Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 8
Til að halda friðinn verður jólagjöfin í ár að vera TENGSL SJÓNVARPSNOTKUNAR OG ÞJOÐARFRAMLEIÐSLU Að stærsti hluti landsmanna hafi fariö að sofa um miðnætti stemmir mjög vel við hefðbundin dagskrár- lok gamla ríkissjónvarpsins. Fólk horfði á fréttir í dagskrárlok, giskaði á hvaða staður eða blóm var á skján- um í blálokin, slökkti síðan á sjón- varpinu, fékk sér snarl, fór á klósett- ið og síðan í háttinn. Nú er hætt við því að hefðbundnar svefnvenjur Is- lendinga hafi riðlast svo um munar. Auk þess sem útsendingartíminn hefur lengst er líklegt að stór hluti þjóðarinnar hafi tekið upp á mynd- band óruglaða dagskrá Stöðvar tvö eða þætti úr ríkissjónvarpinu og horfi á eftir dagskrárlok — til að missa ekki af neinu. Varlega áætlað má reikna með því að nú fari stór hluti þjóðarinnar 1—3 klukkustund- um síðar að sofa en áður tíðkaðist — án þess að rismál hafi breyst. Afleið- iingin fyrir fólkið sjálft verður upp- ísafnað svefnleysi og þreyta, geð- Vonska og auknar heimiliserjur vegna skorts á góðu skapi, auk erja vegna vals á sjónvarpsefni. Langtíma- afleiðingarnar fyrir þjóðarbúið eru ískyggilegar. Fólkið mætir syfjað, þreytt og geðvont í vinnuna og „fram- leiðir*' minna. Minnkandi fram- leiðslu fylgir samdráttur í þjóðar- tekjum. Þegar þjóðartekjur minnka verður minna til skiptanna. Þegar ,,kakan“ minnkar ágerist barátta stéttanna um bitana. Óánægja magnast, skærur hefjast á vinnu- markaðinum og verkföll verða dag- legt brauð. Nú þegar samningar hafa verið gerðir er staðan verri fyr- ir vikið, því ef fram fer sem horfir munu þeir bregðast vegna minnk- andi þjóðarframleiðslu. Hin félagsþjóðhagslegu tengsl milli sjónvarpsnotkunar og þjóðar- framleiðslu eru auðvitað löngu kunn. Þau komu vel í ljós á fyrstu ár- um íslenska ríkissjónvarpsins. Út- sendingar þess hófust haustið 1966. Strax árið eftir drógust þjóðartekjur á föstu verðlagi saman um 7,03% og enn árið eftir um 9,47% og í kjölfar- ið fluttust þúsundir íslendinga af landi brott! Um árabil hafa hagfræð- ingar kennt aflabresti og öðru slíku um. En með því að beita félags- fræðilegu innsæi kemur hin raun- verulega ástæða strax í ljós. Þjóðar- búið var heil tvö ár að jafna sig á þeirri röskun sem leiddi af tilkomu íslenska sjónvarpsins! BJARGA SAMNINGARNIR OKKUR? Það gefur því auga leið að jóla- gjöfin í ár verður ekki nuddpúði. Hvorki bók né plata. Á meðan 80% heimila í landinu hafa aðeins eitt sjónvarpstæki til að glápa á er voð- inn vís. Eina raunhæfa lausnin frammi fyrir þessari vá er að fjöl- skyldur landsins sameinist um að kaupa sameiginlega jólagjöf — nýtt sjónvarpstæki. Verkefnið er að vísu í stærra lagi og útgjöldin mikil, því til að framboðið og eftirspurnin geti haldist í hendur þurfa landsmenn að versla ein 40—50 þúsund tæki. En aðilar vinnumarkaðarins hafa sem betur fer skynjað þennan vanda og tekið þá skynsamlegu ákvörðun að létta láglaunafólki vandann með því að hækka verulega lægstu launin. Vinnuveitendur hafa blessunarlega komið auga á þann hrikalega vanda sem blasa myndi við ef ástandið yrði óbreytt og fólk hefði ekki efni á því að bjarga þjóðarafkomunni — með því að gefa hvert öðru sjón- varpstæki í jólagjöf. Þá er hrunadansinn hafinn. Ný- lega mátti í fyrsta skipti, en örugg- lega ekki hid sídasta, lesa í dagbladi um óhamingjusama fjölskyldu sem lent hafdi í svo harkalegum illdeil- um um sjónvarpsnotkun á heimil- inu ad kveda þurfti laganna verdi á vettvang. Fridurinn á heimilum þessa lands er í hœttu rneð tilkomu nýrrar sjónvarpsstöðvar. Líklega hefur gangur mála víða verið svip- aður og í gœrkvöldi. Börnin hafa byrjað á því að rífast um hvort horfa œtti á „Úr myndabókinni" á ríkis- rásinni eöa „Glœframúsina" á Stöð tvö. Þá kom að „Þorpurum" á Stöð- inni, en fróöleiksfúsir hafa vitaskuld heimtaö „Smáfugla" með David Attenborough á skjáinn. Heimilis- ófriöurinn hefur náð hámarkiþeg- ar valið stóð á milli frétta og„I takt við tímanrí' á ríkisrásinni, en hins vegar Joð Err og kó í Dallas á Stöð- inni. Eftir kl. 21 hefur þó meirihlut- inn getað sameinast — þvingaður — vegna þess að fœstir eru enn komnir með a fruglara. Á 3500—4000 heim- ilum landsins var þó áfram rifist um rásirnar. A Stöð tvö var boðið upp á spennuþátt og tvœr kvikmyndir til kl. 1.15, en á ríkisrásinni stóð til boða þýsk sápuópera og heimildar- mynd um Tryggingastofnun ríkisins! Og dagskránni var lokið rúmlega ellefu. Jólin eru hátíð friðarins, þegar sundraðir eiga að sameinast og sam- einaðir að treysta tryggðarbönd. Um áramótin strengja margir þess heit að elska náungann og bæta sambúðina við maka sína og börn. En vá er fyrir dyrum ef rétt við- brögð láta á sér standa. Hætt er við því að fjölgun sjónvarpsstöðva og hátt í tvöföldun á útsendingartíma muni á næstu mánuðum hafa alvar- legar afleiðingar fyrir heimili lands- ins og þjóðarbúið allt. Félagsfræði- leg könnun Helgarpóstsins leiðir í ljós að ef koma á í veg fyrir að allt fari úr böndunum þá verði að tryggja að aukið valfrelsi í sjón- varpsglápi haldist í hendur við aukna valmöguleika. Það verður að taka strax í taumana og eina raun- hæfa lausnin er að jólagjöfin í ár verði nýtt sjónvarpstæki á hvert heimili. Lítum nánar á dæmið. Um síðustu áramót voru um það bil 84 þúsund sjónvarpstæki skráð í landinu. Enn fremur eru mörg óskráð (ólögleg) tæki til staðar, sennilega eitt á móti hverjum 10 skráðum. Samkvæmt þessu eru þá alls 92—93 þúsund sjónvarpstæki í landinu. Hjá Innheimtudeild RUV kom í ljós að á rúmlega 4000 heimilum eru skráð sjónvarpstæki tvö eða fleiri — með öðrum orðum á mjög litlum minnihluta heimila, sem miðað við vísitölufjölskyldufor- sendur eru um 65 þúsund talsins. Reikna má með því sem sennilegri nálgun, að á 80% heimila landsins hafi um síðustu áramót aðeins eitt sjónvarpstæki verið fyrir hendi. Nú keppast þessi heimili við að koma sér upp afruglurum og auka þannig valfrelsið. SKAMMVINN BRÁÐABIRGÐALAUSN Um leið og stöðvum hefur fjölgað hefur útsendingartími stórum auk- ist. Á fyrstu árum íslensks sjónvarps, þegar ríkið var eitt um hituna, var útsendingartími mjög takmarkaður. 1967 sendi ríkissjónvarpið út að meðaltali 15 klukkustundir á viku þá ellefu mánuði sem það starfaði. Næstu ár nam útsendingartíminn 22—25 klukkustundum á viku en 1980 var útsendingartíminn kom- inn upp í 27 klukkustundir á viku. Nú orðið hefur útsendingartíminn tvöfaldast: Á virkum dögum má horfa á sjónvarp 7—8 klukkustundir á dag (fimmtudagsfríið aflagt) og nærfellt tvöfalt lengur um helgar, alls um 55 klukkustundir á viku. Með tilkomu myndbandstækjanna eru stundirnar fyrir framan imba- kassann þó mun fleiri en sem þessu nemur. Ljóst má vera að heimili landsins eiga á hættu að lenda í óstöðvandi vítahring ef fram fer sem horfir. Þar sem aðeins eitt sjónvarpstæki er á flestum heimila landsins og tak- markaður hluti útsendingartíma Stöðvar tvö er læstur má ætla að rifrildið um rásirnar muni ágerast mjög á næstu mánuðum. Bráða- birgðalausn hefur séð dagsins ljós á fjölda heimila — þar sem mynd- bandstæki eru til staðar. Nú reynir þetta fólk að leysa vandann með því að taka þætti upp á myndbandsspól- ur (vitaskuld með öllu ólöglegt at- hæfi) af einni rás meðan horft er á hina. Síðan er glápt á upptökurnar þegar búið er að Ijúka fyrri rásinni af. Þetta kann að virðast ágæt lausn í fyrstu, enda myndbandstæki kom- in inn á flest heimili að því er virðist. En áðurnefnd félagsfræðileg könn- un Helgarpóstsins sýnir að þessi svokallaða lausn er stórhættuleg fyrir þjóðarbúið. Jú, sjáum til. Þegar ríkissjónvarp- ið var eitt um hituna og mynd- bandabyltingin skammt á veg kom- in fóru lslendingar almennt að sofa á skikkanlegum og kristilegum tíma. Samkvæmt könnun viturra lækna á svefnvenjum íslendinga (1982—1983) voru svefnmál aðfara- nætur virkra daga að meðaltali kl. 0.04 eða fjórar mínútur yfir mið- nætti og flest allir sofnaðir í síðasta lagi kl. 1 eftir miðnætti. Á virkum dögum vöknuðu íslendingar síðan að meðaltali kl. 7.43 eða um kortér í átta. Með öðrum orðum var meðal- svefntími landsmanna (fullorðinna) 7 klukkustundir og 40 mínútur. 8 HELGARPÓSTURINN leftir Friðrik Þór Guðmundsson teikning Jón Óskar

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.