Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 48

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 48
F lugkonungurinn Luxem- burg, Birkir Baldvinsson, hefur látið til skarar skríða á íslandi á nýj- an leik. í þetta skipti hefur hann keypt alla efstu hæðina á Lágmúla 7. Þessi hæð gengur yfirleitt undir nafninu „penthouse" og hefur verið í byggingu fyrir Arnarflug sem rek- ur fyrirtæki í sama húsi. Flugfélagið á sjöttu hæðina og hefur leigt fimmtu hæðina undir markaðsdeild og fleira en hugðist losa þá hæð og flytja starfsemina upp í efstu hæð- ina nýbyggðu en nú hefur Birkir sem sagt skorist í leikinn. Birkir mun ennfremur hafa ráðið frænda sinn, Baldvin Ómar Magnússon, fyrrum útibússtjóra Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis á Sel- tjarnarnesi, til starfa hjá sér. Þá hef- ur Birkir keypt hluta af Hagkaups- húsinu eins og frægt er orðið, og hefur einnig verið í samvinnu við Arngrím Jóhannsson, fyrrum flugstjóra hjá Arnarflugi, varð- andi rekstur nýs flugfélags, Air Atlanta, sem skrásett er til heimilis á Reykjavíkurflugvelli og er systur- fyrirtæki Flugskólans. Þá mun ensk- ur flugmiðlari, Mike Asher að nafni, vera tengdur fyrirhuguðum rekstri Air Atlanta en fyrirtækið er enn ekki komið í loftið. En það er greinilegt að Birkir Baldvinsson ætl- ar sér að lenda á íslandi. .. ramkvæmdastjóri Pennans, Hannes Guðmundsson, mun láta af störfum í febrúarbyrjun á næsta ári. Hyggst Hannes veita nýju starfs- sviði hjá Securitas forstöðu. Efrmað- ur Hannesar hjá Pennanum verður Jens Pétur Hjaltested sem verið hefur framkvæmdastjóri hjá Útflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins. Hannes getur skilið við fyrirtækið og unað glaður við sitt: A tíma hans hefur Penninn tekið stórstökk fram á við, og m.a. fjárfest í nýja Hagkaupshús- inu og húsnæði í Mjóddinni og aukið umsvifin að miklum mun... hið iaf‘t'sív*®£\it\u“ jói'U- + desert VEITINGAMADURIN'4 Sími 68 68 80 Afgreiöslustaöir Hraðbankans eru á eftirtöldum stöðum: Ekkert eyðublað í tékkheninu og öll helgin framundan „Blessaður vertu, - kveiktu á perunni. Farðu í næsta Hraðbanka og taktu reiðufé út af tékkareikningnum þínum, þú getur tekið út allt að 10 þúsund krónum. Ekkert mál. • Borgarspítalanum • Landsbankanum Breiðholti • Landsbankanum Akureyri Landspltalanum « Búnaðarbankanum, aðalbanka Búnaðarbankanum viö Hlemm Búnaðarbankanum Garðabæ - Sparisjóði Vélstjóra Samvinnubankanum Háaleitisbraut Útvegsbankanum Hafnarfiröi Sparisjóði Reykjavfkur og nágrennis, Skólavörðustíg Sparisjóði Keflavfkur Landsbankanum, aðalbanka. Dli HRADBANKANN! Leiðbeiningabæklingar iiggja frammi hjá öllum aðildarbönkunum wmm 48 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.