Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 24
1 1 SEXY ILMVÖTN?? Reykjavíkurspilið Skemmtilegur, spennandi og írœðandi spurningaleikui íyrir alla íjölskylduna. Heildsölubirgðir: I Óli Þór Kjartansson, sími: 92-2020. Ýmsa greinir á um ágæti þess að nota ilmvötn á kropp- inn, hvort sem í hlut eiga konur eða karlar. Sumir hnussa við og segja það hámark sjálfsflóttans þegar menn geti ekki einu sinni umborið sinn eigin líkamsilm. Aðrir taka þetta ekki jafnalvarlega og nota ilmvötn gjarnan við hátíð- leg tækifæri og enn aðrir eru svo háðir ilmvatninu sínu, að þeim finnst þeir varla fullklæddir nema ilmvatnið setji punktinn yfir i-ið. í Þýskalandi hafa virtir vísindamenn verið að dunda sér við að rannsaka hvaða áhrif hin mismunandi ilmefni hafi á okkur í raun og veru. öll skynjun kallar fram einhver við- brögð og það gerir lyktarskynið einnig. Svo spurningin sem þeir hafa verið að reyna að fá svör við er auðvitað hvaða skilaboð fær heilinn frá hinum mismunandi ilmefn- um og hvað lætur hann okkur gera í framhaldi af því? Fyrir var vitað að ýmsar jurtir og ilmur þeirra geta haft hin þægilegustu áhrif á kroppinn. Þau sannindi hafa verið þekkt íaldaraðir og jafnvel notuð til lækninga. Og nú er t.d. hávísindalega staðfest að ilmur af eplum lækkar bæði blóðþrýsting og líkamshita og dregur þannig úr spennu og streitu. Og því skyldu hin mismunandi ilmvötn ekki kalla fram hin margvíslegustu viðbrögð? Þau eru víst oftast samsett úr tugum og hundruðum mismunandi ilmefna, ýmist náttúrulegum eða framleiddum í tilraunaglösum. Jú, segja vísindamennirnir í Þýskalandi. Ilmvötnin hafa áhrif og það heilmikil á stundum. Þannig telja þeir sig hafa staðfest að sum ilmefni örvi kynhvötina mun meira en önnur. Svo hin tælandi glansmynd auglýsinganna er kannski ekki út í hött eftir allt saman. Þetta eru auðvitað hinar gagnlegustu upplýsingar. Það er ekki lítils virði að vita hvernig kalla má fram rétt viðbrögð á réttu augnabliki hjá réttum aðila — eða hvað? Nú og svo hlýtur að vera óheppilegt að ganga með mjög kynæsandi ilmvatn svona dags daglega í vinnunni. Það gæti orðið minna um afköst hjá vinnufélögunum en ella. í framhaldi af þessum merkilegu rannsóknum tók þýska tímaritið Vogue sig til og birti lista yfir nokkur ilmvötn sem innihalda þau efni sem vísindamennirnir telja að virki hvað kröftugast á kynhvötina. Við látum hann fylgja með hér, lesendum til gagns. Fyrir dömi Nocturnes, 0| Fyrir herra: Jules, KL poi Jólagjöfin hans! Adidas gjafasettin fást í helstu snyrtivöruverslunum Sólargræn Grænmetið er snöggsoðið og djúpfryst, tilbúið í pottinn. Það þarf ekki að þíða áður en það er hitað. Kjörið í salöt og pottrétti. Á bakhlið hvers poka eru nýjar og skemmti- legar uppskriftir og hugmyndir um framreiðslu A Þú getur valið um margar vinsælar grænmetis blöndur. 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.