Alþýðublaðið - 19.04.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.04.1927, Blaðsíða 2
s ALÞ.fÐUBLAÐIÐ ALÞfÐUELilÐIl kemur úí h hverjum virkum degi. Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við , Hveríisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9% — lOVa árd. og kl. 8—9 siðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Askriftarverð kr. 1,50 á ; mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 I hver mm. eindá'lra. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan : (í sama húsi, sömu sírriar). Enn om kjðrdagsfærslima. Háværar raddir. Flutningsmenn frumvarpsins um færslu kjördags hafa verið að tala um háværar raddir, sem óskuðu eftir pessari breytingu, að kjördagur yrði að sumri til. Ókunnugir skyldu nú ætla, að menn þessir hefðu eitthvað fyrir sér, — að þingmenn væru ekki svo ófyrirleitnir að taia um óskir, sem varia hefðu heyrst. En það er nú svo með þessa blessaða þingmenn, að þeir þurfa ekkert að hafa fyrir sér nema eigin dutl- unga eða ímyndað kosningafylgi, þá koma þeir með frumvörp og tala um háværar raddir, en þótt fjöldi manna mótmæii, þá gerast þeir þykkheyrðir á það. Hvað er nú hið sanna í þessu máli? Eftir því, «sem séð verður af þingmálafundargerðum þeim, sem frammi iiggja á lestrarsal Alþing- is, hefir þessu verið hreyft á II þingmálafundum, flestum eða öll- um fámennum. Á 10 af þeim hefir eitthvað verið samþykt í þessa átt, nær alt af eftir tillög- um . frá sjálfum þingmönnunum. Á einum fundinum var tillaga feld, þótt hún væri frá þingmanni. Það mun hátt reiknað, að á þessum 10 fundum hafi verið saman komin 5—6 hundruð manns; sennilega hefir jrað ekki verið yfir 2—3 hundnið. En hvað er svo um mótmælin? 1924, þegar fyrst var flutt frum- varp um færslu kjördags, komu mótmœli úr öllum kaupstöðum landsins og nœrfvlt úr Iwerju ein- usta kauptúni. Nú í vetur hafa þinginu borist mótmæli frá 17 íéíögum víðs 'veg- ar af landinu, sem hafa samtals 3 tii 4 þúsund fél'agá, þar að auki mótmæli úr 2 kauptúnum, undirskrifuð af 210 kjósendum. Nú er það vitanlsgt, að í sumum kauptúnum og sveitum, þar sem mikil andstaða er gegn færslunni, hafa ekki getað orðið fundir til mótmæla, en það er sannanlegt, að i Iandinu eru 5—6 púsund manns ékveðin móíi færslu kjör- dags. Sannleikurinn er því sá, að það hafa heyrst mjög ákueðnar og hávœrar raddir kjösmda móti fœrslu kjördags, en örfáar radd- ir með og þær fram kallaðar af þingmönnum sjálfum. í kjördæmi sjálfra flutningsmannanna hefir ekki staðið meiri gustur um mál- ið en svo, að í kjördæminu hafa verið gerðar tvœr samþyktir, önn- ur með og hin móti. Sjá nú ekki þingmenn sjálfir, að það er gersamlega óverjandi að beita slíku óréttlæti sem því að færa kjördaginn þvert ofan í vilja fjölda kjósenda og án þess, að nokkur knýjandi nauðsyn sé til þess? En hvort sem þeir sjá það eða ekki, þá sér verkalýður- inn og öll alþýða í landinu, að verið er að beita lævíslegri tii- raun til að svifta vinnustéttina kosningarétti. Þingmenn mega ekki halda, að kjósendur séu svo einfaldir að telja nokkra bót í frumvarpi því, er nokkur hluti allsherjarnefndar flytur, af því að það kemur vinnustéttinni ekki að gagni. Þingmenn hafa óspart látið það í veðri vaka, að þeir gerðu þetta fyrir sveitimar, og til eru þeir þingmenn, sem sagt hafa, að lítíð geröi tii með kaupstaðarbúana. ef bændurnir að eins kysu. En svo er nú ástatt, að fjöldi bænda og sveitafólks yfirleitt hér sunn- anlands að minsta kosti vill held- ur hafa kjördaginn að hausti en sumri vegna anna að sumrinu. Ég hefi urnsögn fjölda manns úr Ámess- og Rangárvalla-sýslum, sem telja þátttöku í kosningum miklu meiri að hausti en sumri, og fyrir fjölda manns í kaup- túnunum, t. d. í Árnessýslu, er færsla í framkvæmd afnám at- kvæðisréttarins, og svo er mjög víða. Hvað sem fulltrúar þeirra á þingi segja eða gera í þessu máli, þá verður því ekki gleymt. Og þeir herrar, sem hjalað hafa um frjálslyndi og réttlæti í and-* stöðuflokkum Alþýðuflokksins, skulu spara sér það eftir að hafa sýnt það með því að drepa frum- varpið um þingmann fyrir Hafn- arfjörð, að þeir vilja ekkert úr því ranglæti bæta, er vinnustéttin á við að búa í kjördæmaskipun- inni. Og ef þeir svo ætla að bæta því við að láta kjósa á þeim tíma árs, sem fjöldi manns get- ur ekki notað rétt sinn, — þá stendur kúfurinn upp af synda- kollum þeirra, sem áður voru íulJar. Og þótt dýrt og ilt sé eldsneytið, sýður einhvern tíma upp úr. Felix Guðmundsson. Weöri deild. Fjárlögin voru afgreidd til efri deildar á miðvikudaginn. Við atkvgr. vant- aði Magnús dósent, sem er veik- ur, og eru þá 12 Ihaldsflokks- menn í n. d. Að þessu sinni náið- ist* samþykki á 1500 kr. fjár- veitingu til Sjúkrasamlags Reykja- víkur til þess að vinna að því að koma á sambandi milli allra sjúkrasamlaga á landinu og til að stofna ný sjúkrasamlög. Var það varatillaga, en aðaltillaga um 2 þúsund kr. var feld. Flutnings- menn voru þingmenn Reykjavík- ur í sameiningu. Þá var og samþ., að sjúkrasamlag prentarafélagsins („H. í. P.“) megi njóta góðs af ríkisstyrknum til sjúkrasamlaga í hlutfalli við önnur sjúkrasamlög. (Till. fjárvn.) Hins vegar var feld fjárveiting til sundlaugar í Reykjavík gegn jafnmiklu fram- lagi úr bæjarsjóði. Fluttu þing- menn Rvk. þá till. J. Kjart. var einn þeirra, er atkv. greiddu gegn henni og sömuleiðis á móti dá- lítilli hækkun á styrknum til Leikfélags Reykjavíkur, upp í 6 þús. kr., sem var samþ. — Til- laga frá Héðni Valdimarssyni um 5 þús. kr. styrk til Byggingar- félags Reykjavikur var samþykt. Voru Ihaldsmenn einir á móti, nema J. Ól. greiddi ekki atkv. (nafnakali). — Áður hefir verið minst á till. Héðins um afnám skólagjalda, — verndartollsins á fávizkunni. Fjárveitinganefndin snerist öndverð gegn þeirri tilk, og má nokkuð marka menningar- áhuga þingheimsins af því máli. Kvað Þórarinn á Hjaltabakka skólagjöldin vera orðin fastan tekjustofn, sem nefndin vildi ekki sleppa af, og taldi liklegt, að einkaskólar yrðu þá lika að fella þau niður, ef svo væri gert við skóla ríkisins. Þó viðurkendfhann, að forsendur Héðins væru réttar. Héðinn benti á, að skólagjöldin eru nýlegur skattur og óvinsæll mjög, svo sem vonlegt er. Væri betra og sanngjarnara að afla fjár á annan hátt, einnig handa einka- skólum, en með slíkri skattlagn- ingu á námið. — Þegar til at- kvæða kom, reyndust einir 10 þingdeildarmenn nægilegá miklir mentavinjir til þess að vilja stuðla að því, að fátækir námsmenn losni við skólaskattinn. Hi’nir 17 vildu halda í hann, og voru þeir þessir: Árni, H. Stef., Hákon, Ing- ólfur, J. A. J., J. Guðn., J. Kjart., Jón á Reynistað, M. Guðm., M. Torf., P. Ott., P. Þórð., Sigurj., Sveinn, Tr. Þ., Þorl. J. og Þór- arjnn. Tillaga frá B. Líndal og Ás- geiri um að lækka skólagjöld- in um þriðjung var einnig feld með sama atkvæðamun. Till. um. auknar fjárveitingar til skóla, er fram voru bornar við 3. umr., voru allar feldar nema 500 kr. viðbót til hvors, Samvinnuskól- ans og Verzlunarskólans, er flutu hvor á annari. M. a. var feld önn- ur sáttatillaga Ásgeirs í -samskóla- málinu, um 5000 kr. aukinn styrfc til ungmennaskólanna. Hún fékk að eins 5 atkv. Till., er menta- máland. flutti að nýju, um styrk til grískukeiplu við háskólann (1800 kr.), var einnig f-eld. — Halldór Steí. flutti tillögu um alt að 8 þúsund króna fjárveit- ingu til styrktar mönnum, sem þurfa að fá sér gervilimi, en til var 6 þús. kr. Þórarinn talaði á móti þessum fjárveitingum í um- boði fjárveitinganefndarinnar og færði það helzt til, að alt af yrðu einhverjir út undan, þótt öðrum væri hjálpað. Voru báðar tillög- urnar feldar með miklum atkv.- mun. Sams konar rök og Þór- larinn notaði í þessu ználi, færði Tr. Þ. einnig af hendi fjárvn. gegn styrk til nokkurra námsmanna. Or því ekki væri hægt að leysa allra vandræði, þá væri hún andstæð öllum námsstyrkjum, sem hún hafði tök á að ráðast gegn. Þrátt fyrir það náðu þó nokkrir þeirra samþykki deildarinnar. — Að þessu sinni var samþ. tillaga sjáv- arútv.nd. um 60 þús. kr. fjár- veitingu til að reisa þrjá miðun- arvita, einn austan-, annan sunn- an- og þriðja vestan-Iands, eftir nánari ákvörðunum viíamálastjór- ans, er hefir góðar vonir um, að þeir geti orðið sjómönnum að sér- lega miklu liði og bjargað mörg- um mannslífum. Verður Vestur- landsvitinn ekki sízt mjög mikils verður skipum, sem fiska þar úti fyrir á vertíðinni, en hinir verða reistir þar, sem skipum, er sigla til landsins, er hagkvæmast. Bentu og sjávarútvegsnefndarmenn á, að vitarnir mega ekki vera færri í fyrstu, til þess að miðunartæki verði sett á sem allra flest skip. Um þetta urðu þó talsverðar snerrur, því að f járveitingand. vildi láta klípa af fénu. M. a. talaði P. Ott. gegn þeim, eink- um með þeim rökstuðningi, að slíkir vitar séu nýjung og ekki komnir upp í öllum öðrum lönd- um, en viðurkendi þó aukið ör- yggi af þeim fyrir líf sjómann- anna. Þö fór svo, að andstaðan gegn vitunum hrapaði niður í 9 atkvæði. Samt eru útgjöld rík- isins til vitamálanna alls áætluð rúmlega einum fimta lægri en vitagjöldin á því ári. — Fjár- veiting til markaðsleitar var hækkuð að tillögum sjávarútv.nd.,, og var samþ. að veita 12 þús.. kr. til fisksölutilrauna í Suður- Ameríku og 10 þúsund kr. til síldarsölu í Mið-Evrópu og Finn- landi, en 8 þús. kr. til sölutil- rauna annars staðar (talað um Portúgal) var felt með jöfnum atkv. Þá greiddi P. Ott. ekki at- kvæði. —. Fjárveiting til gjalda samkv. II. kafla jarðræktarlaganna. var hækkuð um 100 þús. kr., upp í 150 þús. kr„ að tillögu fjárvnd., því að sýnt þótti, að áætlun stjórnarinnar gæti ekki staðist. — Samþ. var tillaga frá Ben. Sv. um að heimila stjórninní að kaupa Ásbyrgi í Kelduhveríi. ‘Viður- kenningarfjárveitingin til ekkju Svb. Sveinbjörnssons tónskálds var ákveðin 1200 kr. næsta ár. Spitalabrennivin. Ekki .þarf nema að nefna hið alræmda læknabrennivin. Við það kannast allir. Þegar það var sam- þykt á alþingi, kváðu meðmæl- endur þess það vera síður en,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.