Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 47

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR * A undan stormi logn Spámaöur HP lofaði því síðast að standa sig spámanna best um helg- ina sem framundan var og stóð við það. Glæsilegir 9 réttir náðust (eins og hjá Degi reyndar) á meðan topp- miðillinn Bylgjan náði aðeins 7. Ur- slitum réði hárnákvæm spá um út- komu leiks Manc. Utd. og Totten- hams á sunnudag. Bylgjan heldur enn forystu eftir 11 umferðir með 70 rétta, en fast á hæla þarlendra kemur spámaður HP með fíSrétta. Þá koma Morgunblað- ið og Dagur með 67 og DV og RÚV með 66 en loks Þjóðviljinn með 65 og Tíminn með 64. Meðaltal efsta spámanns er því 6.36 réttir, en þess neðsta 5.82 og hefur heldur dregið saman með spámönnum síðustu vikurnar. Fyrir síðustu leikhelgi var Alþýðublaðið komið með nokkra forystu í mini-keppninni við HP eða 56:53. Nú sigraði HP hins vegar 9:6 og staðan því orðin jöfn og spenn- andi 62:62 eftir 10 umferðir. Næsta umferð er í erfiðari kantin- um. Enginn leikur getur talist afger- andi öruggur. Meðfylgjandi niður- staða fékkst þó eftir ærið erfiði og hefðu aukamerkin mátt vera 12 en ekki 6! -FÞG Leikir 13. desember 1986 1 X 2 1 Aston Villa - Man. Unlted 2 Luton - Everton 3 Man. City • Wost Ham I • ! • 4 Nowcastle - Nott’m Forest 5 Norwich - Arsenal 6 O.P.R. - Charlton X • • L 7 Southampton - Covontry 8 Tottenham - Watlord 9 Wiinbledon - Sheffield Wed. 1 l Xj • 10 Blackbum - Oldham 11 Plymouth - Derby 12 Sheffield Utd. - Portsmouth 2. r X FRÉTTAPÓSTUR Eldur í Hofsjökli Eldur kom upp í flutningaskipinu Hofsjökli þegar það var statt skammt undan Grænlandi um sl. mánaðamót. Skip- verjar óttuðust að um skemmdarverk gæti verið að ræða, en rannsókn leiddi síðan í ljós að skammhlaup hafði orðið i raf- geymi bifreiðar um borð og olli það eldinum. Áfengi í lausavikt Við tollskoðun um borð i Skeiðsfossi fundu tollverðir um 130 litra af vodka, sem dælt hafði verið í hola burðarsúlu við miðmastur skipsins. Ekki er vitaö til að áfengi hafi áður ver- ið smyglað til landsins i lausavikt. Kjarasamningar undirritaðir: átak í þágu þeirra lægst launuðu Á laugardag var undirritaður kjarasamningur ASÍ, VSÍ og Vinnumálasambandsins og gildir hann til ársloka 1987. Var með honum gert átak í þágu þeirra lægst launuðu, en al- menn lágmarkslaun hækka úr rúmlega 19 þúsund krónum í 26.500 frá 1. desember að telja. í lok samningstimabilsins verða lágmarkslaun orðin 28 þúsund, en 36.800 hjá iðnað- armönnum. Samningsaðilar telja að kaupmáttur verði með þessu meiri en verið hefur um langt árabil og að lægst laun- aða fólkinu sé nú bætt það sem hinir hærra launuðu hafa fengið með sérhækkunum og yfirborgunum á undanförn- um árum. Hluti fastra launa fiskvinnslufólks er aukinn á kostnað bónusgreiðslna og til stendur að umbylta þvi taxtakerfi, sem á undanförnum árum hefur verið farið eftir. Einnig er gert ráð fyrir því í kjarasamningnum, að staðgreiðslukerfi skatta verði tekið upp á íslandi árið 1988, þannig að næsta ár ætti að geta orðið ,,skattlaust“. Ljóst er því að ríkisvaldið er lykilaðili í þessum samningum, eins og febrúarsamning- unum fyrr á árinu. Einnig er það grundvallaratriði til þess að kjarasamningurinn nýtist fólki i lægstu launaflokkun- um, að ekki komi til launaskrið í kjölfar hans. Fylgi krata stöðugt DV birti á þriðjudag niðurstöður skoðanakönnunar blaðs- ins. Voru þær mjög á sömu lund og niðurstöður könnunar HP i síðustu viku. Alþýðuflokkurinn er enn í stöðugri sókn og nálgast óðfluga fylgi Sjálfstæðisflokksins. Er krötum spáð 17 þingmönnum i skoðanakönnun DV, sjálfstæðis- mönnum 23, Framsóknarflokki H, Alþýðubandalagi 8 og Samtökum um kvennalista 4. Samkvæmt niðurstöðum- þessarar könnunar, tekst framsóknarmönnum með naum- indum að koma þingmanni inn í höfuðborginni. Breytingar á bankakerfinu Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri, varpaði fram nýrri hugmynd í sambandi við framtíð Útvegsbankans í viðtali við Morgunblaðið. Þar telur Seðlabankastjóri það koma til greina, að sameina Samvinnubanka, Alþýðubanka, innláns- deildir kaupfélaganna, Útvegsbanka Islands og Búnaðar- banka íslands og gera úr þessum stofnunum hlutafélags- banka. í ljósi fyrri tillagna Seðlabanka íslands um samein- ingu Iðnaðarbanka, Verslunarbanka og Útvegsbanka er hér um mikla viðhorfsbreytingu að ræða. Fréttapunktar • Bekstur Arnarflugs er mjög þungur og erfiður um þessar mundir, að sögn Harðar Einarssonar, stjórnarformanns, en nýverið sótti félagið um leyfi til að stofna sérstakt dótturfyr- irtæki til rekstrar innanlandsflugsins. • Breska söngkonan Bonnie Tyler hélt tónleika í Reykjavík um síðustu helgi og var vel fagnað af á fjórða þúsund áhorf- endum. • Opnað hefur verið myntsafn á vegum Þjóðminjasafnsins og Seðlabankans í minningu dr. Kristjáns Eldjárns, fyrrver- andi forseta íslands. • Þórður Friðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, hefur verið settur forstjóri Þjóðhagsstofnunar frá 1. janúar. • Ólöf Ananíasdóttir, 29 ára ekkja og þriggja barna móðir á Akureyri, hlaut fyrsta lottóvinninginn á íslandi, 3,2 millj- ónir króna. • Bæði Árni Gunnarsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, og Kol- brún Jónsdóttir, þingmaður, gefa kost á sór í 1. sæti fram- boðslista Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, en prófkjör mun fara fram í janúar. • Margrét Frimannsdóttir, oddviti á Stokkseyri, skipar efsta sæti framboðslista Alþýðubandalagsins á Suðurlandi samkvæmt ákvörðun kjördæmisþings í framhaldi af forvali flokksins. • Pieassostyttan, sem ekkja listamannsins gaf forseta ís- lands fyrir nokkrum mánuðum, er komin til landsins og verður geymd í f járhirslum Seðlabankans þar til henni hef- ur verið fundinn tryggur samastaður. • Ólafur Laufdal hefur tekið Hótel Akureyri á leigu, en hann keypti Sjallann á Akureyri fyrir skemmstu. • Deilan um Borgarspítalann stendur enn og hefur málið m.a. valdið erjum innan raða sjálfstæðismanna, þar sem menn greinir á um það hvort sjúkrahúsið eiga að falla undir ríkisrekstur eður ei. • Karvel Pálmason varð í fyrsta sæti í prófkjöri krata á Vest- fjörðum, en Sighvatur Björgvinsson lenti í öðru sæti. Andlát Látin er í Washington frú Ágústa Thors, ekkja Thors Thors fyrrum sendiherra. Emil Jónsson, fyrrverandi forsætisráðherra, lést í Hafnar- firði um sl. mánaðamót. Jarðarför hans fór fram þann 9. desember á kostnað islenska ríkisins. * Jóladtíkar, stjakar, * Handklæði,____ bómullardúkar, ' Samstætt efni í Saumum eftir máli. Mjög fallegir tilbúnir fyrir börn. Tilbúin sniðin ódýr gjöf. Mikið úrval af t.d. könnur, j munnþurrkurí kerti Munið munnþurrkur, gardínur, kerti svuntur og tuskudúkkur. ’ sænguryerasett, handofnir Júðar og mottur. ‘PPi, púða og gardínur. blúndukragar og svuntur myndaefni í svuntur, falleg og smávöru þarsem allt ersamstætt glos, diskamottur, vasar, nýju glæsiiegu vógue-búðina í Mjóddinni! Gleðileg jól! búðirnar 1 I^r7/ / HELGARPOSTURINN 47

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.