Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 30
I I FOLT OG FÍNLEGT Á AN ITIO Andlitsförðun og snyrting fylgir venjulega þeim sveiflum sem verða á fatatískunni. Form og litir liggja til grundvallar þegar framleiðendur setja fram línur sínar og „look". Þannig verða megináherslur samstíga boðskap tískukóng- anna. I vetur gilda þessi sömu lögmál um andlits- förðun. Línan er kvenleg fyrst og fremst. Áhersla er lögð á fölan húðlit í grunninn og andlitsfarði valinn einum lit Ijósari en húðliturinn. Augnlitir eru djúpir og dekkri en sést hefur lengi og víða má sjá gyllta tóna. Varir eru gjarnan málaðar í dimmrauðum lit og fagurlega mótaðar. Hér verð- ur þó að velja á milli því sérfræðingarnir segja að hver og einn verði að ákveða hvort hann leggi áhersluna á augun eða munnsvipinn. Ef mikið er lagt upp úr afgerandi augnförðun eru varirnar málaðar í hógværari litum. Þetta tvennt á að und- irstrika en ekki draga athyglina frá hvort öðru. Og hér verður andlitsform og smekkur hvers og eins að ráða. Eins og endranær er dagförðun fremur hóg- vær en þeim mun meiri áhersla lögð á kvöldförð- un sem á að vera afgerandi og áberandi í takt við þann klæðnað sem nú ber hvað hæst. Hver skyldi hafa trúað því að strákarnir sem fyrir fimmtán árum eða svo gengu íindverskum mussum, maó-skyrtum og gallabuxum, standa nú sveitt- ir fyrir framan spegilinn á hverjum morgni við að hnýta á sig hálsbindi í öllum regnbogans litum. Ótrúlegt — en satt engu að síður. Tíðarandinn segir okkur svo ekki verður um villst að útlitið skipti máli. Og æ meira máli hjá karlkyninu sem er farið að leggja meira upp úr útlitinu en nokkru sinni. Gott hálstau hefur þar sitt að segja til að fullkomna ímyndina. I upphafi gegndi hálsbindið mjög gagnlegu hlutverki. Það var notað til að halda saman skyrtuhálsmálinu áður en hnappagötin voru fundin upp. I dag hefur það varla nokkurt hagnýtt gildi en þeim mun meira er gildið fyrir útlitið. Hálsbindi verða því að teljast til skrauts, svona líkt og hálsmen og aðrir skart- gripir hjá kvenfólkinu. Þetta vita framleiðendur sem nú bjóða hálsbindi í meira úrvali en nokkru sinni. Og fín skulu þau vera — helst úr silki. Þau eru ýmist einlit (æ sjaldnar þó), röndótt (oft mjög marglit) eða með sígildu mynstri. Við fínni tækifæri eru þau höfð örlítið meira áberandi, gjarnan með iofnum glitþráðum — ekk- ert glannalegt þó. Málið er að ná þessari samræmdu ímynd glæsimennisins sem veit upp á hár hvað gengur með hverju og ypptir svo kæruleysislega öxl- um, eins og þetta sé meðfædd náttúra og minnsta mál í heimi. FJÓRAR ÞRUMUGÓDAR Fást á næstu myndbandaleigu RUNNERS THE POUCE HAVE GIVEN UP... NOWIT’SUPTOHIM! v-- Æ ‘Sa&iÉjii I frumskógi Víetnam kynnist Mike Ransom hin- um hroðalegu atburðum stríðsina Hann er svik- inn af yfirmanni sinum og er handtekinn af Viet- kong-mönnum. Þeir pynta hann og yfirheyra en með sinum síðasta lifskrafti tekst honum að flýja. Á flóttanum er aðeins tvennt sem kemst að í huga hans; reyna að komast lífs af og hefna sín á misgjörðarmönnum sínum. Særður (flóttaaðgeröum frá Vietnam verður Joe Hoffman viðskila við vinkonu sina. Eftir að hafa náð sér ákveður hann að fara aftur til baka aö leita hennar. En þar finnur hann aðeins hatur. Hoffman hittir fyrrverandi hermenn sem eru komnir í fikniefnasölu, þar á meðal Fanny Bingo sem Joe hafði kært fyrir nauðgun. Bingo er ekki búinn að gleyma þvi. Þeir ræna Hoffman en honum tekst að sleppa, og ( Rambo-stil ræðst hann til atlögu. Bingo verður óður og ræðst með eldvörpu og bræði gegn honum. David Lowell kemst óvænt að hættulegu leyndar- máli sem gæti tortímt heiminum. A meðan hann er að mæla geisla frá hljóðbylgjum utan úr heimi ( Chocedal í Arizona, kemst hann að því að fyrir- tækið sem leigir honum aðstöðuna notar dalinn til að henda geislaúrgangi. Þegar þeir komast að þvi hvað Lowell veit reyna þeir að múta honum en hann stendur fast á sinu. Þessi mynd byrjar þar sem Kjarnaleiðslan frá Klna endar og sýnir hug- rekki eins manns gegn harðskeyttu kerfi sem svífst einskis til að ná sínu fram. TIL DREIF. FOS. 19. DES. Dreifing Myndform sf. Sími 651288 Hvernig bregst fólk við þegar það les um ungl- ingsbörn sem horfið hafa sporlaust? Það yppir öxlum og segir; „Þetta kemur ekki fyrir hjá okk- ur". Einmitt þannig brugðust hjónin Tom og Gill- ian við þegar eldri dóttir þeirra, 11 ára, hverfur á leið (skólann. Þau leita allra leiða til að hafa upp á henni en án árangurs. Þegar tvö ár eru liðin frá hvarfi henn- ar trúir enginn að hún sé enn á lífi, að undanskild- um Tom. Hann neitar að gefast upp og heldur einn síns liðs til Lundúna að leita að dóttur sinni. Hvar á hann að leita? Hvernig Ktur hún út í dag, 2 árum síðar? Spurningar sem þessar verða áleitnar. Þetta er raunsæ, spennandi og vel leikin mynd. TIL DREIF. FÖS. 12. DES. 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.