Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 40

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 40
INNLEND YFIRSÝN eftir Helga Má Arthúrsson HJOLIN SNUAST HJA OLIS • Þórður Asgeirsson hœttur hjá fyrirtœkinu • Landshankinn ueitti bankaábyrgðir • Yfir- byggingin skorin niður • Fjármálamenn naga sig í handarbökin • Hlutabréfin hœkka í uerði Fyrrverandi forstjóri Olís, Þóröur Ásgeirsson, hefur látið afstörfum hjá fyrirtœkinu. Stjórnandiþess er eig- andinn, ÓliKr. Sigurðsson. Hann hefursetið tólfdaga í forstjórastóli. Hefur honum tekist að sannfœra við- skiptabanka fyrirtœkisins um það — íbili a.m.k. — að þœr aðgerðir sem hann hyggst grípa til í því skyni að rétta fyrirtœkið við séu bankanum þóknanlegar. ENDURSKIPU- LAGNING OLÍS Óli Kr. Sigurðsson hefur lagt á það áherslu í fjölmiðlum, að Olís sé ekki lánastofnun, heldur fyrir- tæki í olíuviðskiptum og að þann- ig muni hann reka það. Þessum skilaboðum kom hann til banka- stjóra Landsbankans og þeirra við- skiptamanna Olís, sem skulda fé- laginu mest fé. Hann gaf einnig í skyn opinberlega, að hann hygðist skera á þau hagsmunatengsl sem verið hafa á milli Olís, útgerðarfyr- irtækja og Landsbanka Islands. Olís hefur þegar hafið viðræður við nokkur útgerðarfyrirtæki og hafa þær viðræður þegar skilað nokkrum árangri. Innstreymi fjár frá útgerð til olíufélags og frá olíu- félagi til banka hefur aukist — og bankastjórar Landsbanka eru ánægðir með þessa þróun. Heimildir HP í fjármálaheimin- um telja, að bankinn muni ekki grípa til beinna aðgerða gegn Olís, eða reyna að bregða fæti fyrir hinn nýja eiganda strax. Menn undirstrika hins vegar, að einn bankastjóra Landsbankans, Jónas Haralz, hafi lýst þeirri skoðun sinni í viðtali við fjölmiðla, að hlutafé Olís verði að aukast. Benda menn á þetta til undirstrik- unar því, að Óli Kr. Sigurðsson geti lent í útistöðum við bankann, ef hann standi ekki við þær áætlanir sem hann hefur lagt fyrir banka- stjórana. Vandi stjórnenda bankans í við- skiptum hans við Olís er hins vegar sá, eins og bent hefur verið á, að verulegan hluta vandræða Olís má rekja til beinna og óbeinna afskipta Landsbanka af rekstri fyrirtækisins. Telja heimild- armenn HP í fjármálaheiminum, að bankinn sé alls ekki í stöðu til að setja fyrirtækinu afarkosti, eins og hann gerði e.t.v. ella. Endurskipulagning Óla Kr. Sig- urðssonar beinist í fyrsta lagi að því að laga stöðu fyrirtækis við banka og ná inn skuldum. í öðru lagi, að gjörbylta rekstri Olís. Brotthvarf Pórðar Ásgeirssonar er einn þáttur í þeirri viðleitni. Þá hefur verið nefnt að hann hyggist selja Hafnarstræti 5 og 21, jarðir á Reykjanesi og flytja skrif- stofur Olís í „skúrana í Laugar- nesi“, þar sem fyrirtækið á nokkr- ar eignir. Hlutabréf Olís í fyrirtækj- um, sem ekki koma rekstri' fyrir- tækisins við verða sömuleiðis seld. Má t.d. gera ráð fyrir því að hlutabréf þau sem Olís eignaðist í Granda h.f. vegna olíuskulda ís- bjarnarins verði seld — ef kaup- andi finnst! GREMJA OG UNDRUN í fjármálaheiminum er ríkjandi nokkur undrun vegna kaupa Óla S. á Olís. Eftirá þykjast menn sjá mikla möguleika í fyrirtækinu og að það megi auðveldlega endur- reisa. Er talið að hlutabréf Olís hafi þegar hækkað umtalsvert í verði og að eigandi þeirra geti selt þau — eftir tólf daga — með gríðarleg- um hagnaði. En það vakir ekki fyrir Óla Kr. Sigurðssyni. Hann hyggst gera Olís að sterku fyrir- tæki, sem getur veitt hinum olíufé- lögunum verðuga samkeppni. Nokkurar gremju gætir meðal sumra hluthafa hinna olíufélag- anna, Esso og Skeljungs, yfir því að nú mun samkeppni í olíuversl- un aftur aukast. Þá mun einnig gæta nokkurar óánægju með það, að Landsbanki og Skeljungur skuli hafa haldið þannig á málum, að Olís lenti í höndum öflugs athafna- manns, en ekki inní kompaníi við Skeljung, sem hefði gert það félag viðlíka sterkt og Esso, sem hefur stærsta hlutdeild í markaðinum. Telja sumir að Skeljungur hafi gert taktísk mistök að bjóða ekki hærra verð fyrir Olís, enda þótt eignir þess nýttust Skeljungi ekki til fulls. Þá hefur HP heimildir fyrir því að ýmsir fjársterkir aðilar í þjóð- félaginu nagi sig í handarbökin eftir að menn uppgötvuðu það hvernig Óli Kr. Sigurðsson eignað- ist fyrirtækið. Áttuðu menn sig ekki á því, að peningapólitísk staða Olís gagnvart Landsbankan- um var sterk og að eignir fyrir- tækisins í rekstri eru verðmætari en þær voru í augum Skeljungs, sem hafði enga þörf fyrir eignir Olís. Bankastjórar Landsbanka hafa enda þegar veitt fyrirtækinu bankaábyrgðir vegna olíukaupa. Það bendir því ekkert til annars en Óli Kr. Sigurðsson hafi með kaup- um hlutabréfanna í Olís „gert kaup aldarinnar" í íslensku við- skiptalífi. ÖÐRUVÍSI FORSTJORI Forystumenn stórfyrirtækja hafa stundum verið nefndir „kokkteildrengir atvinnulífsins". Menn sem taka há laun, berast á og leggja hugmyndaflug sitt í ytri umbúnað. Olís verður ekki stjórn- að þannig undir forystu Óla S. Á starfsmannafundi í fyrirtækinu mun hann hafa upplýst, að hann hygðist ekki taka risnu frá fyrir- tækinu, eða taka sér laun frá því fyrr en gengið hefði verið frá skuldum og fyrirtækið komið á réttan kjöl. Sagði einn starfs- manna á bensínsölu Olís í Reykja- vík: „Hann borgar sitt bensín sjálf- ur drengurinn, eins og hver annar, og það er góðs viti.“ Ýmislegt þykir benda til þess, að Óli muni stjórna fyrirtækinu í næstu framtíð og ekki ráða sér sér- stakan forstjóra. Hann mun ætla að draga verulega úr yfirbyggingu fyrirtækisins, fækka fólki þar sem hann telur að of margir séu starf- andi, en bæta við þar sem skortur er á mannskap. LÆKKAR HANN BENSÍNVERÐ? Um það bil helmingur olíuinn- flutnings til landsins er bundinn af viðskiptasamningum við Sovét- menn. Munu öll olíufélögin vera skuldbundin til að kaupa af Rúss- um. Innkaupsverðið er það sama. Kostnaður svipaður — og verðið eins. OIís getur því ekki, þrátt fyrir yfirlýsingu Óla Kr. um að hann vilji kaupa ódýrt inn og selja ódýrt, boðið betra verð í verslun með þetta eldsneyti. Möguleikar fyrirtækisins liggja hins vegar í viðskiptum við sjálfstæða, smáa, olíumiðlara í Evrópu. Olíumiðlar- ar þessir hafa margir hverjir orðið býsna sterkir í olíuviðskiptum hin síðari ár. í gegnum þá má oft kaupa inn olíu á lægra verði en gerist í viðskiptum við stóru olíu- félögin, sem bæði eru svifaseinni í sínum viðskiptum og háðari háu verðlagi afurðanna. Hafa mörg smærri olíufélög í Norður-Evrópu stundað viðskipti af þessu tagi og getað boðið bensín og olíur við lægra verði, en einhverjar „systr- anna sjö“, eins og stóru olíufélögin eru nefnd. Eina vandamál Olís í þessu sam- bandi er fjarlægðin frá sölumark- aðinum í Evrópu og þar af leiðandi flutningavandamál. Miðað við út- litið í rekstri Olís er vafasamt, að nýr eigandi láti þetta vandamál þvælast fyrir sér. Olíuflutninga- skip eru mörg í Evrópu og van- nýtt. Ekki er óhugsandi að „krafta- verkamaðurinn" komist að þeirri niðurstöðu að það geti borgað sig • að flytja inn bensín og olíur sjálfur, þ.e.a.s. þann hluta sem ekki kemur beint frá Sovét. Á tíu dögum hefur Olís tekist að laga stöðu sína gagnvart Lands- banka íslands. Fyrirhugaðar eru miklar breytingar á rekstri fyrir- tækisins — og samkvæmt áreiðan- legum heimildum hefur bensín- salan á Reykjavíkursvæðinu tekið kipp uppávið. Allt lofar þetta góðu fyrir fyrirtækið. Viðleitni Olís til að þvinga verðið niður á bensíni og olíu gæti gert fyrirtækið að stórveldi á markaðinum. Lægra bensínverð þýðir fleiri kúnna. 40 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.