Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 7
ISTÓLAR HAFNA Lögmannsstofa Sigurmars K. Albertssonar aö Klapparstig 27. Þangað er megniö af þeim afnotagjöldum sem Rfkisútvarpiö sér ekki um, sent til innheimtu. ur ekki staðið í skilum. Ef hann greiðir síðan ekki þann víxil getur innheimta hans farið gegnum mörg þrep áður en kemur að lögtaki og uppboði. Tekjur lögmanna af slíkum velkingi í dómskerfinu geta verið umtalsverðar, eins og oft hefur ver- ið bent á í HP. Það skal ekki fullyrt að þeir lög- menn sem hafa innheimt afnota- gjöldin fyrir Ríkisútvarpið hafi beitt þeirri aðferð að láta skuldara sam- þykkja víxla fyrir skuld sinni. Ef svo væri þá er réttur skuldarans ger- samlega fyrir borð borinn. Réttur hans til ódýrra innheimtuaðgerða hverfur, jafnframt sem hann flækist í dýrum aðgerðum sem þó á end- anum lenda á sömu niðurstöðunni — ef hann ekki greiðir verða eignir hans teknar lögtaki og settar á upp- boð. Víxilþátturinn hefur enga þýð- ingu aðra en skapa lögfræðingnum tekjur. 10% INNHEIMTUÁLAG EN ENGIR INNHEIMTUMENN Hér að ofan var minnst á að 10% álag leggst á afnotagjöldin eftir ein- daga. Þetta var sett í reglugerð Rík- isútvarpsins á sínum tíma til þess að hægt væri að greiða innheimtu- mönnum stofnunarinnar hin hefð- bundnu 10% sem innheimtumenn fá af skuldum. En vegna breyttra innheimtuaðferða hefur þessum innheimtumönnum verið sagt upp og einungis fáir slíkir starfa hjá stofnuninni í dag. En eftir sem áður stendur þetta 10% álag og rennur sjálfsagt til rekstrar inn- heimtudeildarinnar. Þessi upphæð er um 14 milljónir króna ef miðað er við ársafnotagjald árið 1986. Þrátt fyrir þessi 10% reiknar stofnunin sér vexti af þeim afnotagjöldum sem lenda í vanskilum. Eini kostn- aðurinn sem Ríkisútvarpið ber af þeim sem greiða ekki afnotagjöldin í tíma er bréf er það sendir um 7 þús- und manns árlega þar sem hótað er að senda afnotagjöldin til inn- heimtu hjá lögfræðingi ef ekki er greitt innan tiltekins tíma. En hvaða hag hefur Ríkisútvarpð að því að senda vangoldin afnota- gjöld til innheimtu hjá lögmönnum? Svo virðist sem með því verði skil á afnotagjöldunum seinvirkari. Eins og sagt var hér að ofan safnar inn- heimtudeildin vanskilunum saman og sendir til lögmanna einu sinni á ári. Það eru vanskil sem eru orðin 6—18 mánaða gömul. Því má ætla að skil á þessum 8% af afnotagjöld- unum geti dregist allt að tveimur ár- um. Samkvæmt lögum og reglugerð um Ríkisútvarpið getur stofnunin hins vegar beitt lögveðsrétti sínum og með því móti ætti megnið af van- skilaskuldunum að innheimtast á um tveggja mánaða tímabili. Ríkisútvarpið hefur því útistand- andi umtalsverðar upphæðir hverju sinni með því að fara leið inn- heimtulögfræðinganna. Upphæðir sem ættu að innheimtast mun hrað- ar ef farið væri eftir lögum og reglu- gerð. GERT ÚT Á FÁKUNNÁTTU Almenningi er í fæstum tilfellum kunnug um hvað felst í lögveðs- eða lögtaksrétti og því síður að af- notagjöldunum fylgir þessi réttur. Þeir sem fá sent innheimtubréf í um- boði Ríkisútvarpsins og með stimpli héraðsdómslögmanns hafa því varla aðstæður til þess að vefengja réttmæti innihalds þess. Lögmönnum og innheimtustjóra Ríkisútvarpsins ætti hinsvegar að vera ljóst að fógetaréttur og upp- boðsdómur hafna málskostnaði og innheimtulaunum af skuldum sem fylgir lögveðs- og lögtaksréttur. Það er ekkert sem bendir til þess að hér sé um löglega kröfu að ræða en hins vegar eru miklar líkur til þess að þessar álögur séu ólöglegar. Það er því spurning hvort hér sé ekki um misbeitingu að ræða; það er að almenningi sé gert að greiða þessi innheimtulaun vegna fákunn- áttu sinnar. Þeir sem í gegnum árin hafa greitt þessi innheimtulaun ættu að hafa rétt til þess að krefjast endur- heimtp á þeim ef þau reynast ólög- leg. A það hefur ekki reynt, en margt bendir til þess að slík krafa sé fyllilega lögmæt. Ef svo er getur Ríkisútvarpið þurft að greiða almenningi í landinu tugi, ef ekki hundruð, milljóna króna vegna ólöglegrar álagningar. Nú fer að líða að því að Ríkisút- varpið sendi sinn árlega pakka til lögmannanna sex. Þeir sem fá sent frá þeim innheimtubréf ættu því að hugsa sig um tvisvar áður en þeir greiða fyrir þau innheimtulaun. Sjálfsagt er nóg fyrir þetta fólk að greiða afnotagjaldið, álagið og áfallna vexti hjá innheimtudeild Ríkisútvarpsins. Þar sem vafi leikur á lögmæti innheimtulaunanna er varla ástæða til að greiða þau. eftir Gunnar Smóra Egilsson myndir Jim Smart THEÓDÓR GEORGSSON, INNHEIMTUSTJÓRI RÍKIS- ÚTVARPSINS; „TEORÍTÍSKT Á AÐ SENDA KRÖFURNAR TIL BORGAR- FÓGETA## Theódór Georgsson er inn- heimtustjóri Ríkisútvarpsins. Hann sagöi í samtali vid HP aö stofnunin hefdi sent vangoldin af- notagjöld til innheimtulögmanna undanfarin 6—7 ár. Hann var spurdur hvort þad vœri í raun ekki óþarfi. „Sannleikurinn er sá að teorít- ískt á að senda þessar kröfur beint til fógetaembættanna. En það þýðir ekkert að senda kröfur í þús- undavís til borgarfógetans í Reykjavík. Þetta liggur þar bara óafgreitt. Þeir hafa ekki mannskap og þeir hafa fyrst og fremst áhuga á því að afgreiða skattana. Við höf- um heldur ekki mannskap á inn- heimtudeildinni. Við þyrftum 3—4 lögmenn og heilt innheimtubatt- erí. Það hefur ekki komið til.“ Nú er þetta mun dýrari inn- heimtuaðgerð fyrir þá sem fyrir henni verða. „Hún er það, að einhverju leyti. Ef það dregst von úr viti að fyrstu viðvörunum frá lögmönnunum sé sinnt þá bætist á þetta ferðakostn- aður og ýmiskonar annar kostn- aður. En sannleikurinn er sá að innheimtan hefur stórbatnað við þetta. Það var mikið af útistand- andi skuldum hér áður fyrr. Það þýddi ekkert að senda bréf því fólk sinnti þessu ekki." Hvað með þennan mikla mun á innheimtukostnaði, 110 kr. ef farin er lögveðsleiðin, 472,10 sam- kvæmt lögtaksleiðinni og síðan 2.651,50 vegna innheimtubréfs lögfræðinga? „Ég verð nú að vísa þér á Sigur- mar K. Albertsson með þessi kostnaðarhugtök. Hann sér alveg um þetta fyrir okkur hér á Reykjavíkursvæðinu." Fellur innheimtukostnaður lög- mannanna síðan niður ef til lög- taks kemur? „Nei, nei. Þá eru þeir búnir að vinna það í málinu. Þetta er sama og með lögfræðinga sem inn- heimta fyrir sveitarfélögin. Ég veit, ekki til annars en að þeir séu búnir að vinna það mikið í málinu, senda fólkinu bréf og annað. Ann- ars er langbest að þú spyrjir hann Sigurmar um þetta." Hvað eru það margir lögfræð- ingar sem fá innheimtur hjá ykkur? „Þeir eru 5 eða 6. Það er skipt eftir svæðum; einn yfir Vest- mannaeyjum, einn á Suðurnesj- um, einn á Akureyri o.s.frv." SIGURMAR K. ALBERTSSON, HERAÐSDOMS- LÖGMAÐUR: SÉR EINN UM INNHEIMTU Á REY KJAVÍKU RSVÆÐINU Sigurmar K. Albertsson, hdl., er sá sem sér um innheimtu afnota- gjalda fyrir Ríkisútvarpid í Reykja- vtk. í samtali vid HP upplýsti hann, að hann vœri eini lögfrœö- ingurinn á Reykjavíkursvœöinu, sem sœi um innheimtu fyrir stofn- unina. Sagöist hann hafa séö um þetta verk fyrir Ríkisútvarpiö í sex undanfarin ár. Aðspurður um þóknun fyrir þessi innheimtustörf sagði Sigur- mar, að hann teldi þær upplýsing- ar ekki vera blaða- eða fjölmiðla- mál. Hann var þá spurður um það, hvort það tíðkaðist, að skuldurum væri veittur gjaldfrestur gegn samþykkt víxla. „Það er allur gangur á því, en það þekkist. Það á ekki bara við um þessar skuldir. Það á við um allar skuldir, og ef þið eruð að spekúlera í þannig skuldum þá ættuð þið að líta á það líka, að mönnum er veittur gjaldfrestur gegn því að leggja fram tékka, dagsetta fram í tímann. Á það ber * einnig að líta, að sumir vilja þetta. Þeir vilja spara sér sporin." HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.