Helgarpósturinn - 14.11.1985, Side 8

Helgarpósturinn - 14.11.1985, Side 8
Sá draumur rætist væntanlega ekki í bráð. Eftir að hann var handtekinn virð- ist svo sem honum hafi á vissan hátt létt, því hann mun vera samvinnu- þýður við lögregluna svo um munar. Fyrir utan mjög fullkomið og ná- kvæmt „kartótek", reiknings- og viðskiptamannayfirlit, greinir hann skilmerkilega frá öllu og öllum, sem hann mögulega man eftir og eiga heima í Hermannssögu. Hann er al- gjör „birdie", eins og þetta er orðað hjá RLR í Auðbrekkunni í Kópavogi. Það vekur nokkra athygli að Rannsóknarlögreglan brást ekki hart við, þegar kæran á Hermann Björgvinsson barst og mun hún hafa legið í nokkurn tíma áður en látið var til skarar skríða. Fleiri okurlánakedjur Rannsókninni miðar vel áfram. Þrisvar sinnum hefur verið gerð húsleit og báru hinar tvær fyrstu mjög góðan árangur. Þær voru gerðar hjá Hermanni, útibússtjór- anum og stórum kjötkaupmanni. En áður en að þeirri þriðju kom höfðu dagblöð skýrt frá annarri húsleit- inni og mun það hafa haft í för með sér, að sú þriðja misheppnaðist al- gjörlega. Hjá RLR urðu menn mjög svekktir og gera ekki ráð fyrir, að húsleitir beri árangur hér eftir. Nú séu stóru fiskarnir búnir að brenna eða eyðileggja á annan hátt öll sönnunargögn. Ætlunin var að kemba nokkur hús, en nú hefur sú fyrirætlan verið sett í salt. Húsrannsóknin hjá Hermanni Björgvinssyni mun hafa leitt í ljós, að þar fundust í peningum, gjaldeyri og ávísunum fjármunir upp á röskar 200 milljónir króna. Húsleitin var gerð klukkan átta á föstudagskvöld fyrir hálfum mánuði og hjá RLR varð mönnum strax Ijóst, að þeir voru komnir í gullnámu. Og ekki sakaði, að Hermann Björgvinsson „talaði úr sér lungu og lifur". Af þessum fjármunum, sem fundust við húsleitina mun Hermann hafa þurft að hlaupa á milli bankastofn- ana á mánudagsmorgni til þess að standa við skuldbindingar og hring- ekjukúnstir upp á 40 milljónir króna. Af því varð ekki, því öllum reikningum hans var lokað, og þar að auki hefur HP heimildir fyrir því í fjölmörgum bankastofnunum, að starfsmenn þeirra voru varaðír við ákveðnum ávísunum, sem myndu streyma inn. Hér var um að ræða ávísanir, sem Hermann hafði gefið út fram í tímann, en voru komnar á gjalddaga. Þetta var allt stoppað í kerfinu. Við rannsókn Hermannsmálsins hefur komið í ljós, að um töluverða keðjuverkun og skörun er að ræða og fyrir liggur, að a.m.k. þrjár stórar sjálfstæðar okurlánakeðjur eru tengdar þessari keðju Hermanns. Rannsóknin leiddi m.ö.o. í Ijós, að þrír sjálfstæðir aðilar, aðrir en Hermann, tengjast keðju hans. Ein okurkeðjan, sem komið hefur í ljós, er þáttur vel stæðs heildsala með góð tengsl við bankastofnun, sem hefur um árabil tekið að sér að leysa út vörur fyrir litlar tízkuverzl- anir. Sami maður hefur aðstoðað bílainnflutningsfyrirtæki við að leysa út bifreiðir að undanförnu. Þessi maður, sem er rösklega 40 ára, hefur aðsetur í miðborginni. Eins og fram kemur hér í blaðinu eiga margir um sárt að binda, sem hafa lent í klónum á okurlánurum. Þannig hefur HP heyrt, að eigandi fyrirtækis hér í bæ, sem annast m.a. dreifingu varnings, hafi lent í okur- klóm og hafi þurft að láta nýjan BMW-bíl af hendi sem greiðslu á okurlánaskuld upp á 800 þúsund krónur. Okurlánarinn seldi bílinn sama dag og fékk fyrir hann 1350 þúsund krónur. Virtir og þjóðkunnir borgarar I viðskiptamannahópi Hermanns Björgvinssonar kennir margra grasa. Þar eru nokkrir virtir og þjóð- kunnir borgarar, menn sem eru að byrja að feta sig á braut okurlán- anna og svo fórnarlömbin, sem mörg hver eru einnig þjóðkunn. Og í þessum hópi eru svo einstaklingar, sem fóru til Hermanns til þess að slá fyrir matnum ofan í fjölskylduna. I raun er að finna á skrá Hermanns fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Hins vegar er rétt að fram komi, að fæst þeirra nafna, sem hvað oft- ast eru nefnd í samtölum manna á kaffihúsum og annars staðar, eru á skrá Hermanns Björgvinssonar. Þó verður að gæta þess, að nafna- skránni má skipta í tvennt. Annars vegar er um að ræða fólk, sem er í „virkum" viðskiptum við Hermann, og svo hins vegar fólk, sem vitað er að skipti áður við Hermann. I þessum síðari hópi eru margir einstaklingar, sem vitað er að stunda vafasöm viðskipti sjálfir. HP hefur t.d. staðfest nöfn á 5 lögfræð- ingum, þjóðkunnum innflytjanda og framleiðanda, verzlunareiganda í miðbænum, sem nú nýverið keypti nafnkennt hús í miðbænum og önn- ur við hliðina, en sjálfur býr maður- inn í stórglæsilegri íbúð í nýju og stórglæsilegu húsi í miðbænum. Rannsóknarlögreglan segir þessa menn starfa sjálfstætt á okurlána- markaðnum og koma víða við í neð- anjarðarhagkerfinu. Þá eru nefndir til sögunnar sölumenn hjá fast- eignasölum, rafvirki með veruleg umsvif, a.m.k. þrír háttsettir banka- starfsmenn í Reykjavík, ungir inn- flytjendur með lítil fyrirtæki og svo menn, sem hafa auglýst að þeir taki að sér milligöngu um verðbréfavið- skipti. Hér er stiklað á stóru. Af þeim, sem eru í „potti“ Her- manns Björgvinssonar, eru tveir kjötkaupmenn, annar með lítið fyr- irtæki, hinn allnokkru stærra. Sá síðarnefndi hafði samband við HP og kvaðst ekki vera tengdur þessu máli. Hefði hann selt Hermanni bif- reið nýlega og kvaðst hafa farið sjálfur í yfirheyrslu hjá RLR ótil- kvaddur. Hjá RLR fáum við hins vegar þær upplýsingar, að þessi maður sé stór í málinu. Hvað um það, kaupmaðurinn kvaðst hafa ráð- lagt vinum sínum að fara í Auð- brekkuna til RLR til þess að gefa skýrslu, þar sem nöfn þeirra væru nefnd manna á meðal. Hann sagði, að sumir hefðu skipt við Hermann, aðrir ekki. Ein kenningin er sú, að þessi mað- ur hafi sjálfur stundað okurlánavið- skipti en verið orðinn þreyttur á því og látið málin í hendur Hermanns. Og sömu sögu er að segja af mörg- um öðrum mönnum í okurlánapotti Hermanns. Stykkishólmsanginn Samkvæmt heimildum HP eru tveir starfandi bankamenn flæktir í net Hermanns, annar hjá Búnaðar- bankanum í Stykkishólmi, og hinn háttsettur starfsmaður hjá Spari- sjóði Hafnarfjarðar. Sá fyrrnefndi hóf viðskiptin við Hermann með því að setja andvirði íbúðar sinnar í Reykjavík í pottinn, en hinn fór með ávisun upp á u.þ.b. 50 þúsund í til- raunaskyni fyrir sjálfan sig. Hlutur hans í pottinum er hins vegar kom- inn upp í eina milljón eða svo, en skýringin á því er sú, að hann tók að sér að fara með ávísanir til Her- manns fyrir vini sína. Hlutur hans sjálfs er því ekki stór. Hann er kom- inn í frí á meðan á rannsókninni stendur. Þriðji bankamaðurinn er fyrrver- andi útiþússtjóri Búnaðarbankans á Stykkishólmi, eldri maður, sem er taíinn allstór. Þá má nefna til leiksins tvo verk- fræðinga, sem hafa verið títt nefnd- ir. Þeir vinna á sama stað og mun Hermann Björgvinsson hafa átt er- indi við þá á skrifstofur þeirra sam- kvæmt heimildum HP. Annar þess- ara manna er hjartaveill og varð fréttin um fall Hermanns honum svo mikið áfall. að honum var ekið á sjúkrahús. A þessum vinnustað vinna 22 verkfræðingar, margir hverjir þjóðkunnir menn og þykir þeim 20, sem saklausir eru, að RLR beri að birta nöfnin á vinnufélögum sínum til þess að hreinsa nöfn allra hinna. En það var ekki bara verkfræð- ingurinn kunni, sem fékk fyrir hjart- að, heldur mun eiginkona eins við- skiptavina Hermanns hafa fengið taugaáfall, þegar í ljós kom hvað var á seyði. Þetta er staðfest frásögn. Og enn má nefna til rakara í miðborg- inni, sem lagði 3 milljónir í pott Hermanns. Þetta er einn af hinum svokölluðu góðborgurum Reykja- víkur og hefur klippt á sinni tíð alla helztu frammámenn þjóðfélagsins. Þá má ekki gleyma Stykkishólms- anga þessa máls, en auk útibús- stjórans munu a.mk. tveir menn á Stykkishólmi koma við sögu. Hús- leit var gerð hjá öðrum manninum með aðstoð bankaeftirlitsins og mun hún hafa Ieitt ýmislegt athygl- isvert í ljós. Viðkomandi maður starfar á sýsluskrifstofunni í hálfu starfi en er að hinu leytinu umsvifa- mikill athafnamaður fyrir vestan. Nú nýlega hefur þessi maður fjárfest í íbúðum í Reykjavík og á Stykkis- hólmi. Upphaf þátttöku hans í potti Hermanns mun stafa af því, að hann vann eina milljón í happdrætti og setti vinninginn í myllu Hermanns. Þessi maður og útibússtjórinn eru góðir vinir og samflokksmenn og situr þessi maður raunar í hrepps- nefndinni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Að sögn heimildarmanna HP fyrir vestan fara margir sjálfstæðismenn þar með veggjum. Raðhús Hermanns Björgvinssonar ( Kópavogi. Verðbréfamarkaðurinn, fyrirtæki Hermanns í Hafnarstræti 20. Eins og áður sagði er bókhald Hermanns Björgvinssonar til fyrir- myndar. Það nær a.m.k. 5 ár aftur í tímann og hann virðist ekki reyna að leyna lögregluna neinum nöfn- um enda þótt þau séu ekki á skrá. Lögreglan hefur nú þegar yfirheyrt tugi manna, en á f jöldann allan eftir. Þeir, sem einkum mæta afgangi, eru fyrrverandi viðskiptavinir Her- manns. Til marks um það hversu „kartó- tek“, bókhald og viðskiptamanna- skrá hans er góð má nefna lítið dæmi. Maður, sem lagt hafði sparifé sitt í pott Hermanns leitaði til lög- I TÓK 100 ÞÚSUND KRÓNA LÁN FYRIR 5 ÁRUM - SKULDAR Á ANNAN TUG MILLJÓNA í DAG: „VIÐ 6LASTIGJALDÞROT EÐA SJALFSMORÐ" ATVINNUREKANDISEMVARÐ FORNARLAMB OKURLANARA SEGIR FRA SAMSKIFTUM SÍNUM VIÐ LANARDROTTNANA SEM BREYTTU LIFIHANS í SAMFELLþA MARTROÐ „Þetta er eins og heróín, maður ánetjast þessu hægt og sígandi og er að lokum algjörlega fastur í netinu." Þessi orð lætur atvinnurekandi á miðjum aldri falla um okurlánin; maður sem fest hefur það rækilega í klóm okurlánara að blómlegt fyrir- tæki hans og einkaeignir virðast honum glataðar og gjaldþrotið eitt blasir við. Hann tók fyrsta okurlánið fyrir rúmum fimm árum — upp á 100 þúsund krónur. í dag skuldar hann 12 okurlánurum á annan tug milljóna. I síðasta mánuði greiddi hann hálfa aðra milljón í vexti af lánunum. Þá gafst hann upp og vinir hans gripu í taumana til að reyna að bjarga því sem bjargað varð. En sennilega er allt um seinan. Einföld og hraðvirk leið „Martröðin hófst fyrir 5—6 árurn," segir maðurinn sem kýs að segja sögu sína undir nafnleynd en við getum kallað Bjarna. „Rekstur fyrir- tækisins lenti í tímabundnum en smávægilegum fjárhagserfiðleik- um, aðallega vegna annarra áhuga- mála minna sem voru tímafrek. Vegna skorts á lausafé tók ég þá skyndiákvörðun að taka lán hjá vini mínum sem lánaði peninga gegn hærri vöxtum en bankar. Kosturinn var hins vegar sá, að þetta lán var afgreitt á augabragði og sparaði mér þann tíma sem fer í bónferðir til bankastjóra. Þetta var einföld leið til að leysa skammtímavandamál. Þetta hélt ég í einfeldni minni. Fyrst í stað kom ég vel út úr þessu, ég greiddi aftur lánið á umsömdum tíma, enda hafði fyrirtækið rétt úr kútnum. Mér fannst þetta snjöll leið, einföld og hraðvirk og krafðist ekki nema eins símtals eða nokkurra mínútna fundar við lánardrottinn minn. Þetta var eins og hin fyrsta dásamlega víma fíkniefnasjúklings- ins áður en hann er orðinn fastur á önglinum. Þegar næsti fjárhags- vandi kom ugp í rekstrinum, reri ég á sömu mið. Ég jók einnig við rekst- urinn á þessum tíma og tók lánin hjá sama aðila. Brátt kom að því að ég gat ekki staðið í skilum með greiðsl- urnar. En það var allt í lagi, því lánardrottinn minn samdi við mig um að greiða mánaðarlega vexti af láninu. Þetta er annað stig okur- lánanna. í stað þess að greiða upp skuldina, ferðu nú að greiða af henni vexti meðan höfuðstóllinn liggur óhreyfður hjá okurlánaran- um.“ Afneitun „Ég stóð í skilum með vaxta- greiðslurnar en átti æ erfiðara með að komast að sjálfum höfuðstóln- um. Smátt og smátt hætti ég að geta fjármagnað þessar vaxtagreiðslur og nú voru góð ráð dýr. Til að geta staðið í skilum með greiðslur á mán- aðarvöxtunum, varð ég nú að stækka hringinn og leita til nýrra okurlánara og slá þá fyrir peningum sem ég síðan notaði til að greiða vexti af lánum sem ég hafði tekið hjá gömlu okurlánurunum. Mér var tekið vel hjá þessum nýju lánurum, enda naut fyrirtæki mitt virðingar í viðskiptaheiminum. Nú var líf mitt komið í hendur okurlánaranna. Ég hélt áfram að standa í skilum við vaxtagreiðslurnar — með því að hlaupa á milli okrara sláandi eitt lánið ofan á annað. Sífellt reddandi fyrir horn meðan skuldirnar uxu jafnt og þétt. Til að geta lifað áfram og haldið geðheilsu fór ég að afneita hinum raunverulegu staðreyndum — ég neitaði að horfast á við skuldir mínar í heild. Þess í stað tók ég að horfa á hvert lán fyrir sig eins og það væri heildarvandamálið. Ég greiddi vexti af einu láni og hugsaði með sjálfum mér: „Nú er þessu lok- ið.“ En auðvitað var þessu ekki lok- ið. Næsta dag sló ég nýtt lán og greiddi annað lán, og sagði sömu setningu við sjálfan mig. Eg skuld- aði yfir 10 milljónir á jafnmörgum stöðum og horfði aðeins á 100 þús- und króna vexti á einum stað. Og áfram hélt boltinn að rúlla. En á pappírnum stóð ég í skilum. Mark- mið mitt fram á síðasta dag var að komast út úr vítahringnum. Með því að horfa ekki á heildardæmið hélt ég að það væri hægt. En loks varð mér Ijóst að aðeins tvær leiðir væru til út úr martröðinni: Gjaldþrot eða sjálfsmorð. Ég veit um nokkra menn sem hreinlega hafa framið sjálfs- morð til að sleppa úr klóm okurlán- ara.“ Eins og eiturlyfjasalar Á þessu stigi málsins gripu nokkr- ir vinir Bjarna inn í. Þeir höfðu séð á útliti og háttalagi hans að eitthvað alvarlegt var á seyði. Og þegar þeir komust að hinu sanna, tóku þeir við daglegum rekstri fyrirtækis hans, lokuðu bankareikningum hans og hófust handa að reyna að semja við okurlánarana og bjarga Bjarna frá gjaldþroti. Okurlánararnir tóku slík- um samningaumleitunum misvel. Nokkrir sem þénað höfðu margfald- an lánahöfuðstól á Bjarna ypptu öxlum og samþykktu að hinkra við en allmargir sýndu vígtennurnar og hótuðu öllu illu. En þá kom björgun- in sem himnasending: Lögreglan handtók Hermann Björgvinsson fyrir okurlán og hóf að fletta ofan af okurlánahringnum. „Þegar fréttist að lögreglan hafði handtekið Her- mann, greip mikill ótti um sig meðal okurlánaranna," segir Bjarni. „Lánardrottnar mínir héldu að sér höndunum og bíða nú allflestir átekta. Handtaka Hermanns veitti mér dýrmætan frest." En auðvitað er það spurning hve langur slíkur frestur verður og nú þegar eru margir lánarar Bjarna farnir að ógna honum á nýjan leik. En Bjarni hefur ákveðið að kæra alla þá sem hyggjast ganga að hon- um. Um þá sem hafa þegar ákveðið að fella niður skuldirnar segir Bjarni: „Þeir eru einfaldlega búnir að hafa af mér margfalt upphaflegt 8 HELGARPÓSTUFtlNN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.