Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 29
KING færslum oft á tíðum því efni og litir geta verið hinir fjölbreytilegustu. Smóking getur þannig verið þessi hefðbundni svarti eða í líflegri litum úr sléttu flaueli eða riffluðu og jafnvel silki. Undir er gjarnan vesti úr sama efni eða einhverju allt öðru og oft ansi frumlegt í sniði. Hvít skyrta fylgir oftast en með margvíslegum útfærslum til að auka fjölbreytnina. ' Og þverslaufa er auðvitað skilyrði með slíkum klæðnaði. Þaö var auðvitað varla við öðru að búast nú þegar dömurnar eru klæddar pelli og purpura frá toppi til táar. Jafnvel gömlu góðu jakkafötin verða örlítið hjákátleg vð hliðina á slíkum skrautklæðnaði. En þó form- festan sé nú endurvakin og glæsi- leikinn allsráðandi, má hugga sig við að klæðnaðurinn nú er miklum mun þægilegri en var hér á árum áður þegar flibbarnir voru svo stífir að menn gátu varla snúið höfði. Efnin eru mýkri og yfirbragðið allt afslapp- aðra og samt fyrst og fremst glæsilegt. Þó merkja megi greinilegt athvarf til formfestu og glæsileika fimmta og sjötta áratugarins í tískunni í dag, er Ijóst að aldrei hefur verið meiri vídd og meira frelsi í klæðaburði en einmitt núna. Við slíkar aðstæður getur oft verið erfitt að falla ekki í fjöldann. Það þarf töluvert til að vekja athygli, nú þegar allt er leyfilegt. Yngri kynslóðin í dag er ekkert frábrugðin þeim sem á undan eru gengnar að því leyti að hún vill gjarnan skera sig úr, brjóta upp það sem hefðbundið er — vekja athygli. Það tekst oft á tíðum. Kúnstin er að skapa sér sína eigin ímynd — útlit sem ber vitni urn hugmyndaflug og áræði þess sem klæðnaðinn ber. Þetta krefst ekkert minni umhugsunar eða vandvirkni en hitt, þar sem hver smáhlutur er valinn eftir viðurkenndri uppskrift. Og útkoman er oft vægast sagt óvenjuleg. Það er eftir þeirri línu sem þeir feta sig herrarnir á myndunum sem hér fylgja með. Flíkurnar eru flestar nokkuð sígildar og viðurkenndar af fjöldanum, en í þeim samsetningum sem hér sjást, fá þær óneitanlega á sig nýja mynd. Ekki satt? B Ö R N E R U r í jólaskapi. Litlar dömur og litlir herrar — tilbúin á jólaballið. Eins og sjá má eru áhrifin sótt til eldri kynslóðarinnar og fjölbreytnin engu minni en hjá þeim eldri. Tískan nær ekki aðeins til hinna fullorðnu. Barnatíska er heilmikill „bísness" úti í heimi og áhrif hennar berast hingað furðu fljótt. Allir helstu tískukóngarnir hafa barnafatahönnun sem eins konar aukabúgrein. Þeir byrja gjarnan á kvenfatnaðinum, færa sig yf- ir í herralínu og bæta svo barnafatnað- inum við þegar frægðin hefur náð há- marki. Ekki svo að skilja að barnafatn- aðurinn mæti afgangi. í hann er oft heilmikið lagt og línan er oftar en ekki lögð í takt við það sem hæst ber í heimi þeirra fullorðnu. Ekki þó alveg. Undanfarin ár hefur það orðið eins konar lögmál á barna- fataframleiðslunni að fyrst og fremst skuli fötin vera þægileg, — víð snið, mjúk og náttúruleg efni. Litagleði er einnig meiri í fötum þeirra smávöxnu, Hlýtt og notalegt. Sjálfsagt þætti okk- ur þetta helst til fínt svona hvunndags í skólann, en (útlöndum myndi varla nokk- ur maður reka upp stór augu. Að öðru leyti verður ekki betur séð en þetta henti okkur ágætlega. — Hlýtt, skjólgott og notalegt. L í K A F Ó L K skærir og bjartir litir klæða betur litla kroppa sem enn eru ekki vaxnir upp úr því að upplifa lífið og tilveruna í marg- brotnum litum. Og íveturerengin und- antekning á. Sígilda línan er alltaf vinsæl í barna- fatnaði. Líkt og hjá hinum fullorðnu er hún nokkuð íhaldssöm í sniðum, efnis- vali og litum. Þar sjást helst dökkblátt, kóngablátt, vínrautt, hárautt, gult og hvítt. Og svart er ekki óalgengt í slíkum flíkum. Sniðin eru látlaus, sígild buxna- snið, felld og rykkt pils, einlitar eða hóf- lega mynstraðar peysur, skyrtur og blússur einlitar, köflóttar og röndóttar. Útkoman verður litlar dömur og litlir herrar — smækkuð mynd úr heimi hinna fullorðnu. Þó kroppalínan nái tæpast að skjóta rótum hjá þeim yngstu, er tískan í vetur Smáfólk. Bústin og búraleg ( mjúkum og meðfærilegum fKkum og boðleg hvar sem er. þó glettilega í takt við eldri kynslóðina. Enda er margt bæði nýtilegt og mjög hentugt fyrir litlar sálir. Þannig er end- urkoma prjónafatnaðar gleðileg til- breyting fyrir börnin. Prjónakjólar heilir og tvískiptir eru áberandi, enda bæði þægilegar og klæðilegar flíkur. Og úr- valið af peysum hefur sjaldan eða aldrei verið meira. Gallalínan er einnig bráðhentug fyrir litla pottorma og á meðan heilsuæðinu linnir ekki hjá hin- um fullorðnu, getum við vonandi treyst því að áfram verði „jogging'-gallar á boðstólum. En þó orð séu til alls fyrst, eru það myndir og aftur myndir sem gefa besta hugmynd um hvað er að gerast í barna- tískunni. Við látum hér fylgja nokkrar hugmyndir um það sem ítölum hugn- ast hvað helst í þessum efnum. Fyrir litla Gunnu og lítinn Jón. „Skórnir skipta máli" — segja þeir full- orðnu og hið sama gildir auðvitað um smáfólkið. Leður, lakk og satín — allt eftir tilefnum og ástæðum. E M Tímaritid sem allir tala um M Y .» HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.