Helgarpósturinn - 11.12.1986, Page 4

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Page 4
DÓMUR í SKAÐABÓTAMÁLI TÍFALDS ÍSLANDSMEISTARA í TUGÞRAUT VEGNA SLYSS í BALDURSHAGA Elías Rúnar Sveinsson slasadist illa er hann rann í bleytu í hripleku œfingahúsnœði — Baldurshaga — sem borgin á og leigir íþróttafélögunum. Niðurstaða dómara í bœjarþingi Reykjavíkur: Vangœslu Elíasar um að kenna. Borgin sýknuð í þessu mikilvœga prófmáli. Elías Rúnar Sveinsson, tífaldur íslandsmeistari [ tugþraut, krýpur hér á hripleku „þaki" íþróttasalar Baldurshaga, fyrir ofan þann stað þar sem hin örlagaríka bleyta myndaðist. i baksýn er sundhöllin í Laugardal: „Á meðan tugmilljónum er dælt í sundhöllina eiga frjálsíþróttamenn að sætta sig við hriplekt leiguhúsnæði borgarinnar. Samkvæmt dómi bæjarþings Reykjavíkur ber leigusalinn, Reykjavikurborg, enga ábyrgð. Það er greinilegt að ég mátti ekki vinna þetta mál, því það er prófmál og Ijóst að fleiri kærur myndu fylgja [ kjölfarið ef ég ynni." Þann 29. nóuember 1982 var Elías Rúnar Sveinsson, tífaldur ís- landsmeistari í tugþraut, að œfa sig í Baldurshaga — sem er íþrótta- salur áLaugardalsvellisem borgin á og leigir út til íþróttafélaga. Með ftonum á œfingunni voru Valbjörn Þorláksson, þjálfari Elíasar og Gísli Sigurðarson íþróttamaður. Iþróttasalur þessi hefur um árabil lekið og ítrekaðar kvartanir íþróttafélaganna árangurslausar — bráðabirgðaviðgerðir höfðu að litlu gagni komið. Við œfingar í grindahlaupi féll Etías skyndilega með þeim afleiðingum að hann stórslasaðist er vinstri fótur hans snerist undir honum. Elías féll eftir að hafa stokkið yfir eina grindina og lent með fótinn á bleytusvœði. A slysadeild Borgarspítalans kom í Ijós að hliðarbönd og krossbönd voru slitin og eftir skurðaðgerð kom enn fremur í Ijós að taug var mikið skemmd og báðir liðþófar rifnir. Taugaskemmdin olli lömun og skertu skyni á vinstra fœti og þótti nœsta öruggt að Elías fengi slitgikt í hnéð eftir 10—15 ár. íþróttaferill Elíasar hafði fengið snöggan endi. Umsjónarmaður Baldurshaga tilkynnti ekki sérstaklega um slys- ið, en hjá Elíasi tók við endurhæf- ing. Hann fór síðan til rannsóknar- deildar lögreglunnar í Reykjavík og gaf skýrslu um slysið og í kjöi- farið fylgdu skýrslur vitnanna, Valbjarnar, Gísla og umsjónar- mannsins, Konráðs Olafssonar. Valbjörn og Gísli staðfestu að mestu framburð Elíasar, utan hvað þeir sögðust hafa orðið varir við bleytu við upphaf æfingarinnar, en Elías ekki. Konráð sagðist hafa þurrkað upp bleytu fyrir æfingu þeirra félaga og sett síðan tusku yfir blettinn á umræddum stað þeim til viðvörunar. Þessi tuska hefði hins vegar verið fjarlægð, en enginn kannast við að hafa gert það. í nóvember 1983 var Elías met- inn til örorku af Birni Önundar- syni, tryggingayfirlækni. Mat Björn Elías 100% öryrkja í 6V2 mánuð frá slysadegi, eftir það 65% öryrkja í 3 mánuði og varan- lega 35% öryrkja. 3 MILLJÓNA KR. SKAÐABÖTAKRAFA Um vorið hafði lögmaður Elías- ar, Arnmundur Bachmann, ritað borgarlögmanni og farið fram á skaðabætur, en í svari sínu vísaði borgarlögmaður hins vegar alfar- ið á tryggingafélag Elíasar, Sjóvá. Sjóvá hafnaði hins vegar bóta- skyldu. Bréfaskriftir til borgaryfir- valda héldu áfram, en loks kom að því að í nóvember 1985 var lögð fram í bæjarþingi Reykjavíkur stefna á hendur borgaryfirvöld- um, þegar sýnt þótti endanlega að samningaumleitanir um bætur frá borginni yrðu árangurslausar. Lögmaður Elíasar benti á skaða- bótaábyrgð borgarinnar á slysinu, samkvæmt húsbóndaábyrgð, enda íþróttasalurinn í eigu borgar- innar og mistök umsjónarmanns borgarinnar að fjarlægja ekki við- komandi bleytublett. Meginskaða- bótakrafan hljóðaði upp á rúm- lega 1,2 milljónir króna, en í heild nam upphæðin 3 milljónum króna. Sérstaklega var bent á van- búnað hússins, þ.e. að alvanalegt sé að bleyta myndist á íþrótta- svæðinu sökum þakleka og að umsjónarmaðurinn hafi vitað um bleytu þessa en ekki gætt þess sem skyldi að forða því að bleyta myndaðist á hlaupabrautinni og með því sýnt af sér „stórkostlega gáleysislega háttsemi". Lögmaður borgarinnar, Hákon Árnason krafðist sýknu, en til vara að sök yrði skipt. Benti hann á að þak íþróttahússins hefði lengi lek- ið „af óviðráðanlegum ástæðum" og að bleytublettir mynduðust oft, en þetta væri íþróttamönnum, sem þarna stunduðu æfingar, vel kunnugt. Mótmælti Hákon því sér- staklega að borgin bæri ábyrgð á búnaði íþróttahússins eða hann saknæmur og einnig því að starfs- maður hefði sýnt vanrækslu. Sagði hann Elías hafa tekið á sig áhættu af slysinu og þá firrt sig hugsanlegum bótarétti. „Grinda- hlaup hefur almennt talsverða slysahættu í för með sér, sem iðk- andi þess verður að bera af alla áhættu og sama gildir um aðstæð- ur allar á æfingastað, sem iðkandi þekkir eða má vera kunnugt um. Við umsjónarmann hússins er ekki að sakast, en hann þurrkaði af gólfinu áður en stefnandi og fé- lagar hófu æfingar sínar," segir Hákon í greinargerð sinni. Hann benti enn fremur á að úrbætur á lekanum hefðu reynst árangurs- iausar og ósaknæmt með öllu að „leyfa fullorðnum og reyndum íþróttamönnum, er vissu um lek- ann, að æfa sig í húsinu". Þá mót- mælti Hákon skaðabótafjárhæð- unum sem allt of háum og órök- studdum. Lagði Hákon áherslu á þátt Elíasar sjálfs, að hann hefði sýnt gáleysi og tekið áhættu. DOMUR: VANGÆSLA ELÍASAR SJÁLFS Dómur í bæjarþingi Reykjavíkur féll 29. september sl. Dóminn kvað upp Steingrímur Gauti Kristj- ánsson borgardómari. Hafði hann farið á vettvang og kannað að- stæður. Meginniðurstöður Stein- gríms voru eftirfarandi: „Töluvert virðist hafa verið gert til að stöðva leka eða draga úr honum með því að leggja vatnsþétt efni yfir verstu lekastaðina, en til að komast ör- ugglega fyrir meinið, mun þurfa að leggja sérstakt rakaþétt lag yfir plötuna og steypa síðan yfir með sérstakri steinsteypu. Þessi aðgerð er álitin munu kosta margar millj- ónir króna og nægileg fjárfram- lög hafa enn ekki fengist til þess verks. Alkunna er að íþróttamenn eru jafnan háðir veðurskilyrðum við æfingar og keppni utanhúss, og þótt íþróttasvæði séu undir þaki er engin trygging fyrir að þau séu laus við bleytu og leka. Þannig getur eðlilegur loftraki t.d. þést á gleri í gluggum og loftum og leitað niður á gólf. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að íþróttaað- staðart í Baldurshaga hafi verið haldin þeim annmörkum vegna þakleka að óverjandi sé að láta íþróttamönnum hana í té til æf- inga eða keppni. Fyrirsvarsmenn íþróttafélaganna hafa þegið að nota þessa aðstöðu vitandi um annmarkana, og íþróttamennirnir verða að laga sig að þeim aðstæð- um sem þar eru, enda verður ekki talið að hægt sé að bæta úr því sem áfátt er öðruvísi en að leggja í mjög mikinn kostnað sem ekki er með sanngirni hægt að ætlast til að borgaryfirvöld leggi í að við- lagðri skaðabótaskyldu gagnvart íþróttamönnunum ef illa fer. Telja leftir Friðrik Þór Guðmundsson verður með öllu ósannað að um- sjónarmaður hússins hafi brugðist öðruvísi við en venja var til og ætl- ast mátti til af honum þegar hann varð bleytunnar var. Félagar stefn- anda urðu báðir varir við bleytuna og það hefði stefnandi einnig átt að gera. Álitaefni er hvort stefndi hefði ekki átt að sjá til að greinileg skilti væru uppi í salnum um þá hættu sem stafaði af þaklekanum, en að því er stefnanda snertir verður ekki talið að hugsanleg vanræksla í því efni skipti máli þar sem hann var þaulkunnugur öll- um aðstæðum. Samkvæmt þessu verður ekki talið að slys stefnanda verði rakið til annars en vangæslu hans sjálfs eða óhappatilviljunar og þykir því verða að sýkna stefnda af öllum kröfum stefn- anda.“ Steingrímur sýknaði borgina af öllum kröfum Elíasar og felldi nið- ur málskostnað. Um rök Stein- gríms verða lesendur að dæma, en sjálfur er Elías ekki í vafa um ástæður þess að borgin var sýkn- uð og hefur áfrýjað dómnum til hæstaréttar. ELÍAS: ÉG MÁTTI EKKI VINNA MÁLIÐ „Dómarinn talar um að íþrótta- menn hafi „þegið" þessa aðstöðu eins og um einhvers konar ölmusu hafi verið að ræða, en þetta er auðvitað hlægileg rök. Og svo er talað um slysahættu sem samfara sé grindahlaupi. Þegar þetta gerð- ist hafði ég stundað grindahlaup í 17 ár án óhapps og ég veit ekki til þess að nokkur hafi slasast um áratugaskeið í þessari íþrótt. Þeir bera því við að ég hafi átt að vera kunnugur aðstæðum þarna, en sannleikurinn er sá að maður veit aldrei hvar bleyta getur verið mynd Jim SmartHH^HBHi þarna og auðvitað verður maður að einbeita sér að íþróttinni, en verkefni umsjónarmanns að huga að bleytublettum. Það verður að athugast að svona er þetta búið að vera í mörg ár og er enn. Við þiggj- um ekki þessa aðstöðu, heldur borgum fyrir hana og auðvitað er forkastanlegt að ábyrgð leigusal- ans skuli vera engin. Málið er í mínum augum afskaplega einfalt, dómarinn gerðist vilhallur borg- inni, enda greinilegt að ég mátti ekki vinna þetta mál, því það er prófmál og ljóst að fleiri kærur myndu fylgja í kjölfarið ef ég ynni. Mér líst illa á dómskerfið ef þetta er dæmi um gang mála þar á bæ,“ sagði Elías í samtali við Helgar- póstinn. Elías er húsasmiður og varð fyr- ir umtalsverðu tekjutapi við slysið. Þannig var „höfuðstólsandvirði vinnutekjutaps" metið í haust á 1,2 milljónir króna. Elías fékk á móti bætur upp á 175 þúsund frá Tryggingastofnun ríkisins vegna ferðar til Bandaríkjanna, þar sem hann gengst undir leiser-meðferð, en þurfti sjálfur að greiða ferða- kostnaðinn. Bati hefur sem betur fer reynst nokkur hjá Elíasi, en íþróttaiðkun hans er engu að síður lokið. í samtali við Helgarpóstinn benti Elías sérstaklega á þau rök dómarans að ekkert fé hefði feng- ist til viðunandi viðgerða á íþrótta- salnum í Baldurshaga. „Á meðan tugmilljónum króna hefur verið dælt í sundhöllina í Laugardal, meðal annars í áhorfendastúkuna sem enginn notar nema á stöku góðviðrisdögum til sólbaðs, eiga frjálsíþróttamenn að sætta sig við hriplekt húsnæði borgarinnar í Baldurshaga. Samkvæmt þessum dómi ber borgin enga ábyrgð. Enda ekki að sjá að úrbætur séu í sjónmáli." 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.