Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 21
lins og fram hefur komið í fréttum hefur Ingólfur Margeirs- son fyrrum HP-ritstjóri tekið við rit- stjórn málgagns Alþýðuflokksins, Alþýðublaðsins. Með nýjum herra koma nýir siðir og heyrum við, að nú sé í bígerð að breyta útliti Al- þýðublaðsins og m.a. sé verið að teikna nýjan haus á blaðið. . . A. ilþýðubandalagið er á gífur- legri sveiflu samkvæmt skoðana- könnun DV, sérstaklega þó í Reykja- vík, þar sem Ásmundur Stefáns- son í þriðja sæti getur andað léttara eftir lakari útkomu áður í skoðana- könnunum.^ Ekki nóg með það, heldur er Álfheiður Ingadóttir í fjórða sætinu orðin nokkuð líklegt þingmannsefni þar sem AB er með 21,2% fylgi. Nú er venjan að Al- þýðubandalagið fari mun betur út úr kosningum en skoðanakönnun- um og þess vegna gætu nokkur prósent bæst við og þá situr Olga Guðrún Árnadóttir í fimmta sæt- inu. En það sætir jafnvel enn meiri tíðindum, að Alþýðuflokkurinn fer afskaplega illa útúr þessari könnun í Reykjavík. Flokkurinn fær þar 16,1% í DV könnuninni, sem þýddi að formaður flokksins Jón Baldvin Hannibalsson, sem er í þriðja sæti listans, gæti sem hægast dottið útaf þingi, ef svo heldur sem horfir. Mörgum finnst þessar niðurstöður afar ólíklegar, þar sem hreyfingarn- ar í könnun DV frá því í janúar eru með ólíkindum: Alþýðubandalagið bætir til dæmis við sig 9%, Sjálf- stæðisflokkurinn tapar um 8%, Al- þýðuflokkurinn tapar um 4%, Fram- sóknarflokkurinn vinnur 5%, en Kvennalistinn stendur því sem næst í stað. Þó talið sé að við íslendingar skiptum um skoðun eftir því sem við á, þá þykir mörgum þetta helsti mik- il sveifla, á helsti skömmum tíma. . . Það er ár frá stofnun tímaritsins HEIMSMYNDAR. Á þeim tíma hefur HEIMSMYND haslað sér völl sem eitt víðlesnasta og virtasta tímarit sinnar tegundar á íslandi. íHEIMSMYND eru málin tekin fyrir af alvöru og þau eru líka sett skemmtilega fram. Við HEIMSMYND vinnur eingöngu fagfólk. í MARSTÖLUBLAÐI HEIMSMYNDAR KYNNUM VIÐ: Uppgjör Valgerðar og Kristófers — Af hverju fóru þau úr landi? Hvað með brostnar vonir BJ? íslenska póli- tík? Hugsanlegt framboð Valgerðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn? Viðtalið var tekið við þau í Brussel nýlega. MSMYND Nýtt sjónarhorn á alnæmi — Óskar Arnbjarnarson læknir, nýkominn úr sér- fræðinámi í Bandaríkj- unum, fjallar á hispurs- lausan hátt um þennan vágest og rökstyður með tölfræðilegum upplýsing- um niðurstöður sínar um útbreiðslu. Er óþarfa hræðsluáróður í gangi? Að verða undir í kerfinu — Hvernig bregðast ráðamenn við vandamál- um þeirra sem minna mega sín? Siðferði í stjórnmálum Kynlífshneyksli eða auðgunarbrot fella pólitíkusa erlendis. Hvað með ísland? spyr Jón Ormur Halldórsson. Okur og okurvextir — Hvað ræður þrældómi skuldaranna? spyr Birgir Árnason hagfræðingur. Herdís Þorgeirs- dóttir, ritstjóri Hún er aiþjóðastjórn- málafræðingur að mennt og er þegar þjóðkunn fyrir störf sln við blaðamennsku. Herdis ritstýrði tímarit- inu Mannlífi frá upp- hafi þar til hún stofn- aði HEIMSMYND fyrir ári síðan. Jón Óskar Hafsteinsson, útlits- teiknari Hann er einn af efni- legri myndlistarmönn- um yngri kynslóðar- innar á Islandi. Hann er útlitsteiknari Helgar- póstins, sá um útlit Mannllfs í upphafi og hefur séð um útlit HEIMSMYNDAR frá upphafi. Lífshættir — Vellauðug íslensk fjölskylda Reykjavík. í New York og sjómannsfjölskylda í Edda Sigurðar- dóttir, auglýsinga- stjóri Hún hefur mikla reynslu af markaðs- málum. Sérsvið hennar eru auglýsingar og tískuþættir blaðsins. Kvikmyndir — Stórstjarnan Fasbelle Adjaui er ekki haldin alnæmi. Grein eftir Sólveigu Anspach í París. Myndlist — Grein eftir Guðberg Bergsson um meistara í myndlist. Matur — Ari Garðar Georgsson fjallar um vinsæla ítalska pottrétti. Tíska — Förðun — llmvötn — Greinar um stefnur og strauma á þessum vettvangi. Og það er margt, margt fleira í þessu nýjasta tölublaði HEIMSMYNDAR. Ragnhildur E. Bjarnadóttir fram- kvæmdastjóri Hún var upphaflega framkvæmdastjóri hjá Mannlifi, fór síðan [ nám [ viðskiptafræð- um og kom til HEIMS- MYNDAR eins og fleiri... Fæst á næsta blaðsölustað Ath! Tímaritið er ad seljast upp Askriftarsími 622020 HELGARPÖSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.