Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 8
ALBERTSMÁLIÐ/ÁTÖKIN Í SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM Fylgiskjölin vegna afslátt- argreidslnanna til Alberts eru til — Handskrifadar breytingar á fylgiskjölun- um um helmingshækkun — Menn sem vildu afslátt „MISTAKASKÝRINGIN" STENST ALLS EKKI urdu ad bidja um hann Á skrifstofum ríkissaksóknara hefur verið unnið af kappi við undir- búning ákæru í Hafskipsmálinu og hefur Helgarpósturinn heimildir fyrir því, að svo kunni að fara, að Albert Guðmundsson verði dreginn til ábyrgðar í málinu og ákærður. Við upphaf rannsóknar Hafskips- málsins var svokallaður Alberts- þáttur málsins skilinn frá sjálfu mál- inu, m.a. vegna óskar frá Albert sjálfum, sem þá lá undir ámæli um meint brot. Sérstök rannsókn var gerð á atrið- um er vörðuðu Albert sjálfan, eins og t.d. greiðslur til hans frá Hafskipi í formi afsláttargreiðslna eða greiðslu á ferðakostnaði. Saksóknari var ekki ánægður með rannsókn RLR á þætti Alberts og endursendi hana með ósk um ítarlega rannsókn. Niðurstöður hennar voru svo sameinaðar sjálfu Hafskipsmálinu, því þar ættu þær heima ásamt öll- um öðrum niðurstöðum rannsókn- arinnar á málefnum Hafskips. Aðalskýring Alberts Guðmunds- sonar á „mistökum" sínum vegna vantalinna tekna, sem hann fékk í viðskiptum sínum við Hafskip, stenzt ekki. Annars vegar kveðst hann ekki hafa haft afskipti af rekstri fyrirtækis síns í 13—14 ár og hins vegar segir hann og Ingi Björn Albertsson sonur hans, að ekki hafi borizt fylgiskjöi með þeim tveimur greiðslum, sem hafa verið til um- ræðu upp á síðkastið, þ.e. 117 þús- Hjá ríkissaksóknara hefur reynst seinlegra að vinna málið en ætlað var og er meginástæðan mannfæð hjá embættinu. Nú þora menn ekki lengur að nefna með neinni ná- kvæmni hvenær megi reikna með Hallvarður Einvarðsson, rfkissaksóknari — Ákaeran mun ná til fleiri manna en hingað til hefur veirð gert ráð fyrir. und krónurnar út af leynireikningi Páls Braga Kristjónssonar númer 10903 í Utvegsbankanum og hins vegar 130 þúsund krónur út af aðal- reikningi Hafskips númer 1180. Varðandi afskiptaleysi Alberts Guðmundssonar af heildverzlun sinni er rétt að benda á tvennt. í forsetakosningunum 1980 lýsti hann yfir því, að nú væri hann hætt- ur öllum afskiptum af fyrirtæki sínu, í öðru lagi kom það fram í fréttum ákæru í málinu, nema hvað að hennar sé að vænta með vorinu. Mjög vafasamt er talið, að ákæra verði gefin út í málinu fyrir kosning- arnar 25. apríl og ætti það að vera nokkur léttir fyrir sjálfstæðismenn vegna tengsla valdamikilla forystu- manna flokksins við Hafskip. Þetta verður þyngra á met- unum vegna þeirrar staðreyndar að eitt af viðfangsefnum saksóknara hefur verið að vega og meta hverja skuli ákæra. Þannig hefur það verið til sérstakrar athugunar hjá sak- sóknara hvort draga eigi staka stjórnarmenn Hafskips til ábyrgðar eða alla stjórn Hafskips á hverjum tíma á því tímabiii, sem rannsóknin nær yfir. Verulegar líkur eru taldar til þess, að stjórnarmenn muni ekki sleppa við ákæru og þeir þannig gerðir samábyrgir fyrir þeim meintu refsi- verðu atriðum, sem sönnuð þykja í málinu. Ef þetta verður niðurstaðan munu nöfn um 20 þekktra athafnamanna — og sjálfstæðismanna — prýða ákæruskjalið að undanskildum þeim sakborningum í málinu, sem hnepptir voru í gæsluvarðhald. eftir að hann varð ráðherra, að skatturinn hefði ekkert með það að taka skatta af þingfararkaupi hans vegna þess að fyrirtækið gæfi alltaf upp sína skatta. Hér er á ferðinni mótsögn. Að auki hefur komið fram, að Albert einn hefur prókúru fyrir heildverzlunina en ekki lngi Björn. Er hægt að varpa ábyrgðinni yfir á herðarnar á prókúrulausum forstjóra fyrirtækis? Samkvæmt heimildum Helgar- póstsins eru til fylgiskjöl fyrir báð- um greiðslunum til Alberts í fórum rannsóknaraðilja Hafskipsmálsins og bústjóra gjaldþrotabús fyrirtæk- isins. Þar að auki eru þessi fylgiskjöl með því formi, að á þeim er texti, þar sem segir „Yður hefur hér með verið veittur þessi afsláttur..." o.s.frv. og eru þessi eyðublöð hönnuð með það í huga, að þau passi í svokölluð rúðuumslög. Staðlaða formið gerði ráð fyrir 5% afslætti, en í tilviki Al- berts voru handfærðar breytingar til tvöföldunar upp í 10% afslátt. Menn hafa velt þvi fyrir sér að greiðslan, sem kom út af jaðarreikn- ingi Páls Braga hafi ekki verið færð vegna sérstöðu reikningsins og þar með kunni það að vera rétt, að ekk- ert fylgiskjal sé til vegna 117 þúsund krónanna. Þetta er rangt. Fylgiskjalið er til og er eitt af þeim plöggum, sem skattrannsóknarstjóri hefur undir höndum. Hafi Albert kært sig um að fá fylgiskjöl með þessum greiðslum (hafi hann á annað borð ekki fengið þau eða týnt þeim), þá hefði honum verið í lófa lagið að fá þau. Að auki mun Hafskip hafa sent til viðskipta- vina sinna, sem fengu afslátt „til- kynningu um viðskiptaafslátt." Til- kynningin vegna 117 þúsund krón- anna var dagsett 31.12. 1983. Vegna 130 þúsund greiðslunnar út af aðalreikningnum segir sig sjálft, að með henni hefur fylgt skýr- ing, þ.e. fylgiskjal, vegna „opinbers" bókhalds fyrirtækisins. Þessi fylgi- skjöl voru að auki i tvíriti enda er fylgiskjalið í aðalbókhaldi Hafskips. Þessu til viðbótar er þess að geta, að við rannsóknina kom fram í yfir- heyrslum yfir starfsmönnum, að af- slættir voru aldrei greiddir óumbeð- ið. Menn urðu að sækja hann. Hafi viðkomandi hringt og beðið um afsláttinn sinn liggur í augum uppi, að starfsmaður Hafskips hefði ekki stungið tékka í umslag skýr- ingalaust og sent á einstakling úti í bæ! Niðurstaðan er einfaldlega sú, að „fylgiskjalaskýring" þeirra feðga Alberts og Inga Bjarnar gengur ekki upp. Þá er að líta á skattskil Alberts Guðmundssonar, heildverzlunar, annars vegar, og skattskil Alberts Guðmundssonar sjálfs hins vegar. Rannsókn skattrannsóknastjóra beindist að rekstri heildverzlunar- innar og þar með var verið að rann- saka afslætti, sem voru ætlaðir heildverzluninni. Þessir afslættir komu ekki fram þar og ekki heldur á skattframtali einstaklingsins Al- berts Guðmundssonar. Albert hefur haldið því fram, að hann telji fram undir hatti heild- verzlunarinnar, en samkvæmt skattalögum stenzt það ekki. Að vísu getur heildverzlunin sem slík ekki verið sjálfstæður skattaðili, þar sem hér er um einkafirma að ræða. Hitt er svo annað mál, að það sem kemur fram á einstaklingsframtali Alberts getur ekki verið annað er niðurstöðutalan úr reikningi firm- ans sem slíks. Firmað er hins vegar gert bókhaldslega upp sér á parti. Síðan kemur fram hrein eign sam- kvæmt meðfylgjandi efnahags- reikningi firmans og síðan reiknað endurgjald sjálfstætt starfandi at- vinnurekanda. Að öðru leyti lítur framtal Alberts út eins og venjulegt skattframtal. Þar eiga að koma fram tekjur og þvíumlíkt og annað hvort á hann að færa laun, sem hann fær frá fyrirtækinu eða reiknað endur- gjald í viðeigandi reit. Þannig er það út í hött, að tala um, að skattskil Alberts sjálfs og svo fyr- irtækisins séu ekki aðskilin, því fyr- irtækið er bókhaldsskylt en hann ekki persónulega. í ljósi þessa er það af og frá, að sú skýring standist, að um sé að ræða rekstrarlegan misgáning í bókhald- inu hjá syninum, sem sér um rekst- urinn. Það sem á skortir í skýring- arnar á mistökunum er a) að Albert hafi átti nokkurn rétt á þessum greiðslum b) að reikningur er ekki einn og hinn sami og svo c) að sam- kvæmt þessu tekur hann sér tekjur, sem hljóta að vera skattskyldar. Mistökin eru þríþætt, ef mistök eru: í fyrsta lagi fara greiðslurnar inn á eigin reikning Alberts, en ekki reikning heildverzlunarinnar. í öðru lagi tók hann við peningun- um sem greiðslu sjálfum sér til handa, en segir síðan að rekstur heildverzlunarinnar hafi ekki kom- ið sér við í 13—14 ár. Þá er jafnframt ósamræmi í yfirlýsingu Alberts um það, að hann hafi oft þegið laun eða þóknun frá fyrirtækinu, fyrirtæki, sem hefur verið honum óviðkom- andi í öll þessi ár. Og þá vaknar sú spurning hvort hann telji fram í sínu skattframtali laun frá fyrirtækinu, sem svarar til þess fjár? í þriðja lagi er svo rekstur fyrir- tækis bókhaldsskyldur, en Albert sjálfur ekki, og þar með er ekki nema eðlilegt, að gerður sé greinar- munur á bankareikningum, þ.e. persónulegum bankareikningi og bankareikningi rekstrarins. H.H. Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæöisflokksins — Hann birtist skyndi- lega ( Alþingishúsinu. Bar hann Þorsteini boð um að efna til hins umdeilda blaða- mannafundar eftir að greinin ( Helgarpóstinum birtist? Þorsteinn Pálsson og Albert Guðmundsson ganga af þingflokksfundi sl. þriðjudag. ALBERT OG STJÓRN HAFSKIPS ÁKÆRÐ? Sérrannsóknin á Albert hefur verib sameinuð Hafskips- málinu í meðförum ríkissaksóknara 8fc HEJiGABPÓSTDRlNN?.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.