Alþýðublaðið - 22.03.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.03.1920, Blaðsíða 2
2 ALf>fÐUBL AÐIÐ Jk.lpyövíl>lsíöiö er ódýrasta, fjölbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kanpið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess yerið. Hslanðsbankatnálið. Við 2. umræðu Nd. Alþingis um óinnleysanleik íslandsbankaseðla og útflutningsbann á gulli skoraði þm. Borgfirðinga, Pétur Ottesen, ástjórn- ina að skipa nefnd til þess að rann- saka kæruatriði þau á hendur ís- landsbanka, sem Jón Dúason, cand. polit., hafði sent Alþingi. Enn hefir ekki heyrst, að stjórnin ætli að verða við þessari áskorun. Aftur á móti hafði forsætisráðherra látið þess getið í þinglok, að bankaráðið mundi rannsaka málið. í>að er nú í sjálfu sér ekki nema sjálfaagt, nema það eigi að skilja svo, að rannsóknin eigi ekki að vera önnur. Í>ví þó að í bankaráðinu sé viður- kendir sómamenn, þá virðist það óviðeigandi, ef að þeir eiga að sitja dóm í eigin máli. Sé nefnilega um misfellur hjá bankanum að ræða, þá snertir það einnig banka- ráðið, sem er sett og launað af ríkinu, til þess að gætahagsmuna þess, en hefir þó yfirsést og sam- þykt ýmislegt, sem það átti aldrei að samþykkja. Það virðist sjálfsögð skylda gagn- vart þjóðinni, ríkinu og rikissjóði að setja sérstaka, eiðsvarna nefnd manna til þess að rannsaka málið; nefnd óháðra manna, er cngínn• grunur um hlutdrægni gæti fallið á. Slík nefnd gæti t. d. verið þannig skipuð, að í henni sætu 2 banka- fróðir menn (ef til vill lærðir hag- fræðingar), 2 lögfræðingar og 1 maður reikningsfróður. Einnig virð- ist nauðsynlegt að kalla Jón Dúa- son heim, til þess að standa fyrir máli sínu hjá þessari nefnd. Pukur virðist vera mjög ósæmilegt í öðru eins máli og þessu, þar sem maður með háskólaprófi í bankafræði á- kærir aðalpeningastofnun landsins, — því það er íslandsbanki, þótt útlend eign sé — fyrir að draga stórfé af ríkissjóði og brjóta ýmis skilyiði, sem landið og lögin hafa sett henni, en ákæran lögð fyrir sjálft Alþingi. Borgari. Pýzka l>ylting-in. Skeyti það, er hér fer á eftir, barst hingað á laugardagskvöld, en er þó eldra en skeyti þau, er birt voru í blaðinu á laugardag: Khöfn 20. marz. Símað er frá Berlín, að blóð- ugar orustur séu háðar á götum borgarinnar og að hersveitir Kapps reyni að kæfa allan mótþróa í blóði. Bretar og Frakkar neita að viður- kenna Kapps-stjórnina, og hóta að svifta Þjóðverja öllum fjárstyrk. Hindenburg krefst þess, að Kapp leggi niður völdin. Frá Stuttgart er símað, að ríkis- stjórnin þverneiti að eiga nokkra samninga við Kapp, og að stjórn- arherinn hafi tekið Hamborg aftur. Lausafregn segir, að Kapp sé flúinn frá Berlín. ,Kommúnista“ [þ. e. bolsivika]- bylting er talin yfirvofandi í Þýzka- landi. Erlend mynt. Khöfn 20. marz. Sænskar krónur(lOO) — kr. 116.75 Norskar krónur (100)—kr. 103.50 Þýzk mörk (100) — kr. 8.00 Pund sterling (1) —kr. 21.36 Ðollars (1) —r kr. 5.72 Dm dagii og vegii. Teðrið í dag. Reykjavík, — Y, hiti -f-0,8. ísafjörður, vantar. Akureyri, — SSV, hiti -3-1,0. Seyðisfjörður,— NV, hiti -3-0,1. Grímsstaðir, — SV, hiti -3-5,0. Þórsh., Færeyjar, — VNV, hiti 5,2. Stóru stafirnir merkja áttina, -3- þýðir frost. Loftvog lægst fyrir norðan og norðaustan ísland, alstaðar stíg- andi. Vestlæg átt. Stærsti vindhaninn í bænum hefir nýskeð verið festur upp á hús það, er veðurathugunarstöðin er í, við Skólavörðustíg. • Hb. Lottie er nýkominn norð- an frá Akureysi til Hafnarfjarðar. Hafði engan póst. Inflúenzan breiðist út jafnt og þétt, og virðist heldur fara vax- andi. Hún er enn þá væg í flest- um tilfellum. Porstelnn Gnðmnndsson yfir- fiskimatsmaður lézt í gærmorgun úr hjartaslagi eftir skamma legu. Morgunblaðið í „sanðarklæð- nm“! Nýskeð stóð þessi fyrirsögn með stóru letri í Morgunblaðinu: „Úlfur i sauðarklæðum“(!!!) Gam- an væri að vita, hvenær sauðir fóru að ganga í „klæðum“ ög hver væri helzti „sauðaklæðskerinn*. Til er saga, sem heitir: „Úlfur í sauðargæru". Kannske Mgbl. hafi átt við það, en haldið að það væri „fínna“, að kalla gæruna „klæði“? Sér eru nú hver ósköpint 'i. Vísir og socialisminn. í Víst í gærdag er sagt frá því, að „Þjóð- verjar hafi löngum verið fráhverfir socialisma*(!!l) Vel fylgst með sög- unni þar í sveit! Lansar kennarastöðnr. Skóla- stjórastaðan við Akureyrarbarna- skóla, ásamt fjórum kennarastöð- um, er auglýst laus. Umsóknar- frestur til 15. júní. Séra Isgeir Isgeirsson sókn- arprestur í Helgafellsprestakalli var 17. þ. m. skipaður sóknarprestur í Hvammsprestakalli í Dalaprófasts- dæmi. Kveikt heflr nú aftur verið á Bjarnareyjarvita. Meinleg prentvilla hafði slæðst inn í greinina um Áhrif hafnbanns- ins. Stóð þar 1100 gr., en átti að vera 400. Vinkonur. „Eg imynda mér að nokkrir karlmenn verði óhamingju- samir, ef eg gifti mig“. „O, vertu ekki að gera að gamni þínu, — þú giftist aldrei nema einum“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.