Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 2
ÚRJÓNSBÓK Allir jafnir „Honi soit qui mal y pense,“ sagði land- læknir og upp hóf smokkinn. En vinnufélagi minn, sem á von á fjórða barni með konu sinni í byrjun júní, lætur þil- blöðung landlæknis fara afskaplega í taug- arnar á sér. Ég stend hins vegar hnýsinn á svip að virða fyrir mér framboðslista smokk- verja í öllum regnbogans litum, úrvalsein- staklinga, blóma þjóðfélagsins og þá sem lík- legast þykir að við hin tökum okkur til fyrir- myndar. Þeir eru ýmist gleiðbrosandi eða drættir þeirra hlaðnir ofvæni; skemmtan enda á döfinni, ef marka má myndefnið, og hitt ekki síðri ástæða til fagnaðar að fá þann- ig opinberlega viðurkennt að maður heyri til hinna útvöldu. Eftir að landlæknir hafði látið þann boð- skap út ganga að hann hygðist fá landskunna einstaklinga í lið með sér til að greiða vegu smokksins, kviknaði í brjósti mér veik von um að hann kæmi ef til vill að máli við mig. Auðvitað er mér ljóst nú að þetta var fráleit óskhyggja; ég hef ekki unnið til neinnar op- inberrar viðurkenningar, hvað þá að ég hafi afrekað nokkurn skapaðan hlut á íslenskan mælikvarða, og síst fleiri rök til þess að fólk almennt kannist við mig fremur en að það kannast við Þórarin á Laugardælum. í barns- legri bjartsýni og af tómum einfeldnings- hætti vék ég þó aldrei langt frá síma í nær fjóra sólarhringa ef vildi svo til að hringt yrði í mig frá landlæknisembættinu. í fyrra skipt- ið, sem hringdi heima á þessum biðtíma mín- um, hafði ég gengið afsíðis og þrátt fyrir ótrúlega skjót viðbrögð tókst mér ekki að brjótast að símanum og lyfta tólinu fyrr en síðasta hringingin dó út. í seinna skiptið, sem hringdi heima, var ég skakkt númer. Á fimmta sólarhring neyddist ég til að kvnöia bpirri cta>5ifn«l um ojóiKan nii er ekki gjaldgengur í úrvalssveit íslenskra smokkverja. Og til allrar hamingju hef ég borið gæfu og þroska til þess að sætta mig síðan við þetta hlutskipti. Ég hugsa til þess jafnvel með nokkru stolti að ég ásamt flest- um öðrum fylli hinn stóra flokk af svonefnd- um hvunndagshetjum. Sumum kann að finnast stórt upp í sig tek- ið að jafna venjulegum, sístritandi Islending- um við hetjur, en stundum er hvunndagur hvunndagsfólks á íslandi svo hvunndagsleg- ur að hlýtur að teljast hetjudáð að halda hann út. Og ekki verður afrek hvunndags- hetjunnar minna né heidur þrautseigja hennar og andlegt þrek, þegar haft er í huga hversu oft henni gefst færi á að skyggnast neðan úr grámóskuveröld sinni yfir í heim hinna útvöldu og fá nasasjón af munaði og forréttindum þeirra. Meðal lögverndaðra forréttinda hinnar út- völdu stéttar á íslandi er að hún þarf ekki að greiða opinber gjöld af tekjum sínum. Hvunndagshetjurnar íslensku hafa dauðöf- undað blóma þjóðarinnar af þessu skattleysi og fundið oft til sárinda og réttlátrar reiði þar sem þær útpíska sjálfa sig, konu og börn í tekjuöflun sem hverfur að mestu í fjárhirslur eftir Jón Örn Marinósson manni á göngu þætti sem kraftar sínir væru á þrotum, byggi hann yfir þreki til þess að halda áfram jafnlanga leið og hann hafði lagt að baki áður en hann yrði örmagna. Hið sama virðist gilda um íslenskar hvunndags- hetjur. Það hefur verið unun að fylgjast með hvunndagshetjunum í mínum bæjarhluta eftir að tilkynnt var um skattleysisárið. Maðurinn í húsinu á móti hefur til dæmis talið tengdamóður sína aldraða á að bera út þrjú dagblöð í bítið á morgnana og keypt handa henni liðlegri hækjur í þessu skyni. Eiginkonan, sem áður dvaldist til kynningar á heimilinu að öllum jafnaði frá sjónvarps- fréttum fram í morgunútvarp, hefur stytt þessa viðveru um fjórar yfirvinnustundir, en húsbóndinn og börnin þrjú sitja uppörvuð af diskótónlist úti í bilskúr fram undir miðnætti að mylgra karrí, svörtum pipar og hvítlauks- salti í lítil glös sem tengdamóðirin raðar ofan í kassa til smásöludreifingar þegar hún er bú- in að bera út blöðin. Þetta fólk má lánsamt heita að því leyti að það sem af er skattleysisárinu hefur það búið við góða heilsu og óskert starfsþrek, en eng- inn ræður sínum næturstað eins og sagt er og rættist á konunni í kjallaranum hjá okkur, sem brást við tilkynningu um skattleysisárið með því að fá frestað til næsta árs yfirvofandi æðahnútaaðgerð en gekk svo nærri sér í tveimur aukastörfum í febrúar að með nokk- urri bjartsýni er reiknað með að hún losni af heilsuhælinu í Hveragerði um miðjan maí. Ég fylgdi henni á umferðarmiðstöðina, þeg- ar hún fór á hælið, og minnist ekki að hafa séð jafn sára depurð í svip einnar manneskju og í andliti þessarar konu þar sem hún rétti mér höndina í rútudyrunum og sagði: „Get- urðu ímyndað þér annað eins. Þetta er tæki- færi, sem maður fær einu sinni á ævinni, al- gjört skattleysi, og ég lendi inni á heilsuhæli." Mest er þó gremjan á þeim heimilum þar sem hagar svo til að annarri fyrirvinnunni var gert barn áður en fréttist um skattleysis- árið. „Það hefði nú mátt tilkynna um skattleysið með soldtið lengri fyrirvara," urgar í vinnu- félaga mínum í hvert skipti sem við strákarn- ir lýsum því fjálglega fyrir honum hversu okkar kona hafi tekið vel í að bæta á sig vinnu þetta árið. „Hvern andskotann á ég að gera?! Maður þrælar ekki út barnshafandi konu. Og ekki get ég bætt á mig meiri vinnu. Við skiljum eiginlega hvorugt hvers vegna hún varð ófrísk." Ég reyni ævinlega að hugga hann með því að benda honum á hversu mikið tilhlökkun- arefni sé að eignast lítið barn. En ég hef sam- úð með honum. Ég skil mætavel að verðandi faðir á skattleysisári skuli ekki geta horft á smokkverjalista landlæknis án þess að þrútna af botnlausri vonsku út í sjálfan sig og kæruleysið eina kvöldstund í fyrra áður en tilkynnt var sú ákvörðun stjórnvalda að allir skyldu loksins verða jafnir fyrir skattalög- um. ríkisins. Enginn hefur þó treyst sér til að ráða bót á þessu, enda finnst sumum það ekkert meira réttlætismál en til dæmis að allir noti sama skónúmer. En þar kom loksins að stjórn útvalinna ákvað með hliðsjón af sívaxandi þrefi að veita íslensku hvunndagshetjunni tíma- bundna hlutdeild í forréttindum þjóðarblóm- ans og stilla þannig gremju og lægja óánægjuöldur sem vorðu orðnar býsna háar og jafnvel hætta á að þær gengju yfir skraut- snekkjur hinna skattfrjálsu á bæði borð; nú skulu allir jafnir; árið í ár er skattlaust ár. Islenska hvunndagshetjan í mér tók æðis- genginn fagnaðarkipp þegar tilkynnt var um skattleysisárið. Hefði ráðherra skattamála verið nærri á þessum tímamótum, hefði ég lagst flatur í vinnugallanum og dropið kossi á fætur hans. En ráðherrann var eðlilega víðs fjarri svo að ég lét duga að stökkva upp um hálsinn á konunni, sem var að staulast inn ganginn heima frá því að skúra í heild- verslun bróður síns. JÖN ÓSKAR Og ég hrópaði himinlifandi: „Elskan mín, tekjurnar okkar verða skattlausar í ár. Það eru allir jafnir. Við getum unnið eins og skepnur." Þreytusvipurinn magnaðist um helming á andliti minnar heittelskuðu hvunndagshetju þar sem hún meðtók þéttingsföst atlot mín á vöðvabólgnar axlir. Eftir stundarþögn kvaðst hún ekki með nokkru móti hafa þrek tii þess að skúra á fleiri stöðum eftir að hún væri búin að kenna í menntaskólanum. „Við sendum bara mömmu þína í vítamín- sprautur," sagði ég, „og þið getið hjálpast saman við að skúra tvær þr jár stofnanir í við- bót á meðan ég vinn frameftir. Svo máttu ekki gleyma krökkunum. Gunnsi getur kom- ið til ykkar eftir skátaæfingarnar klukkan níu, Magga hættir í myndlistarskólanum og Halli getur frestað stúdentsprófinu þar til næsta ár. Þetta verður barnaleikur." Indíánar í Norður-Ameríku (sem hefur ver- ið útrýmt næstum svo sem kunnugt er) höfðu fyrir þumalfingursreglu að þegar 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.