Helgarpósturinn - 23.10.1986, Side 13

Helgarpósturinn - 23.10.1986, Side 13
A Wmilt er nú í fullum gangi hjá Rannsóknarlögreglunni við rannsókn á viðskiptum Páls Jóns- sonar frá þeim tíma er hann seldi landsmönnum sumarhús á Spáni. Páll sveik umtalsverðar fjárhæðir út úr viðskiptamönnum sínum, en neitar því staðfastlega að þær séu jafn háar og fyrrv. viðskiptafélagi hans, Guðmundur Óskarsson og spánska fyrirtækið Soumi Sun Spain vilja meina. Við rannsókn þessa máls hafa allir viðskiptavinir Páls verið kallaðir til yfirheyrslu þó einungis einn þeirra Árni Sörens- son, hafi lagt fram kæru á hendur Páli. Um 14 af 20 viðskiptavinum Páls gerðust brotiegir við gjaldeyris- Iögin og hugsanlegt er að ríkissak- sóknari leggi fram ákæru á hendur þeim í kjölfar þessarar rannsóknar. Páll er ekki borgunarmaður þeirra fjárhæða er hann sveik út úr við- skiptavinum sínum og því verður bú hans tekið til gjaldþrotaskipta. Páll telur að Guðmundur Óskarsson hafi svikið sig og hlutafélag þeirra, Or- lofsferðir, og mun því sannieikur- inn í því máli að öllum líkindum koma fram í skiptarétti. .. | þróttafélögin tóku þann sið upp fyrir nokkrum árum að selja auglýs- fngar á búninga sína og hefur þetta reynst félögunum allsæmileg tekju- lind. Þannig greiddi t.d. Esso 100 þúsund krónur fyrir auglýsingar á búninga knattspyrnumanna KA á Akureyri í sumar. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. Hins vegar gerði Esso betur. Að loknu keppnis- tímabilinu færði fyrirtækið KA 54 þúsund króna fjárhæð til viðbótar með þeim orðum, að þetta væri uppbót. Höfðu þá Esso-menn bætt við einum þúsundkalli á hvert skor- að mark KA manna í sumar, en alls voru mörkin 54. .. Lorentsson heitir um- deiidur athafnamaður í Vestmanna- eyjum. Hann á og rekur HÓtel Gest- gjafann og Skansinn en þrátt fyrir mikil umsvif mun gjaldþrot hafa vof- að yfir Pálma oftar en einu sinni. M.a. keypti hann nýverið samkomu- hús Sjálfstæðisflokksins í Eyjum (síðasta Sjallann í landinu sem var enn í eigu flokksins), og hyggst reka þar skemmtistað þótt rætnar tungur spyrji hvernig kaupin verði fjár- mögnuð. En Pálmi er ekki maður sem gefst upp. Sl. föstudag tók hann sig til og bauð öliu gamla fóikinu í Eyjum í heljarmikla veislu á Gest- gjafanum þar sem fram var borinn matur og serverað léttvín með. Á eftir fengu allir boðsgestir koníak og kaffi og síðan dansaði fólkið gömlu dansana. Og bæta má við söguna að Pálmi lét ná í gamla fólk- ið í rútum og aka því heimleiðis eftir skemmtunina. Þessa dagana er því Pálmi Lorentsson einn vinsælasti maðurinn í Vestmannaeyjum. Og eflaust á hann eftir að verða enn vinsælli á næstu mánuðum og miss- erum. Því er nefnilega þannig varið að sami Pálmi hefur fest kaup á loft- púðaskipi frá Bretlandi og hyggst stunda farþegaferðir milli Eyja og lands. Loftpúðaskipið tekur um 200 farþega og verður kortér á leiðinni til Þykkvabæjar en þar er áætlað að verði löndunaraðstaða fyrir skipið. Pálmi mun einkum hafa augastað á túristum næsta sumar en einnig fær Herjólfur gamli samkeppni. . . SENDUM UM ALLT LAND Kjötmiöstööin, Laugalœk HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.