Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 6
ALBERTSMÁLIÐ/ÁTÖKIN í SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM eftir Halldór Halldórsson og Helga Mó Arthursson SAGÐIALBERT ÓSATT FRÁ í ÞINGFLOKKNIIM? ÞORSTEINN PÁLSSON stakk upp á afsögn án þrýstings og að efnt yrði til blaðamannafundar fyrir mörgum vikum ALBERT fékk mörg tœkifæri til að hverfa úr ráðherrastóli af sjálfsdáðum og með reisn Albert Guömundsson kemur til landsins (hita leiksins á laugardag. — Fyrir aftan hann er Árni Þ. Árnason í iðnaðarráðuneytinu. SAMSÆRI ÞORSTEINS OG HP GEGN ALBERT! í þá viku, sem liöin er frá því að Helgarpósturinn skýrði fyrst blaða frá tillögu Þorsteins Pálssonar í einkasamtölum við Albert Guð- mundsson og á þingflokksfundi 13. þessa mánaðar þess efnis, að iðnað- arráðherra bæri að segja af sér hafa einvörðungu tvær afsláttargreiðslur frá Hafskipi til Alberts verið til um- ræðu sem eina ástæðan fyrir kröf- unni um afsögn. Um er að ræða mun fleiri ástæður, sem Þorsteinn Pálsson hefur ekki gefið upp. Einn þingmanna Sjálf- stæðisflokksins, sem stendur Þor- steini Pálssyr.i mjög nærri sagði við Helgarpóstinn: „Það er enginn kominn til með að segja, að Þor- steinn hafi farið með alla sína vitneskju inn á þingflokksfundinn." Það sem fyllti mælinn i hugum þingmanna Sjálfstæðisflokksins var sú staðreynd, að Albert Guðmunds- son hafði leynt formanninn og þing- flokkinn sannleikanum um skatta- mál sín, þrátt fyrir að mál ráðherrans hafi ítrekað verið rædd í þingflokkn- um og hann gefið sínar skýringar. Með þessu hafi Albert leynt félaga sína í þingflokknum sannleikanum og þeir lifað í góðri trú um sann- leiksgildi orða Alberts. „Þingflokkurinn ætlast til þess, að honum sé sagt satt,“ sagði einn þing- manna Sjálfstæðisflokksins með miklum þunga við Helgarpóstinn. Bæði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins og vinir Alberts Guðmundssonar hvöttu ráðherrann til þess að segja af sér strax og ljóst var, að hann hafði vantalið tekjur sínar í tvö ár. Samkvæmt heimildum Helgarpóstsins var lagt hart að Albert að hann efndi til fundar með fréttamönnum, gerði grein fyrir nið- urstöðu skattarannsóknarstjóra og afhenti síðan sjálfur lausnarbeiðni sína af fúsum og frjálsum vilja. Þessar hugmyndir voru reifaðar og kynntar Albert sjálfum fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins og eftir hann. Einn heimildarmanna Helgarpóstsins sagði, að í raun hefði Þorsteinn Pálsson teygt sig eins langt og kleift var til þess að gera óhjákvæmilegt brotthvarf úr ríkis- stjórninni sem sársaukaminnst. En öllum hugmyndum um eigið frumkvæði hafnaði Albert á þeirri forsendu, að engin rök mæltu með því, að hann segði af sér hvort sem væri. Athugasemdir skattrannsókn- arstjóra væru vissulega réttar, en um væri að ræða „mistök" sem gætu hent hvern sem væri og ekki 6 HELGARPÓSTURINN skipti máli hvort hann væri ráð- herra nú eða hefði verið fjármáia- ráðherra, þegar mistökin voru gerð. Til viðbótar kvað hann mistökin ekki aifarið vera sín, heldur væru þau í raun mistök lnga Bjarnar son- ar síns, sem rekur fyrirtækið Albert Guðmundsson, heildverslun. (Þessi skýring stenst ekki, sbr. frétt á bls. 8 undir fyrirsögninni: „Mistakaskýr- ingin“ stenst alis ekki. Frá því Þorsteinn Pálsson fékk fyrst fregnir af meintum skattsvikum Alberts Guðmundssonar í Helgar- póstinum 20. nóvember í vetur hef- ur atburðarásin verið hæg. Það var ekki fyrr en um síðustu mánaða- mót, sem Guðmundur Guðbjarnar- son skattrannsóknarstjóri lét fjár- málaráðherra vita af rangri skatt- framtalningu Alberts Guðmunds- sonar samkvæmt ósk Þorsteins sjálfs, sem hann setti fram eftir lest- ur Helgarpóstsgreinarinnar um skattamál Alberts fyrr í vetur. Þá var strax byrjað að reyna til þrautar að leysa málið með friðsam- legum hætti. Þegar fyrir lá, að Albert var stífur fyrir kynnti Þor- steinn þingflokki Sjálfstæðisflokks- ins málið og lýsti skoðun sinni á framhaldi málsins: Albert yrði að víkja. Nú stefndi í uppgjör. í millitíðinni birtist grein Helgar- póstsins (í síðustu viku), þar sem greint var ítarlega frá þessu máli og þeirri skoðun Þorsteins, að Albert yrði að hverfa úr ráðherrastóli og Albert hefði verið gerð grein fyrir þessari skoðun formannsins. Þá fóru hjólin að snúast hraðar en Þorsteinn og ráðgjafar hans höfðu gert ráð fyrir. Þennan fimmtudag í síðustu viku var Þorsteinn umsetinn fréttamönnum, sem vildu fá svör og nánari skýringar á því, sem stóð í Helgarpóstinum. I hádegisfréttatíma útvarpsins þennan fimmtudag var frá því skýrt, að Þorsteinn ætlaði að efna til blaðamannafundar að loknum þinglausnum. Þessi frétt var byggð á misskiiningi. Þorsteinn ætlaði aldrei að halda blaðamannafund. Að loknum þinglausnum upp úr klukkan 16:10 var blaðamanna- fundur ekki á dagskrá. Við dyr þing- flokksherbergis Sjálfstæðismanna var saman kominn stór hópur frétta- manna og tækniliðs og enn var blaðamannafundur ekki á dagskrá. Skyndilega kom tilkynningin: Það verður fundur! Fáir tóku eftir því, að í millitiðinni kom frakkaklæddur framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins inn í hús- ið. Kjartan Gunnarsson fór inn í þingflokksherbergið og ekki liðu nema örfáar mínútur frá komu hans þar til tilkynnt var, að blaðamanna- fundurinn yrði haldinn. Spurningin, sem margir spyrja er: Hvaðan kom Kjartan? Ofan úr Val- höll eða frá Aðalstræti 6 (Morgun- blaðshöllinni)? Og jafnframt spyrja menn: Hver eða hverjir ráðlögðu Þorsteini að halda fundinn? Þannig er ljóst, að efnt var til þessa fundar að viturra manna ráði utan þinghússins og það með skömmum fyrirvara. 1 sjónvarpi á þriðjudagskvöld eftir afsögn Alberts var í spurningu endurtekinn gagn- rýni á Þorstein fyrir að efna til þessa fundar á meðan Albert væri á er- lendri grundu. Vörn hans var fólgin í því, að ef hann hefði ekki svarað fréttamönnum og beðið eftir heim- komu Alberts hefði þjóðin þurft að búa við bollaleggingar í nokkra daga og slíkt hefði eingöngu spillt fyrir. Og um leið og Þorsteinn var búinn að „opna“ málið sjálfur með því að svara spurningum pressunnar fór málið að þróast af sjálfu sér og með meiri hraða en nokkurn hafði órað fyrir. Á sunnudagsmorgun klukkan 10 f.h. kom Albert á fund formannsins í Arnarhváli. Þar voru honum settir úrslitakostir um setu í ríkisstjórn og fékk fv. iðnaðarráðherra tveggja sólarhringa frest til að svara Þor- steini. Loftið var rafmagnað, þegar þeir Albert og Þorsteinn komu út úr Árn- arhváli í faðm stórs hóps frétta- manna. Svör þeirra voru óljós. Albert sté upp í Benzann sinn og brunaði á brott og Þorsteinn ók í aðra átt í Mitsubishi-jeppanum sín- um. Hann snæddi hádegisverð með nánustu samverkamönnum sínum. Umræðuef nið hef ur sjálfsagt verið m.a. fundurinn, sem „hulduherinn" hafði boðað til í Þórscafé síðar um daginn. Þangað fór stjórnmála- maðurinn, sem á þeirri stundu barð- ist fyrir pólitísku lífi sínu: Albert Gudmundsson. Um svipað leyti leitaði Þorsteinn friðar. Hann fór í 3ja klukkustunda langa göngu. Úti 5 náttúrunni hefur hann velt vöngum yfir næstu póli- tísku leikjum í stöðunni. Niðurstaðan er kunn. H.H. Eftir að Helgarpósturinn birti fréttina um Albertsmálið í síðustu viku hefur borið mjög á samsæris- kenningum þess efnis, að andstæð- ingar Alberts Gudmundssonar hafi „plantað" fréttinni í blaðið. Sumir hafa gengið svo langt að halda því fram að Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, hafi stjórnað slíkum aðgerðum. Einkum hefur borið á þessum samsæriskenningum á meðal fréttamanna. Sannieikur málsins er hins vegar allt annar. Frægur þingflokksfundur sjálf- stæðismanna var haldinn á föstu- degi og strax þá helgina byrjuðu að leka út gagnslitlir upplýsingabútar og á mánudeginum og þriðjudegin- um var það mál manna í Álþingis- húsinu, að ný staða væri komin upp í málum er vörðuðu pólitíska fram- tíð Alberts. Þeir sem ræddu þetta voru þing- menn og fréttamenn og umræður fóru einkum fram á kaffistofu Al- þingis. Helgarpóstinum barst nákvæm- lega hið sama til eyrna og frétta- mönnum niðri á þingi. Málið var kannað og niðurstaða þeirrar könn- unar var greinin um skattsvik Alberts, fund Þorsteins Pálssonar og Alberts og umfjöllun um málið á þingflokksfundinum fræga á föstu- degi fyrir tæpum tveimur vikum. Þetta var nú allt samsærið! H.H.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.