Helgarpósturinn - 11.12.1986, Page 3

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Page 3
FYRST OG FREMST fjögur. Við þessa sjón man hann eftir því loforði sínu við Jón Baldvin að borga háa fjárupphæð inn á reikning formannsins í Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis, vegna útlagðs kostnaðar í tengslum við auglýsingu í Morgun- blaðinu. Þessi uppgötvun varð til þess að Amundi reis dofinn og tannlaus upp úr stólnum og rauk á dyr með þeim orðum að tannlæknirinn yrði að hafa sig afsakaðan eitt andartak. Síðan hljóp hann við fót til aðalstöðva SPRON við Skóla- vörðustíg, þar sem hann lét öllum illum látum í biðröðinni, glennti fram hálfu framtönnina og sagðist verða að flýta sér aftur til tann- læknis sem biði eftir honum á fullum taxta. Þótt þetta hafi átt sér stað mánudaginn 1. desember, gekk Ámunda greiðlega að troða sér að hjá skilningsríkum gjald- kera. Og þegar heiðri Jóns Baldvins í bankakerfinu var bjargað, gat Ámundi Ámundason látið sig falla áhyggjulausan aftur í stólinn hjá tannlækninum sem hefur örugglega aldrei áður verið beðinn um að bíða á meðan kúnn- inn brygði sér frá.. . ÞEGAR blaðamaður HP hringdi í Árna Johnsen og fékk hann til DAVIÐ Oddsson veifar núna lyklum Borgarspítalans svo Þorsteinn fjármála sjái. Ýmsum flokksbræðrum líkar miður, öðrum skár. Annars er gaman hvað orða- notkunin hefur verið vísandi í um- ræðum um þetta mál: Hugmyndin um sölu spítalans hefur þótt „niðurdrepandi", ellegar til- lögurnar þar um „frísklegar", úr- ræðin „slöpp" og staðan muni „veikjast". Þetta á við ... .. . en bara spurning hvort til- gangurinn helgar meðalið . . . ÞEIR, sem lengst eru til vinstri í breskum stjórnmálum, eru oft kallaðir „the loony left“, eða „vinstri vitleysingjarnir". Fólk á þessari pólitísku línu er við völd í nokkrum bæjar- og borgar- stjórnum á Bretlandseyjum og þar framfylgir það stefnu, sem sumum finnst orðin nokkuð ofstækisfull. Má nefna sem dæmi, að barna- bækur Enid Blyton eru m.a. bannaðar á nokkrum opinberum bókasöfnum þar sem þessir að taka þátt í léttu gríni, sem sagt verður frá í næsta blaði, var þing- maðurinn staddur í sama herbergi og Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð- herra. Árni svaraði málaleitan þessari meðal annars með því, að það tæki langan tíma að ganga endanlega frá sér. Heyrðist þá ráð- herrann segja í fjarska: „Hvað tekur það langan tíma, Árni?!“ PÉTUR STEINN á Bylgjunni tók fyrir síðustu helgi viðtal við hina bresku Bonnie Tyler, sem hér var á hljómleikaferð. Þýddi Pétur viðtalið jafnóðum, eins og venja er í útvarpi þegar talað er á er- lendum tungumálum. Þegar söng- konan sagðist hafa fjölbreyttan tónlistarsmekk (á ensku: a wide musical interest) fræddi Pétur Steinn hlustendur á því að Bonnie hefði „hvítan“ tónlistarsmekk (white). Þessi lauflétti mis- skilningur kitlaði hláturtaugarnar hressilega... vinstrimenn fara með stjórn, og um daginn bannaði eitt bæjar- ráðið að Stjáni blái yrði notaður á fána í tilefni einhverrar hátíðar, sem fram átti að fara í bæjarfé- laginu. Töldu ráðamenn Stjána vera dæmigerða sjómannakarl- rembu og slíkum föntum ætti ekki að flíka á almannafæri... ÞAÐ ER lítið gaman fyrir þekkta krata að fara til tannlæknis þessa dagana. Amundi Ámunda- son, hægri hönd Jóns Baldvins, lét sig þó hafa það um daginn, þegar ágreiningur tannlækna og vara- formanns Alþýðuflokksins var á hápunkti í fjölmiðlum. Segir ekki af Ámunda fyrr en hann liggur hálfdofinn í tannlæknastólnum og búið að bora úr honum hálfa framtönn. Lítur þá ekki vinur vor á klukkuna á veggnum fyrir ofan sig og sér, að hana vantar kortér í SMARTSKOT HELGARPÚSTURINN UMMÆLI VIKUNNAR Hver borgar spítalann? Best er að leggja upp laupa, láta ríki kaupa. Seljum alla sjúka sem ekki er hægt að brúka. „Bara að ég hefði fallið á prófunum og orðið ríkur í staðinn." ELLERT B. SCHRAM RITSTJÖRI, FORMAÐUR KSl OG FYRRUM ÞINGMAÐUR 1 SlÐASTA LAUGARDAGSPISTLI DV. Niðri Er nauðsynlegt að skjóta Bubbi Morthens rokkstjarna og rjúpnaskytta „Rjúpurnar? Það fer auðvitað eftir smekk hvers og eins! Ég skýt þær til að éta þær. Það er töluverður munur á rjúpnaveið- um og hvalveiðum og hann liggur í því að rjúpnastofninn er í engri útrýmingarhættu. Ég er hræddur um að þarna sé tölu- verður munur á." — Heldur þú að rjúpur séu greindar skepnur? „Spyr sá sem ekki veit." — Eru rjúpnaveiðarnar hjá þér kannski heilsurækt og útivera að mestu? „Að sjálfsögðu blandast inn í þetta og er stór partur af þessu, að fara á fjöll, fyrst og fremst. Ég hef stundað vertíðina vel í vetur." — Hvert er þá helst farið? „Ég upplýsi ekki um slóðirnar, sko, nei, nei. En við förum allt- af nokkrir saman." — Má upplýsa hverjir það eru? (Hlátur) „Nei, nei. En ég fer á sunnudaginn og ykkur er vel- komið að koma með!" — Talandi um útiveru. Hljómleikahald útheimtir vafalaust gott úthald. Hjálpar þetta mikið til? Stundar þú aðra heilsurækt jafnframt? „Ég stunda reglulega lóðalyftingar. Og er ansi slyngur borð- tennisleikari. En að ganga á fjöll held ég að sé eitt það erfiðasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur. En jafnframt eitt hið ánægju- legasta. Og það er ekkert einskorðað við rjúpnavertíðina, held- ur yfir allt árið. Einn með sjálfum sér er djöfull gott að príla á fjöll, til að losna frá stressinu og kannski að læra að umgangast landið á annan hátt og þekkja það öðruvísi." — Hvað segir þú okkur af sölunni á nýju plötunni? „Hún rokselst. Hún er að nálgast 6000 á þremur vikum. Það er víst venjan að veita gullplötu þegar farið er yfir 5000 eintök. Þetta er kannski óvenjulega hröð sala. En þú verður að spyrja Ása í Gramminu nánar um þetta." — Hefur þú skýringu á þessari miklu og hröðu sölu? „Þrotlaus vinna." — Þú hefur gengið í gegnum ýmis skeið á ferlinum, ýmist einn sem trúbador eða með öðrum. Ertu á ein- hverju ákveðnu skeiði núna? „Nei, það held ég ekki. Það er voða erfitt að svara þessu, ég spila alltaf trúbadorinn og MX-ið er á fullu líka, þannig að þetta er svona í bland." — Hvaða stórviðburðir eru framundan hjá þér? „Ég fer út eftir áramótin að klára ensku útgáfuna, í Svíþjóð, þar sem ég er á fimm ára samningi." — Er gott aö búa í Svfþjóð? „Það er ágætt að vera þar, en ekki of lengi. Ég hafði það ákvæði í samningnum að lögheimili mitt yrði á íslandi." — Þú vilt halda tryggð við heimalandið? , Já, hér eru mínar rætur og mín uppspretta. Með því að yfir- gefa hana þá slít ég í rauninni úr sambandi forsendurnar fyrir því að geta verið sá sem ég er að reyna að vera." Á morgun fær Bubbi Morthens gullplötu I hendurnar eftir fádæma góðar viðtökur plötunnar „Frelsi til sölu" og við óskum honum að sjálf- sögðu innilega til hamingju. Bubbi hefur komið viða við á ferli sinum og er meðal annars mikill náttúruverndarsinni og hvalveiðiandstæðing- ur. Eitt laga plötunnar ber nafnið „Er nauðsynlegt að skjóta þá?" og fjall- ar á gagnrýninn hátt um hvalveiðar. En við fréttum að Bubbi færi á fjöll til að skjóta rjúpur og því ákváðum við að striða honum dulitið. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.