Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 33
Setinn kvenfólki NYJASTA skáldsaga tékkneska rithöfundarins Milans Kundera, Óbœrilegur léttleiki tilverunnar, er komin út í íslenskri þýðingu Fridriks Rafnssonar, eins og HP hefur þegar getið. Ósagt er hinsvegar frá kvik- myndagerð þessarar margslungnu ástar- og tilverusögu. Skömmu eftir útkomu bókarinnar í Frakklandi, þangað sem Kundera flutti fyrir ára- tug, tók einn frægasti kvikmynda- handritsskrifari (púh) Frakka, Jean- Claude Carriere að færa söguna í búning ræmunnar. Og bandaríski leikstjórinn Philippe Kauffmann hefur þegar látið skjóta verkið — í New York, Lyon, Genf og Ziirich og býst við að frumsýna það á Cannes- hátíöinni næsta vor. Víst er að marg- ur bíður spenntur, jafnt þeir sem geta ekki ímyndað sér að hægt sé að kvikmynda verkið og hinir sem sjá ekkert annað en myndir við lestur- inn. KUNDERA er kíminn karl. Þeg- ar honum var sýnd íslenska um- gjörðin um þetta hugverk hans, ku hann hafa gefið íslendingum ein- kunnina „yndislega gamaldags". Vel að merkja í góðum skilningi, því skáidið átti við að þarna hefði það í fyrsta skipti upplifað heila bók á borði eftir að hafa opnað hana. Er- lend útgáfa er gjarnan svo ódýr og einföld að hún dettur í sundur við fyrsta gegnumflett. En bókaþjóðin er öðruvísi... BLÁSTUR í Hallgrímskirkju á sjötta tímanum á sunnudag. Málm- blásarasveit Tónlistarskólans í Reykjavík verður þar í þrefaldri röð. Kjartan Óskarsson með sprotann — og bakið í áhorfendur. KRISTJÁN skáld frá Djúpalœk varð sjötugur í sumar og um sama leyti kom út ljóðasafn skáldsins, Dreifar af dagsláttu. Sunna Borg leikari tók síðan saman ásamt Kristj- áni syni skáldsins samnefnda dag- skrá sem Leikfélag Akureyrar hefur sýnt undanfarið nyrðra við fádæma góðar undirtektir. Nú á að taka púls- inn á Reykvíkingum, í Norrœna hús- inu á laugardag klukkan fimm og sunnudag klukkan tvö. Þetta er leik- lesin og sungin dagskrá þar sem skiptast á vinsæl dægurlög við texta Kristjáns, sjómannavalsar hans; bérnskuminningar og úrvalsljóð. I síðastnefnda flokknum er víða grip- ið niður í litríkum skáldferli Kristj- áns, staldrað við í blómaljóðum hans, steinaljóðum, kvæðum um myrkrið og nóttina, skopljóðum og baráttuljóðum á borð við Slysaskot í Palestínu. Meðal flytjenda er Þur- ídur Baldursdóttir einsöngvari og leikararnir Þórey Aöalsteinsdóttir, Kristjana Jónsdóttir, María Árna- dóttir og Sunna Borg, sem segir: „Þetta er hugljúf dagskrá. Fólki á að líða vel undir henni.“ Og svo mun raunin vera. HELGARPÓSTURINN 33 segir Alfreð Flóki, en Furðuveröld hans er komin út innan spjalda „Draumar okkar eru annad líf. Þad vekur mér cetíð hroll ad fara inn um þessi fílabeins- eda hornlöguðu hlið sem skilja okkur og hina ósýni- legu veröld ad. Fyrstu andartök svefnsins eru ímynd dauðans; dá- móða lykur um hugsanir okkar og við getum alls ekki ákvarðað augnablikið þegar sjálfið heldur áfram í nýju formi œtlunarverki til- verunnar. Smám saman birtir í óskýrum neðanjarðarhellum og hinar bleiku, þungbúnu og hrœring- arlausu verur, sem í undirheimun- um búa, greina sig frá skuggunum og nóttinni. Þá fœr myndin lögun, ný birta lýsir upp þessa svipi og gœðir þá hreyfingu. Hin andlega veröld opnast okkur." Þessi tilvitnun í franska rithöfund- inn Gérard de Nerval eru einkunn- arorð glóðvolgrar bókar sem Bóka- útgáfan h/fmeð Úlf Hjörvar fremst- an í flokki er nú að dreifa meðal þungbúins og kæringarlauss almúg- ans sem þjappar sér saman í skammdeginu. Hún heitir Furðu- veröld Alfreðs Flóka og hefur að geyma úrval pennateikninga lista- mannsins, 50 að tölu, frá árabilinu 1963—1986. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur ritar að henni formála á íslensku og ensku þar sem hann fjallar um sérstöðu Flóka sem strax í upphafi ferils síns afneitaði ís- lenskri myndhefð og skapaði sér þess í stað myndveröld „svo langt utan við endimörk hennar að þang- að kæmist aðeins fuglinn fljúgandi"; hann hafi í einni svipan sagt skilið við helstu stefnur og strauma 20. aldar myndlistar og þann hugsunar- hátt sem þeim fylgdi, og horfið aftur til 19. aldar og á stundum aftur í gráa forneskju; spáir í tengsl hans við „dandya" alias stertimenni bó- hemtímans á borð við framan- greindan Nerval, Baudelaire og Oscar Wilde, svo og súrrealista: Flóki hafi eins og þeir leitað sér við- fangsefna í myrkviðum undirvit- undar, þar sem maðurinn geymir ýmislegt það sem borgaralegt sið- gæði vill ekki gangast við, fjar- stæðukenndar ímyndanir, kynóra og dauðabeyg. Þá segir Aðalsteinn orðrétt: „Flóki og súrrealistar eiga það einn- ig sammerkt, að þeir hafa sjaldnast unnið verk sín út frá hreinum mynd- listarlegum forsendum, heldur hafa þeir verið með annan fótinn í heimi bókmenntanna. ÖII bókmennta- verk sem orðið hafa til tunglskins- megin í lífinu hafa verið vatn á myllu þeirra, fantasíur, hrollvekjur, lífsreynslusögur ógæfumanna, svo og allur skáldskapur sem sprottinn er af hömlulausu hugarflugi og varpar sem snöggvast skímu á áður óþekktan afkima mannssálarinnar." En nóg um það, HP spjallaði við Alfreð Flóka á dögunum og spurði hann fyrst í hvaða sann furðuverald- arbók hans leiddi njótendur. „Þetta er auðvitað allt makalaus snilld og þetta úrval ætti að minnsta kosti að afsanna það að ég sé alltaf að endurtaka mig eins og nokkrir þroskaheftir hafa haldið fram gegn- um árin," svarar Alfreð Flóki. „Þeg- ar þeir skrifa um mig segja þeir að ég sé staðnaður, en þegar þeir fjalla um vini sína heitir það að þeir séu í hægfara þróun. En eins og allir al- mennilegir listamenn vita er ég að minnsta kosti fjölhæfasti listamaður norðan Alpafjalla." „Þetta er auðvitað allt makalaus snilld og bókin ætti að minnsta kosti að afsanna þaö að ég sé alltaf að endurtaka mig eins og nokkrir þroskaheftir hafa haldið fram gegnum árin," segir Alfreð Flóki en núer komin út bókin Furðuveröld Flóka sem hefur aðgeyma úrval pennateikninga listamannsins frá árabilinu 1963—1986. — Þú hefur verið ásakaður um þráhyggju. „Já, aðrir listamenn intressera mig ekki nema þeir séu obsessed. Annars er ég orðinn leiður á að tala um kollega mína. Þeir mega mála eins og þeir vilja. En hvað sjálfan mig varðar þá hef ég haft kvenfólk á heilanum frá því að ég man eftir mér. Ég veit að ég er setinn sjö dem- ónum, hvers nöfn ég þori ekki að opinbera. Er ekki kvenkynið í það heila og sjö demónar nóg að stríða við? Ég harma aðeins hvað ég er lítið perverteraður, því mér finnst per- versjónir miklu meira intressant heldur en venjubundið kynlíf sem er bara fyrir pöpulinn. En ég reyni að stunda æðri perversjónir eftir bestu getu.“ — Dœmi? „Dæmin verða að blíva í leynd- um. Ég hef verið að dudda mér í seinni tíð að fara í gegnum allan erót- ískan litteratúr allt frá Petroniusi til okkar tíma. En hin virkilega erót- íska bók hefur ekki verið skrifuð ennþá. Kannski ætti ég bara að demba mér í það." — Nú hafa ýmsir viljað lesa kven- hatur út úr verkum þínum. Eða þá kvenhrœðslu. Skrifarðu undir það? „Nei. Mér finnst konur að mörgu leyti áhugaverðari en karlmenn. Eg ber ástarhatur til kvenna. Þið eruð fjandakornið engir englar og kúg- unin gegnum aldirnar hefur þrosk- að hjá ykkur marga ansi skemmti- lega eiginleika. Til dæmis er ekki hægt að ljúga að konu svo vel sé. Hins vegar getur kona logið að manni árum saman." — Og þú fyllir ekki hinn stóra flokk sem hrœðist konur? „Nei, þvert á móti finn ég til vissr- ar öryggistilfinningar gagnvart þeim. Flestir kvenhræðslufrasarnir eins og „þegar þú gengur til kvenna gleymdu ekki svipunni" eru komnir frá mönnum sem aldrei voru við kvenmann kenndir eða þá mjög próblematískt. En þetta er líf- seigt...“ — Þú sem ert maður nœturinnar, ertu ekki í essinu þínu núna í svart- asta skammdeginu? „Jú, skammdegið er minn vinnu- tími. Frá því í maí og fram í ágúst er eins og maður sé í þriðju gráðu yfir- heyrslu allan sólarhringinn. Ég hef alltaf tekið tunglið fram yfir sólina. Hefði ég verið stúlkan í ævintýri Jónasar Hallgrímssonar, Stúlkan í turninum, sem uglan spyr hvort henni þyki vænna um nóttina en daginn, hefði ég verið fljótur til svars, þó að ég hefði breyst í leður- blöku á staðnum.“ — En verðurðu aldrei gripinn þessari alkunnu íslensku skamm- degisgeggjun? „Nei, ég held mig fyrir utan. Fólk yfirleitt intresserar mig ekkert sér- staklega. Ég hef mikið meiri áhuga á ýmsum skáldsagnapersónum heldur en obbanum af þessu lifandi fólki, þótt það séu til yndislegar undantekningar.. .“ — Eins og hvaða skáldsagnaper- sónum? „Til dæmis standa margar persón- ur Dickens gamla miklu nær mér en margir af þessum svefngenglum sem ganga sofandi um stræti og torg og stunda bissness. En ég vinn næstum alltaf á nótt- inni eftir að rökkva tekur og ró fær- ist yfir bæinn. Maður verður að geta haldið sér utan við amstrið til að geta einbeitt sér að því að gleðja list- elskt fólk hér norður undir pólnum." — Hefurðu sóst eftir að dveljast í enn svartari skammdegisbœlum eins og t.d. Vestfjörðum? „Nei, guð hjálpi mér! Ég gisti einu sinni nótt á Bíldudal. Síðan er Bíldu- dalur helvíti fyrir mér. Sofni ég í Reykjavík og vakna upp á Bíldudal veit ég hvar ég er. Það eina sem ég get hugsað mér óhugnanlegra er að vakna upp á grasbala í Sviss innan um mu-kýr með bjöllum." — Nú eru margir demónar og seiðskrattar á sveimi í verkum þín- um. Freistar djöfullinn þín? „Ég sé djöfulinn út frá svolítið öðr- um vínkli en hans heilagleiki páf- inn, hef heldur aldrei efast eitt sek- úndubrot um tilvist guðs, mér hefur verið hlíft við því eins og að skríða á fjórum og bíta gras. En minn guð er guð sem gefur skít í öll tíu boð- orðin. Dixi: Ég hef talað.“ — Og hvað viltu segja um sér- stöðu þína sem myndlistarmanns? „Ég held að það sé alveg klárt að ég sé mesti myndlistarmaður ís- lands í dag. En það er í sjálfu sér ekkert til að státa af. Bæði gagnrýn- endur og öfundarmenn mínir vita þetta. Verk mín eru með því besta í heiminum í dag." Þess má að lokum geta til nánari glöggvunar á Flóka að hann er fæddur 19. desember með Neptún- us sem dómínerandi plánetu, en hann stendur m.a. fyrir listamann- inn, dulspekinginn og rónann, hafið og leyndardóma þess, allt sem flýt- ur: mjólk, túss, terpentínu. Og hann hefur alltaf dreymt um lítið hús með njólagarði og fjóra stóra sheffer- hunda til að passa upp á parajón- una... og sjö demónum

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.