Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 35

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 35
Smartmynd. HÖGGMYNDA- HRINGFERÐ UM NORÐURLÖND Myndhöggvarafélag Reykjavíkur hefur fært Reykvíkingum og ödrum vegfarendum um miðborgina óvœntan glaðning til að dást að í svartasta skammdeginu. Þetta er glœsileg höggmynd eftir danska myndlistarmanninn Palle Lindaus. Hún heitir „Et tilfœldigt mode under jorderí' og trónir þrjá metra upp í loft í Mœðragarðinum við Miðbœj- arskólann. Verkið er úr áli á steyptri undirstöðu og kílóin á áttunda hundrað. En þarna verður það aðeins skamma hríð. Þetta er upphafið að hringsóli fimm skúlptúra frá jafn mörgum Norðurlandanna um höf- uðborgir ríkjanna. Höggmynd Palle Lindaus mun standa í Mæðragarð- inum næstu þrjá mánuði, en þá verður skipt um verk og hingað kemur höggmynd eftir Harry Kivi- járvi frá Finnlandi. Harry verður reyndar viðstaddur þá uppsetningu, en Lindaus gat ekki komið hingað til lands með sínu verki, sem við þýðum lauslega „Stefnumót af til- viljun undir yfirborði jarðar". Norska myndhöggvarafélagið átti hugmyndina að þessum skiptum á norrænum skúlptúr og hefur skipu- lagt samstarfið. Það útvegaði meðal annars styrk frá Norræna menning- armálasjóðnum, samdi um flutn- inga og gaf út sýningarskrá um verkin og listamennina, en þeir eru: Arne Vinje Gunnerud frá Noregi, Björn Selder frá Svíþjóð, Harry Kivijárvi frá Finnlandi, Palle Lind- aus frá Danmörku og fulltrúi íslend- inga í hringferðinni er Hallsteinn Sigurðsson. Höggmyndalistin hefur verið áber- andi á Norðurlöndunum á undan- förnum árum og þá einkanlega nú- tímaverk, gjarnan unnin með nánu tílliti til umhverfisins. Vegfarendur um stórborgir ríkjanna hafa orðið varir ferskleika í þessari listgrein sem virðist augljósiega talsverður hjá norrænum myndhöggvurum. Umfangsmikil og kröftug verk hafa í ríkara mæli leitað úr görðum og höllum inn á stræti og torg, einatt tímabundið. Og það er að skapi fólks. Nú hefur Reykjavík bæst við. -SER. KVIKMYNDAHÚSIN STELLA I ORLOFI ★★★ Léttgeggjuð ærsl a la Islanda. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. PURPURALITURINIM (The Color Purple) ★★★ Manneskjulegur og hrífandi Spielberg. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. STRlOSFANGAR (RO.W. The Escape) ★ Föngum bjargað (lok Víetnamstríðsins. Sýnd kl. 7.10 og 9.10. Bönnuð börnum innan 16 ára. JÚLASVEINNINN ★★ Frábaer jólamynd, fyrir alla fjölskyld- una. Sýnd kl. 5.10. I SPORÐDREKAMERKINU ★ Sívinsæl og djörf gamanmynd. Bönn- uð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BfÖHÖI SKAMMHLAUP (Short Circuit) Ný Sýnd kl. 5,7,9 og 11 (líka kl. 3 um helg- ina). LÉTTLYNDAR LÖGGUR (Running Scared) ★★ Grínlöggumynd með Gregory Hines. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ALIENS ★★★★ Splunkuný og spennandi spenna. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. STÖRVANDRÆÐI I LITLU KÍNA (Big Trouble in Little China) ★★ Uppátækjasamt sprell og hrekkir. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. MONA LISA ★★★ Elskuleg mynd, hörku drama og leikur. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð börnum innan 16 ára. BARNASÝNINGAR Kl. 3. Svarti potturinn, Hefðarkettirnir, Hundalíf og öskubuska. BÍÓHÚSIÐ I HÆSTA GlR (Maximum Overdrive) ★ Splunkuný, spennandi spennumynd með Emilio Estevez (úr Breakfast Club, St. Elmo's Fire). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð börnum innan 16 ára. LAUGARÁS B I O ÞETTA A VIÐ FRÁ OG MEÐ LAUGARDEGINUM E.T. ★★★ Frábær fjölskyldumynd. Sal A kl. 5, 7.05. Sal B kl. 9, 11.05. LAGAREFIR (Legal Eagles) ★★★ Mjúkt lögfræöidrama. Sal A kl. 9,11.15. Sal B kl. 5, 7. EINKABlLSTJÓRINN (My Chauffeur) ★ Ung stúlka gerist einkabílstjóri. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ÍI0NBOGNNN GUÐFAÐIRINN (Godfather) ★★★★ Hinn eini og sanni guðfaðir Brandosog Racinos. Endursýnd kl. 3, 6.05 og 9.15. AFTUR I SKÖLA (Back To School) ★★ Dillandi grín og hraði. Sýnd kl. 3.05, 5.05, 9.15 og 11.15. ÁBENDING Við bendum svo á þær myndir sem okkur finnst bera af. Fyrst er það Laga- refir, notaleg mynd með úrvalsleikur- um, þeim Robert Redford og Debra Winger. Svo Aliens, fyrir þá sem hafa gaman af eða hafa áhuga á að sjá þræl- magnaðan geimhroll. Að lokum viljum við svo benda á endursýningu á Guð- föðurnum í Regnboganum. I SKJÓLI NÆTUR (Midt om Natten) ★★★ Notalegur danskur millitryllir. Sýndur kl. 7. Bannaður börnum innan 16 ára. MÁNUDAGSMYND LÖGREGLUMAÐURINN (Ralice) ★ Mynd um lögreglumann sem vill gera skyldu sína sem lögreglumaður en freistingarnar eru margar. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. DRAUGALEG BRÚÐKAUPSNÓTT (Haunted Honeymoon) ★ Léttruglaður gríntryllir að hætti Gene Wilder. Sýnd kl. 3.15, 5.15, 9.15 og 11.15. Bönnuð börnum innan 12 ára. SAN LORENZO NÖTTIN ★★★ Mynd Paolos og Vittorios Tavionis sem hlaut sérstök verðlaun á Cannes 1982. Barátta þorpsbúa á italíu við Þjóðverja 1944. Sýnd kl. 7.15. GUÐFAÐIRINN Mafíumynd. Sýnd kl. 9. ÞEIR BESTU (Top Gun) ★★★ Strípur og stjömur, mökkur af militar- isma. Sýnd kl. 3, 5 og 7. A YSTU NÖF (Out of Bounds) ★★ Léttur götutryllir. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð börnum innan 16 ára. ÞAÐ GERÐIST I GÆR (About Last Night) ★★ Hjartaknúsarinn Rob Lowe. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05. Einkabílstjórinn verður fluttur í Laugar- ásbíó á laugardaginn. Ekki er vitað hvaða mynd verður (staðinn fyrir hana. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ O framúrskarandi mjög góð miðlungs þolanleg mjög vond MYNDBAND VIKUNNAR Citizen Kane ★★★★ 777 útleigu m.a. hjá Myndbandaleigu kvikmyndahúsanna. Bandarísk. Árgerö 1941. Leikstjórn: Orson Welles. Kvikmyndun: Gregg Toland. Aðalhlutverk: Orson Wells, Joseph Cotten, Agnes Moorehead, Everett Sloane o.fl. Þessa kvikmynd ætti enginn unnandi góðrar kvikmyndagerð- arlistar að láta framhjá sér fara. Þessi 45 ára gamla mynd er ein- faldlega engu öðru lík, og í reynd einn af hornsteinum vesturlenskr- ar kvikmyndahefðar, enda hefur hún löngum verið nefnd... ekki ein af bestu, heldur öðru fremur besta kvikmynd gjörvallrar kvikmynda- sögunnar. Myndin greinir frá lífshlaupi dagblaðakóngsins og milljóna- mæringsins Charies Foster Kane (fyrirmynd hans var auðjöfurinn William Randolph Hearst), sem öðlast um síðir áhrif þau og völd er auðlegðinni fylgja, en verður líkt og Faust meistara Göthes að láta sálu sína að veði. Citizen Kane hefur gegnum árin þjónað sem eins konar Biblía þeirra kvikmyndagerðarmanna, er hvað mesta rækt leggja við myndmál miðilsins. Enda er bæði kvikmyndataka Gregg Tolands, klipping myndarinnar svo og hljóðvinnsla hennar svo yfirþyrm- andi fagmannleg og vel unnin að engu lagi er líkt. En sjón er sögu ríkari... látið því undir engum kringumstæðum þessa ótvíræðu perlu vesturlenskrar kvikmynda- hefðar fram hjá ykkur fara, á með- an henni þóknast enn um stund að staldra við á hérlendum mynd- bandaleigum. HELGARPÓSTURINN 35

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.