Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 6
VALDIR LÖGMENN INNHEIMTA FYRIR RÍKISÚTVARPIÐ 14-18 MILL ÍINNHEIMTULAUN SEM DÓI UM 6 ÞÚSUND MANNS GREIÐA 6 LÖGFRÆÐINGUM LAUN FYRIR AÐ INN- HEIMTA HJÁ SÉR VAN- GOLDIN AFNOTA- GJÖLD. MIKILL VAFI LEIKUR Á LÖGMÆTI ÞESSARA INN- HEIMTULAUNA ÞAR SEM DÓMSTÓLAR HAFA HAFNAÐ INN- HEIMTULAUNUM VEGNA SAMSKONAR KRAFNA. EF INN- HEIMTULAUNIN REYNAST ÓLÖGLEG GÆTI RÍKISÚTVARPIÐ ÞURFT AÐ GREIÐA AL- MENNINGI TUGI, EF EKKI HUNDRUÐ, MILLJÓNA KRÓNA. Innheimtudeild Rlkisútvarpsins. Þar eru 90% af afnotagjöldunum innheimt. Innheimtudeild Ríkisútvarpsins sér nokkrum völdum lögfrœdingum fyrir vellaunadri „atvinnubóta- vinnu". Med þvíað senda vangoldin afnotagjöld til innheimtu hjá lög- fræöingum hafnar Ríkisútvarpið innheimtuleið sem lög kveða á um. Sú leið er bæði fljótvirkari og ódýr- ari fyrirþá sem verða fyrir henni. En ef sú leið yrði farin myndu valdir lögfrœðingar tapa um 18 milljón króna auðfengnum tekjum á ári hverju. Vafi leikur á lögmœti þess að krefjast innheimtulauna samkvœmt gjaldskrá Lögmannafélagsins af afnotagjöldum Ríkisútvarpsins. Af- notagjöldunum fylgir lögveðs- og lögtaksréttur og þegar slíkar kröfur fara fyrir dóm er lögfrœðingum hvorki dœmdur málskostnaður né innheimtulaun. Því má œtla að þeir sem greitt hafa lögmönnum laun fyrir að innheimta hjá sér vangoldin afnotagjöld geti krafið Ríkisútvarp- ið eða viðkomandi lögfrœðing um endurgreiðslu á þessum innheimtu- launum. HARKALEGAR EN ÓDÝRAR INNHEIMTU- AÐGERÐIR í lögum og reglum um Ríkisút- varpið kemur fram að afnotagjöld þess hafa svipaða lagalega stöðu og skattar og útsvar. Ríkisútvarpinu eru tryggðar árangursríkar aðferðir til þess að innheimta vangoldin af- notagjöld, en um leið er skuldurum stofnunarinnar tryggður lágmarks- kostnaður af þessum aðgerðum. Hagur beggja er tryggður. Samkvæmt lögum fylgir afnota- 6 HELGARPÓSTURINN gjöldunum lögveðsréttur í viðkom- andi sjónvarps- eða útvarpstækjum. Það þýðir að Ríkisútvarpið getur krafist uppboðs á viðkomandi tækj- um ef afnotagjöldin eru ekki greidd. Þessum rétti var beitt á árunum upp úr 1970. Það er gert með því að birt er auglýsing í dagblöðunum þar sem skorað er á þá sem enn eiga eft- ir að greiða afnotagjöldin að standa í skilum svo komist verði hjá harka- legum aðgerðum. Þá er þeim sem eru í vanskilum sent bréf í hrað- og ábyrgðarsendingu og tilkynnt að óskað verði uppboðs á sjónvarps- tækjum þeirra ef þeir greiða ekki innan 30 daga. Kostnaður af þessum aðgerðum er vegna auglýsingar í blöðum og vegna útburðar á bréfum: 70 krónur fyrir hraðsendingu, 30 krónur fyrir ábyrgðarbréf og 10 krónur fyrir al- mennt bréf. Samtals er því kostn- aður skuldarans af þessum aðgerð- um 110 krónur. Þeir sem ekki greiða innan 30 daga eiga á hættu að sjónvarpstæki þeirra verði færð á uppboðsstað. Sú yfirvofandi hótun ætti að tryggja betri innheimtu. Ef sjónvarpstækið stendur hins- vegar ekki undir skuldinni eða ef það er ekki lengur til staðar getur Ríkisútvarpið neytt lögtaksréttar síns. Ef til lögtaks kemur þarf skuld- arinn að greiða 5 krónu stofngjald og 1% af höfuðstól skuldarinnar til borgar- eða bæjarfógeta, og 400 krónur til votta. Ef miðað er við árs- áskriftargjald fyrir árið 1986 sem lent hefur í vanskilum (6100 + 10% álag sem leggst á eftir eindaga = kr. 6710) yrði því kostnaður skuldara af þessum aðgerðum 472,10 krónur. SKULDIN HÆKKAR EF KEMUR TIL LÖGTAKS Ef vangoldin afnotagjöld eru hins- vegar send til innheimtu hjá lög- fræðingi, eins og nú er gert, verður kostnaður skuldarans umtalsvert hærri. Ef aftur er miðað við árs- afnotagjald fyrir árið 1986 sem er í vanskilum (6100 + 10% innheimtu- gjald sem leggst á eftir eindaga, samtals kr. 6710) tekur lögfræðing- urinn 974 krónur í grunnfastagjald og 25% af skuldinni sem þóknun fyrir að senda innheimtubréfið. Kostnaðurinn sem skuldarinn ber af þessum aðgerðum verður því 2.651,50 krónur. í raun getur lögfræðingurinn ekki gert meira en að senda þetta inn- heimtubréf. Hann getur hótað lög- taki, en ef til þess kemur falla inn- heimtulaun til hans niður og kostn- aður skuldarans vegna innheimtu- aðgerðanna lækkar. Það gerist vegna þess að í uppboðsdómum og fógetarétti þar sem kröfur með lög- taksrétt eru til meðferðar, er lög- mönnum ekki dæmdur innheimtu- kostnaður. Enda þurfa þeir ekki að inna neina vinnu af hendi til þess að koma málinu á þetta stig. Þáttur innheimtulögfræðinganna er því óþarfur og máttvana þrátt fyr- ir að á bréfum þeirra sé tilgreint að þeir vinni í umboði ríkisstofnunar og þau beri stimpil héraðsdómslög- manna. Það er einnig vafasamt að krafa lögmannanna um innheimtulaun af afnotagjöldunum sé lögleg. Það hef- ur ekki verið rekið mál fyrir dóm- stólunum þar sem krafist er niður- fellingar á innheimtulaunum af skuld sem hefur lögveðs- og lögtaks- rétt. En bæði meðferð uppboðsrétt- ar og fógetaréttar á slíkum málum bendir til að slíkt mál yrði auðunnið. 14—18 MILLJÓNIR ÁRLEGA TIL 5—6 MANNA En hvert er umfang þessa þáttar? Samkvæmt upplýsingum Theó- dórs Georgssonar, innheimtustjóra Ríkisútvarpsins, leggst 10% inn- heimtugjald á um 35% af afnota- gjöldunum. Stór hluti þeirra sem fá á sig þetta gjald greiða áður en kem- ur að því að innheimtudeildin send- ir út bréf þar sem því er hótað að skuldin verði send til innheimtu hjá lögfræðingi. Samkvæmt upplýsing- um Theódórs er um 10% greiðenda afnotagjaldsins sent þetta bréf og um 15—20% þeirra greiða áður en kemur til kasta innheimtulögfræð- inganna. Samkvæmt þessu fara um 8—8,5% af öllum afnotagjöldum Ríkisútvarpsins til innheimtu hjá lögmönnum. 8,25% af afnotagjöldum Ríkisút- varpsins árið 1986 eru um 33 millj- ónir króna og 25% innheimtulaun af þeirri upphæð eru um 8,2 milljón- ir króna. Samkvæmt upplýsingum Theódórs má ætla að rétt tæplega 6 þúsund aðilar fái skuldir sínar send- ar til innheimtulögfræðinga. Fasta- gjald lögfræðinganna af vangoldn- um afnotagjöldum ætti því að vera um 5,8 milljónir króna. Samtals gefst því þeim lögfræðingum er hreppa hnossið færi á að vinna sér inn um 14 milljónir króna með því að senda út innheimtubréf fyrir Rík- isútvarpið. Samkvæmt upplýsingum Theó- dórs sitja 5—6 valdir lögfræðingar að þessum kjötkötlum. Innheimtu- deild Ríkisútvarpsins skiptir við einn lögfræðing í Reykjavík, einn á Suðurnesjum, einn á Akureyri o.s.frv. Sá sem hefur af þessu lang- mestar tekjur er Sigurmar K. Al- bertsson sem rekur lögmannsstofu á Klapparstíg 27 en hann hefur Reykjavíkursvæðið á sinni könnu. Ekki er óvarlegt að ætla að honum standi til boða vel rúmlega helming- ur af þessum 14 milljónum sem eru til skiptanna. LEIÐIR TIL AÐ AUKA TEKJURNAR Theódór Georgsson, innheimtu- stjóri Ríkisútvarpsins, hefur sent vangoldin afnotagjöld til innheimtu hjá lögmönnum um margra ára skeið og því ekki óvarlegt að ætla að valdir lögmenn hafi haft af þessu tekjur sem nema tugum milljóna. 14 milljónirnar sem hér hafa verið nefndar eru reiknaðar út áður en vextir og vaxtavextir leggjast ofan á afnotagjöldin og er því lægri tala en tekjur lögfræðinganna eru í raun. Eins og kunnugt er leggjast inn- heimtulaun samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélagsins ofaná vexti jafnt sem höfuðstól og því er ekki óvarlegt að ætla að þessar tekjur geti verið allt að 18 milljónum króna. Ef hinsvegar svipuðum viðskipta- háttum er beitt við innheimtu af- notagjaldanna og annarra skulda hjá innheimtulögfræðingum er ekki ólíklegt að þessar tekjur kunni að vera umtalsvert hærri. í þessum viðskiptum samþykkir skuldarinn oft víxil fyrir skuld sinni ef hann get-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.