Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 16
JON O. RAGNARSSON VEITINGAMAÐUR í HP-VIÐTALI T EKKI A# leftir Þórhall Eyþórsson mynd: Árni Bjarnason Á dyrasímanum eru átta bjöllur. „Hobbí-herbergi“ — ekkert suar; „sund- laug“ — engin vidbrögd. Ég þrýsti á „eldhús“ — það uar lóðið. Dyrnar á um- fangsmiklu og krítarhvítu einbýlishúsi uið Seljugerði íReykjauík Ijúkast upp og blásvart ferlíki hefur nœstum því feykt mér um koll. Við nánari aðgœslu kemur íljós að óargadýrið er í rauninni gœflyndur labradorhundur og heit- ir Tító. Hann er að minnsta kosti af tignari stigum en nafni hans sem lengi réð ríkjum í Júgóslauíu, þykist ég uita. Herra hundsins er Jón 0. Ragnars- son, fjörutíu og sjö ára að aldri (en virkar yngri). Borinn Patreksfirðingur, en barnfœddur Reykvíkingur — og síðast en ekki síst Þinguellingur. „Að eig- in uali,“ bœtir hann við.,,Efég ætti að greina frá starfsheiti? Veitingamaður, framkuœmdastjóri, hugsuður og letingi,“ segir hann; en œtli hinu síðast nefnda sé ekki ofaukið, hugsa ég. Þuí að Jón Ó. Ragnarsson er kunnur að öðru en að huíla lúin bein: stóreignamaður, hótelspekúlant, kuikmynda- húsaeigandi og frumkvöðull myndbandauœðingar. Athafnamaður — ogá kyn til þess, segja menn. — Ertu fœddur rned silfurskeid í munni, eins og sagt er? „Ekki tel ég það nú vera. Ég held að ég geti með góðri samvisku fullyrt að ég hef þurft að vinna fyrir því sem ég á og því sem ég er í dag." — En engu ad síður fékkstu Hótel Valhöll á Þingvöllum ad erfðum eftir föður þinn, ekki satt? „Ég erfði aðeins hlut í Valhöll eftir foreldra mína. Ég hafði þegar eignast helming fyrirtæk- isins, og var reyndar búinn að eiga hann í nokk- ur ár, þegar faðir minn lést árið 1980. Eftir það tók ég við rekstrinum að fullu." — Faðir þinn var...? „Faðir minn var Ragnar Jónsson veitingamað- ur, sem meðal annars stofnaði Þorscafé hér í Reykjavík. Núna er sá staður rekinn af mági mínum og systur, og þar er ég einnig aðili að." Stofnaði Tjarnarbúð! — Þú hefur augljóslega snemma hafið afskipti af hótel- og veitingarekstri? „Já. Áður en ég hóf að starfrækja Hótel Val- höll hafði ég haft ýmisleg önnur afskipti af veit- ingastörfum. Ég hélt til náms á hótelskóla í Sviss, þar sem ég var í tvö ár. Það er að segja 1961 til 1963. I þessum skóla, sem er í borginni Laus- anne, var lögð áhersla á alhliða menntun í mínu fagi, bæði bóklegar greinar og verklegar. Þar tel ég mig hafa öðlast góða yfirsýn yfir það sem að þessum málum lýtur og þar fékk ég tækifæri til að takast á við hlutina. Það var ekki algengt þá að Islendingar héldu til náms á slíka skóla; ég held að það hafi einungis gert einir tveir eða þrír á undan mér. Ég kunni vel við mig í Sviss, þótt ég hafi lítið haldið tengslum við landið síðan, eins og gengur. En auðvitað hef ég komið þang- að nokkrum sinnum, eftir að ég lauk námi." — Hvað tók við að námi loknu? „Ég kom heim og tók að mér veitingarekstur í Oddfellow-húsinu. Þar var ég í fimm ár með veitinga- og fundasali — einnig fyrir Oddfellow." — Ertu félagi í Oddfellow-reglunni? „Ég gekk í hana, en ég hafði einfaldlega ekki tíma til að sinna því félagsstarfi sem henni fylgir. En í Oddfellowhúsinu stofnaði ég líka skemmti- staðinn Tjarnarbúð árið 1964; staðreynd sem maður af þinni kynslóð hefur ef til vill meiri intressu fyrir?" — Satt er það, sœllar minningar. En nú ertu búinn að leigja Hótel Valhöll til Ferðaskrifstofu ríkisins og Regnbogann til Háskólabíós. Ætl- arðu að draga þig í hlé frá viðskiptum og láta þér nœgja að lifa á rentunum? „Að sumu leyti væri sú hugmynd freistandi. Ég hef unnið gífurlega mikið um dagana og ekki oft tekið mér frí. Það var ekki fyrr en nú fyrir skemmstu að ég lét gamlan draum rætast og ók hringveginn. Ég varð ákaflega impóneraður af landinu okkar. Maður skilur hreint ekkert í sér að hafa átt þetta eftir, en vera svo á hinn bóginn búinn að ferðast vítt og breitt í útlöndum! Hitt er annað mál að ég hef ekki hugsað mér að setjast í helgan stein, ef þú ert að spyrja að því. Enn bý ég yfir svo mikilli starfsorku að ekki kemur ann- að til greina en að halda áfram af fullum krafti. Ég hef um nokkurt skeið haft áhuga á að reisa hótel hér í Reykjavík og er núna að vinna að markaðskönnun og öðrum athugunum á því hvort fýsilegt sé að stofna til slíks fyrirtækis." Vantar alvöru hótel — Flogið hefur fyrir að þú hyggist reisa þrett- án hœða hótel hér í borginni? „Dæmið er enn óljóst að þessu leyti. Upphaf- lega hafði ég hugsað mér að reisa tuttugu hæða hótel, en borgaryfirvöld hafa ekki viljað sam- þykkja svo háa byggingu." — Hvar hefurðu hugsað þér að hótelið verði staðsett? „Ég hef fengið vilyrði frá borginni um lóð í nýja miðbænum í Kringlumýri. Það þykir mér kjörinn staður." — Muntu hafa samstarf við erlenda aðila um hótelbygginguna? „Já, það hef ég í hyggju. En að svo stöddu get ég ekki látið uppi um hvaða aðila er að ræða. Enn er málið á samningastigi, og því ekki unnt að skýra frá hverjir eiga í hlut. — Er raunveruleg þörf fyrir nýtt stórt hótel í Reykjavík? „Ég er þeirrar skoðunar að svo sé. Að vísu hef- ur að undanförnu orðið töluverð aukning í hót- elrekstri hér í borginni og í nágrannabyggðum hennar. Er þar auðvitað skemmst að minnast nýja hótelsins í Hveragerði. En samt sem áður tel ég að ekkert veiti af að byggja hótel eins og það sem ég hef í huga, því að vissulega er hér skortur á ákveðinni þjónustu." — Ertu nýjungagjarn œvintýramaður í við- skiptum? „Ég veit ekki hvað ég á að kalla það. Ég hef lengi átt mér þann draum að reisa hér hótel sem væri frábrugðið þeim sem fyrir eru um það að á því væri raunverulegur internasjónal blær. Það verður að segjast eins og er að hingað til hafa hótelmál á íslandi einkennst af óþarflega mikilli sveitamennsku." — Er þetta ekki bara snobb? „Nei, þetta er ekkert snobb — heldur nauð- syn. Ég geri mér aftur á móti fyllilega grein fyrir því að hér er engin þörf fyrir eitthvert de-luxe- hótel. En það vantar tilfinnanlega bisniss- mannahótel í háum gæðaflokki fyrir fólk sem gerir kröfur og þar sem boðið er upp á fyrsta flokks þjónustu. Slíkt hótel hefur enn ekki verið byggt hér á landi." — /þessu sambandi langar mig að varpa fram spurningu um fyrri hótelrekstur þinn: þú hefur ekki farið út í að leigja ríkinu Hótel Valhöll vegna þess að reksturinn vœri farinn að ganga illa? „Nei, síður en svo. Ég gerði lagfæringar á Val- höll fyrir nokkrum árum, og reksturinn gekk í hvívetna mjög vel. Hins vegar er því ekki að neita að á Þingvöllum er aðeins hægt að vera með veitingastarfsemi fjóra mánuði á ári. Sú staðreynd hefur auðvitað í för með sér ákveðna erfiðleika. Þó vil ég taka fram að ég hef aðeins leigt Valhöll — og reyndar Regnbogann líka — til tveggja-þriggja ára, og er allt óráðið hver framvindan verður að þeim tíma loknum." Guðrún Gísladóttir falleg — Úr hótelinu í bíó: Þú varst með Hafnarbíó á sínum tíma. Síöan byggðirðu Regnbogann og ollir þar með byltingu í bíói hérlendis. „Ég tek hiklaust undir það að með tilkomu Regnbogans árið 1978 hafi orðið bylting í bíó- málum. Hagkvæmnin sem er fólgin í því að vera með marga litla sali í stað eins stórs, eins og áður hafði einvörðungu tíðkast, er svo mikil að allur samanburður er út í hött. Hér er auðvitað um að ræða svar við harðnandi samkeppni frá öðrum sviðum afþreyingariðnaðarins. Það Ieikur eng- inn vafi á því að bíó með einum sal eiga orðið ákaflega erfitt uppdráttar. Áður en ég fór út í þennan bíóbisniss var ég búinn að fylgjast með því sem var að gerast er- lendis, og ég hafði ekki komist hjá að veita því athygli hvernig sjónvarpið hafði nánast gengið af bíóinu dauðu — til dæmis í Bretlandi. Ná- kvæmlega það sama var uppi á teningnum hér á landi fyrst eftir tilkomu íslenska sjónvarpsins árið 1966. En síðan lifnuðu kvikmyndahúsin við aftur, þegar nýjabrumið var farið af sjónvarpinu og hagræðingu hafði verið komið á í rekstrin- um. Þróunin í þessum málum hér var mjög í takt við það sem gerðist í öðrum löndum." — Skœður óvinur bíósins er vídeóið. Þú, kvik- myndahúsaeigandinn, varðst einna fyrstur til að hefja innflutning á því. „Já, myndbandið kom til skjalanna eins og þjófur á nóttu; skyndilega var vídeóvæðing lausnarorðið. Þegar ég stofnaði myndbanda- leigu á sínum tíma held ég að ég hafi haft að leið- arljósi gömul sannindi: if you can’t beat them, join them... Ég áleit að myndböndin hlytu óhjá- kvæmilega að hafa í för með sér samdrátt í kvik- myndahúsarekstri og vildi því hafa vaðið fyrir neðan mig. Ég starfræki nú ásamt öðrum hluta- félagið Myndbandaleigu kvikmyndahúsanna; við erum með útibú víðsvegar um landið og á fjórum stöðum í Reykjavík. En það hefur sem betur fer komið í ljós að dagar bíósins eru ekki taldir, síður en svo. Hins vegar eru nú gerðar meiri kröfur til kvikmyndahúsa en áður; það verður að gæta þess að bjóða sífellt upp á nýjar myndir sem enn eru ekki komnar á vídeó; það er nauðsynlegt að skipta oftar um myndir en áð- ur tiðkaðist. — Þínum viðskiptum fylgja greinilega nýjung- ar og œvintýri. En víkjum að öðru: tengjast ekki kvikmyndabransanum heilmikil ferðalög út um allan heim? „Jú, ég ferðast töluvert mikið vegna þeirra viðskipta. Ég fer á hverju ári á kvikmyndahátíð- ina í Cannes, lít reyndar á það sem eitt af skyldu- störfum mínum að vera viðstaddur í upphafi þeirrar hátíðar. Nú síðast keypti ég einmitt myndina sem hlaut gullgálmann, Mission sem Roland Joffe leikstýrði. Ég var mjög hrifinn af henni. í Cannes sá ég líka Fórnina, nýjustu kvik- mynd Tarkofskís. Það gerði ég eiginlega af þeirri ástæðu einni að mér þykir hún Guðrún Gísla- dóttir svo falleg leikkona. En myndin sjálf... Sannast sagna þá gekk ég út af henni miðri, og var ekki einn um það. Tarkofskí er alltof þungur fyrir ininn smekk. Ég get ekki alveg gert mér grein fyrir því hvaða tilgangi framleiðsla slíkrar kvikmyndar þjónar. Manni dettur ósjálfrátt í hug sagan um nýju fötin keisarans — þú skilur? — Ég held að ég fari nœrri um það. Sástu framlag fslendinga til hátíðarinnar? „Já, já. Og ég hitti fólkið sem vann við Skepn- una..." — Kvikmynd Hilmars Oddssonar, Eins og skepnan deyr? „Einmitt. Hún gekk ágætlega og hlaut hlýjar móttökur. Hinu er auðvitað ekki að leyna að það

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.