Helgarpósturinn - 11.12.1986, Page 13

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Page 13
Metsölutímaritið brm»t Oescmber 1986 8. tbl- 3- ár9- Verð Kr. 279 Krossciötur maid«« K Sa'nmum.u-^' Framboð huldumanns Ú,'e95'e,ha,a Ljos og Uf, péturs Péturssonar MANNLIE er komið út! ElnkaviMttl MAMHlífS 10.000 áskrifendur! MANNLÍF er komið út, stærra og betra en nokkru sinni fyrr, 188 blaðsíður að stærð. * , MANNLIF er útbreiddasta tímaritið, sem nokkru sinni hefur komið út á Islandi. Ekkert annað tímarit getur státað af efni á borð við einkaviðtöl við Willy Brandt fyrrum kanslara Vestur-Þýskalands, Milan Kundera rithöfund og kvikmyndastjörnuna Charlotte Rampling. Enginn annar íslenskur fjölmiðill getur státað af að hafa sent blaðamann í suðupottinn í Nicaragua. MANNLÍF — magnað tímarit! hefur vakið meiri athygli í heimsfréttunum undanfarnar vik- ur en ástandið í Nicaragua, átök stjórnar Sandinista og skæruliða contra og aðild Bandaríkjastjórn- . ar að þeim. Stefán Jón Hafstein, fréttamaður fór fyrir Mannlíf til Nicaragua fyrir stuttu og segir frá þeirri reynslu í myndum og máli, en hann var m.a. viðstaddur hin afdrifaríku réttarhöld yfir banda- ríska flugmanninum Hasenfus og 25 ára afmæli Sandinistahreyfing- Pétur Pétursson, knattspyrnumað- ur á Akranesi á að baki glæsta sigra á vettvangi atvinnumennsk- unnar í evrópskri knattspyrnu. En hann hefur líka þurft að taka sár- um ósigrum, bæði í knattspyrn- ■ unni og einkaiífinu. Frá hvoru tveggja segir Pétur á hispurslaus- an hátt í samtali við Mannlíf. Gunnar Örn Gunnarsson er í fremstu röð íslenskra myndlistar- manna og bjóðast ýmis tækifæri á erlendri grund. Gunnar Örn hefur nú dregið sig út úr skarkala heims- ins og lifir kyrrlátu lífi á bóndabæ fyrir austan fjall. En lífið hefur ekki alltaf leikið við Gunnar Örn. Hann segir frá göngunni gegnum hreinsunareldinn. I Sókn Alþýðuflokksins í íslenskum stjórnmálum hefur þótt miklum tíðindum sæta. Margir telja að framboð Jóns Sigurðssonar, for- stjóra Þjóðhagsstofnunar í efsta sæti á lista flokksins í Reykjavík sé eitt af lykilatriðum í þeirri sókn. Jón hefur um árabil verið einn af áhrifamestu mönnum íslenskra þjóðmála bakvið tjöldin en nú stígur hann fram á sviðið og veitir Mannlífi fyrsta persónulega viðtal- ið á sínum ferli. Þar kemur m.a. fram að Jón hefur ekki aðeins i fengist við tölur; hann hefur líka tekist á við ljóðlist. Einn virtasti leikari þjóðarinnar, Hjalti Rögnvaldsson er fluttur úr iandi, — flúinn mannfjandsamlegt þjóðfélag okkar, að því er hann segir sjálfur í viðtali við Mannlíf, þar sem hann skefur ekki utan af hlutunum. Þrjár heimsfrægar manneskjur, hver á sínu sviði, segja frá sjálfum sér í einkaviðtölum við blaða- menn Mannlífs, — Willy Brandt, fyrrum kanslari Vestur-Þýska- iands og formaður vestur-þýskra jafnaðarmanna, rithöfundurinn sem æ oftar er nefndur í sömu andrá og Nóbelsverðlaunin í bók- menntum, Milan Kundera, og kvikmyndastjarnan Charlotte Rampling. Meðal fjölmargs annars efnis: Fjallað um afbrigðilegt kynlíf í at- hyglisverðri grein sem nefnist Dýrið í manninum? Óvenjuleg at- hugun á þróun hugmyndarinnar um Grýlu, Leppalúða og jóla- sveina gegnum breytingar ís- lensks þjóðfélags. Greint frá at- hvarfi unglinganna sem hvergi eiga heima í Reykjavík og þeirra sem ekki þora heim, „Húsinu", sem Rauði krossinn rekur við Tjarnargötu. Starfsmenn nýju ljós- vakamiðlanna Bylgjunnar og Stöðvar tvö fagna fyrsta ári frjáisr- ar fjölmiðlunar í samkvæmisfatn- aði frá nokkrum tískuverslunum borgarinnar í tískuþætti Mannlífs. Rætt við söngkonuna góðkunnu Sigríði Beinteinsdóttur sem nú er að hefja sinn sólóferil. Sagt í máli og myndum frá séríslensku ferða- málafyrirbæri, kvennaferðunum svokölluðu til Parísar. Og margt, margt fleira. HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.