Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 34
ÆFINGAR eru nú hafnar á nýju
verkefni Nemendaleikhússins í
Lindarbœ, en Leikslokum í Smyrnu
er öllum lokið. Nýja viðfangsefnið
er klassískt, Þrettándakvöld Willi-
ams Shakespeares, sem hann reit
um aldamótin 1600. Þetta er einn
frægasti og jafnframt vinsælasti
gamanleikur meistarans þar sem
ástin, gleðin og misskilningurinn
leiða persónur í þær ógöngur sem
lífinu hæfa. Leikstjóri verksins að
þessu sinni er Þórhallur Sigurdsson,
sem þessa dagana er að reka smiðs-
höggið á nýtt verk Þórunnar Sigurd-
ardóttur, í smásjá, sem frumsýnt
verður milli jóla og nýárs, á Litla
svidinu. Þjódleikhúsid sýndi Þrett-
ándakvöld árið 1967 í sömu þýð-
ingu Helga Hálfdanarsonar og Leik-
listarskólinn notast núna við. Verkið
var jafnframt sýnt í árdaga Idnó.
LISTIN sækir í síauknum mæli
inn fyrir jólapappírinn, það er að
segja; kúnstin er að verða vinsælli
gjöf, enda meðfærilegri, almennari
og ódýrari en áður. Bækur og hljóm-
plötur hafa vitaskuld þegar sest á
fremsta bekkinn í þessum efnum, en
nú heyrum við að önnur listgrein
sæki í sig jólaveðrið, nefnilega
myndlistin. Fyrir um það bil tveimur
árum hófst hér æði fyrir innrömm-
uðum eftirprentunum á verkum
heimslistamanna, gjarnan með gall-
erístöfum og þó sýnu flottast að
fylgdu dagsetningar. Þetta æði varir
enn — og innrömmunarstofur aug-
lýsa eftir starfskröftum. Hinsvegar
eru kaup á íslenskri list í þessu tilliti
að aukast til muna og sjá menn þess
sérstaklega merki fyrir lágmyndir,
skúlptúra, vasa og skálar. Staðir eins
og Gallerí Borg, Gangskör, Gallerí
Grjót, Kogga við Vesturgötu og fleiri
eru fjölsóttir þessa dagana. Spurn-
ing hinsvegar hvort eftirprentunin
af Tárinu missi sölu fyrir vikið.
BESTI vinur ljóðsins hugsar ekki
bara um sína heldur hefur hann nú
sprengt ljóðmúrinn með því að taka
til sín prósahöfunda í bland við
skáldin. Næstkomandi þriðjudags-
kvöld, 16. desember, stendur félags-
skapurinn fyrir upplestrarkvöldi að
Hótel Borg sem hefst kl. 20.30 með
það að markmiði að kynna nýút-
komnar bækur. Þar lesa höfundarn-
ir Sigurður A. Magnússon, Einar
Már Guðmundsson, Steinunn Sig-
urðardóttir, Thor Vilhjálmsson,
Sjón, Þór Eldon og Ólafur Jóhann
Ölafsson upp úr verkum sínum.
Ennfremur verður lesið upp úr verk-
um þeirra Fríðu Á. Sigurðardóttur,
Matthíasar Johannessen, og Jóns
Helgasonar. Kynnir verður hinn sér-
staki verndari besta vinarins, Viðar
Eggertsson. Aðgangseyrir er aðeins
200 krónur og er þar um að ræða
verðlækkun frá því sem verið hefur.
Þá verða bækur viðkomandi höf-
unda til sölu á Hótel Borg á sérstöku
tilboðsverði.
FYRIR röskum aldarfjórðungi
hittust þeir Rúnar Georgsson og
Þórir Baldursson og kynntust í
Keflavík. Báðir snillingar í tónlist-
inni, „undrabörn" segir Rúnar
Gunnarsson hjá Geimsteini, útgef-
anda nýrrar hljómplötu, þar sem
þeir félagar leiða í fyrsta skipti sam-
an hesta sína á plötu. „77/ eru frœ"
heitir plata þeirra Rúnars og Þóris.
Sá fyrrnefndi leikur að sjálfsögðu á
saxófóninn og svo þverflautu en
Þórir á píanó, bassa, trommur, hljóð-
gervla og guð má vita hvað fleira.
Hér er á ferðinni „instrúmental"
plata, „full af íslensku andrúms-
lofti", eins og útgefandinn segir.
KVIKMYNDIR
eftir Ólaf Angantýsson og Sigmund Erni Rúnarsson
íslenska óperan
hugsar stórt
Aida
í uppsiglingu
Aida er komin af stað í Ingólfs-
stræti. Æfingar á þessu umfangs-
mesta sviðsverki óperusögunnar
hófust í byrjun september í Gamla
bíói og eru nú langt komnar. Frum-
sýning á þessu verki Verdis verður
níunda janúar.
íslenska óperan hefur aldrei færst
eins mikið í fang. Þetta er óhemju
dýr og erfið uppfærsla sem krefst
gríðarmikillar útsjónarsemi á litlu
sviðinu. Una Collins hefur dregið
það fram í sal, þar sem Bríet Héðins-
dóttir stjórnar hátt á annað hundrað
manns í hlutverkunum, sem Árni
Baldvinsson beinir ljósum að.
Þegar Aida er færð upp erlendis
leyfa húsakynni gjarnan lifandi
hesta, stundum fíla og aðrar stór-
skepnur eins og Giuseppe hafði
hugsað sér þetta. Hérna heima „lát-
um við okkur fjóra trompetleikara
nægja,“ brosir Kristín Kristjánsdóttir
sýningarstjóri. Hún er bjartsýn á
undirtektir eins og óperumanna er
vísa.
Giuseppe Verdi skrifaði Aidu að
beiðni Egypta sem hugsuðu sér að
frumsýna verkið við opnun Suez-
skurðarins árið 1869. Frumsýningin
varð hinsvegar ekki fyrr en á að-
fangadag '71 í Kairó og Rigólettó
listamannsins sungin við Suez í stað-
inn. Viðfangsefnið er ástin, hatrið
og örlög manns — eins og gengur.
Níu einsöngvarar taka þátt í þess-
ari annarri uppfærslu Bríetar fyrir
íslensku óperuna, en hún stýrði La
Hlýtt gaman
Laugarásbíó, Lagarefir (Legal
Eagles). ★★★
Bandarísk, árgerð 1986.
Framleiðandi: John Raol.
Handrit og leikstjórn: Ivan
Reitman. Aðalleikarar: Robert
Redford, Debra Winger og Daryl
Hannah.
Legal Eagles hefur á undanförn-
um mánuðum haldið sig í grennd-
inni við fimmta sætið á vinsælda-
listum bandarískra kvikmynda —
og er þar einungis miðað við að-
sókn. Astæðan er ósköp einföld.
Stór nöfn leikara, fyrir nú utan for-
vitnilegt samval þeirra, snjallur
leikstjóri, sem á að baki sukkseksa
og úrvals skemmtisaga.
Segir ekki af sögunni hér, utan
að karl og kona úr lögfræðinga-
stétt ráðast í erfiðismál með Eros
bogalausan. Redford er alls óvan-
ur gamanrullu, en ferst hér kímni
vel úr geiflum. Hann leikur yndis-
lega, en Debra Winger unaðslega;
þau flétta saman notalegan díalóg
af faglegri lipurð. Daryl Hannah,
fjarska vondur leikari, veit það, en
kroppur, og heldur sig í kynþokka-
fullri fjarlægð.
Ivan Reitman kann á samhljóm
kímni og frásagnar. Hann er sögu-
maður, en ekki einasta skaupari
sem byggir upp að hverjum brand-
aranum af öðrum og sleppir teng-
rembast þeir eina ferðina enn, líkt
og rjúpan við staurinn, við að
halda sögufölsunaráráttu sinni til
streitu, hvað varðar stríðsrekstur
Bandaríkjamanna í Viet Nam á
sínum tíma.
Á síðustu dögum stríðsins er Jim
Cooper ofursta falið að laumast yf-
ir víglínuna, til að freista þess að
frelsa nokkra af „okkar mönnum"
úr illræmdum fangabúðum Norð-
ur Vietnama. Leiðangur hans fer
út um þúfur sökum slakrar undir-
búningsvinnu skriffinnanna í
Pentagon, og Cooper hafnar þ.a.l.
sjálfur á bak við lás og slár erkió-
vinarins Vihns kapteins. Sá vill á
hinn bóginn af jafn undarlegum
ástæðum og þær eru óskiljanlegar
ólmur komast yfir víglínuna í hina
áttina, til að freista þess að fá far
með strákunum okkar yfir Kyrra-
hafið til allsnægtalandsins.
Fullkomlega marklaust og
einskisvert rugl og vitleysa, sem
þegar best lætur tekst að töfra
fram einstaka geispa úr koki
áhorfenda, sem vel flestir eru
orðnir dauðþreyttir á þessum ei-
lífu stríðsæsingartilburðum
Golan/Globus-dúettsins, hvar biá-
eygðar hetjur friðar, jafnréttis og
bræðralags, strípaðar fánalitunum
geysast um víðan völl strádrep-
andi á báða bóga og af ótrúlegri
hugvitssemi réttdræpar streng-
brúður alheimskommúnismans.
Ó.A.
ingum, undiröldu og heildarstíg-
andi. Hann kann að skapa og setja
fram gamanpersónur sem þola
fleira en tertu í andlitið. Stundum
kappsfullri en frumlegur, en alltaf
broslegur.
-SER
Úr áróöurs-
málaráöu-
neytinu
Háskólabíó: RO.W.—The Escape
(Stríðsfangar} ★
Bandarísk. Argerð 1986.
Framleiðendur: Golan- Globus.
Leikstjórn: Gideon Amir.
Kvikmyndun: Yechiel Ne’eman.
Aðalhlutverk: David Carradine.
Það er fátt eitt sagnavert af þess-
ari nýju Cannon-afurð þeirra Gol-
ans og Globus, annað en að hér
Beygluö mynd
Bíóhöllin, í hœsta gír (Maximum
Overdrive). ★
Bandarísk, árgerð 1986.
Framleiðandi: Martha
Schumacher. Leikstjórn og
handrit: Stephen King.
Tónlist: AC/DC. Aðalleikarar:
Emilio Estevez, Pat Hingle og
Laura Harrington.
Stephen King mistekst hrapal-
lega í þessari fyrstu kvikmynd sem
hann leikstýrir. Honum hefur
hingað til tekist dável við handrits-
gerð og þar áður í bóksölu. En
hann er ekki leikstjóri. í hæsta gír
er ótrúlega gölluð mynd, plottið
illa þenkjandi trukkar og aðrar vél-
ar sem óvirða fólk vegna hala-
stjörnu í grenndinni.
Það er sama hvar borið er niður.
Emilio Estevez, sem hefur tekist
þokkalega upp í góðum unglinga-
myndum, líður hér fyrir slappa
persónusköpun, en meðleikarar
hans leika ekki. Tökur og klipp-
ingar klisjukenndar og einatt upp
á ýkta móðinn. Samt sýnu verst að
sagan heldur ekki, hikstar svo
liggur við köfnun frá og með fyrsta
kafla.
Það er löngu ljóst að Banda-
ríkjamenn fara illa með bílana
sína. En þó þeir beyglist meir og
meir, verða þeir aldrei að kvik-
mynd, einir og sér.
-SER.
Ólöf Kolbrún syngur Aidu.
Una flettir skissubókinni sinni, hugmynd-
ir sem nema hundruðum síðna.
Travíötu fyrir þremur árum. Ólöf
Kolbrún Harðardóttir syngur sjálfa
Aidu og Sigríður Ella og Anna Júlí-
ana skiptast á í hlutverki Amneris.
Garðar Cortes, Kristinn Sigmunds-
son, Viðar Gunnarsson og Hjálmar
Kjartansson eru og í stórum hlut-
verkum ásamt Hákoni Oddgeirssyni
og Katrínu Sigurðardóttur.
-SER.
Æft á fullum krafti á þriðjudagskvöld, fjórar vikur til stefnu.
Brlet leikstjóri bendir Árna Ijósameistara og Unu Collins leikmynda- og búningahönn-
uði á það sem betur má fara á sviðinu. Smartmyndir.
Hulda Kristín Magnús-
dóttir komin langt
með búningana á
sjálfa sólóistana.
34 HELGARPÓSTURINN