Alþýðublaðið - 10.04.1927, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.04.1927, Blaðsíða 6
6 ALEÝÐUBLAÐIÐ Fjölbreytt úrval af páskaeggjum úr súkkulaði, marzipan, pappa, sílki (handmál- uð), fyltum með konfekti, ásamt ýmsum öðrum páskavarningi. Páskaegg úr Björnsbakaríi fást á neðantöldum stöðum: „Landstjaman“, Austurstr. „Tóbakshúsið", Austurstr. „London“, Austurstr. Laugavegi 10. Vesturgötu 17. Framnesvegi 15 og í Hafnarfirði, í verzl. Jóns Matthíassonar. Appelsínur (Jaffa). Appelsínur (Blóð). Bananar. Epli. Döðlur. Fíkjur. Konfektkassar. Át-súkkulaði og alt annað sælgæti bezt og ódýrast hjá Hirti Hjartarsyni. Bræðraborgarstíg 1. Sími 1256. Vestur- bæingar! Qóðar vörur með góðu verði til páskanna Versl Loiiise Liiövigsáöttur. Vesturgötu 48. Sími 1260. VefgfgféHiiE*. Feikna iirvaI nýkomið. Allra nýjustu gerðir af ensku veggfóðri. Notið tækifærið og komið meðan úrvalið er stærst. Sigurður Kjartansson. Laugavegi 20 B. Sími 830. Saltkjöt 1. Slökks á 45 anra. VerzL Kjöt & Fiskur. Laugav. 48. Sími 828. SekkaMin, Laugavegi 42. Nýkomið: Matrósaföt. Húfur, Kragar, Hnútar, Slaufur. Sokkar, aliar stærðir, ull, silki, ísgarn, baðmull, á fullorðna og börn. Allir Jitir. Sara Þorsteinsdíttlr. Ítaiía og Júgóslavía. Svo sem menn muna, barst hingað fréttaskeyti þess efnis, að ítalía krefðist þess, að henni væri gerð afsökun fyrir móðgun, er sendiherra hennar í Belgrad hefði orðið fyrir í skupschtina (þing- inu), og var það skeyti birt í Alþýðublaðinu 24. marz, en nán- ari tiidrög málsins hafa fyrst frézt núna og'eru þessi: 21. marz gerði Peritsch utan- ríkisráðherra í skupschtina grein fyrir aðstöðu Jugoslava út á við. Hófu þá nokkrir þingmenn úr andstöðuflokki stjörnarinnar að gripa fram í fyrir honum með ó- virðingarorðum um ítalíu. Alt í einu stökk upp þingmaður einn, Wilder, og kallaði upp í sendi- herrastúkuna, þar sem Bordero hershöfðingi, sendiherra itala, sat í fremstu röð: „Italski sendiherr- ann, Boráero hershöfðingi, situr enn þá hér. Burt með hann úr landinu og spæjarahyski hans. Baiudgowitsch, sendiherra Jugo- slavíu, ætti að yfirgefa Rómaborg tafarlaust; og því situr Bordero ait af hér?“ Tóku stjórnarand- stæðingar undir þetta með ópum, en forseti sleít fundi. ©luirfle Gjbajplin. Eins og menn efaJaust hafa heyrt, er lítið um annaö talað í Bandaríkjununi um þessar mund- ir en hjónaskilnaðarmál hins á- gæta kvikmyndaíeikara Chariie Chaplins. Chaplin giftist fyrir nokkrum árum kornungri tildur- drós og hefir eignast með henní ,tvö börn, Eyðsla hennar og skerrit- anafikn reyn'di mjög á þolrifin í Cbaplin. Eitt kvöld, jiegar hann kom heim eftir að hafa unnið í 18 kl.stundir samfléytt og vildi leggj- ast til hvílu, en gat ekki vegna þess, að húsið var alt fult af ýmsu hyski, vísaði hann öllum gestunum út. Petta þoldi litla frú- in ekki og heimtaði skilnað. Kraíðist hún svo mikilla skaða- hóia, að Chaplin hefði staðið eft- ir gér.-amlega • eignalaus, hefði hann gengið að þvi. Hefir hann gert frúnni ýms tilboð, meðal ann- árs það, að hún megi halda eldra barni þeirra og fái 1/2 milljón dollara. Ókunnugt er enn, hvort frúin gengur að þessu. Chaplin er mjög illa séður af amerísku auðvaldi. Hann er á- kveðinn jafnaðarmaður og hefir ausið ógrynnum fjár í ameríska verklýðshreyfingu. Auðvaldið hef- ir því gripið þetta hneykslismál tveim höndum og rær að því öll- urn árum að gera Chaplin öreiga. Það, sem síðast fréttist af máli þessu, var það, að lögreglan verð- ur að gæta frúarinnar vegna þess, að hún fær daglega hótunárbréf úr öllum áttum. 0® vegSran. Næturlæknir er í nótt Matthías Einarsson, Kirkjustræti 10, sími 139, heima- sími í Höfða 1339. „Afturgöngur“ £ Ibsens verða sýndar í kvöld. Póstar. Norðan- og vestan-póstar fára héðan á þriðjudaginn. Sjaldgæfur gestar er rússneski fiðluleikarinn Mit- nitzky, sem nú er staddur h,ér í borginni. Mun hann vera fræg- asti íiðluleikarinn, sem hingað til landsins hefir komið. Hann held- ur hljómleika í dag kl. 31/2 i Nýja Bíó (sjá augí.). Afmæli. Hallgrímur Þorsteinsson söng- kennari er 63 ára í dag. Togararnir. „Snorri goði“ kom af veiðum í gær með 103 tunnur lifrar. íslenzki kaffibætirinn „Sóley“ fæst nú í nær öilum verzlunum bæjarins. Er hann eins bragðgóður og út- lendur, og ættu húsmæður að at- huga, að hann er 5 aurum ódýr- aVi hvert stk. og er íslenzkur. S. | í þingfréttum í gær féll úr orð, er eigi mátti vanta, og sJcyidi upphaf næstsíð- ustu málsgr. í fyrra dálkinum vera þanijig: „Nú er meiri von um, að næsta þing vérði að ein- hverju leyti skár skipað en þetta, heldur en liið gagnstæða.“ Útflutníngur ísienzkra afurða fyrstu 3 mán- uöi ár.-ins nemur samkvæmt skýrslu gengisnefndar 8 323 000 seðlakrónum, sem jafnggildir 6 797 000 gullkrónum. I fvrra var á sama tima flutt út fyrir 11 125 000 seðlakrónur eða 9 085- 000 gullkrónur. Alþýðublaðið er sex síður í dag. ©s»|Mgsir ei* „MjalIar“-dropinii. Nú eru fallegu og sterku karl- mannaskyrturnar komnar aftur, kosta 4,50. Vöríibúðin, Laugavegi 53, sími 870. f verzl. Klöpp eru drengjaföt I mörgum stærðum, góð og ódýr. Komid til mín! Ég sel góðar vörur ódýrar. Vörubúdin, Lauga- vegi 53, sími 870. Og ekki má gleyma kaffinu, því það kaupa allir hjá mér. Her- mann Jónsson, Hvg. 88, sími 1994. Hermannaklæðið rétt á förum. Síðasti pakkinn á borðinu. Vöru- búðin, Laugavegi 53, sími 870. Harðfiskur, riklingur, smjör, tólg, ostur, saitkjöt; alt bezt og ódýrast í Kaupfélaginu. Matrósahúfur, Kragar, Brjóst, Uppslög, Slaufur, Drengjahúfur (sport). Vörubúðin, Laugavegi 53, sími 870. Veggmtjndir, fallegar og ódýr- ar, Freyjugötu- 11. Innrömmun á sarna stað. Tólg, Kæfa á 1 kr. 1/2 kg. Her- mann Jónsson, Hvg. 88, sími 1994. Nærföt og sokkar nýkomið. Drengjanærföt, allar stærðir. Vörul úðin, Laugav. 53, sími 870. Sokkar — Sokkar — Sokkar frá prjónastoiunni Malin eru is- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. 2 pör kvensokkar, annað silki, hitt baðmull, bæði pörin kosta kr. I 2,25 saman. Vörubúðin, Lauga- vegi 53. Sími 870. Mjólk fæst allan dagmn í Al- þýðubrauð^rðinni. Sykur með gjafverði til páska. Hennann Jónssori, Hvg. 88, sími 1994. Verzlid uid Vikar! Þad verdur notadrýgst. Kartöflur, Laukur, Appelsínur, Epli, ódýrt. Hermann Jónsson, Hvg. 88, sími 1994. KltstjOf! og ahyrgöanraaOui Hftíirijðris HalldórsBOB. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.