Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúi: Sigmundur Ernir Rúnarsson. Blaðamenn: Gunnar Smári Egilsson,Friðrik Þór Guðmundsson, Helgi Már Arthursson, Jóhanna Sveins- dóttir, Jónína Leósdóttir og Óskar Guðmundsson. Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson. Ljósmyndir: Jim Smart. Útgefandi: Goðgá h/f. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson. Skrifstofustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Steinþór Ólafsson. Auglýsingar: Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Baldursson. Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471). Guðrún Geirsdóttir. Afgreiðsla: Berglind Nanna Burknadóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 68-15-11. Setning og umbrot: Leturval s/f. Prentun: Blaðaprent h/f. LEIÐARI Gróska í menningarlífi Merkja má ákveðna vakningu í íslensku menningarlífi á undanförnum misserum. í þessu felst einnig þversögn, því lágkúran hef- ur aldrei verið meiri í fjölmiðlunum, hvort sem um er að ræða afþreyingarþætti í sjónvarpi, síbylju á útvarpsstöðvunum eða léttmeti á prenti. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst: Það er engu líkara en að markaðurinn mettist af léttmetinu og leiti aftur á náðir menningarinnar, enda nærist maðurinn ekki á sætabrauði einu saman. Áhugaverð gróska hefur átt sér stað á mörgum sviðum menningar og lista. Bókaút- gáfan er óvenjulega blómleg um þessi jól og fjölmargir íslenskir rithöfundar með nýjar bækur á boðstólum og ný nöfn bætast við í hóp penna, þannig að óttinn við ólæsið virð- ist ástæðulaus. íslensk myndlist virðist einnig vera í hraðri og markvissri mótun eftir stefnu- leysi og umrót síðustu ára. Það er athyglisvert að nýexpressjónisminn sem tröllriðið hefur yngri kynslóð málara og sett lit á þá eldri einn- ig, virðist fallinn í farveg fastrar og persónu- legrar mótunar. Hver kraftasýningin á fætur annarri hefur verið opnuð í haust og vetur, sem sýnir og sannar að íslensk myndlist er á góðri leið. Mjög sennilega stöndum við frammi fyrir tímabili sem á eftir að verða eftir- minnilegt hvað áræði og frjósama sköpun snertir. Leikhúsin hafa frumsýnt ný íslensk verk í miklum mæli, bæði leikin og dönsuð, og full ástæða að ætla að leikritun sé vaxandi meðal pennafærra manna. Kvikmyndalistin er við- kvæm og háð fjármagni í meira mæli en aðrar listgreinar. Hin nýja vítamínsprauta í Kvik- myndasjóð bendir hins vegar til þess að ís- lenskir kvikmyndagerðarmenn sæki í sig veðrið að nýju og geti einbeitt sér að listrænni sköpun án þess að vera úttaugaðir af fjár- hagsáhyggjum, sem setur stærra mark á verk þeirra en flesta grunar. Tónlistarlífið hefur ætíð verið blómlegt á ís- landi enda saga Tónlistarfélagsins og Tónlist- arskólans orðin löng; þar var fræjum sáð sem spíra munu um ókomna tíma. íslenskir tón- listarmenn og tónskáld njóta æ meiri viður- kenningar erlendis, og íslenskir höfundar og flytjendur léttari tónlistar hafa einnig mótað persónulegan stíl sem virðist geta orðið þeim til framdráttar heima og utan landsteinanna. Hin mikla gróska í íslensku lista- og menn- ingarlífi er merki um þjóð í jákvæðri gerjun. Þrátt fyrir síbylju erlendra áhrifa og glaum- menningu er kjarni þjóðarinnar enn ómeng- aður og honum ber að hlúa að. AFANGAR FERÐAHANDBÓK SEXTÍU LEIÐARLÝSINGAR OG SÉRTEIKNUÐ KORT Safnrit ferðanefndar Landssambands hestamannafélaga JÓLAGJÖF HESTAMANNSINS Bókaútgáfa Helgarpóstsins s: 681511 ^^^Aienningarmafían hjá Hlaðvarpanum heldur áfram að standa undir nafni. Á mánudags- kvöld kl. 20:30 hefur Helga Kress bókmenntafræðingur umsjón með kynningu á nýjum bókum „eftir konur og aðra menn", eins og ein kvinnan úr „mafíunni" orðaði þetta. Úrvalskonur úr leikarastétt munu lesa upp. . . Ll ■ iðurstaða prófkjörsins hjá Alþýðuflokknum á vafalaust eftir að hafa mikil áhrif á útkomu hans í kosningum. Óvíst er talið að Sig- hvatur Björgvinsson taki annað sæti á lista flokksins, enda bauð hann sig — og Karvel Pálmason reyndar líka — aðeins fram í fyrsta sæti listans. Framámenn í Alþýðu- flokknum á ísafirði eru þegar farnir að segja sig úr flokknum vegna framkvæmdar prófkjörsins. Fyrr- verandi formaður Alþýðuflokksfé- lags ísafjarðar, Sturla Halldórs- son, er einn þeirra sem sagt hafa sig úr flokknum. Má fastlega gera ráð fyrir því að úrsögnum fjölgi á næstu dögum. Menn spyrja sig nú vestra LESENDAKÖNNUN HELGARPÓSTSINS Munið að senda inn spurningalistana. Látið aðeins annan happdrœttismiðann fylgja. Geymið hinn. Dregið í happdrœttinu þ. 23. desemher. Vinningar birtir í áramótablaði HP. LESENDAKÖNNUN HELGARPÓSTSINS hver muni vinna verkin í kosninga- baráttu Alþýðuflokksins, en það hafa fram að þessu verið stuðnings- menn Sighvats Björgvinssonar... l nýjasta tölublaði Vinnunnar, blaðs ASÍ, er grein eftir Ara Skúla- son hagfræðing hjá Kjararann- sóknanefnd um þann kostnaðar- auka, sem atvinnuvegirnir verða fyrir með samningi ASI og VSÍ um daginn og þá höfð hliðsjón af hækk- un lágmarkslauna í 26.500. Niður- lag greinarinnar var tvískrifað. Ástæðan er sú, að í fyrstu útgáfu komst Ari að þeirri niðurstöðu, að kostnaðaraukinn væri hverfandi og þar með væru Ásmundur Stefáns- son og félagar að gera heldur lakan samning. Illar tungur sögðu, að Ari hefði verið ritskoðaður og skikkað- ur til að lagfæra þessa niðurstöðu. Staðreyndin mun hins vegar vera sú, að Sverrir Albertsson ritstjóri Vinnunnar gerði athugasemdir við útreikninginn og urðu þeir Ari sam- mála um, að verulegu skipti, að gert væri ráð fyrir því hvort reiknað væri út frá flötum launum eða lágmarks- launum með álagi, eins og þúsundir fiskverkunarfólks fá ofan á laun sín. Málið var rætt við Ásmund forseta og vitanlega var hann á því, að gera þyrfti ráð fyrir álagsgreiðslum um- fram lágmarkslaun. Og þannig birt- ist greinin. Semsé ekki ritskoðun enda þótt útkoman kæmi bærilegar út fyrir þá hjá ASÍ. . . LAUSNIR Á SKÁK- ÞRAUT 33 Carpenter 1. Bd7 Ka3 2. Dxa5 1. - Kc4 2. De4 1. - c4 2. Df8 2. - B- 2. Da4 1. Be8 strandar á c4 og 1. Dh8 á Ka3. í lausninni rýmir biskupinn fyrir drottningunni. 34 Sveinn Halldórsson Rd2 og Pe3 valda reitina c4, d4, e4 og f4 og gætu þannig stuðlað að máti á miðju borði. Hins vegar er hvítur ekki eins vel búinn gegn Kd7. Þetta bendir til lykilleiksins: 1. Rd5. Við 1. - Kd7 á hvítur þá 2. Rb6+ Kd6 3. Rc4 með fallegu, kórréttu máti. Hin leiðin er 1. - Kxd5 2. Ke7 Ke5 3. Hc5. 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.