Alþýðublaðið - 13.04.1927, Side 2

Alþýðublaðið - 13.04.1927, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLABIB kemur út á hverjum virkum degi. > Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við t Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ; til kl. 7 siðd. [ Skriístqfa á sama stað opin kl. ; 9»/s—lQVa árd. °g kl- 8—9 síðd- [ Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ; j (skrifstofan). ■ | Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ; 1 mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ! Í’ hver mm. eindálka. ; Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan : (í sama húsi, sömu símar). ; Landhelgisgæzlan. Réttarprófið á „Óðni“. IV. Réttarpróf þau, sem haldin hafa verið, eru ekki merkileg. Þau hafa ekki eftir neinu Icafað, og þar hef- ir ekki verið reynt að grafa til neins þess, sem ekki liggur á lausu. Og f>ó sýna þau til fulln- ustu, að það er meira en lítið bogið við strandgæzluna, eins og hún er rekin, og réttlætir það þar með framkomu H. V. í þinginu til fullnustu, þurfi hún nokkurrar réttlætingar við. En það var furðu ógælið af frárensli íhaldsflokks- ins, „Mgbl.“, að fara að gerast mannýgt við H. V., áður en það vissi nokkuð um það, á hvaða rökum ummæli hans voru reist. Ef það hefði borið gæfu til þess að þegja og bíða átekta, hefði blaðinu nú ekkj verið settur hring- ur í nasir og bitill i munn. En það var ekki að eins ógætið af „Mgbl.“ að snúast svona við Héðni, þó að því dytti það í hug af barnaskap, að þarna væri eitt- hvað, sem mætti nota við kosn- ángarnar; það var blátt áfram stór-furðulegt, að það skyldi voga þetta. Það lætur alveg eins og Héðinn haíi, af þairri illmensku, sem að dómi „Mgbl.“ hvergi get- ur verið til nema í Alþýðuíiokks- mannssál, iyrstur manna talað um landhelgisbrot íslenzkra togara og það, að landhelgisgæzlan væri ó- nóg; — það lætur alveg eins og hann hafi fundið þetta upp íhald- inu ti! svivlrðu, og enginn maður, hvorki, fyrr né, síðar, fái í þessu boínað. Sannleiktirinn er pó sá, ad eng- ir haja lweðíð eins fast og skgrt að orði um landhelgisveið r ís- lenzkra togara og strandg.e,zluna einsog ihaldspingmssin, og pað í sjálfri pinghelg nri sem „Mgbl.“ þykir H. V. hafa®heldúr %n ekki misbrúkað. En hvað gerðu þá í- haldsþingmennirnir, sem töluðu á þingi um sama og Héðinn? Al- þýðu'.daðið álasar þéim ekki fyrir orð þeirra, helduri „Mgbl.“ fyár að vera svo barnalegt - það er væntanlega hógværasta orðið, sem komist verður af með —, að halda, að menn hafi gleymt orð- um íhaldsþi.ngmanna, þó að þau hafi verið' sögð fyrir þrem árum. En {rað tekur þó út yfir, að „Mgbl.“ skuli vera svo einíalt að halda, að enginn hafi heyrt eða muni það, sem einn af kunnustu ihaldsþingmönnum sagði í þing- ræðu fyrir ekki nema 20 dög- um. Og svo er silkihúfan upp af öllu saman, að „Mgbl.“ er svo ósvífið að mæla út í almenning með fölsuðum kvarða, þegar það í dálkum sínum leggur kvarð- ann á það, sem Alþýðuflokksmað- urinn H. V. gerir, kvarða hinnar hæstu hneykslunar, en á ekki eitt ávítuorð um sína flokksmenn, sem hafa haft alveg sama atferli og Héðinn; það ber ekki kvarðann við þá, enda myndu þeir eins og I aðrir menn liggja flatir fyrir Báts- endapundara „Mgbl.“ Nú skulu tekin upp orð íhalds- þingmanna um strandgæzluna. Á þingi 1924 flutti Pétur Otte- sen frv. til laga um breyting á lögum nr. 5, 18. maí 1920, um bann gegn botnvörpuveiðum, sem vildi herða mjög hegningar við landhelgisbrotum. Við umræðurn- ar segir Ágúst Flygenring: „Skipstjórunum (þ. e. íslenzk- um togaraskipstjórum) er trúað fyrir dýrum skipum og dýrri út- gerð og lagt fyrir þá að fiska vel. Og þeir vita, að ef þeim bregzt aflinn, verða þeir reknir tafar- laust. Otgerðarmenn hafa rekið skipstjóra sína fyrir það eitt að fiska ekki. Þeir hafa meira að segja gert það margsinnis. Vesa- lings skipstjórarnir hafa þvi blátt áfram svej^ið hangandi yfir höfði sér.“ (Alþt. 1924 C 502.) Enn fremurz„Að því munu vera mörg dæmi, að skipstjórar hafi bein- línis verið sviftir skipstjórn fyr- ir að stunda ekki veiðar í land- helgi — eða með öðrum orðum: fyrir að fiska ekki nógu vel, af því að þeir hafa hlífst við að fremja lögbrot. Og það vita allir, sem eitthvað þekkja til, að sum- ir þeirra, sem brotlegastir eru, haia aldrei verið teknir.“ (Sama stað 503.) Það er íslenzkur útgerðarmaður og þingmaður, sem segir þetta. Myndi „Mgbl.“ ekki telja það „!andsvoða“, ef það yrði hljóð- bært erlendis, að íslenzkir út- gercarmenn kngi skipstjóra slna til lagabrota, og að þeir játi þetta á þingi með þessum orðum: „Að pví munu vera m'órg dœmi, að skipstjórar hafi óbeinlínis verið sviftir skipstjórastöðu fgrir að stunda ekki veiðar í landhelgi.“ En svo kemur það, sem verst | ætti að vera og méstur „lands- voði“, mælt á kvarða „Mgbl.“, því sami íhaldsþingmaður barði það blákalt fram, að ein af stofn- unum r'.kiifms, loftíkeytastöðin, vœri af útgerðarmönnum notuð til að ge’a tog’i um v'sbsndiug- r um, hvernig peir œttu að draga bust úr nefi refsivaldsins. Flygenring sagði: „Nú er pað vitað, að peir, sem leiknastir eru að veiða í landhelgi, eru pannig útbúnir, að sáralittl hcétta er fyrir pá,. að í pá náist.“ (Alþt. 1924. C. 509), og enn írernur: „Og auðvitað er það, að landhelgisbrot skipstjóra eru ekki ókunnug útgerðarmönnum. Það er opinber leyndardómur, að loftskeytatæki og annað slíkt er fyrst og fremst haft á skipunum vegna iandhelgisveíðanna.“ (Sama stað, 507.) Þama er beint sagt: „Ríkisstofn- un er í pjónustu lögbrjótanna,“ og það væri saga til næsta bæjar, ef satt væi’i. En varð „Mgbl.“ flökurt af „landsvoðanum“ þá? Ekki mikið; það þagði. Við sama tækifæri segir Pétur Ottesen: „Ég hygg, að það séu Islend- ingarnir, sem oftast ganga þar á undan með þetta fagra fordæmi (þ. e. með veiðar í landhelgi); — útlendingarnir koma svo á eftir. Lögbrot þeirra eru að nokhru leyti því að kenna, að innlendu skip- stjórarnir ganga á undan.“ (Alþt. C. 1924, 513—514.) Og þessum þingmanni er ekki síður en Flygenring kunnugt um, að loftskeytastöð ríkisins er not- uð til að gera togurunum viðvcir- anir, því hann segir: ( „Islendingar vita, hvað varð- skipinu líður. Því þeir, sem loft- skeyti hafa, fá stöðugt vrtneskju um það frá útgerðarmönnum. Þetta vita útlendingarnir. Þann- ig eru íslenzku skipstjórarnir pott- urinn og pannan í landhelgisbrot- unum.“ (Alþt. 1924. C. 550.) Og hann endurtekur þetta með þessum orðum: „Þeir af islenzku togurunum, sem langhættulegastir eru með þetta, eru þeir, sem hafa haft loftskeytatæki og standa í sambandi við útgerðarmsnnina og fá bendingar frá þeim.“ (Sama stað, 563.) Ekki hafði „Mgbl.“ í þá daga neitt út á það að setja, að þessi þingmaður segði þetta. Var út- Iandið ekki til þá, eða var „Mgbl.“ ekki búið að finna upp „lands- voðann“? Og þó vissu útlending- arnir af misbrúkun loftskeytanna að því, er Ottesen sagði. „Lands- voðinn“, sem af Héðni stafaði, var sá, að hann hafði látið á sér skilja, að það væri ekki úlilokað, að varðskipin kynnu að hlífa sér við íslenzka togara, og vildi ékki líða það, ef svo væri. En hefir enginn annar gert það án þess, að hið taugatæpa „Mgbl.“ fengi hjaht- slátt? Sei-sei, jú! Ottesen segir við sömu umræður, að bátur úr Garði ha i kært 5 íogara, „og voíu fjórir af þeim íslenzkir. Vil ég nú spyrja hv. forsrh. að þvi, hvort þessum kærum hafi verið sint eða ekki.“ Forsrh. Sig. Eggerz skýr- ir þá frá þvi, „að kærur þessar haía verið sendar til hlutaðeig- andi dómara.“ (Alþt. 1924. C. 501.) Við 2. umr. málsins víkur Jak- ob Möller að þessu máli og segir um togararta, að hann haíi ekki „séð þess neins staðar getið, að þeir hafi verið sektaðir. (P. O.: Pað er fyrir dómstólanum) Það er pá búið að vera par alllengi. (P. O.: Réttargangurinn er oft seinn hér á landi.)“ Finst „Mgbl.“ það ekki „lands- voði“, að pingmaður kvarti und- an pví, að pað sækist seint aö fú íslenzka togara sektaða fyrir landhelgisbrot, og stendur þvf ekki stuggur af, hvað sagt kann að verða um það í útlöndum, nema það sé Héðinn Valdimars- son, sem gefur það í skyn? En það þarf ekki að seilast um öxl til ársins 1924. Á þessu þingf hefir einn grandvarasti þingmað- ur Ihaldsflokksins, Halldór Stein- sen, forseti efri deildar, þegar frv. um laun skipherra og skipverja á varðeimskipum rikisíns var til um- ræðu þar í deild 26. f. m., mælt þungum álösunarorðum til strand- gæzlunnar; hann segir, að „full ástæða sé til að heimta, að land- helgisgæzlunni verði komið í betra horf, en verið hefir, pví eins og hún hefir verið, er ekkert und- arlegt, pó áð fram komi óánœgju- raddir um pað, hvernig hún er; framkvœmd.“ Hann segir frá því, að 20—30 togarar hafi verið óá- reittir að veiðum í landhelgi í norðanverðum Faxaflóa. Síðan hafi „bœði skipin „Fylla“ og „Óð- inn“ skroppið parna vestur tii þess að líta eftir, en enginn sýni- 'legur árangur hefir orðið af peirri gœzlu, pví ekkert skip hefir ver- ið kœrt, en pað er margsannan- legt, áð fjöldi pessara togara liafa verið fyrir innan landhelgislínu á pessum tíma.“ Þessi þingmaður sagði meira í sania anda, en „Mgbl.“ þagði, því það var ekki „landsvoði" nema í munni Al- þýðuflokksmanns. Eftir ummælum þessara þing- manna allra skyldi mega ,ætla, að mikil brögð væru að því, ab íslenzkir togarar stundi veiðar í landhelgi. Það er þó blátt áfranj afar-eftirtektarvert, hvað sjaldan eru hafðar hendur í hári þeirra. Á árinu 1926 taka varðskipin 4 sam- tals 48 togcura, en par af eru eintr 2 íslenzkir. („Ægir“, XX. árg., 1. tbl., bls. 10—11). Af þessu má hver ráða það, sem hann vill. En eftir er það, sem átakanleg- ast er og vafalaust fær mikið á háð tilfinningarnæma „Mgbl.“, að einn píngmaður, Ágúst Flygen- ring, sem segist hafa „viljað bera í bœtijiáka fyrir okkar íslenzku skipstjóra um landhelgisveiðarn- ar“ (Alþt. 1924, C. 520) „sem eru. svo óheppnir að verða tekntr“ (sama stað 503), telur við um- ræðurnar 1924 xslenzka skipstjóra,, sem brjóta fiskiveiðalöggjöfina,, undan hegningu með þessum orð- um: „ég vil ekki láta hegna inn- lendum mönnum í blindni eða umfram útlendum," (sama stað, 539), og silkihúfan upp af öllu saman, að þáverandi fjármálaráðheira og núverandi forsætisráöherra, Jón Þorlálssson, hefir við þetta tæki« færí lýst þvi úr ráBherrastóls, að brot íslenzkra togara séu mikln meinlausari en erlevdra botnvöfþ- unga. Ráðherrann sagði: „Ég hefi ekki heyrt það koma fram við umr„

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.