Helgarpósturinn - 11.12.1986, Qupperneq 32
POPP
*
Islenskt, erlent — upp og ofan
Draumaplata
DREAMTIME — The Stranglers
Epic/Steinar
Opinber skýring á því hvers
vegna liðsmenn Stranglers komu
ekki hingað til lands á Listahátíð í
Reykjavík í sumar var sú að þeir
voru orðnir langt á eftir áætlun
með nýjustu plötuna sína. For-
ráðamenn útgáfunnar voru orðnir
langeygir (langeyrðir er víst ekki
til) og harðir aðdáendur áreiðan-
lega óþreyjufullir. Og nú er hún
loksins komin, platan Dreamtime.
Tíu laga gæðagripur, sannkallað-
ur spúnn í hatt þeirra Blacks,
Burnels, Cornwells og Green-
fields.
Af Dreamtime hafa lögin Nice In
Nice og Always The Sun þegar
orðið vinsæl. Þetta eru að mínu
mati tvö áheyrilegustu lög plöt-
unnar. Nokkur önnur gefa þeim
þó lítið eftir, svo sem Big in Amer-
ica, titillagið Dreamtime og
Ghost Train. Platan er í heild nokk-
uð ólík síðustu Stranglersplöt-
unni, Aural Scuipture, — sver sig
meira í ætt við Feline.
í mínum huga er hljómsveitin
Stranglers löngu orðin ein af stór-
hljómsveitum níunda áratugarins.
Lítið virtist benda til slíks fyrir
rúmum átta árum er fjórmenning-
arnir sóttu okkur heim, snýttu sér
í gardínur, átu salat beint úr skál-
unum og spiluðu rokk í Höllinni af
slíkum fítonskrafti að aðeins
hljómsveitin Clash hefur framið
svipaðan gjörning. Öll erum við
þeirri ógæfu seld að eldast. Hljóm-
sveitin Stranglers ber aldurinn
ákaflega vel. Tónlistin sem áður
var hrá og þung er orðin fíngerð,
ljúf og leikandi. Undirtónninn á þó
til að verða þungur þegar svo ber
undir. Piltunum fer stöðugt fram
sem hljóðfæraleikurum og laga-
smiðum og Hugh Cornwell hefur
aldrei sungið betur en einmitt nú.
Stranglers er hljómsveit sem líðst
að láta bíða eftir sér. Þegar plöt-
urnar koma loksins leggja tónlist-
arunnendur eyrun við.
Hressilegt Tex-Mex
TRUE STORIES - Talking Heads
EMI/Hljómplötudeild Fálkans
True Stories kom rækilega á
óvart. Þó ætti maður löngu að vera
búinn að læra að búast við hverju
sem er frá David Byrne og komp-
aníi. En lauflétt poppplata eftir allt
sem á undan er gengið?
Þessi plata er undanfari skáld-
sögu, kvikmyndar og kannski ein-
hvers fleira með sama nafni. Verði
myndin jafn hressileg og platan
þurfa Byrne og félagar tæpast að
kvíða viðtökunum. En þó svo að
um kvikmyndatónlist sé að ræða
stendur platan fyllilega fyrir sínu
ein sér. Hún er að mínu mati hvorki
besta né skemmtilegasta afurð
Talkings Heads enda er ég eins og
sjálfsagt margir fleiri farinn að
gera allt að því ósanngjarnar kröf-
ur til þessarar ævintýragjörnustu
hljómsveitar Ameríku. Það er
ekki hægt að ætlast til þess að hún
sendi frá sér tímamótaverk einu
sinni á ári eða svo.
Eigi að síður er True Stories
ágætlega áheyrileg. Músíkin er
hressileg, dálítið í Tex-Mex stíln-
um sem grunnurinn var lagður að
í Road To Nowhere. Og ég er strax
farinn að hlakka til þess þegar
myndin kemur á videoleiguna í
götunni heima!
Hliðarhopp Sinfóníunnar
í TAKT VID TÍMANN -
Sinfóníuhljómsveit íslands
Skífan
Ef einhver tónlist var til sem ég
hataði hér á árum áður þá voru
það útþynntar útgáfur ýmissa
hljóm- og strengjasveita á tón-
smíðum Lennons, McCartneys og
fleiri góðra drengja. Þessari lág-
kúru skutu dagskrárþulir ríkisguf-
unnar gjarnan inn á milli liða ef
einhver hafði orðið kjaftstopp í
næsta þætti á undan. Sem betur
fer er ég búinn að gleyma nöfnum
hljómsveitanna sem söguðu og
blésu eftirlíkingar gæðapoppsins:
Skildi raunar aldrei til hvers var
verið að setja plötur þeirra á fón
þegar Bítlaplöturnar voru allar til
í safni útvarpsins. Af hverju að éta
skemmda samloku úti í sjoppu
þegar steikin bíður í ofninum
heima?
Sinfóníuhljómsveit Islands geys-
ist nú fram á jólaplötumarkaðinn
með fjórtán íslensk dægurlög í far-
teskinu, útsett af einhverjum Ed
Welch. Minningin um gömlu
strengjasveitirnar og misþyrming-
ar þeirra á lögum Bítlanna var óð-
um að verða að engu en gengur
nú draugurinn Glámur að nýju eft-
ir að ég hef hlýtt á Sinfóníuna fara
Byrne og félagar f bandarfsku sönglagasveitinni Höfðatali. „Lauflétt poppplata eftir allt sem á undan er komið," jahérnar
Ásgeir Tómasson f umsögn sinni um nýjustu skffu hópsins, Sannar sögur.
eftir Ásgeir Tómasson
höndum um Gaggó Vest, Stórir
strákar fá raflost og fleiri skemmti-
leg lög. Tæpast hefur Ed Welch,
stjórnandinn (sem er svo penn að
láta nafns síns ekki getið) né útgef-
andinn ætlað að betrumbæta þau
lög sem eru á plötunni. Enda tókst
það ekki. Útsetningarnar eru lit-
litlar, skiptingar milli hljóðfæra
hraðari en í boðhlaupi á Valbjarn-
arvöllum á tíföldum hraða í ríplei
og blásturshljóðfæri ofnotuð á
kostnað strengja. Þó þóttu mér tvö
lög á plötunni fyllilega þess virði
að heyra þau í meðförum Sin-
fóníuhljómsveitar íslands: lögin
Hjálpum þeim og Söknuður.
Ekki ætla ég að mæla með því
að aðstandendur ítakt við tímann
verði sæmdir smekkleysuverðlaun-
unum landsfrægu. Sjálfsagt er þörf
fyrir plötu sem þessa. Eldri hluti
plötukaupenda (sá sem á nóg af
seðlum) verður að fá sitt. Nú, og svo
vantar alltaf tónlist til að skjóta á
milli dagskrárliða á rás eitt. Það er
ekki verra að hún sé íslensk en er-
lend útþynning.
Ávísun á Hjálpartœkjabankann
SAMA OG ÞEGID
Steinar
Sigurður Sigurjónsson, Karl
Ágúst Úlfsson og ðrn Árnason eru
óumdeilanlegir spaugmeistarar
þjóðarinnar um þessar mundir.
Þeir grína í útvarpi og sjónvarpi og
á sviði þegar svo ber undir. Við
höfum tæpast átt aðra slíka síðan
Matthildingarnir frægu voru upp á
sitt besta.
Forsaga aðstandenda plötunnar
Sama og þegið er einmitt svipuð
og Matthildinganna: þeir vöktu
fyrst á sér almenna athygli í út-
varpsþáttum með sama nafni og
gerðu Hjálpartækjabankann að
vinsælasta banka landsins og Jón
Bergsson ódauðlegan. Bankinn er
að sjálfsögðu rauði þráðurinn í
plötunni ásamt ótal drepfyndnum
undirbeltisbröndurum. Jóni
gamla virðist hins vegar farið að
förlast svolítið.
Platan Sama og þegið er frábær-
lega fyndin á köflum. Að vísu
hafði ég heyrt marga brandarana
í útvarpi. Það kom þó ekki að sök.
Þeir þola flestir að heyrast tvisvar
eða jafnvel oftar. Spéflóðið er
stöðvað öðru hverju með stuttum
músíkinnskotum. Hlustandinn á
þá möguleika á að melta það sem
á undan er gengið. — Vel til fundið.
Það er hljómsveitin Jon Kjell Selje-
seth sem annast undirleik á plöt-
unni. Að öðru leyti sjá þeir Orn,
Karl Ágúst og Sigurður um allt.
í rauninni er ómögulegt að fjalla
frekar um plötur eins og Sama og
þegið. Heyrn er sögu ríkari. Góða
skemmtun.
JAZZ
Brasilíska bossanóvað
Blue Bossa
(Blue Note/Fálkinn)
Þó fyrstu rómönskamerísku
áhrifin er djassinn varð fyrir
kæmu frá Kúbu og Puerto Rico,
hafa engin áhrif orðið þeim brasil-
ísku sterkari. Það var að sjálf-
sögðu bossanóvað sem sló í gegn
með hljóðritunum Stan Getz á
Destafinado og öðrum perlum
Jobims. Brasilíska samban hefur
síðan átt sinn sess í djassinum.
Þessi skífa hefur að geyma átta
ópusa með hljómsveitum Horace
Parlans, Charlie Rouse, Big John
Pattons, Duke Persons, Kenny
Dorhams, Grant Greens, Horace
Silvers og Carmen McRae.
Þetta er engin bossanóva skífa
þó titillinn gefi það til kynna. Tón-
listin er undir ýmsum rómönsk-
amerískum áhrifum en sterkust er
samt sveiflan og bíboppið. Fyrsta
verkið er eitt hið besta á skífunni.
Congalegra kvartett píanistans
Horace Parlans. Mikið er Parlan
magnaður píanisti! Monk tenórist-
inn Charlie Rouse blæs sömbuna
einsog honum er einum lagið og í
sveit hans slær Kúbaninn Carlos
Valdez kongótrommurnar. Valdez
er líka í sveit trompetleikarans
Kenny Dorhams og gítaristans
Grant Greens á þessari skífu.
Kenny leysti Clifford Brown af
hjá Art Blakey og það er að sjálf-
sögðu hart bopp sem hann leikur
með kúbanskri sveiflu. Það gerir
Horace Silver líka í The Cape
Verdean blues. Tenóristi Dorhams
er Hank Mobley, sem lést á þessu
ári 56 ára gamall. Hann er í hópi
eftir Vernharð Linnet
þeirra fjölmörgu djassleikara sem
aldrei hlutu þá viðurkenningu er
þeir áttu skilið — þó var hann um
tíma í þeim fræga Miles Davis
kvintett.
Carmen McRae lýkur skífunni
með að syngja útsetningu Thad
Jones á Chick Corea ópus: You’re
everything. Þó verkin á skífunni
séu nokkuð misjöfn er heildar-
svipurinn góður og rómönsk
sveifla færist yfir dimm vetrar-
kvöld snúist hún á fóninum.
JÓLALEIKRIT Þjódleikhúss-
ins er Aurasálin eftir franska háð-
fuglinn Molíere. Æfingar eru komn-
ar á fullan skrið eins og nærri má
geta, þar sem frumsýning verður
annan í jólum. Sveinn Einarsson
færir upp, en Helga Björnsdóttir,
sem starfar sem tískuteiknari hjá
Louis Ferrault í París, annast bún-
inga. Leikmyndahönnuðurinn er
sóttur til Skandinavíu, þar sem
hann er þekktur víða um héruð,
einkum fyrir óperusýningar. Nafn
hans er Paul Suominen.
Aurasálin hefur aldrei komist á
svið atvinnuleikhúsanna á íslandi
áður. Hinsvegar hefur Herranótt MR
flutt leikinn tvisvar, fyrst árið 1924,
þar sem Þorsteinn O. Stephensen
lék aurasálina Harpagon, og síðan
1954 í leikstjórn Einars Pálssonar.
Af leikendum þeirrar uppfærslu má
nefna Val Gástafsson (Harpagon),
Gísla Alfredsson þjóðleikhússtjóra,
séra Bernhard Gudmundsson, Gud-
rúnu Erlendsdóttur hæstaréttar-
dómara og Steinunni Marteinsdótt-
ur myndlistarmann. Það er Bessi
Bjarnason sem leikur Harpagon á
stóra sviðinu 1986 og 7. Og ku eiga
snilldarleik, segja þeir sem kíkt hafa
á æfingar.
pRjÁríu ára leikafmæli Þráins
Karlssonar heldur áfram í Menn-
ingarmidstödinni Gerdubergi ann-
að kvöld, en þá lýkur einleik hans á
tveimur nýjum einþáttungum Bödv-
ars Gudmundssonar, sem saman
nefnast Er þetta einleikid. Þórhildur
Þorleifsdóttir leikstýrði. Sýningin
fær lofsamlega dóma og frábærir og
fjölbreyttir leikhæfileikar afmælis-
barnsins þykja aldrei augljósari.
ÍSLENSKIR söngleikir hafa að
sönnu verið fáheyrðir hin síðari ár-
in, en nú ber svo við að um þessar
mundir er Alþýöuleikhúsid að sýna
fjölskyldusöngleik Ólafs Hauks
Símonarsonar, Kötturinn sem fer
sínar eigin leidir, í Bœjarbíói í Hafn-
arfirdi og næsta stykki sem verður
fært upp á þeim hinum sömu fjölum
er líka söngleikur. Sá er eftir þau
Magneu J. Matthíasdóttur og
Benóný Ægisson og flytjendur eru
Leikfélag Hafnarfjardar. Vinnuheiti
verksins er Mátturinn og dýrdin og
fjallar um pólitíska forfrömun Dalla
djók og óvenju hraða uppstigningu
hans eftir innviðum kerfisins. Jón
bassi Steinþórsson er skrifaður fyrir
músíkinni en Andrés Sigurvinsson
leikstýrir. Hann gengur reyndar
undir nafninu „maðurinn með ljá-
inn“ núorðið þar sem hann hefur
heimtað talsverðan textaniður-
skurð vegna lengdar verksins.
32 HELGARPÓSTURINN