbergi í gagnið svo það er smám saman að færast líf í starfsemi Hlað- varpans." — Hvernig hefur tekist að innheimta fyrir þau hluta- bréf sem konur hafa skuldbundið sig til að kaupa? „Það er einmitt það sem hefur ekki gengið nógu vel. I upp- hafi ætluðum við að komast hjá því að senda út gíróseðla vegna þess að það er svo kostnaðarsamt. En þar sem illa inn-' heimtist neyddumst við til þess. í lok júlí sendum við út gíró- seðla til þeirra sem höfðu skuldbundið sig til að greiða hluta- bréf upp í afborgun 1. júlí og ennþá eru útistandandi um 85 þúsund krónur í gíróseðlum sem konur hafa ekki borgað. Konur verða að gera sér grein fyrir því að ef þær skrifa sig á lista um að kaupa hlutabréf, þá er það mjög bindandi loforð. Núna eru útistandandi um 200 þúsund í gíróseðlum upp í greiðsluna 5. okt. og eftir er að sjá hvernig það innheimtist." — Hafa margir lagt hönd á plóg við að rýma og inn- rétta þá kima húsanna sem þið hafið þegar tekið í notk- un? „Já, talsvert margir en þó hefur mesta vinnan lagst á sama fólkið sem vinnur þetta allt í sjálfboðavinnu. Það var svo mikið af gömlu drasli sem þurfti að henda í ágúst og september. Karl- arnir í hreinsunardeildinni höfðu orð á því að þeir væru alitaf hjá okkur. Þeir hafa keyrt í burtu heilu bílfarmana. Bakhúskjallarinn þar sem leiksýningarnar fara fram var til dæmis kjaftfullur af drasli og það var óhemjuátak að rýma hann. Annars er eigin- lega allt húsnæðið enn í leigu fram til 1. desember." — Hvar er þá eiginlega sýningin á sögu húsanna og tillögum arkitektanna? „Hún er hérna inni á skrjfstofunni hjá mér og er opin 1—8 virka dagaog 2—6 um helgar. Og ekki nóg með það, við seljum líka kaffi hér í leiksýningarhléum. Það er ekkert pláss fyrir mig! Síðast í morgun var ég að vélrita nokkra gíróseðla og ég kraup á gólfinu við það. Ég er viss um að enginn karlmaður léti bjóða sér þessa vinnuaðstöðu. Ég er með svo gamla og stóra ritvél að hún veltur út af öllum stólum svo eina ráðið er að hafa hana á gólfinu og krjúpa við hana. En hvað gerir maður ekki góðum málefnum til framdráttar?" Marlanna Traustadóttir er framkvæmdastjóri menningar- og félagsmið- stöðvarinnar Hlaðvarpans. Eins og fólk rekur sjálfsagt minni til stofnaði hópur kvenna hlutafélag sl. vor um kaup á þremur húsum að Vestur- götu 3. Nú er komið að annarri afborgun af húsunum, þ.a 5. okt. nk., og þá bregður svo við að lítið hefur bæst við af nýjum hluthöfum. HELGARPOSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.