Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 4
YFIRHEYRSLA nafn Jón Baldvin Hannibalsson fæddur: 21.02. 1939 bifreið: Opel frá Sambandinu staða: Þingmaður og formaður Alþýðuflokks laun: 93.046 kr. áhugamál Fólk, saga og pólitík heimilishagir: Kvæntur Bryndísi Schram og á með henni fjögur börn heimill Vesturgata 38 Verkó kalin ofan í rótina eftir Óskor Guðmundsson myndir Jim Smort Alþýðuflokkurinn sem jók fylgi sitt gífurlega í skoðanakönn- unum eftir að Jón Baldvin tók við formennsku, er nú farinn að skora minna í slíkum könnunum. Mörgum finnst sem þér sé að daprast flugið, — á sama tíma og slær í bakseglin samkvæmt skoðanakönnunum færðu harkalega gagnrýni á þig í tímaritum, eins og frá Stefáni Benediktssyni og Val- gerði Bjarnadóttur? — Ekki veit ég hvort Stefáni er farið að föriast minni um atburðarás þessara daga. Alla vega er staðreynd, að hann hefur mig, Pál Magnússon og Láru Júlíusdóttur fyrir rangri sök í tveimur tímaritsviðtöium. Fjár- mál bandalagsins voru að sjálfsögðu mér með öllu óviðkomandi enda hafði ég enga vitneskju um þau. Það sem okkur Stefáni fór á milli eftir að málið kom upp var ná- kvæmlega þetta: Ég sagði að hann ætti að gera sömu kröfu til sjáifs sín og þingflokkur bandalagsins gerði í Alberts- og Guðmundar- málum. Þá samþykktu þeir kröfur um að Albert ætti að segja af sér meðan rannsókn málsins færi fram. Ég sagði Stefáni: — Þú átt að gera slíkt hið sama, legðu öll gögn á borðið, heimtaðu rannsókn, það er eina leið- in til að kveða svona ásakanir niður. Það var persónuleg ákvörðun Stefáns á seinustu stundu að fara þá leið að gefa ekki kost á sér til framboðs. Auðvitað er það rétt, að engir baksamningar voru gerðir um þingsæti við BJ. Hins vegar er það staðreynd, að Stefán vissi um áhuga okkar á framboði Jóns Sig- urðssonar í fyrsta sæti, strax frá upphafi. Við sem skipum efstu þrjú sætin höfðum öll lýst yfir stuðningi við framboð Stefáns. Þegar Lára V. Júlíusdóttir lýsti áhuga á fjórða sæt- inu, sagði ég henni að ég myndi ekki hvika frá stuðningi við Stefán. Mál Stefáns breytti því vegna persónuiegrar ákvörðunar hans sjálfs. A það gat ég engin áhrif haft, svo ein- falt er það. Um samskipti mín við Pál Magn- ússon er það aö segja, að Páll leitaði eftir um- sögn minni eftir að Stöð 2 hafði sett þessa frétt saman. í þrígang hafði ég samband við Pál, í öll skiptin að undirlagi Stefáns sjálfs Um ummæli Valgerðar Bjarnadóttur vil ég ekki segja annað en það sem góður maður sagði: „Þetta segir allt um þann sem þetta segir, en ekkert um mig.“ Sem velviljaður maður Vaigerði Bjarnadóttur vona ég henn- ar vegna, að gleymskan breiðist sem fyrst yfir þetta viðtal. Þegar þú tókst við fonnennsku fyrir rúmum tveimur árum og flokkurinn þinn varð sterkur í skoðanakönnunum, sögðu pólitískir gárungar að þú værir bara blaðra sem ætti eftir að springa einn góðan veðurdag. Urðu þessar for- sagnir að áhrinsorðum, — eða hvernig skýrir þú fylgistapið? — Þessir pólitísku gárungar, voru það ekki karlar eins og Albert, Svavar og Palle Peder- sen? Auðvitað hef ég einhverjar hugmyndir um það hvers vegna okkur hefur ekki vegn- að nógu vel í skoðanakönnunum. Við höfum eytt of miklum tíma í máiefnaundirbúning og verkefni, sem hafa ekki nýst okkur eins og rétt væri í kosningabaráttu. Það hefur haft sitt að segja að okkar höfuðkeppinautur, Sjáifstæðisflokkurinn, hefur hræðst mjög samkeppnina og beint spjótunum mjög að okkur. Við kveinkum okkur ekki undan því, en þetta kann að hafa sitt að segja. Ekki get ég heldur útilokað að áróðurinn um meinta kerfismennsku míns góða nafna, Sigurðs- sonar, hafi haft neikvæð áhrif, né heldur get ég útilokað að ummæli eins og Stefáns, sem áður var minnst á, hafi haft eitthvað að segja. En þú ert ekkert að missa móðinn? — Nei, blessaður vertu, enda tel ég yfir- gnæfandi líkur á að vindurinn sé í seglin hjá okkur að nýju. Þessi fiokkur minn hefur nú séð það svartara, — og meðan við sýnum a.m.k. tvöfalt kjörfylgi frá síðustu kosning- um, þurfum við ekki að örvænta. Okkar kosningabarátta hlýtur að miða að því, að ná eyrum óákveðinna kjósenda. Höfuðverkefni er að koma í veg fyrir áframhaldandi ríkis- stjórnarsamstarf núverandi stjórnarflokka. Til að þú getir myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum? Hefur þér ekki dottið í hug, að mynduð verði ríkisstjórn A-flokkanna og Kvennó? Eða ertu end- anlega genginn í björg hjá Sjálfstæðis- flokknum? — Það er alveg sama hvers konar stjórn- armynstur menn hafa í huga, það gengur ekkert samstarf upp sem valkostur við nú- verandi ríkisstjórn, nema Alþýðuflokkurinn vinni myndarlegan kosningasigur, það er lykillinn að leyndarmálinu. Annað verður að bíða stjórnarviðræðna. Verið þolinmóð og bíðið uppskerunnar. Þú hefur oft verið óspar á yfirlýsing- arnar. Það var nú eitt með öðru hjá þér, að ákalla verkalýðsforystuna í Alþýðu- bandalaginu og segjast vera á leiðinni með hana í framboð. Ekki kom hún þótt kallað væri. Gætir eftirsjár hjá þér? — Ho, ho, ho, nei, — enda eftir að sjá þegar upp er staðið hver eftirsjá var af. Það er auð- vitað vinsamlegt á milli okkar, en þarna var ég fyrst og fremst með langtíma sjónarmið í huga: stefna að 30% kratafylgi innan örfárra ára, helst í næstu kosningum. Slíkt stæðist enginn, ekki heldur verkalýðsforystan. Þér þykir þá ekkert verra, að Ásmund- ur Stefánsson ASÍ-forseti skuli vera póli- tískur andstæðingur þinn og keppinaut- ur í kosningabaráttunni? — Nei. En hitt þykir mér verra, ef þing- frambjóðandinn Asmundur Stefánsson birt- ist nú fólki á vinnustöðum sem eins konar blaðafulltrúi Þorsteins Pálssonar: stillir sig um að gagnrýna vanefndir á samkomulag- inu um húsnæðismálin, missmíð á stað- greiðslufrumvörpunum og fleira. — Það er komið annað hljóð í þig núna, en þegar þú varst einn helsti mál- svari þjóðarsáttarinnar á þingi. Þú sam- þykktir í einu og öllu kjarastefnuna, húsnæðislögin, skattahugmyndirnar, fjárlagagerðina úr Garðastræti, tollalög- in og þetta allt saman — er eitthvað að breytast? — Bitti nú. Ég hvorki var né er málsvari neinnar þjóðarsáttar ASÍ og ríkisstjórnar. Það sem máiið snerist um var einfaldlega þetta: við studdum verkalýðsforystuna í að fara nýjar leiðir í kjarasamningum. Reynslan sýnir að þessi leið ieiddi til kaupmáttaraukn- ingar án verðbólgu. Það er gott svo langt sem það nær. Hins vegar minni ég á, að við settum fram þá kröfu að ríkisstjórnin mætti útgjaldaauka vegna samninganna með nið- urskurði á útgjöldum. Við gagnrýndum verkalýðsforystuna fyrir að hafa gleymt hinu félagslega kerfi og við fluttum breytingatil- lögur um kaupieiguíbúðir. Auðvitað var ekki hægt að vera andvígur auknu fjármagni til húsnæðismála með hliðsjón af harmkvælum húsbyggjenda allt frá dögum Svavars. Þannig að þú vildir standa að annarri þjóðarsátt úr Garðastræti? — Nei, ég er ekkert að boða neina þjóðar- sátt. En ríkisstjórn sem við ættum aðild að og stefnir að afkomuöryggi og verndun kaup- máttar hlýtur auðvitað að stefna að vinsam- legum samskiptum við verkalýðshreyfing- una. Gagnrýni á verkalýðshreyfinguna verð- ur að byggjast á jákvæðum umbótavilja, en því er ekki að leyna að hún er orðin mikið stofnanakerfi. Reyndar er svona verkalýðs- hreyfing kalin ofan í rótina félagslega. Það gengur auðvitað ekki að örfáir menn séu að gera einhverja forstjórasamninga uppi í Garðastræti um allt milli himins og jarðar. Verkalýðshreyfingin sjálf hefur haldið launa- fólki sundruðu með skipulagi sínu og kom- inn tími tii að fólk sé skipulagt í verkalýðsfé- lögum eftir vinnustöðum. Þá er kosningafyr- irkomulagið fráleitt í verkalýðshreyfingunni. Það er með forgangsverkefnum islenskra jafnaðarmanna að auka lýðræðið í verka- lýðshreyfingunni. Það er stundum sagt að núverandi for- menn Alþýðubandalagsins og Alþýðu- flokksins séu á kafi í fortíðarhyggju og komi í raun í veg fyrir stórt kratabanda- lag sem þú segist stefna að? — Nei, hvorugur okkar kemur í veg fyrir það held ég. Allt hefur sinn stað og tíma. For- sendur þess eru einfaldlega ekki fyrir hendi enn sem komið er. Auðvitað teldi ég slíkt kratabandalag best komið undir minni for- ystu. Vandamál Alþýðubandalagsins er ekki að það sé of róttækt eins og margir halda. Það er miklu fremur hitt, að það er svo íhaldssamt, að fáir átta sig á því. Hugsaðu þér bara Ragnar Arnalds, sem tókst að sitja þrjú ár í fjármálaráðuneytinu án þess að gera svo mikið sem tilraun til að breyta skattakerf- inu. Þessi flokkur þorir ekki að hrófla við neinu sem er við lýði, hann er status quo flokkur og stendur vörð um samtryggða hagsmuni, verkó, SÍS, ríkisbankana, meira að segja velferðarkerfi fyrirtækjanna getur andað rólega fyrir þessu afturhaldssama Alþýðubandalagi. Ríkið heidur uppi alls kon- ar sjóðum og millifærslukerfi, sem er ekki annað en styrktarkerfi fyrir fyrirtækin. Þessu viljum við öllu breyta, selja 20 ríkisfyr- irtæki, en Alþýðubandalagið — það vill vernda þetta allt saman og vill ekki breyta neinu, — a.m.k. innan við 200 mílna land- helgi íslands. Tækir þú það persónulega nærri þér að lenda í stjórnarandstöðu eftir kosn- ingar, — væri það ekki erfitt fyrir for- sætisráðherraefnið? — O, nei. Róm verður ekki byggð á einum degi. Það að vera í stjórnarandstöðu er líka tími til að skapa ekki síst fyrir menn sem hafa það að langtímamarkmiði að endurskipu- leggja flokkakerfið. Með gott fylgi í stjórnar- andstöðu er hægt að gera góða hluti, þó þjóðin þarfnist okkar meira við stýrið.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.