Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 29
Löngu búið að berja úr mér alla stj örnudrauma Ása Svavarsdóttir fer með hlutverk Sally Bowles í Kabarett sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir á laugardag. Þetta er stærsta hlutverk þessarar ensklærðu leikkonu til þessa. Eftir að hafa fylgst rned œfingu á Kabarett dágóöa stund í gömlu og virdulegu Samkomuhúsi Akur- eyringa, skundar undirritadur ásamt Ásu inná Café Torg, kaffi- stad við Ráðhústorgið, þó ad þar standi alls ekkert ráðhús, og byrjar að spyrja hana í þaula, fyrst um nám hennar í leiklistinni sem hún stundaði í London. „Ég var í London á árunum 1978—81, í skóla sem heitir The Arts Educational Schools. Það var ákaflega heillandi að vera í London, þar er mikið að gerast í leikhúslífinu, mikið af tilrauna- leikhúsum sem eru mjög spenn- andi og svo náttúrulega stóru leik- húsin líka. En það er líka mikið drasl innanum. Reyndar verð ég að játa að ég komst alls ekki nógu mikið í leikhúsin því það var svo mikið að gera í skólanum, við settum upp leikrit í lok hverrar annar." — Hafðirðu aldrei hug á að setjast að í London? „Jú ég hugsaði um það. Síðasta verkið sem við settum upp var Brúðuheimilið eftir Ibsen og ég lék Noru. Ég skrifaði fullt af umboðsmönnum og bauð þeim að koma á sýninguna og horfa á mig. Það komu einir þrír og einn þeirra, kona, setti mig í samband við leikstjóra sem hún hafði á sínum snærum. Við gerðum myndband sem var sent út og ég fór í nokkrar prufur. En ég var sennilega of passíf. Þetta er gífur- lega harður bransi þarna úti. Maður verður að vera mjög aggressífur við að koma sér áfram." ENSKANRENNUR BETUR EN ÍSLENSKAN — Hvernig var að leika á ensku? „Mér fannst mjög gott að leika á ensku og ég átti ekki í miklum vandræðum með að ná þessari standard ensku. Kannski átti ég að sumu leyti auðveldara með það heldur en fólk frá t.d. Skotlandi eða Indlandi sem talaði reiprenn- andi ensku en átti erfitt með að losna við mállýskueinkennin. Enskan rennur að mörgu leyti betur en íslenskan.“ — Og svo að hverfa til íslensk- unnar aftur, hvernig var það? „Það var eiginlega dálítið skrýtið. Útí Englandi umgekkst ég bara enskumælandi fólk og ég var farin að hugsa á ensku. Það tók mig þessvegna dálítinn tíma að komast inní íslenskuna aftur." — Hvað tók við eftir að þú komst heim? „Ég fékk ekkert að gera sem leikari fyrsta árið sem ég var hér heima en síðan fékk ég hlutverk í írlandskortinu hjá LR og fór svo að leika hjá Alþýðuleikhúsinu. Ég hef líka leikið hjá Stúdentaleik- húsinu og í Þjóðleikhúsinu, var þar í Skugga-Sveini sem var mjög skemmtilegt." — Er það rétt sem hefur heyrst að það sé miklu erfiðara fyrir leikara sem menntaðir eru erlendis að fá vinnu en þá sem hafa verið hér í sínum skóla? „Það er yfirhöfuð mjög erfitt að fá vinnu. En það er auðvitað öðru- vísi fyrir okkur sem komum að utan. Það þekkir okkur enginn. Á hinn bóginn getur það líka verið gott. Ef þú stendur þig ekki í Nemendaleikhúsinu þá áttu mjög erfitt uppdráttar. Maður vérður bara að vera duglegur að kynna sig, hringja í fólk og bjóða fram sína starfskrafta. Ég lít ekki á það sem svo að maður sé að troða sér áfram á neinn hátt. Þetta er bara umsókn um vinnu, fólk getur bara hafnað manni ef því líst ekki á það sem maður hefur uppá að bjóða. En það getur ekki hafnað manni án þess að sjá mann fyrst.“ ÉG LEIK EKKI LIZU MINELLI — Kom það þér á óvart að þú skyldir hreppa hlutverk Sally Bowles í Kabarett? „Já, ég verð að segja það, það kom mér virkilega á óvart. En ég er voðalega montin af því að hafa fengið það.“ — Hvernig líst þér svo á að túlka hana? „Mér líst bara vel á það, þetta er erfitt hlutverk, en það er gaman af erfiðum hlutverkum. Svo er það líka mjög vel skrifað." — Hvernig karakter er þetta? „Ég er voðalega lítið spennt fyrir að vera eitthvað að lýsa persónum sem ég er að leika, fólk verður bara að koma sjálft og sjá.“ — Truflar Liza Minelli þig? „Nei, hún truflar mig sko alls ekki neitt. Það er hinsvegar pirr- andi þegar fólk spyr mig hvort ég sé að fara að leika hana. Varðandi bíómyndina finnst mér eðlilegt að fólk geri samanburð á þessu tvennu en þarna er bara ekki sama verkið á ferðinni. Bíómyndin byggist upp á allt annan hátt heldur en leikritið. Ef áhorfendur vilja kópieringu geta þeir bara leigt sér vídeóspólu." — Er nauðsynlegt fyrir nútíma- leikara að geta sungið og dansað? „Ja — það eykur náttúrulega líkurnar á þvi að fá vinnu ef maður er fjölhæfur. En ég held að það geti allir sungið. Þetta er bara spurning um að trúa á það sem maður er að gera, bara að láta það gossa. Annars er ég að læra að syngja hjá John Speight, þannig að ég er sönglega vel undirbúin. Það var því miður ekki mikil söngkennsla í skólanum þar sem ég var.“ LEIKHÚS Á AÐ MIÐLA BOÐSKAP — Förum útí aðra sálma, á leikhúsið að vera pólitískt? „Já, það finnst mér. Leikhúsið á að miðla boðskap. Ég held að fólki finnist miklu skemmtilegra í leik- húsinu ef það flytur einhvern boð- skap. Það er nóg af afþreyingar- efni fyrir. Það veitir ekki af að predika svolítið yfir fólki." — Á það að sjokkera áhorf- andann? „Nei, ég myndi ekki segja að það þyrfti endilega að sjokkera, þó það fari auðvitað eftir verkinu. En það þarf að segja eitthvað. Leikhúsið verður að miðla ein- hverju sem skiptir máli. Auðvitað getur þetta svo verið tvíbent, stundum falla góðar sýn- ingar, það fer ekki alltaf saman gott leikhús og góð aðsókn. Stundum er boðskapurinn hrein- lega misskilinn eða kemst ekki til skila einhverra hluta vegna." — Á leikhúsið að vera þátt- takandi í dœgurumrœðunni? „Já, það finnst mér, það hlýtur reyndar alltaf að vera það með einhverjum hætti." — Víkjum að eilífu vandamáli og umrœðuefni, leikhúsgagnrýni. „Mér finnst leikhúsum vera sýnd óvirðing með leikhúsgagnrýni sem greinilega er skrifuð af vanþekk- ingu. Krítíkin er tilgangslaus ef hún er ekki fagmannlega unnin. Hún á að vera uppbyggjandi en getur ekki verið það ef hún er greinilega sett fram af einhverjum sem ekki hefur þekkingu á því sem hann er að fjalla um. Það er alltaf gaman ef minnst er á mann í blöðunum og sagt að maður hafi gert vel en ef maður á ekki fyrir því þá skiptir það minna en engu máli. Það skiptir í raun og veru ekki máli hvort krítíkin er pósitíf eða negatíf ef hún er ekki unnin af fagmennsku." — Tekurðu slœma krítík nœrri þér? „Nei, ekki persónulega, en það er aftur á móti miklu verra mál ef sýningar hreinlega falla vegna þess að þær fá svo slæma gagn- rýni sem kannski er svo byggð á sandi. Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með íslenska gagn- rýni. Fólk á bara ekkert að vera skrifa um það sem það hefur ekkert vit á.“ VIÐBRÖGÐ AHORFENDA KITLA — Áttu þér einhverjar fyrir- myndir sem leikari? HRINGUR Jóhannesson sýnir um þessar mundir í GalleriBorg við Austurvöll. Hringur hefur ekki sýnt nýjar myndir síðan 1984 á Kjarvals- stöðum og er þessi sýning því kær- komin þeim sem list hans unna, enda hefur það komið á daginn. Feiknagóð aðsókn hefur verið að sýningunni að sögn Hrings. Á sýn- ingunni eru 45 myndir, unnar með ferns konar tækni; olíumálverk, lit- krít, teikningar og pastelmyndir. Aðspurður sagðist Hringur ekki hafa breytt ýkja mikið um stefnu síð- an 1970, það væri ákveðið raunsæi í myndunum en hann hefði kannski færst meira yfir í hreinna landslag og hluti. Viðfangsefni Hrings hafa löngum verið tvíþætt, þ.e. eðli hins einstaka hlutar og svo á hinn bóginn breytingin sem verður á þeim sama hlut eða fyrirbæri þegar það er komið í samflot með einhvcrju öðru. Hann hefur löngum sótt fyrir- myndir sínar til æskustöðvanna, Aðaldals í Þingeyjarsýslu, og eru því myndir hans í senn athuganir á hinu smálega í umhverfinu og stöðu þess í heildarsamhenginu. Hringur hefur á löngum ferli sínum haldið yfir tutt- ugu einkasýningar, bæði hér og er- lendis og tekið þátt í yfir fimmtíu samsýningum víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. Hann hlaut starfs- laun listamanns í tólf mánuði 1982 og var valinn fulltrúi íslands á sýn- inguna Accenter i Nordisk konst í Helsingfors 1980. Verkin á sýning- unni í Gallerí Borg eru öll unnin á síðasta ári utan örfárra sem unnin eru 1985. „Nei, en allur góður leikur hefur áhrif á mann. Þetta er svo einfalt hjá snillingunum, virðist bara ekki vera neitt mál þegar þeir gera það. Hinsvegar er maður sjálfur alltaf óöruggur, aldrei viss um sjálfan sig. Það er ekki neitt staðlað að vera leikari. Maður verður alltaf að stefna hærra og vera í stöðugri endurnýjun, endurnýja sinn tilfinningaskala og læra á sjálfan sig, það þýðir ekkert að horfa neitt annað með það.“ — Freistar kvikmyndaleikur þín? „Ég lék í Stellu í orlofi og það var mjög skemmtilegt. Þetta er mjög spennandi en ég kann bara ekki nógu mikið fyrir mér í kvik- myndaleik. Þetta er svo gjörólíkt því að leika á sviði. Eiginlega bæði erfiðara og auðveldara í einu. Það er auðveldara að því leyti að það er alltaf hægt að taka upp aftur en erfiðara vegna þess að það er engin stígandi, þú getur þurft að byrja inní atburðarásinni miðri og verður þessvegna að hafa alveg á hreinu hvernig persónan á að þróast og hvar hún er stödd á þeirri þróunarbraut. Kvikmyndaleikur er mjög erfið vinna, slitrótt og krefst gífurlegrar einbeitingar og sjálfsaga." — Skipta viðbrögð áhorfenda leikara miklu máli? „Já — þau eru það sem kitlar, samband leikarans við salinn. Þessi tilfinning að stjórna við- brögðum áhorfenda er stórkostleg þegar hún næst, en það er líka jafn ömurlegt að standa á sviðinu og finna að það ríkir sambands- leysi við salinn." — Heldurðu að það verði erfitt að takast á við nœsta hlutverk, kannski lítið, á eftir svona stórri rutlu? „Nei, lítil hlutverk eru alveg jafn merkileg og stór og það er líka löngu búið að berja úr mér alla stjörnudrauma." — Ertu farin að kvíða frumsýn- ingunni? „Já, auðvitað, það þarf svo lítið til að maður sé sleginn í rot, þetta er soddan hættuspil." KK Sally Bowles (Ása Svavarsdóttir) kjassar Cliff Bradshaw (Einar Jón Briem) í upp- færslu LA á Kabarett. Myndir Halldór HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.