Helgarpósturinn - 11.12.1986, Side 23

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Side 23
TÍÐARANDI VETUR KVÖLDKLÆÐNAÐUR RÆR UPPREISN ÆRU Tíska! Hvað er tíska? Eins og orðið bendir til er tíska í raun og veru aðeins tíðarandinn sem ríkir hverju sinni — það sem tíðkast. Tískan verður ekki til á teikniborðum örfárra útvaldra. Hún þróast og breytist í hugum og lifnaðarháttum mannanna. Þessar breytingar taka síðan hönnuðir og útfæra, hver eftir sínu höfði — hver með sínum stíl. Tískan í dag er því ekkert undur, fundið upp af örfáum sniílingum. Hún er afleiðing þess sem er að gerast og gerjast í þjóðfélögum okk- ar. Lykilorðin „kvenlegt" og „glæsilegt" eru í raun aðeins rökrétt framhald af breytingum sem orðið hafa á hugarfari og stöðu kvenna undanfarin ár og áratugi. Konur leita nú aftur til upprunans án þess að afsala sér nokkru því sem kvennabaráttan hefur fært þeim. Og kvenlegt og glæsilegt skal það vera. Hvert sem leitað er — til Parísar, Ítalíu, Bretlands eða Bandaríkjanna. Alls staðar eru megin- áherslur þær sömu. Flíkur eru aðskornari og kvenlegri en sést hefur ímarga áratugi. Efnin eru fínlegri og glæsilegri og litir eru sígildir með svart í broddi fylkingar. Talað er um afturhvarf til fimmta og sjötta ára- tugarins, þegar glæsileiki kvikmyndastjarnanna náði hámarki. Og vissulega eru áhrifin sterk en útfærsl urnar hins vegar sniðnar að þörf- un nútímakonunnar þar sem þægindi sitja í fyrirrúmi. Hliðstæðar tilhneigingar er að finna í herratískunni. Þar gildir nú að vera vel til hafður og óaðfinnanlega til fara. Jakkaföt og hálstau eru nú hvunndagsklæðnaður og um helgar er slappað af ífrjálslegum sportfatnaði. Og eftir sólsetur er það smóking sem fær uppreisn æru — semsagt kvöldklæðnaður eins og hann gerðist hvað glæsilegastur hér á árum áður. Útfærslurnar eru þó eins og hjá kvenfólkinu mun þægilegri en áður var. Sniðin eru frjálslegri og efnin þægilegri, án þess að gengið sé á glæsileikann. í þessu blaði drepum við niður fæti hér og þar í tískuheiminum og skoðum hvað erlendir tískukóngar hafa til málanna að leggja í vetur. Við beinum sérstaklega athyglinni að kvöldklæðnaði nú þegar jólin eru framundan og í kjölfar þeirra hávertíð árshátíða og annarra veg- legra samkvæma. l HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.