Alþýðublaðið - 20.04.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.04.1927, Blaðsíða 2
2 alþ.ýðublaðið i ALÞÝBUBLAÐIÐ ; kemur út á hverjum virkum degi. : Afgreiðsia í Alpýðuhúsinu við ; Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. : til kl. 7 síðd. ; Skrifstofa á sama stað opin kl. : 91/*—lO’/a árd. og kl. 8—9 síðd. 1« Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 j hver rrun. eindá'Sia. < Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan < (í sama húsi, sömu símar). < Mpliagl. Neðri deild. Spítalabrennivmið. 1 gær fór fram 3. umr. í n. d. um frv. um breytingu á lögum um einkasölu á áfengi, og var það samþ. eiris og það varð við 2. umr. og endursent e. d. Kemur nú til kasta efri deildar og þó einkum flutningsmanns frv. að láta ekki snúa því að fuílu í þá villu, sem nú hefir gert verið. Jónas Kristjánsson er í fram- kvæmdarnefnd stórstúkunnar og honum var í háust einna helzt teflt fram sem bindindismanni. Síðar hefir ýmsum þótt á skorta, að þingmenska hans hafi borið þess vitni, að hann sé slíkur bind- indisfrömuður, sem samherjar hans héldu fram í þann tirna. Nú gefst honum tækifæri til að sýna í verkinu hug sinn til bindindis- málsins. Frv. hans sjálfs, sem ella gat orðið ti! gagns, hefir verið gert að nýrri áfengissmugu. Varla er að efa, að hann geti, ef hann vill ákveðið, haft einhver áhrif um að fá Lagfæringu á sínu eigin frv. í þeirri deild, sem flokkur hans hefir meiri hluta vaid í. Og loks er honum heimilt samkvæmt þingsköpum, ef á þarf að halda, að taka frv, aftur. Það, sem var aðalatriðið í frv., eins og það kom frá bans hendi, getur hann að sjálfsögðu flutt aftur á næsta þingi. — Bindindismenn munu fylgjast vei msð í þessu máli og gefa sérstakan gaum að því, hvað Jónas Kristjánsson leggur nú til þess, hvort sem þeir eru honum sammála eða andvígir í öðrum eínum. Sala prestsseturs o. fí. Það varð úr, að k jördagsfærslu- málinu og fjárkláðamálinu var báðum frestað þangað til. í dag, en nú er kjördagsfærslufrv. fyrst á dagskránni. Landamerkjafrv. var afgreitt til e. d. og frv. um rannsókn banameina og kenslu í meina- og líffæra-fræði og frv. um sandgyæðslu var vísað til 3. umr. Var sandgræðsiufrv. samþ. í aðaldráttum. Þá kom sala prestssetursjarðar- innar Hests í Ögurþingum tii 2. umr. Var meiri hluti allsh.nd. samþykkur sölunni, en vildi. fella burtu ákvæði um, að andvirðinu skyldi siðar varið til að kaupa annað býli eða hús fyrir prests- setur þar. Skyldi og upphæð sölu- verðsins feld úr frv. Hafði Jörund- ur framsögu af hendi þeirra sölu- manna. Hins vegar lagði Héðinn Valdimarsson til, að frv. væri felt, þar sem þegar sé alt of langt gengið um sölu kirkjujarða og þjóðjarða og fleiri jarðir megi alls ekki selja, hvort sem þær eru stórar eða smáar og hvar sem þær liggja á landinu, nema ef vera skyldi til sveitar- eða bæjar- félaga, þegar sérstaklega stendur á. — Svo bregðast krosstré sem önnur tré, sagði Héðinn. Áður fyrri hafi Jörundur manna mest talað um, að ríkið ætti að eiga jarðirnar, en hefði nú framsögu fyrir þjöðjarðarsölu. Viðkvæðið væri að þessu sinni það sama og alt af hefði verið, þegar verið var að selja þjóðjarðir, að óhætt væri að selja þessa jörð, sem þá var til umræðu. Sitt álit sé, að engin jörð, hvar sem er á landinu, sé betur fallin til að vera eign. ein- staks manns heldur en rikisins. Ef ábúandinn á Hesti gæti ekki 'ráðist í að bæta jörðina eða girða af eigin ramleik, þá væri heppi- legra, að ríkið lánaði honum fé til þess með vægum kjörum, held- ur en að selja jörðina. Jörundrir kvaðst enn vera andvígur þjöð- jarðasölu alment, en fylgdi samt fram sölu þessarar þjóðjarðar. Var frv. samþ. með breytingum þeim, er meiri hluti nefndarinnar bar fram og vísað ti! 3. umr. með 17 atkv. gegn. 4. — Hver getur sagt um það með vissu nú, nema Hestsjörðin verði jafnvel einhverju sinni í framtíðinni hag- nýtt tii margfaldra noía á víð það, sem sölumenn telja nú líklegt? ESaaI dellrö. Frásögn af „eldhússdegi“ þar bíður næsta blaðs. Með Jénl Perlákssypl á wélfeágÉ. ---- (Nl.) Jón Þorláksson lagði ekkert til þessara mála, og ógnaði mér, hvað maðurinn gat verið stiltur. Valt báturinn eins og kefli, eftir að skipið var íarið, og höfðum við Jón nóg með að halda okkur. Það tók óðum að hvessa á sunn- an, og sá ég, að ekki var um gott að gera. Piltarnir komu ekki stýr- inu fyrir með nokkru móti, og hafði ég orð á því við Jón, að okkur dygði ekki að hrekjast á stýrislausum báti. Við yrðum að leggja vilja okkar saman og koma einhverju skipulagi á þetta. Ekki man ég það raunar fyrir víst, hvort ég hagaði orðuin mínum svona, en þegar ég drap á þetta við Jón Þorláksson, tók hann það skýrt .og greinilega fram, að — því miður væri hann enginn sjó- maður. Ég þóttist nú geta sett mig í hans spor, en ég hefi alt af verið svo kraftur um mig streyma frá mikil- mennum, þá sjaldan, að ég hefi átt því láni að fagna að verða á vegi þeirra, þó ég reyni ekkert til þess í þessum línum að fara út í sálfræðilegar athuganir. Ég stóð þarna við hliðina á Jóni, og varð lítið úr viðtali mínu við hann. Mér kom maðurinn gæfulega fyrir sjónir og gekk að því sem vísu, að honum myndi vera skapaður lengri aldur en svo, að nú ætti yfir að ljúka með okkur þarna á bátskriílinu. Fékk ég nýja orku við þetta hugboð og beið nú ekki boðanna lengur. Ég brá mér úr kápunni og kastaðist aftur á til piltanna, er voru að hnoðast við að koma stýrinu fyrir. Þeir fögn- uðu komu minni og tóku því feg- inshendi, að ég veitti þeim hjálp til þessa, en mér þótti aðkoman dálítið skrítileg þarna aftur á. Annar pilturinn átti að heita að vera nokkurn veginn með fullu ráði, þegar ég kom, en hinn lá á maganum og gerði lítið ánnað en að tefja fyrir okkur, og tel ég það stökustu heppni, hvað okk- ur gekk þó vel að koma stýrinu fyrir bátinn. Það mátti ekki held- ur seinna vera, því að nú bálféll sjór inni á firðinum, en mér heyrðist hlakkið í vélinni eitthvað svo dærnalaust ólundarlegt, og hafði ég orð á því við þá félaga. Þó greip ég nú um stjórnvölinn. Ekki höfðu þeir hugmynd um það, að þeir hefðu verið í vanda staddir, og fór ég að leiða þeim þetta fyrir sjónir. - Þeir tóku því öllu ve! dg kváðu vélina vera í bezta lagi; nú væri um að gera að vera kátur og. fá sér hress- ingu. Dró annar náunginn upp fulla flösku og bauð mér að súpa á. Ég varð nærri því feginn að fá mér hressingu, eins og nú stóð á, en þá brá mér heldur í brún, er ég beygði kollinn inn í vélahúsið. Þetta var þá argasta — brenzlu- spritt! Ég sagði þeim eins og var, að ég drykki það ekki. Ég fór nú heldur að lesa yfir þeim félögum fyrir það, að þeir skyldu haga sér svona og láta Ihafa sig í það að fara á kjölfestu- lausum bát. — Ég spurði þá og eftir því, hvort þeir vissu, hvaða mann þeir væru að sækja, og þrg- ar ég skýrði það fyrir þeim, að Jón Þorláksson væri háskóla- genginn verkíræðingur, . spurðu þeir, hVrirt hann myndi þá ekki eiga að smíða bíyggjur fyrir „Norsara". Það hélt ég nú ekki. Ég gat bráðlega ekki annað en brosað að því að sjá piltagreyin og heyra skrafið til þeirra þarna í vélarhúsinu, því að eftir nokkr- ar mínútur var vélin steinhætt að ganga og anhar náunginn lagstur endilangur á pallinn hjá vélinni og steinsoínaður. Ég spurði þann, sem vakandi var, hvort við ættum ekki að slá seglbleðlinum í sundur. — Tók Ég lét piltinn athuga vélina, Hann kvað hana heila að öllu leyti. Það væri að eins biluð „pakkning“. En það tók þó lang- an tíma að koma því í lag. Ég fór að hugleiða þetta ferða- lag. Ég gat ekki haft neitt fal af Jóni Þorlákssyni. Ég sá að eins á hann hálfan upp úr lúku- gatinu annað veifið. Fundum okk- ar hafði ekki fyrr borið saman en nú —■ á þénnan einkennilega hátt, en ég hafði heyrt mannsins mjög getið, vissi um lærdóm hans, og maðurinn var mér kunnur af mörgum ritgerðum í blöðunum. Undir þessum kringumstæðum verður maður ekki eins var við stéttaskiftingu eins og í laridi, þar sem „höfðingsmenni“ ráða ríkj- um í hæfilegri fjarlægð frá per- sónulegri viðkynningu „minni háttar manna“. En „sætt er sam- eiginlegt skipbrot,“ segir máltæk- jð. Ég var í góðu skapi, þar sem ekki voru nema nokkrir faðmar á milli okkar Jóns, og reyndi ég að senda honum hugskeyti við hverja hreyfingu, sem ég hafði á stýrinu, því að satt að segja var mér mikið í mun að verja bátinn og bleyta ekki Jón. Innan um þetta flæktust að mér aðrar hugs- anir, sem svifu í loftinu í kring um mig, — partar úr nöfnum, uppneínum, aukanöfnum og þess hátíar döti; „Jón sements“, „Jón klemens", „Jón dements”, en ég beygði þessu á burt jafnóðum og það sótti að mér. Ég var svo heppinn að hafa leiði vestur á móts við Héðinsfjörð. Þá sló i logn og slampanda, og urðum. við nú að íella seglið, en þá gat vélin loksins farið að hlakka aftur. Pilt- urinn bað mig um fram alt að stýra ekki nærri landi. Ég lof- aði öllu góðu, en efndi ekkert áf þeim loforðum, heldur hélt svo nærri landi, sem ég þorði, og sá ég þá, að þessi félagi minn var líka að velta út af sofandi. Mér kom það vel, að ég var þessari leið þaulkunnugur. tJtlit- ið var ekki tryggilegt, og bjóst. ég við vestanroki á hverri stundu, og þegar fyrsta hviðan kom, vor- um við staddir austanhalt við „steinana“ á Sígluneshellunni. Ég vakti þá félagaip og sagði þeim eins og var, aðy mi væri skollið á rok. Þeir risu báðir upp og voru nú hinir duglegustu það, sem eftir var. Ég held, að þeim hafi ekki meira en svo litist á það, þegar' þeir sáu, að farið var að taka sköfur undir „strákunum“. Ég varð feginn að fara frá stýr- inu. Þar var ég búinn að norpa þann eilífðartíma, að mér fanst, og orðinn votur af ágjöf. Hlakk- aði ég 'sannarlega til þess að komast fram á til Jóns Þorláks- sonar. En vonir mínar brugðust þar. Samtalið varð slitrótt á milli okkar og 'ekkert á því að byggja hvorki til né frá. Sá ég og merki þess, að maðurinn væri ekki frísk- ur. Ég sagði honum þó, að við myndum nú, sem komið væri, ég svo steínu á Siglunes og hafði allgóðan gang á bátnum með gerður, að mér hefir fundist • seglbieðlinum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.