Helgarpósturinn - 23.10.1986, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 23.10.1986, Blaðsíða 7
HJALPARSTOFNUN KIRKJUNNAR Hjúkrunarfólk sem fariö hefur til Afríku fyrir tilstuðlan Hjálparstofnunar kirkjunnar hefur þegið laun sín frá Lutherska heimssam- bandinu. Á árinu 1984 grœddi Hjálparstofnun kirkjunnar 19 þúsund dollara (um 760 þús. kr. á núvirði) á saltfisksendingu til Ghana! Sama ár sendi Hjálparstofnun kirkjunnar umtalsvert magn af saltsíld til Póllands. Síldarkaupin voru fjármögnuð að stórum hluta af Evrópu- deild Alkirkjuráðsins. Pessi dœmi og fleiri eru um hvernig Hjálparstofnun kirkjunnar gefur í skyn að söfnunarfé landsmanna fjármagni verkefni sem einhverjir aðrir aðilar greiða í raun fyrir. Stærsti hlutinn af matvælasendingum Hjálparstofnunar kirkj- unnar til hungraðra (heiminum var fjármagnaöur af erlendum aðilum á árinu 1984. Innlendu söfnunarfé var varið til annarra hluta. D'Anglaterre (Kaupmannahöfn. Þar gisti sendinefnd frá Hjálpar- stofnun kirkjunnar á leið sinni til Fttllands að fylgjast með afdrif- um fata- og matvælasendingar frá Islandi. Af yfírlýsingum forráðamanna Hjálparstofnunar kirkjunnar að dœma hefur hjúkrunarstarf verið einn viðamesti þátturinn í starfsemi stofnunarinnar á þurrkasvœðunum í Afríku. Samkvœmt þessum yfirlýs- ingum mœtti œtla að umtalsvert hlutfall af gjöldum stofnunarinnar fœri íað greiða hjúkrunarfólki laun. Svo er þó ekki. Nær allt það hjúkr- unarfólk sem farið hefur til Afríku fyrir tilstuðlan Hjálparstofnunar kirkjunnar hefur þegið laun sín frá Lutherska heimssambandinu. Hins vegar hefur stofnunin ráðið þetta fólk og greitt því lítilsháttar launa- uppbót í formi dagpeninga svo laun þess séu sambœrileg þeim er hjúkr- unarfólk á vegum Rauða krossins þiggur. Þetta hafa hjúkrunarfræðingar sem farið hafa til hungursvæða Afríku á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar staðfest í samtölum við HP. Þetta er athyglisvert — sérstak- lega fyrir þær sakir að eftir að HP hóf skrif sín um Hjálparstofnun kirkjunnar hafa forsvarsmenn hennar einkum bent á veru íslensks hjúkrunarfólks í Afríku sem sönnun þess að söfnunarfé landsmanna sé varið til raunverulegrar þróunarað- stoðar. Þetta er ekki eina dæmið um hvernig Hjálparstofnun kirkjunnar gefur í skyn að söfnunarfé lands- manna fjármagni verkefni sem ein- hverjir aðrir aðilar greiða fyrir. Þau eru mýmörg. HJÁLPARSTOFNUNIN GRÆÐIR Á SALTFISKI Á árinu 1984 voru send héðan 50 tonn af saltfiski til Ghana með skipa- félaginu Cosmos. Til þess að fjár- magna kaupin á fiskinum hafði Al- kirkjuráðið sent hingað 65 þús. doll- ara að beiðni Hjálparstofnunar kirkjunnar. Samkvæmt upplýsing- um er HP fékk í aðalstöðvum Al- kirkjuráðsins í Genf varð að sam- komulagi að Alkirkjuráðið greiddi andvirði saltfisksins en Hjálpar- stofnunin borgaði flutninginn. Hins- vegar gerði Hjálparstofnun samn- ing við Sölusamband íslenskra fisk- framleiðenda um kaup á 50 tonnum af saltfiski fyrir rúm 46 þús. dollara. Veitt aðstoð Alkirkjuráðsins skilaði með þessum hætti um 19 þús. dollara (um 760 þús. ísl. kr. á nú- virði) hagnaði til Hjálparstofnunar kirkjunnar. Af samtölum HP við áhrifamenn í aðalstöðvum Alkirkju- ráðsins í Genf að dæma standa menn þar enn í þeirri trú að fyrir þeirra tilverknað hafi verið keypt 50 tonn af saltfiski fyrir 65 þús. dollara. Samkvæmt heimildum HP fór ekki meira af matvælum til Ghana á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar þetta ár, ef undan er skilið lítið eitt af skreiðartöflum. Samningur Hjálp- arstofnunarinnar við Cosmos var samkvæmt heimildum HP mjög hagstæður og flutningskostnaður- inn var lægri en sem nemur hagn- aði Hjálparstofnunarinnar á við- skiptunum við Alkirkjuráðið. Þrátt fyrir þetta hefur ekkert kom- ið fram á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar er bendir til annars en aðstoðin til Ghana hafi verið fjár- mögnuð fyrir innlent söfnunarfé. SÍLD TIL PÖLLANDS Sama ár og saltfiskurinn var send- ur til Ghana fór héðan umtalsvert magn af saltsíld til Póllands á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar. Þessi síldarkaup voru að stórum hluta fjármögnuð af Evrópudeild Al- kirkjuráðsins og reyndar benda heimildir HP til þess að nær öll sú síld sem send var til Póllands á árinu 1984 hafi verið keypt fyrir fé frá Al- kirkjuráðinu. Evrópudeild Alkirkjuráðsins stað- festi við HP að hún hefði sent fé til kaupa á síld til Hjálparstofnunar kirkjunnar á árinu 1984 en vildi ekki tilgreina upphæðina nema að fengnu samþykki Hjálparstofnunar- innar. En eins og lesendur HP vita hefur stjórn stofnunarinnar sett blaðið í upplýsingabann svo frekari staðfestingar fengust ekki frá Evrópudeildinni í Genf. Sama varð upp á teningnum er HP sneri sér til Síldarútvegsnefndar. Einar Bene- diktsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri nefndarinnar, staðfesti við HP að Hjálparstofnunin hefði keypt saltsíld á árinu 1984 en viidi ekki til- greina magnið eða kaupverðið eftir að hafa fengið afsvar frá Guðmundi Einarssyni, framkvæmdastjóra Hjálparstofnunarinnar, um heimild til þess. Þagnarmúr sá er stjórn Hjálparstofnunarinnar hefur reist milli sín og HP er því orðinn æði þéttur og víðáttumikill. íslensku skipafélögin fluttu þessa síld til Póllands og veittu Hjálpar- stofnun kirkjunnar mikinn afslátt af farmgjöldum. Samkvæmt heimild- um HP bendir því allt til þess að Hjálparstofnunin hafi komið út úr Póllands-aðstoðinni án þess að hafa varið innlendu söfnunarfé til henn- ar. Á LÚXUSHOTELI í HÖFN Þess ber þó að geta að í árslok árið 1984 fór sendinefnd á vegum Hjálp- arstofnunar kirkjunnar til Póllands í fylgd með hr. Pétri Sigurgeirssyni, biskupi, er honum var boðið þang- að í opinbera heimsókn. Samkvæmt ■eftir Gunnar Smára Egilssom heimildum HP voru um sex manns í liði Hjálparstofnunarinnar og þar sem þau gistu á ekki ódýrari gisti- stað en DAnglaterre er þau milli- lentu í Kaupmannahöfn er ekki ólík- legt að þáttur innlends söfnunarfjár hafi verið einhver. Eins og fram hef- ur komið í máli Guðmundar Einars- sonar, framkvæmdastjóra Hjálpar- stofnunarinnar, er allur kostnaður við einstök verkefni færður undir þau í reikningum stofnunarinnar. Því má ætla að ferðakostnað sendi- nefndarinnar sé að finna undir liðn- um „til Póliands" í ársreikningum Hjálparstofnunarinnar. Hver þáttur Evrópudeildar Al- kirkjuráðsins var í aðstoðinni við Pólland árið 1984 mun sjálfsagt koma í ljós er rannsóknarnefnd sú er Jón Helgason, dóms- og kirkju- málaráðherra, skipaði til þess ,,að upplýsa staðreyndir um starfsemi stofnunarinnar" skilar niðurstöðum sínum. Einnig má búast við því að nefndin geri grein fyrir í hvað inn- lendu söfnunarfé var varið og hver var kostnaðurinn við einstakar ferð- ir starfsmanna stofnunarinnar er- lendis. Hver svo sem fjármagnaði ein- staka þætti Póllands-aðstoðarinnar er ljóst að af yfirlýsingum Hjálpar- stofnunar kirkjunnar að ætla má að innlent söfnunarfé hafi staðið straum af henni allri. SKREIÐARTÖFLUR OG LÝSISDUNKAR Fyrst minnst var á rannsóknar- nefndina er ekki úr vegi að minnast á annað atriði sem athyglisvert verður að sjá niðurstöður hennar um. Eins og fram hefur komið í máli Guðmundar Einarssonar, fram- kvæmdastjóra Hjálparstofnunar- innar, meta starfsmenn stofnunar- innar notaðan fatnað sem henni er gefinn til fjár á þann hátt að fundið er út það verð sem stofnunin þyrfti að greiða fyrir nýjan og sambæri- legan fatnað og það verð er síðan fært inn í bókhald stofnunarinnar. Jón Asgeirsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, hefur hinsvegar upplýst HP um það að Rauði kross- inn standi öðruvísi að verðmæta- mati notaðs fatnaðar. Þar er hvert kíló af notuðum fötum metið á 50 kr. Á árinu 1984 gaf Rauði krossinn Hjálparstofnun kirkjunnar 2,8 tonn af notuðum fötum og þessi gjöf er metin á kr. 140 þús. kr. í ársreikn- ingum Rauða krossins. Af orðum þeirra Guðmundar og Jóns er ljóst að verðmæti þessara flíka hefur vaxið mikið á ferð þeirra úr bók- haldi Rauða krossins og inn í bók- hald Hjálparstofnunarinnar. Af yfirlýsingum forráðamanna Hjálparstofnunar kirkjunnar í kjöl- far skrifa HP um málefni hennar má ráða að kjarni málsins snúist fyrst og fremst um hvort hungruðum skuli gefið að borða eða ekki. Ef það er kjarni málsins er ljóst að það fé sem Islendingar gáfu til Hjálpar- stofnunarinnar á árinu 1984 hefur ekki brauðfætt marga. Eins og kom- ið hefur fram í HP hefur Jón Ormur Halldórsson, neyðaraðstoðarfull- trúi stofnunarinnar á umræddu ári, lýst því yfir að til Eþíópíu hafi ein- ungis verið sent um 10 tonn af skreiðartöflum og nokkrir dunkar af lýsi árið 1984. Samkvæmt heim- ildum HP hafa síðan alþjóðiegar stofnanir greitt fyrir matarsending- ar til Ghana og Póllands sama ár. Aðstoðin við þessi þrjú lönd var um 93% af allri aðstoð Hjálparstofnun- arinnar erlendis þetta tiltekna ár. HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.