Alþýðublaðið - 22.04.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.04.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 4LÞÝÐUBL40IÐ kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla i Alpýðuhú'sinu við Hverösgötu 8 opin írá kl, 9 árd, til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9Vs—10 Va árd. og kl. 8—9 siðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálUa. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu símar). Alþlngi. MeðFB deild. Færsla kjördags. Kjördagsíærslan og frv. pað „um atkvæðagreiðslu utan kjör- staðar kjósenda við aljúngiskosn- ingar“, sem ætlað var til að sykra hana, voru bæði til 2. umr. á miðvikudaginn. Hafði Árni fram,- sögu fyrir kjördagsfærslunni, en hafði fátt fram að flytja henni til málsbóta, svo sem eðlilegt var. Jörundur tók undir með honum, en sló þó ])ann varnagla, að sam- þykt fylgifrumvarpsins væri skil- yrði fyrir fylgi sínu við sumar- kjördag. Héðinn Valdimarsson flutti breytingartill. við frv. Skyldi kjördagur vera fyrsti vetrardagur, eins og nú er, og kosning hefjast stundu fyrir hádegi, en standa yfir fuliar 12 stundir í bæjum, en þrjá daga í sveitum, Sams konar til- lögur bar Bjarni heitinn frá Vogi fran; á jringinu 1924. Lagði Héð- inn áherzlu á, að kosningar færi frarn á þeim tíma, sem flestir geta kosið og haft tíma og tækifæri til að hugsa um stjórnmál. Benti hann á, hve eindregnar óskir hafa komið fram um pað, að kjördeg- inum verði ekki breytt, og að a. m. k. f>eir, sem heima eiga við sjávarsíðuna, eru alment and- stæðir færslunni, en þær fáu raddir úr sveitum, sem verið hafa á öðru máli, eru yfirleitt komnar fram að forgöngu einstakra ping- manna. Annirr.ar séu og líka mestar á sumrin i sveitunum, og sumarkjördagur því heldur eklíi heppilégur sveitamönnum, enda hafa fáir þeirra óskað færslunnar. Þó er hún enn verri sjóþorpa- og kaupstaða-búum, sem margir eru þá á víð og dreií við atvinnui sína. Þó að fylgifrumvarpið yrði sam- þykt, kæmi það þeim að litlu gagni. Þeir væru önnum kafnir við störf sín og gætu lítið kynt sér stjórnmálin og dreifing:n hamlaði mjög þátttöku þeirra í umræðum um þau. Á þessari færslu kjördagsins myndu þeir einir ha'gnást, sem vilja sem mest- an doða í stjórnmálunum og minsta athugun kjósenda á þeim. Ef t. d. yrði kosið 1. júlí í sumar, svo sem IV2 mánuði eftir þing- slit, þá yrðu kjóssndur lítt vií- andi um gerðir einstakra þing- manr.a á þessu þingi. Nú sé heim- i’t að hara f'eiri en einn kjörstað í hreppi og sömuleiðis að fresta kjördegi vegna illveðurs, og ef tillögur sínar yrðu samþyktar, myndi það verða sveítafólki til miklu meira hagræðis en færsla kjördagsins, og konur í sveitum ættu þá miklu fremur heiman- gengt, en ef kosninguna bæri alla upp á sama daginn, þótt á sumri væri. Kjördagsfærslan kæmi lang- harðast niður á verkaíólRi við sjó- inn, og væri slík lagasetning beint stíluð gegn Alþýðuflokknum, sem að réttu lagi ætti að eiga fjórða hlutann í þinginu, en hefði vegna ranglátrar kjördæmaskipunar að eins tvo þingmenn. Megi telja luröu'egt, að þingmenn fáist til að flytja slíkt frumvarp, sem sviftir þenna hluta landsmanna íenn meir möguleikum til að haía áhrif á stjórn landsins. Jón Ól- afsson talaði einnig gegn frv. Kvað hann þá menn víðs vegar af Suðurlandi, sem hann hefði talað við um kjördagsfærsluna, andvíga henni, þar á meðal marga Rangæinga. Við - færsluna yrði kjördagurinn settur á miklu meiri annatíma, og þótt vera kynni, að bóndinn færi samt til kosninga, þá myndi hann víða verða einn síns liðs, en hitt heimafóikið sitja eftir. Færslan væri fullkomið ranglæti gegu fjolda manna, og þótt það myndi koma harðar nið- ur á öðrum en sínum flokki, þá vildi hann engan hlut þar í eiga. Um óveður á kjordegi væri það að segja, að stórrigningardagur gæti víða hamlað kjörsókn, þótt á sumri væri. Og Héðinn spurði: Hví sóttu bændur ver landskjör s. I. sumar en s. I. haust? Það liíi eftir því út fyrir, samkvæmt ■[orsendum þeirra, er færa vilja kjördaginn, að hríðarveður hafi dregið úr sumarkjörsókninni. — Tillaga Héðins um lengingu þess tíma, er kosningar standi yfir, var feld með 19 atkv. gegn 3. Síðan var frumvörpunum báðum að vísu vísað til 3. umr., en á tengilið þeirra var skorið, því að ákvæði um frestun talningar at- íivæða í 5 vikur, sem meiri hluti allshn vildi láta setja í kosninga- lögin, var felt. Þar með eru frum- vörpin orðin ósamstæð og stang- ast. Með fylgifrv. greiddu „Fram- söknar“-fIokksmenn atkvæði, Árni, J. A. J.,*M. T. og Ben. Sv., 15 alls, en hinir 13 á móti. Um tengilið- inn skiltust atkv. eins, nema M. T. og Sveinn hjálpuðu til að fella hann, og urðu þá 14 á móti hon- um, en 13 með. Þá var Hákon ekki viðstaddur. Greiðsla verkakaups. Frv. um vikulega greiðslu verkakaups vár samþykt til e. d. eins og þ.-ð varð við 2. umr. með 15 atkv. gegn 7 (nafnakall). Þess- ir greiddu atkv. gegn því: Árni, Hákon, J. Kjart., Jón á Reynistað, M. Guðm., Ól. Th. og Þórarinn. Aðrir viðstaddir dei’darmenn voru með því, nema Magnús dósent greiddi ekki atkvæði,. en þessir voru ekki við: B. Línd., J. A. J„ P. Ott., J. Guðn. og Kl. J. Laun ljósmæðra o. fl. Frv .um bætt launakjör ljós- mæðra var fyrst gert smátækara að tillögu meiri hluta fjárhags- nefndar, en síðan felt með 14 atkv. gegn 13. Þessir vildu ekki bæta launakjör þeirra: Árni, H. Stef., Ingólfur, J. A. J„ J. Kjart, Jón á Reynistað, Klemenz, M. Guðm., ÓI. Th„ P. Ott., P. Þ., Sigurj., Sveinn og Þórarinn. Hinir greiddu atkv. með frv.; þó sagði Hákon: „Til 3.“ (umr.). J. Guðn. var ekki við. Frv. um notkun bifreiða, trygg- ari skoðun þeirra og hækkun tryggingarfjár til bóta fyrir slys eða tjón af völdum bifreiða, var ti! einnar umr. Gekk n. d. að breytingu þeirri, er e. d. hafði gert á frv„ að slysatryggingar- upphæð hvers einstaks bifreiða- eiganda eða félags þurfi ekki að vera hærri en 45 þúsund kr„ og var frv. afgreitt sem lög, — ein af sárfáum gagnlegum lagasetning- um þessa þings. Talsvert var rætt um fjárkláða- málið, en 3. umr. um útrýmingar- böðun síðan frestað. Einnig var byrjað á 2. umr. um nýtt strand- ferðaskip. Mælti Sveinn með því, en J. Ól. á móti, og fanst það á, að Ihaldsmenn kæra sig ekki um, að strandferðaskipum ríkisins eé fjölgað. Sfrs röelld. Eldhúsdagur. Það má telja nýlundu, að hafð- ur var á þriðjudag eldhúsdagur í þeirri deild; það hefir aldrei ver- ið fyrr og er ekki nsma eðlilegt og sjálfsagt. Lýstu stjómarand- stæðingar sökum á hendur stjórn- inni, og höíðu helzt orð fyrir þeim J. Baldv. 0g Jónas frá Hriflu, en hún og hennar menn vörðu garðinn, og var frekar, að þeim yrði svaraíátt en orðfátt. Jónas frá Hrifl.u vitti fráganginn á fjár- lögunum. Sparsemi sú, er þar kæmi fram, væri svipuðust göt- unum á kápugarmi Díógenesar spekings frá Sinope, sem stjórn- inni annars ekki væri líkjan'di við, af því að fordildin skini út um hana. t fjárlögunum kæmu ekki öll kurl til graíar; hvergi væri í þeim nefnt fé til Landsspítalans. haínar í Vestr ann xcyjum og margs annars, sem þö fyrirsjá- anlega kæmi til útgjalda á fjár- hagstímabi'inu. Fjárícgn gæfu því alveg ranga mynd af hag rik- isins, eins og hann fyrirsjáanlega yrði. Það væii bví ástæðulaust tekjuhallans vegha, að stjórnin væri að amast við smáveitingum, sem andstæðingar færi frarn á; hann kæmi jafnt fyrir þvi, enda stjórnin ekki önug, þó flokksmenn hennar fari fram á .símakorn og vegárspotta. 'Nú d a > Jónas á smíði strandvarnar: kipsins „Óð- inn“, og þótíi honum sem flestum, að hér hefði tekist hrapallegá, því 1 skipið hefði fyrir vanskapnaðar- sakir reynst manndrápsbolli. Urðu nokkrar hnippingar um það, hvar þyngdarpunktur skipsins hefði verið, sem minstu skiftir, úr því mönnum kom saman um, að hann hefði verið á vitlausum stað. Kvað hann ráðherra, svo að yrði meiri herskipsbragur á öllu, hafa sótt sér ráð danskra sjóliðsforingja, en þeir miðuðu úthafið við Katte- gat og Eyrarsund og aðra polla slíka, og hefði „Óðinn“ verið byggður með þeim sjó fyrir aug- um, ef nokkuð hafi verið hugsað. Ráð Nielsens Eimskipafélags- stjóra, sem stjórnin annars þætti' fullráðþægin við, hefði hún ekk? haftað þessu sinni. En þó margt hafi verið sagt, hefir það aldrei verið talið, að skip, sem Nielsen hafi verið viðriðinn, væri ósjó- fær. Tillaga frá Jónasi um kaup> á snjóbifreið var samþ. á þingi i fyrra. Hafði hann svo til ætlast,. að keypt væri bifreið, sem ekið gæti um snjó með bandhjólum svipað og brynreið. Það hefði ekkí verið gert, en í stað þess hefði að ráðum vegamálastjóra verið keypt ' snjómokstursbifreið, sem gerskemdi vegina. Kvaðst Jónas fá óorð af þessari bifreið, sem hann aldrei hefði beðið um. Einar Jónsson skýrði frá, að það væri. satt, að snjómokstrarbifreiðin skemdi vegina, en hins vegar þyrfti, þegar hún lenti í snjó, að. haía töluverðan mannafla til að moka frá henni; hún væri því rétt álitið mesfa þing, því hún spomaði gegn atvinnuleysi. Jónas kvaðst aldrei hafa litið á snjóbif- reiðina frá þessu sjónarmiði, en ef þetta væri rétt, vildi hann láta kaupa eitt slíkt áhald enn og hafa það í förum milli Hnífsdals og Isafjarðar til að bæta úr atvinnu- skorti, sem leiddi af því, að ís- firzku bátarnir gengju ekki til fiskjar. Hann spurðist -og fyrir um aldurstryggingarútr, ikn n a, sem stjómin hefði látið dr. ól. Daníelsson gera, err Adarn skaut skuldinni á Evu og stjómin á dr. Óláf, og þótti Jónasi ótrúlegt, að satt væri, Ekki kvaðst stjórn- in munu hugsa til leigu á strand- ferðaskipi fyrir smærri hafnir, er Jóna; spurði um það. Hann spuríi og, hvað liði rannsókn nokkurra vegarstæða á Norður- og Aust- ur-!andi, og vissi stjórnin ekkert um það Jónas vítti, að gert hefði verið við hús fv. forsrh., þegar konungur hafi verið á ferðinni, til að hann gæti búið þar, en ekki við ráðherrabústaðinn, sem samt hefði verið gert við fyrir um 30 þúsundir. Viðgerðin, sem kostað hefði 15 000 kr„ hefði verið færð með óvissum útgjöldum, og væri; Tað heldur en ekki villandi. Jónas taldi og ráðstafanir stjórnarinnar við gin- og klaufna-veikinni hafa verið af litlu viti, og svaraði stjórnin með hugleiðingum um gróður í fjahah’íðunum kring um Björgvin, sem hún kvað vera lít- inn sem engan. Jónas spurðist og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.