Helgarpósturinn - 23.10.1986, Blaðsíða 2
ÚR JÓNSBÓK
Afruglun
Andlega heilbrigðir einstaklingar stofna til
fjölskyldulífs svo sem kunnugt er í þeim til-
gangi fyrst og fremst að brjóta sjálfa sig nið-
ur. Þetta tekst misjafnlega vel, en þegar best
lætur og einstaklingarnir hafa glatað bæði
sérkennum sínum og sjálfstæði, er komist
svo að orði að þeir lifi heilbrigðu fjölskyldu-
lífi. Um það er talsverður ágreiningur hvort
heilbrigt fjölskyldulíf sé heilnæmt eða ekki,
en hitt eru allir á einu máli um að heilbrigt
fjölskyldulíf sé afar ótryggt ástand og bundið
miklum vandkvæðum að verja það utanað-
komandi áhrifum, miður hollum.
Tökum sem dæmi áhrif nýorðinnar fjöl-
miðlabyltingar. Fyrirvinnur á suðvestur-
horni landsins fá ekki lengur áheyrn hjá
börnum sínum milli klukkan 18.30 og 19.00
eins og áður var. í sumum fjölskyldum tak-
markast dagleg tjáskipti við nokkurra mín-
útna rifrildi um það laust fyrir klukkan 20.00
hvort horfa eigi á mannvíg í ríkis-sjónvarp-
inu eða á stöð tvö. Sameiginleg kvöldmáltíð
heyrir sögunni til. Einstaklingar í fjölskyld-
um eru smám saman að endurheimta sjálf-
staeði sitt og sérkenni.
Ahrif fjölmiðlabyltingar eru þó langt í frá
neikvæð eingöngu. Alvöruþenkjandi mönn-
um þykir til dæmis afar jákvæð og ánægju-
leg þróun að fólki skuli nú gefast kostur á að
kynnast veröldinni í gegnum afruglara. Þessi
nýjung í fjölmiðlun markar tímamót hér á
landi. Fólk var hætt að grynna í mörgu af því
sem fyrir augu og eyru ber og orðið aðkall-
andi að sía menn og málefni í gegnum af-
ruglara. í umræðum um stefnuræðu for-
sætisráðherra hefði til að mynda margt orðið
ljósara hefði verið unnið úr spakmælum
þingmanna í afruglara og ekki nokkur vafi
að kjósendur hefðu þannig fengið gleggri
línur að fara eftir við næstu kosningar. I því
efni ættu landsfeður vorir að taka sér til eftir-
breytni hvernig staðið var að prófkjöri sjálf-
stæðismanna í höfuðborginni. Þar var settur
afruglari á sérhvern frambjóðanda og línurn-
ar voru svo skýrar að kjósendur vissu upp á
hár hvernig atkvæði þeirra yrði best varið.
Úrslitin komu enda engum á óvart. Sá sem
fékk flest atkvæði tapaði mestu og sá sem
fæstir greiddu atkvæði bar sigur úr býtum.
Niðurstaða prófkjörsins var tilkynnt í gegn-
um afruglara svo að öllum yrði ljóst að þarna
var bæði lýðræðinu og réttlætinu fullnægt.
Svo virðist sem úti á landsbyggðinni sé
ekki jafnmikil þörf á afruglurum og á þétt-
býlissvæðir.u kringum Faxaflóa. Að minnsta
kosti létu framsóknarmenn á Vestfjörðum
það gott heita að missa sinn fremsta og af-
kastamesta afruglara suður ti) Reyknesinga.
Þeir trúa því að afruglun auki á vinsældir
flokksins á Suðurnesjum en ruglun komi
ekki að sök á Vestfjörðum. Austfirðingar
mega hins vegar sæta því að fá að sunnan
fyrrverandi afruglara í Bandalagi jafnaðar-
manna, mann sem gekk svo nærri sér í af-
ruglun fyrir bandalagið að hann fékk glögga
mynd af stöðu flokksins og ennþá gleggri
mynd af stöðu sjálfs sín, lagði niður banda-
lagið og fór í afruglun til Jóns Baldvins. Aust-
firðingar sumir telja vafasaman ávinning að
hinum nýja afruglara, en þeim skal bent á til
hughreystingar að hann hratt af stað slíkri
allsherjar afruglun í bandalaginu að fjölgaði
í Sjálfstæðisflokknum.
Það er einmitt höfuðkostur við afruglara
og afruglun að hvort tveggja gerir mönnum
kleift að átta sig á tilverunni. Kirkjan hefur
þannig í aldaraðir verið afruglari handa
þeim einstaklingum sem velta fyrir sér til-
gangi mannlífs, svo að ekki sé minnst á til-
gang hjálparstarfs. Afruglun kirkjunnar hef-
ur hjálpað fjölmörgum einstaklingum að
glöggva sig á gildi mannlífs fyrir þá, sem eiga
eftir að hrökkva upp af, og á gildi hjálpar-
starfs fyrir þá sem hafa af því lífsframfæri.
Dæmi kirkjunnar sýnir okkur að afruglar-
ar og afruglun eru ekki ný fyrirbæri þó að
eftir Jón Örn Marinósson
þau hafi ekki skotið upp kollinum í fjölmiðl-
un hér á landi fyrr en nú í haust. Áfengi er
til að mynda ævagamall afruglari sem menn
nota til þess að fá í einni sjónhending
óbrenglaða mynd af grundvallarþáttum til-
verunnar og skilning á því hvort borgi sig að
verða allsgáður aftur. Flestir láta sér grund-
vallarþættina að kenningu verða og brengla
myndina á nýjan leik. Hinum er talin trú um
að þeir séu brenglaðir og sendir síðan í af-
ruglun til SÁÁ.
Og hér erum við komin að mikilvægu
atriði í tengslum við afruglun og afruglara,
semsé því hvort afruglari sé einvörðungu til
góðs fyrir einstaklinga og fjölskyldur þeirra.
Þessari spurningu er vandsvarað. Það er
vafamál til dæmis hvort þjóðin hefði grætt á
því nokkuð að setja afruglara á þingmenn í
umræðu þeirra um stefnuræðu forsætisráð-
herra. Það er vafamál hvort brenglaðar hug-
myndir kjósenda um einstaka frambjóðend-
ur hefðu breytt nokkru um úrslit prófkjörs
sjálfstæðismanna í Reykjavík. Það er vafa-
mál hvort afruglari Framsóknarflokksins
komi vitinu fyrir Reyknesinga. Gæti allt eins
skeð að Vestfirðingar næðu loks áttum úr því
að þeir hafa losað sig við afruglarann. Hver
er kominn til með að segja að Höfðaeinræða
fréttastjóra í sjónvarpi hefði orðið jafn látlaus
og áhrifamikil og hún var, hefði hún verið
flutt í gegnum afruglara?
Enda þótt framangreindum spurningum
verði ekki svarað svo að óyggjandi sé, er hins
vegar ljóst að áhrif afruglunar í fjölmiðlun
eru nú þegar orðin mikil á þeim skamma
tíma sem hún hefur tíðkast hér á landi. Allar
línur hafa skýrst. Allir hafa skilning á því
með fjármálaráðherra að tekjuskatt er ekki
unnt að lækka nema komi á móti skatta-
hækkun. Það eru hreinar línur, dregnar upp
af fjárlaga- og hagsýslustofnun. Allir skynja
í einni svipan meginlínurnar þegar Banda-
ríkjaforseti gaf tóninn í afvopnunarviðræð-
um stórveldanna og breyttist i afruglara af
holdi og blóði í flugskýli númer eitt á Kefla-
víkurflugvelli. Menn hafa lært að skynja
kjarna málsins í síldarsöluviðræðum við
Sovétborgara og standa fast á sínum megin-
linum eins og Gorbatsjoff: engin síld — engin
olia.
Sumir fullyrða að sé einatt lítill ávinningur
i þvi fólginn að einblína á kjarna málsins, að
lífssýn samkvæmt meginlínum sé blátt
áfram skaðleg. En þá er bara að fá sér af-
ruglara á afruglarann og njóta þess í full-
komnu áhyggjuleysi að botna ekki neitt í
neinu.
HAUKURí HORNI
j , \
i yy i W'
íÉl V l'f.l M
■ twm jjH mm
’m : ;
Íf'/ ré Í7;P
EFTIR PRÓFKJÖRIÐ
„Þá eru þeir komnir í
sitt sæti, einn af
hverri tegund. . ."
2 HELGARPÓSTURINN