Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 31
FRIÐRIK Þór Fridriksson er floginn til Köben þar sem haf nar eru klippingar á sumartökum Skyttn- anna, nýjustu kvikmyndar lista- mannsins og jafnframt fyrstu leiknu myndar hans. Ásamt Friðriki við klippiborðið við Eyrarsund sitja Val- dís Gunnarsdóttir, sem síðast tók þátt í klippingu Skepnunnar, og ungur og upprennandi klippari, að hálfu danskur og hálfu íslenskur, Tómas Gíslason. Útlit er fyrir 85 mínútna lengd Skyttnanna sem verður frumsýnd í byrjun febrúar. MESSÍAS eftir Handel hljómar í Hallgrímskirkju á fimmtudagskvöld — og fer þetta nýjasta guðshús okk- ar að slá öðrum af kristilega taginu við í menningarefnum. Hljómburð- urinn mun enda vera sem nemur gæsahúð. Og það er Sinfóníuhljóm- sueit íslands ásamt Pólýfónkór Ing- ólfs Gudbrandssonar sem flytur; til- finningin aldrei betri á báðum tón- stöðvum, samstillingin ærin. Ein- söngvarar verða Maureen Brath- waite lærð á Barbados, Sigrídur Ella Magnúsdóttir úr Couent Gard- en, lan Partridge, frægur ljóðatenór, og Peter Coleman-Wright frá Ástr- alíu. LEIKMST Þráinn einn og öruggur Þráinn Karlsson sýnir einþáttung- ana: „Varnarrœba mannkyns- lausnara" og „Gamli maöurinn og kuenmannsleysið “ eftir Böðuar Guðmundsson. Leikstjóri Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikmynd: Jón Þórisson. Fyrri einþáttungurinn byggir á þjóðsögunni um „Finnabuxur". Finnabuxur eru skinn af nýlátnum manni fyrir neðan mitti. Á annarri hliðinni er vasi og í hann er settur peningur þegar farið er í buxurnar. Þaðan í frá á sá, sem er í Finnabux- um, ávallt peninga í vasanum, hversu mjög sem úr honum er tekið. Til að fá þessar buxur varð að selja Skrattanum sálina, og var hún að eilífu glötuð, nema því aðeins að komast úr buxunum rétt áður en maðurinn deyr. Söguhetjan er inni- lokuð, og segir áhorfendum frá því af hverju hann sé innilokaður. Hann er læknir úti á landi og hjálpar fá- tækum og hrjáðum. Seinna gerist hann sjúkrahúslæknir staðarins. Smátt og smátt kemst hann að því að ótrúlega margir í bænum fá ,,ristil“, sérstaklega þeir sem höfðu efnast. Við nánari athugun komu í ljós ör eftir botnlangaskurð þó svo að þeirra væri ekki getið í sjúkraskýrsl- um. Læknirinn sá allt ævistarf sitt hrynja og þegar vinur hans skó- smiðurinn var lagður inn á sjúkra- húsið með ristil, þá ákveður hann að bjarga einni sál frá eilífri glötun. Læknirinn fláði Finnabuxurnar af vini sínum skósmiðnum rétt áður en hann gaf upp öndina. Leikritið end- ar með því að setja áhorfendur í dómarasætið. Leikmyndin var af fangelsi eða sjúkrastofu, og var hugvitsamlega gerð. Óvenju mikið bar á leikstjórn- inni í þessum einþáttungi. Læknir- inn vaknar í byrjun leikritsins og fer að undirbúa sig fyrir réttarhöldin síðar sama dag. Þegar spennan í frá- sögninni nær hámarki, er læknirinn fullklæddur. Læknirinn nýtti leik- ÁRNI ELVAR svæðið afar vel, gekk marga hringi kringum rúmið. Margt af því sem hann tók sér fyrir hendur, eins og að hella maltöli í glas, munnskolið og tölurnar, var ekki nógu hnitmiðað og erfitt að sjá forsendurnar fyrir þessum athöfnum. Alla vega voru forsendurnar langsóttar. Betur hefði farið á því að einfalda sviðsmyndina og færa leikritið aftur í tíma, þ.e. inn í réttarsalinn. Nægt hefði að hafa einn stól. Auðvitað hefði einfaldari leikumgjörð vissa annmarka og gert miklu meiri kröfu til Þráins Karlssonar um túlkun á sálarlífi læknisins. Þessi fangelsis- eða sjúkrahúsmynd, auk hinnar næstum sjúklegu nákvæmni gaf það í skyn að læknirinn væri brjál- aður eða geðveill. Öll takmörkun á eigin túlkun áhorfandans á boðskap leikverksins eru mistök. „Gamli maðurinn og kvenmanns- leysið" er nýtt verk eftir Böðvar Guðmundsson, sérstaklega samið fyrir Þráin Karlsson vegna 30 ára leikafmælis hans. Leikurinn gerist á olíuborpalli á Norðursjó. Þar hittir hann gamlan kunningja úr næstu sveit. Og auðvitað fóru þeir að rifja upp gamla tíma. Þeir bjuggu í sitt hvorum hreppnum, hann í norður- hreppi og kunninginn í suður- hreppi. Þessir tveir hreppar voru gjörólíkir. í norðurhreppi var tryggðin við fortíðina, sálmaskáldið og landið aðalatriðið, meðan suður- hreppingar hugsuðu fyrst og fremst um það sem borgar sig. Fyrsta ágreiningsefnið var hvort byggja ætti brú yfir fljótið, sem skildi þá að. „Gamli maðurinn" lagðist gegn því. Svo kom mæðiveikin, en það var vandamál sem þeir leystu. Ógnin var kvenmannsleysið. Konur vildu ekki búa í sveit. Um þetta mátti enginn tala, né funda. Að lokum fór svo að allir fluttu úr hreppnum. Sá gamli líka. Það skemmtilega við þessa sögu er það að hægt er að túlka hana á svo marga vegu. Var Böðvar að tala um dreifbýlisvandamál, um kvenna- baráttu, eða einangrunarstefnu vinstrimanna frá auðmagnsþjóðfé- lagi? Leikritið bauð upp á töluverð- ar vangaveltur og umræðu, sem gef- ur því aukið gildi. Sviðsmyndin sýnir vinnuklæddan mann byggja vinnupall. í þessu verki er eins farið að og í því fyrra. Sviðsmyndin breytist eftir því sem lengra líður á leiksýninguna. Undir lokin var hann búinn að loka sig inni, eða fullgera búrið. Þessu verki var betur leikstýrt en hinu fyrra, vegna þess að allar gerðir leikarans virtust eiga sér eðlilegar forsendur. Þráinn Karlsson stóð sig með miklum sóma. Fyrri einþáttunginn var mjög erfitt að túlka, t.d. að draga fram þær andstæður í persónu læknisins, sem skapa hina drama- tísku spennu. Einnig er hægt að hugsa sér að reyna að stefna saman auðmagni og fátækt og fá þessar andstæður til að skapa þá spennu, sem endaði með ódæðisverkinu „að flá mann lifandi". Sterka hlið Þráins er að draga fram ólíkar manngerðir t.d. bæklaða skósmiðinn, Steina og Guðmund á Hömrum. Þessar mann- gerðir urðu ljóslifandi fyrir áhorf- endum og eftirminnilegar. Það þarf mikið áræði og þrek til að fara út í að sýna þessa einleiks einþáttunga. Þráinn á lof skilið fyrir framtakið. Boðskapur verkanna er marg- þættur, en þó er afgerandi viljinn að vekja áhorfendur til umhugsunar um stöðu mannfólksins í dag og hvert við stefnum. Gerðuberg er menningar- og fé- lagsmiðstöð í Breiðholti og var það vel til fundið að sýna þessi verk þar. Það er nauðsynlegt að dreifa inenn- ingarviðburðum um borgina, færa þá nær hinum almenna borgara. Leiksýningar þurfa ekki endilega að vera sýndar í hverfi listasnobbsins. Sólargeisli í skammdeginu: Havana-sveifla Kúbönsk salsa-sveit heldur tvenna tónleika á Hótel Borg Það er ekki á huerjum degi að gestir frá Rómönsku Ameríku sœkja okkur heim. ínœstu uiku ber það til tíðinda að kúbönsk hljómsueit leik- ur í Reykjauík. Þetta er tíu manna sueit og heitir Sierra Maestra. Hafa þeir félagar leikið saman í áratug. Hljómsueitarstjóri er Eduardo Himely gítarleikari og helstur ein- leikari Jesús Alemany trompetblás- ari. Á þrístrengja gítar, tres, leikur Gonzales, Romero á bassa en þeir Rodriguez, Pisseaux, Carlos Gonzales, Valdés, Suárez og Barz- aga syngja og slá trumbur. Tónlistin er í þjóðlegum stíl þarsem spœnsk og afrísk áhrif blandast í sondöns- um, rúmbum og guarachöum. Sierra Maestra er ein af vinsæl- ustu hljómsveitum Kúbu á hinni þjóðlegu línu og hefur ferðast víða. Aðeins einn timenn- inganna (Sierra Maestra er tónmennt- aður, hinir ýmist hag- fræðingar, áveitu-, samgöngu-, rafmagns- og vatnsorkufræð- ingar. Grúppan varð til á raunvísindadeild háskólans í Havana. Hún leikur að vísu ekki djass en þá tónlist er kúbanskur djass spratt af. Kúbanir hafa átt ýmsa frábæra djassmenn og mun hljómsveitin Irakere þekktust djasssveita þeirra. Tveir Kúbanir eru öðrum þekktari í djassheiminum. Bongó- og kongó- trommarinn Chano Pözo og altó- saxafónleikarinn Paquito DRiuera. Pozo, sem hét fullu nafni Luciano Pozy y Gonzalez; fæddist í Havana 1915 og kom til New York uppúr 1940. 1947 réði Dizzy Gillespie hann til sín og með Dizzy lék hann þartil hann var skotinn til bana á bar í Harlem í desember 1948. Pozo var tákn hinna kúbönsku áhrifa á tónlist Gillespie og fer á kostum í verkum einsog Cuban be cuban bop, Manteca og Afro Cuban svítunni. Paquito D’Rivera lék lengi með Irakere en settist að í Bandaríkjun- um og er nú í hópi fremstu altista djassins. Hann hefur hljóðritað mik- ið fyrir CBS og stundum í félagsskap evrópskra: Niels-Henmngs, Toots Thilemans og annarra íslandsvina. Það er alltaf ævintýri að kynnast framandi tónlist og því er tilhlökkun að fá þjóðlega sveiflu frá Kúbu beint í æð á Borginni í næstu viku. -V.L. AÐSÓKN að Stellu í orlofi er komin langt framar vonum aðstand- enda hennar, Guðnýjar Halldórs- dóttur höfundar _ myndarinnar og annarra Umba. í Reykjauík einni hafa um 42 þúsund manns séð hana þegar og að minnsta kosti tíu þús- und úti á landi, þar sem hún hefur þó verið sýnd óvíða. Stella er semsé farin að borga sig. HRAFN okkar Gunnlaugsson er allmiklu virtari og dáðari sem kvik- myndaleikstjóri í Suíaríki en í heimalandi sínu eins og kunnugt er og Svíar mun viljugri að fjármagna myndir hans en íslendingar. 1984 fékk Hrafn Guldbaggen fyrir bestu leikstjórn á Hrafninn flýgur sem gekk í kvikmyndahúsum í Stokk- hólmií meira en ár. 16. nóv. sl. birtist viðtal við Hrafn í Suenska dagbladet þar sem kemur fram að Hrafninn flýgur II er í burðarliðnum. Hrafn ráðgerir að hefja tökur næsta sum- ar: útisenurnar verða að mestu film- aðar á íslandi, en einnig í Gautlönd- um og á ftalíu, innisenurnar í stúdíói í Stokkhólmi. Atburðarásin á sér stað 100 árum síðar en í Hrafninn flýgur, á tímabili sem Hrafn kallar hálfanarkískt: íslenskir smákóngar í innbyrðis stríði og Noregskonungur búinn að fá þá flugu í höfuðið að gera Island að nýlendu sinni. Kostn- aður við myndina er áætlaður um 10 milljónir sænskar og enn óvíst hvernig hann skiptist á milli íslend- inga og Svía. „Þetta er drauma- myndin," segir Hrafn. HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.