Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 17
— Hvað er safnhaugur? „Það er sambland af jurtum og mykju. Fínasti áburður í heimi.“ — Og þetta hefur gengið? „Já, já. Eg fór til Englands að læra bíódýnamíska búfræði. Ég var í Englandi í eitt ár. Ég var fyrsti ís- lendingurinn við þennan skóia sem ég var á og var síðan valin, ásamt fimm öðrum konum, til að fara sem fulltrúi skólans til Findhorn. Þar var ég í nokkurn tíma en þá var ég komin með svo rosalega heimþrá til íslands að ég gat ekki hugsað mér annað en að komast heim. Ég sakn- aði fjallanna, andans sem vakir yfir landinu. Ekki samfélagsins. Þegar ég kom heim var ég á Húsavík í eitt ár en fór síðan að kenna á Akranesi. Þar var ég í 6 ár. Það er það lengsta sem mér hefur tekist að vera á ein- um stað." — Víkjum aö kvennabaráttunni, hvenœr byrjadirdu í henni? „Það var eiginlega uppá Skaga sem það byrjaði allt saman. Þar var ég að vinna með mörgum góðum konum og smám saman fór ég að átta mig á að það að vera kona er eitthvað allt annað en að vera karl- maður, þó ég gæti gert það sama og þeir. Ég hafði alitaf miklað fyrir mér kariheiminn vegna þess að þegar ég ræddi við konur, eða var ein kvenna í hóp, þá var alltaf talað um barna- uppeldi og prjónaskap. Þetta fór rosalega í taugarnar á mér og ég vildi breyta þessu, fá inní umræð- urnar stjórnun og ábyrgð. Uppúr þessu tók ég síðan þátt í stofnun Vesturlandsdeildar Kvennalistans. Það sem ég er að vilja með þessu er það að reyna að þroska karla í átt til kvenna og öfugt en það er bara verst hvað karlmenn eru óþroskað- ir.“ — Hvað áttu við með þessu? „Karlmenn staðna þegar þeir verða 15; 28 ef maður er heppinn. Þegar konur komast á þrítugsaldur- inn eru þær hinsvegar mjög spenn- andi og þroskast mjög hratt og mik- ið.“ — Tengirðu kvennabaráttuna að einhverju leyti við dulspekina? „Já, að því leyti að báðar þessar stefnur eru svar við efnishyggjunni. Þarna er um sama grundvallaratriði að ræða. Ef einhver framtíð á að verða, verður að hlúa að þeim sem taka eiga við — það gerir samfélag- ið ekki núna, það misþyrmir börn- um tilfinningalega með því að nota fjölmiðla sem pössunartæki. Börn verða ekki að kærleiksríkum mann- eskjum af sjálfu sér. Sko — lífið gengur út á að ná heiidarjafnvægi og hver og einn verður að rækta sinn eigin garð. Mikilvægast til þess er að hafa sterkan vilja, án hans get- ur manneskjan ekki unnið úr sínum örlögum. Samfélagið, menntakerfið og markaðsöflin, gera ekkert til þess að þroska þennan vilja, heldur þvert á móti allt til þess að lama hann. Þessu verðum við að breyta og það er sameiginlegt markmið allra sem eru andsnúnir efnishyggj- unni. — Er þetta ekki fremur óvenjulegt að fólk sé í dulspeki og pólitík sam- an? „Jú, það er það. Fólk sem er í dul- speki er oft mikið inní sjálfu sér og kemur ekki út í samfélagið. Ég hef hinsvegar vaiið að vera í hvoru tveggja, andlegu hliðinni og svo þeirri sem snýr út í samfélagið. Þetta gerir líf mitt margþætt og þess vegna er það ríkara." GRAFELDUR I NYJUM BÚNINGI! Gráfeldur er nú fluttur í nýtt og stærra húsnæði í Borgartúni 28. Sem fyrr skipa Lundia hillur og samstæður öndvegi hjá okkur, en úrvalið af húsgögnum fyrir heimilið og fyrirtækið, er meira en nóg til að gleðja augað og kveikja nýjar hugmyndir. Lundia litagleði Þú færð Lundia samstæðurnar í þínum lit. Við blöndum litinn að þinni ósk. Fyrir skrifstofuna og fyrirtækið Skrifstofu húsgögn Palletturekkar Skjalageymslur Lagerhillur Hagstætt verð Gerum tilboð Nyjungar SkemmtilegTog ódfyr unglingahúsgögn Stólar, svefnsófar, sófar hornborð, s í maborð, sjónvarpsborð, skápar. Líflegar smávörur o.m.fl Frá bært verð ! Óta I I iti r! Heildsala um allt land Seljum húsgögn og gjafavörur í heildsölu til verslana um allt land. KOMIÐ í GRÁFELD ÞAR KVIKNA HUGMYNDIR GRÁFELDUR HF. BORGARTÚNI 28 SÍMI 91-62 32 22 P&Ö/S(A HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.