Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 12
ALBERTSMÁUÐ/ÁTÖKIN Í SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM ALBERT GUÐMUNDSSON Á FUNDINUM í ÞÓRSCAFÉ „GUÐ HEFUR GEFIÐ MÍR STERK BEIN" Albert Guðmundsson berst fyrir pólitísku lífi sínu. Fundurinn í Þórs- café sýndi það. Og þess vegna var til hans boðað. „Það var nauðsynlegt fyrir okkur að sýna forystu Sjálf- stæðisflokksins styrk okkar — og styrkja okkar mann, Albert Guð- mundsson", sagði einn stuðnings- manna Alberts Guðmundssonar í samtali við HP. Þórscafé var þétt setið s.l. sunnu- dag. Og mikil eftirvænting ríkjandi meðal fundarmanna. Jóhann Al- bertsson, sonur iðnaðarráðherra, tók fyrstur til máls með orðunum: „Enn er vegið að okkar manni.“ Og á þessum nótum fór fundurinn fram. Albert Guðmundssyni hafði enn einu sinni tekist að snúa stöðunni sér í hag. í þetta sinn í hlutverki hins ofsótta píslarvotts. Allir sem tóku til máls vitnuðu. Til stuðnings „sínum rnanni". Frummælendur voru þeir Lúövík Hjálmtýsson og Gutlormur Einars- son. Báðir voru mjög harðorðir í garð forystu Sjálfstæðisflokksins í ræðum sínum. Þannig hélt Lúðvík því fram, að svokölluð aðför að Al- bert væri skipulögð í tíma og vand- lega undirbúin. Síðan sagði hann: „Ef Albert verð- ur hrakinn af listanum gefa þeir Al- þýðuflokknum á silfurfati 3—4000 atkvæði í kosningunum." Taldi Lúð- vík það verk „vondra manna“ að vilja skáka Albert út. Og hann sagði það mikið „óheillaverk, þegar for- maður Sjálfstæðisflokksins stefndi biaðamönnum í þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins." Og allur var sunnudagsfundur þessi á sömu nótum. Einn fundarmanna fullyrti t.d. að „Þorsteinn Pálsson hefði framið pólitískt sjálfsmorð". Og viðkom- andi hélt áfram: „Ég vildi gjarnan sjá Helenu Albertsdóttur i fyrsta sæti listans á Suðurlandi í hans stað. Jafnvel Árna Johnsen." Annar sagði: „Ég vil fá að vita hvað er að gerast á milli veggja. Hvað er að gerast á milli þils og moldarveggja. Þar eru rottur sem naga og naga. Alla daga. Ég á tvo ketti sem gjarnan vilja berjast við þessar rottur." Það fór ekki á milli mála að rotturnar í þessu líkinga- máli stuðningsmanna Alberts voru hin þrönga forysta Sjálfstæðis- flokksins. Og Steingrímur Hermannsson fékk sinn skerf frá stuðningsmönn- Frá því að Albert Guðm undsson kom til Keflavíkurflugvallar frá Kaupmannahöfn hefur hann verið umkringdur blaða- og fréttamönnum frá mor'gni til kvölds. Við komuna var Albert greinilega miður sín og virtist vart vita hvað raunverulega væri að gerast. „Ég finn að það brennur eldur í aeðum þeirra sem hafa hringt í mig. Það er augljóst eftir þeim fréttum sem ég hef hfeyrt að það eru aðilar sem vilja losna við mig. Ur því það tókst ekki í prófkjöri þá ætla þeir að reyna það á ennan átt." Þetta var síðdegis á laugar- dag. Þremur dögum síðar var Albert ekki lengur iðnaðarráðherra ... um iðnaðarráðherra. „Steingrímur Hermannsson breytti grænum baunum í bensín. Ég get vel ímynd- að mér að Albert borði grænar baunir, en hann drekkur ekki bensín." Það er dramatísk þögn — spenna og eftirvænting — þegar „okkar maður“ sté í pontu. Síðastur ræðu- manna. „Þetta hafa verið erfiðir tímar. Og þegar ég kom heim í gær, þá leið mér eins og manni, sem verið er að leiða til aftöku — pólitískrar aftöku. En þá frétti ég af þessum fundi,“ sagði Albert Guðmundsson — og gerði hlé á máli sínu. Grafarþögn ríkti í salnum. „Guð hefur gefið mér sterk bein. Ég spyr sjálfan mig, hvenær láta þau undan. Sá tími er ekki kominn." Grafarþögn. Stuðningsmenn áttuðu sig ekki alveg strax. Síðan brutust út fagn- aðarlæti. Mikil fagnaðarlæti. í lok fundarins risu menn úr sæt- um og hylltu Albert Guðmundsson. Honum tókst — einu sinni enn — að leika á viðkvæmustu tilfinningar stuðningsmanna sinna. Hrifning stuðningsmanna hans var einlæg, en um leið óhugnanleg. MeÐ ÞlNU lA<3| Hvort sem er Blús, Jass, Rokk, Fönk eða Pönk. Þetta og mikið meira á Bylgjunni allan sólarhringinn allan ársins hring. jfr JW ,-/J0 '■ ..... 98-9 BYL GJAN 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.