Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 42

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 42
Hugleiöingar um hlutverk djöfulsins í vitund íslendinga fyrr og nú Árni Björnsson þjóöháttafræðingur: „Eft- ir því sem ég kemst næst felst sérstaða fs- lenska djöfulsins eins og hann er útmál- aður í þjóðsögunum f þvl hversu strang- heiðarlegur hann er... ( heild er hann eig- inlega hálfkynlaust viðrini." Heimir Pálsson bókmenntafræðingur: „Ég er sannfærður um að sama hug- myndin liggur til grundvallar f virkilega sanntrúuðum sálmi og í hefðbundinni glæpasögu. Við þurfum einhvern veginn vernd og erum að leita að henni." Nfna Björk Árnadóttir rithöfundur: „Ég halla mér mest að Marfu mey og hinu góða. En á vissum augnablikum hef ég fundiö að það er enginn vandi að kalla á hið illa." Ofsóknir nafngreindra manna og annarra sem „gœta nafnleyndar af skynsamlegum ástœðum“ á hendur HP hafa mjög færst í vöxt undanfarna mánuöi í Velvakanda og víðar. Þar eru blaðamenn HP gjarnan útmálaðir sem afbrigðileg hrekkjusvín hverra fórnarlömb liggi „lúskruð út um allan bœ hjálparlaus og óvernduðAðrir hafa aftur á móti skrifað lesendabréf og þakkað HPfyrir að þora að berj- astgegn „spillingaröflunum sem tröllríði þessari þjóð‘\ gegn mönn- um sem stunda „þokkalega myrkraiðju“ og klykkja þá gjarnan út meö hvatningarorðum á borð við þessi: „Látið hvergi deigan síga gott fólk við að svœla út úr grenjunum. Árásirnar á ykkur munu fara hraðvaxandi en það mun aðeins eflaykkur um allan helming. Hafið til marks að meðan spillingaröflin öskra hátt og mikið þá eruð þið á réttri leið." Við þetta bœtist að sértrúarsöfnuðirýmsir eru farnir að biðja fyrir og blessa sum „fórnarlömb“ blaðsins sem þeir telja að sœtt hafi ómaklegum ofsóknum eins og berlega kom í Ijós varðandi Albert Guðmundsson og fjölskyldu hans fyrir prófkjör Sjálfstœðisflokksins í haust. En nema von að manni detti djöfullinn í hug? I dœmunum hérað ofan er HP lýst annars vegar sem flœrðarfullum fjanda sem ofsækir saklaust fólk, en hins vegar krossbera sannleika og réttlœtis gegn flœrð, slœgð og spillingu. Þarna er hin kristna tvíhyggja lifandi komin, bara skondið að sama apparatið, HP, skuli ýmist gegna hlut- verki góðs guðs eða andskota hans. Þessi staðreynd varð tilefni eftirfarandi vangaveltna um hlutverk djöfulsins í vitund íslendinga fyrr og nú og er réttt að upplýsa það strax að ýmislegt bendir til að ríki hans hafi aldrei orðið jafn máttugt hér norður undir pólnum og t.a.m. annars staöar í Evrópu. Þessi tvíhyggja, hin eilífa barátta góðs og ills, fyrirfinnst í öllum helstu trúarbrögðum heims, fornum trúar- brögðum Persa, til dæmis. Það vek- ur því athygli að heiðnin byggðist mestmegnis á einhyggju. Óðinn var náttúrulega ekkert góður guð, að hálfu leyti vondur: siðspilltur, svik- ull og prettvís, enda fóstbróðir Loka sem að sínu leyti var ekki al- vondur heldur. Hann fann upp netið og hvaðeina. Það er því ekki fyrr en með kristninni að hinn hreini dúal- ismi, hin hreina tvískipting á milli hins illa og hins góða kemur fram hérlendis. Sköpunarsaga Gamla testament- isins birtir hið illa sem einhvers kon- ar aðskota- eða sníkjudýr á sköpun- arverki guðs, höggorminn sem eitr- ar út frá sér, án þess að þar sé nánar sagt til um uppruna þess. Og í öðr- um ritum biblíunnar gægist þessi höfuðógn guðs og manna víða fram. Þar er óvinurinn nefndur Satan, for- ingi hinna illu anda og margoft vitn- að til skemmdarverka hans og freistinga og stór hluti kraftaverka Jesú fólst í að reka illa anda úr mönnum. EILÍF ÁTÖK GÓÐS OG ILLS Þótt krossfestingin hafi bundið enda á jarðlíf Jesú hélt barátta hans við veldi hins illa áfram. En sann- færingin um að hið góða muni ávallt geta sigrað hið illa er í raun undir- staða kristinnar trúar og kemur einkar skýrt fram í frásögnum mið- alda af viðureign manna við djöful- inn. Þar fer sá sem trúir undantekn- ingarlaust með sigur af hólmi, enda þótt andstæðingurinn sé gerður eins ógnvænlegur og frekast er unnt. í sögum af helgum mönnum birtist djöfullinn gjarnan í líki viðbjóðsleg- ustu og grimmustu villidýra, dreka og eiturkvikinda. í trúboði miðalda- kirkjunnar renna djöfullinn og heiðnin reyndar saman í eitt og djöfsa er oft lýst með ýmsum per- sónueinkennum þeirra Óðins og Þórs. í grein sem Halla Kjartansdóttir skrifar í síðasta tölublað Mímis, Eg sá satan af himnum sem eldingu, fjallar hún um djöfulinn í boðun og bókmenntum miðaldakirkjunnar. Þessi íslensku rit eru samin að evr- ópskri fyrirmynd, og er þar annars vegar um að ræða sögur af helgum mönnum (helgisögur) og hins vegar kristilegar dœmisögur. Þar segir Halla meðal annars: „Söguhetjur helgisagnanna sem alltaf bera sigur úr býtum eru að þessu leyti náskyldar söguhetjum ævintýranna, sem oft þurfa að heyja harða baráttu við illræmdar verur annars heims, en sigra þó ávallt að lokum með hjálp góðra vætta. Þar, eins og í helgisögunum, er tryggður sigur hins góða yfir hinu illa. Helgi- sögurnar endurspegla eins og ævin- týrin togstreitu góðs og iils, sem á sér stað innra með manninum og í umhverfi hans enda þótt í helgisög- unum sé djöfullinn eini fulltrúi ails hins illa meðan ævintýrin birta fjöl- marga fulltrúa þess. Ævintýrin hafa lifað í hugarheimi manna mun leng- ur en kristin trú og að baki þeim virðist búa rík mannleg þörf fyrir að trúa því að hið góða muni ávallt geta sigrað hið illa, enda þótt til þess kunni að þurfa yfirnáttúrulegan kraft. Kristin trú byggir á þessari sömu þörf, og segja má að þar hafi þörfin umbreyst í trúarvissu." í lok greinar sinnar segir Halla: „En þrátt fyrir það að þessar frá- sagnir birti ótvíræðan sigur trúar- innar er djöfullinn þar aldrei endan- lega sigraður. Hann sprettur alltaf upp að nýju, reynir nýja árás, tekur á sig breytta mynd, ginnir menn og ærir... Og miðaldakirkjan hlóð undir þessar þversagnir með því að boða öruggan sigur hins góða um leið og hún ógnaði stöðugt með veldi hins illa.“ DJÖFULLINN SNAR- LIFANDI I' PREDIKUNUM. . . Kaþólsk trú er mjög mannúðleg að þessu leyti: ef þú iðrast synda þinna og trúir fyrir rest ertu hólp- inn. En eftir siðaskiptin kom annað hljóð í strokkinn. Samkvæmt lúterskum rétttrún- aði var óhlýðni við yfirboðara, ver- aldlega jafnt sem andlega, einhver versta synd sem þú gast drýgt. Og þrátt fyrir dyggðugt líferni gastu engan veginn verið viss um að öðl- ast himnaríkisvist, svo var útvaln- ingarkenningunni um að kenna. Það var ekki fyrr en með hinu stranga siðaboði rétttrúnaðarins að margir fóru að sjá djöfulinn í hverju horni, enda lögðu prestar á hann ríka áherslu í predikunum sínum. Þetta kemur t.d. vel í ljós í Djöflastefnu séra Jóns Dadasonar frá 17. öld. Sú hugmynd gengur út á að hægt sé að stefna djöflinum fyrir dóm. Þarna verður manni Ijósast hvað hann er áþreifanlegur veruleiki, þetta er snarlifandi maður sem hægt er að tala við, en ekki persónugervingur hins illa. í stefnu sinni segir séra Jón meðal annars: Því viltu, fjandinn, freista mín, flárádur mjög med svikin þín, eöa veistu ekki af þessu: Kvinnunnar sœöi son guös er, sundur skal mola haus í þér, sittu á kvala sessu, þar sért þú œ um aldurs tíö, aldrei linni þin kvöl né hríö, sóttir þú þennan sigur í stríö. En þrátt fyrir þessa ströngu pre- dikun er eins og íslendingar hafi ekki verið eins ginnkeyptir fyrir hel- vítisboðskapnum og flestar aðrar Evrópuþjóðir. Langflestar þjóðsög- urnar um kölska renna stoðum und- ’ ir þá kenningu, en þjóðsögur eru í eðli sínu tilraun alþýðunnar til að sætta sig við ýmislegt óþægilegt í til- verunni. íslensku sögurnar af við- skiptum manna, ekki síst Sæmund- ar fróða, við kölska ganga fiestar út á að gera hann óskaðlegan. Um þetta fórust Árna Björnssyni þjóð- háttafræðingi svo orð í samtali við HP: 42 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.