Helgarpósturinn - 23.10.1986, Blaðsíða 40

Helgarpósturinn - 23.10.1986, Blaðsíða 40
Tl^ðinda er að vænta úr við- skiptaheiminum, því allt útlit er fyr- ir að veldi stórfyrirtækisins Fálk- ans á Suðurlandsbraut verði skipt í tvo hluta frá og með næstu mánaða- mótum. Ólafur Haraldsson hætti sem kunnugt er sem forstjóri Fálk- ans fyrir nokkru, en hann er sonur Haraldar Ólafssonar, sem stofn- PIZZAHUSIÐ GRENSÁSVEGI 10 108 R. Eina ekta pizzahúsið — ávallt í leiðinni. Njótið þægilegra veitinga í þægilegu umhverfi Einnig skyndiþjónusta — takið með ykkur pizzu heim eða pantið í síma 39933. aði Fálkann á sínum tíma ásamt tveimur bræðrum sinna. Heimildir eru reyndar fyrir því að afkomend- ur þessara tveggja bræðra í stjórn Fálkans hafi beitt sér fyrir því að Ólafur léti af forstjórastarfinu. Hvað sem því líður virðist nú ljóst, að Ólafur og hans fjölskylda hafi fengið því framgengt að hluti af starfsemi Fálkans, hljómplötu- og hljómtækjadeildin, verði aðskilinn öðrum rekstrarþáttum Fálkans og Ólafur fái full yfirráð yfir þeim hluta með stofnun nýs firma. Þessar hrær- ingar innan Fálkans segja viðskipta- menn vera dæmigerðar fyrir það los sem oft verði á einkafyrirtækj- um þegar annar og þriðji ættliður taki við þeim. Aðrir herma að þess- ar hremmingar Fálkans séu mestan- part afleiðing af erfiðri rekstrar- stöðu fyrirtækisins á síðustu miss- erum. Fálkinn sé einfaldlega að missa flugfjaðrirnar í síharðnandi samkeppni við fyrirtæki í samskon- ar rekstri. . . mr að er fjallað um Byggung hér í blaðinu. Þar kemur fram að fé- lagið, og þar með þeir sem eru að kaupa íbúðir af félaginu, er skuldum vafið. Viðskiptabanki Byggung, Út- vegsbankinn, virðist hafa sýnt fé- laginu óvenjumikla lipurð. í gegn- um hann hefur félagið fengið erlend lán ofan á þau langtímalán sem Byggung hefur tekið hjá bankanum. Byggung hefur einnig mjög háa yfir- dráttarheimild á hlaupareikningi sínum hjá bankanum og samkvæmt ársreikningum virðist sú heimild hafa verið notuð óspart. Hver svo sem ástæðan fyrir þessu er hafa menn bent á tengsl Þorvaldar Mawby, fyrrverandi framkvæmda- stjóra Byggung og stjórnarformann félagsins, við Útvegsbankann. Þannig er að Þorvaldur er kvæntur Helenu Albertsdóttur, Huldu- hershöfðingja, dóttur Alberts Guð- mundssonar, ráðherra og fyrrv. bankaráðsformanns Útvegsbank- ans... ikil viðkvæmni ríkir meðal alþýðubandalagsmanna í Reykjavík vegna forvais í borginni. Búist er við miklum átökum — og á innanflokksfundum á næstunni er reiknað með að titringurinn geri vart við sig. Samkvæmt auglýsing- um í Þjóðviljanum er aðalfundur verkalýðsmálaráðs um helgina. Þar er reiknað með útspili frá Asmundi Stefánssyni í forvalsslagnum — þar sem hann hefur ekki þótt ganga manna lengst til þessa í kröfugerð. Hins vegar brá svo einkennilega við að til að byrja með vantaði Ásmund í auglýsinguna og þótti það dálítið sérkennilegt, þó svo Björn Björns- son hægri hönd Ásmundar ætti að tala á staðnum. í gærdag var svo bú- ið að bæta um betur og færa Ás- mund og mynd af honum inní aug- lýsingu um fundinn. Einsog margir muna sagði formaður verkalýðs- málaráðs AB af sér og úr flokknum, Bjarnfríður Leósdóttir ásamt fleiri konum og óvíst er hver verður kosinn að þessu sinni, þó víst sé að enginn úr andófsliðinu gefi kost á sér eftir að Bjarnfríður gafst uppá verkalýðsforystunni hefð- bundnu.. . RUj ■ ú er lag fyrir frjálsu stöðv- arnar! Fréttastjórar Ríkisútvarps- ins, þeir Ingvi Hrafn Jónsson hjá sjónvarpi og Kári Jónasson á hljóðvarpi hafa þekkst boð Sigurð- ar Heigasonar forstjóra Flugleiða um fjölskylduferð til Skandinavíu- landa. Lagt verður í ’ann í dag, fimmtudag, og komið heim að tæpri viku liðinni. Illar tungur skýra þetta boð Flugleiða sem þakkir félagsins fyrir krítíska fréttaumfjöllun ríkisins um málefni Arnarflugs á undan- förnum mánuðum... með kókos með rúsinum með hnetum með hunangi Morgungull er fáanlegt í þremur tegundum eftir smekk hvers og eins. Með rúsínum, kókos og svo sú þriðja með hnetum. Morgungull er sérstök tegund af íslensku músli og er frábær uppspretta fjölmargra næringar- og hollustuefna. Morgungull er kjarngóður morgunmatur og fer vel í maga. Gott Granola er holl og bragðgóð morgun- kornsblanda og eru tvær tegundir fáan- legar: Gott Granola og Gott Granola með hunangi. Granola hollustublöndurnar eru mjög vinsælar'hérlendis og þykja sérlega bragðgóðar. Gott Músli er „ori- ginal“ hollustublan- dan. Gott Músli er blanda af korni, hnetum, fræjum og ávöxtum og er talin einhver hollasta fæða sem til er. |S5jggg: Hollustublöndur við allra hæfi í morgunmatinn. Sex mismunandi tegundir á boðstólum fyrir alla sem veija hollan næringar- og trefjaríkan morgunmat. Morgunmatsins frá Góðu fæði hf. má njóta á ýmsan hátt t.d. með mjólk, léttmjólk, súrmjóik, jógúrt eða skyri. 1 h';> " • • * T* 40 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.