Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 9
þjóð, mjúk og skemmtileg. Mýktin mun einkum stafa af elsku þeirra á góðum vínum og bjór. Hér heima eru áfengar veigar fremur tengdar áfengisbölinu, sem menn hafa stofn- að samtök um. Þó gætir þess í æ rík- ara mæli, að landinn velti vínteg- undum fyrir sér, mismunandi áhrif- um o.s.frv. Fyrir þessi jól eru a.m.k. tvær bækur á markaðnum, sem fjalla um vín. Önnur heitir því ögr- andi nafni „Drekktu vín“ og er dönsk að uppruna. Þar er lögð áhersla á hófsemi um leið og bent er á jákvæðar hliðar víndrykkjunnar, s.s. afslöppunarþáttinn og það að lifrinni eigi að vera óhætt, þótt fólk smakki það. Það er Tákn, sem gefur þessa bók út. Undirtitill bókarinnar er „Lifðu betur — Lifðu lengur"... ^^^^iiklar deilur eru Sjálfstæðisflokksins vegna fyrirhug- aðrar sölu borgarinnar á Borgarspít- alanum og sýnist sitt hverjum. En það er ekki bara sjálf salan, sem veldur ágreiningi, heldur ekki síður hvernig málið var kynnt í Sjálfstæð- isflokknum. Þannig benti einhver sjálfstæðisframámaðurinn á það, að rétt væri að kynna málið fyrir borg- arfulltrúa flokksins ásamt með nýj- um hugmyndum í frumvarpi um heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu, sem þykir miðstýringarkennt í meira lagi. Sagan segir, að hann hafi fengið mjög einfalt svar: Það þarf ekki. Hún Kata segir, að þetta sé allt i lagi! Kata þessi mun vera Katrin Fjeldsted læknir og borgarfulltrúi. Og þar við sat. . . ^Rlstallir munu vera á þeirri skoðun að könnun Kvennaat- hvarfsins og Kvennaframboðs- ins á tíðni sifjaspells á íslandi sé þarft verk og göfugt. Á hinn bóginn munu hafa vaknað upp umræður og áhyggjur innan „kerfisins" vegna könnunar þessarar, sem í raun og sann ætti að vera í verkahring barnaverndaryfirvalda, en til þeirra hefur hins vegar aldrei verið leitað um framkvæmd slíkrar könnunar. Allir munu sammála um nauðsyn slíkrar upplýsingaöflunar, en til eru lög í landinu, sem fela það meðal annars í sér að barnaverndaryfir- völd verða annað hvort að ábyrgjast könnun þessa eða þvo hendur sínar af henni — þau geta ekki verið hlut- laus. Spurningin er því hvort þessir kerfisaðilar vilji gefa ofannefndum samtökum ótvíræðan traustsstimpil og taki á sig þá ábyrgð að upplýsing- ar um persónulega hagi lendi ekki í vitlausum höndum. Málið er fyrst og fremst lagalegt og faglegt, því enginn efast um góðan vilja þessara samtaka.. . Það er gaman í skóginum og þar býr bangsafjölskyldan, pabbinn, mannman og litlu bangsabörnin sem leika sér úti allan daginn. Bangsabörnin eiga rólur, rennibraut, sandkassa og fleiri leikföng. í fallega bangsahúsinu eru borð stólar, rúm og skápar fullir af fötum svo bangsafjölskyldan geti skipt um föt áður en hún fer í gönguferð. Skógarbangsarnir — skemmtileg og faileg leikföng. LEIKFANGAVERSLUNUM, RíÆtM. BOKABUÐUM og HHLDVERSLUN KAUPFELOGUM SIMI12877 GLÆSILEG Á GÓDU VERÐI! Hjónarúm í ótal gerðum úr tré og járni OPK) Á LAUGARDÖGUM HÖSGAGNAVERSLUN Strandgötu 7-9 Akureyri, símar 96-21790 og 21690. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.