Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 18
 ' Þeir gætu þurft að leita lengi eftir ummerkjum um þá bræður, Karíus og Baktus, tannlæknar framtíðarinnar. GÍFURLEGAR FRAMFARIR í TANNVERND GRUNN- SKÓLABARNA í REYKJAVÍK KARÍUS OG BAKTUS VERÐA HÚSNÆÐISLAUSIR Fyrir um þad bil tueimur árum var byrjad ad lakka tennur grunnskólanema í Reykja- vík med flúorlakki á hálfs árs fresti. Par að auki eru börn í mörgum skólum borgar- innar látin nota flúorskol reglulega. Árangur þessara aðgerða er þegar farinn að koma í Ijós. Ef einnig nœðist til ungra barna og 16—20 ára unglinga og þetta fyrirkomulag kæmist á um allt land, gœti orðið bylting í tannheilsu komandi kynslóða. Menn hafa lengi vitað, að flúor hefur styrkjandi áhrif á glerung tanna okkar. Flúor er í mörgum tannkremstegundum og eriendis er þessu efni víða bætt í drykkjar- vatnið. Skömmu fyrir Vestmannaeyjagosið hafði flúor raunar verið bætt í drykkjarvatn í Eyjum, en náttúruöflin skárust í leikinn áður en hægt var að draga lærdóm af þeirri tilraun. Fyrir nokkrum árum var farið að pensla tennur íslenskra skólabarna með flúorupplausn. Síðar kom á markaðinn flúor- hlaup, sem tók við af upplausninni, en það nýjasta af þessum toga er flúorlakk. Stefán Finnbogason gegnir stöðu yfirskóla- tannlæknis hjá Reykjavíkurborg. Hann tjáði HP að skólatannlæknar í höfuðborginni hefðu farið að lakka tennur grunnskóla- nema reglulega fyrir 2—3 árum. Væri þetta framkvæmt á u.þ.b. sex mánaða fresti og þar að auki væru börn undir 12 ára aldri látin skola munninn úr flúorupplausn einu sinni eða tvisvar í viku, a.m.k. í mörgum skólum. Sagði Stefán þessa meðferð strax hafa skilað árangri sem lýsti sér í færri skemmdum tönnum grunnskólanema í höfuðborginni. Sigrún Tryggvadóttir, skólatannlæknir við Melaskóla í Reykjavík, sagði að yfirleitt væri lakkað yfir tennur barnanna við lok tann- læknameðferðar. Örfáar undantekningar væru frá þessari reglu, í þeim tilvikum þegar foreldrar eru þessu mótfallnir. Sem kunnugt er, eru ekki allir jafnhrifnir af flúornum og blöndun þess í drykkjarvatn hefur valdið miklum deilum erlendis, þrátt fyrir óumdeildan árangur í tannvernd. Sagði Sigrún, að í Melaskólanum færi munnskol nú fram hálfsmánaðarlega. Nemendur geta líka fengið flúortöflur, ef for- eldrar þeirra kjósa það. Flúorlökkunin hefur verið með þessum hætti í Melaskólanum í um það bil tvö ár og sagði skólatannlæknir- inn að þar mætti strax sjá árangur í mun færri tannskemmdum barnanna. Tannlæknir nokkur á höfuðborgarsvæðinu, sem haft var samband við, tjáði okkur að I nauðsynlegt væri að styrkja glerung tann- t anna frá því að þær kæmu í ljós og fram að tvítugu. Eftir það hefði flúormeðferð lítinn tilgang, þar sem glerungurinn hefði þá náð endanlegum styrkleika. Taldi tannlæknirinn það afar nauðsynlegt að foreldrar kæmu með börn sín á 6 mánaða fresti í flúor- lökkun fram að skólaskyldu. Unglingar á aldrinum 16—20 ára ættu að gera hið sama og þá myndi verða hrein og klár bylting í tannheilsu þjóðarinnar. Umræddur tannlæknir lagði þó áherslu á að fólk treysti ekki á lakkið eins og ein- hverja allsherjarlausn og hætti að bursta tennurnar reglulega. Gamli, góði tannburst- inn er síður en svo úreltur — hvað þá tann- þráður og tannstönglar, sem eiga miklu hlut- verki að gegna í tannhirðunni. í Kópavogi og Hafnarfirði eru ekki sér- stakir skólatannlæknar, heldur er það alfarið mál foreldra að sjá um tannvernd barna sinna. Greiðslur til tanniæknanna fást þó að sjálfsögðu endurgreiddar í viðkomandi sjúkrasamiögum. Það er hins vegar ekkert eftirlit með því hvort farið er með börnin til tannlæknis eður ei og þar af leiðandi engin trygging fyrir því að tennur þeirra séu flúor- lakkaðar reglulega. Á Akureyri fengum við þær upplýsingar hjá tannlækni einum í bænum, að grunn- skólanemum væri deilt niður á tannlækna- stofurnar á staðnum. Það færi því mikið eftir viðhorfum hvers tannlæknis um sig, hvort tennur barnanna væru lakkaðar tvisvar á ári eða ekki. í dreifbýlum sveitum eru auðvitað ekki heldur tannlæknar við hvern skóla og eflaust misjafnt hvernig staðið er að tannvernd nemendanna. leftir Jónínu Leósdóttur mynd Jim Smartl 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.