Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 19
Dagbókin hennar Dúllu Kæra dagbók mín! Ég veit ekki hvað ég á eiginlega að halda um sjáKa mig. Á sunnudag- inn fór ég með Beiiu vinkonu niður á Tjörn af því að hún var að passa litlu systur sína. Það var svosem ekkert merkilegt, enda skítkalt eins og venjulega, fullt af fólki og brauði, en lítið af öndum. Tjörnin var bara eins og brauðsúpa. . . Ég er viss um að það er ekki hollt að láta matar- leifar rotna svona í mannabyggð. En hvað um það. Það getur örugg- lega enginn trúað því hverju ég tók upp á í Bankastrætinu eftir anda- bömmerinn. Ég skammast mín enn- þá svo mikið að ég get varla litið í spegil... Sem sagt: Kemur ekki Valgeir Guðjónsson, Stuðmaður, labbandi eins og engill af himnum í níðþröng- um galiabuxum og leðurjakka. Eg bara gat ekki á mér setið. Þetta var kannski eina tækifærið mitt í lífinu til að tala við hann. Svo ég veð bara beint á hann og spyr hann hvað klukkan sé! Ég meina það... hvað- an ég fékk kjarkinn, veit ég ekki. Og hvað heldurðu að hann segi, um leið og hann starði inn úr augunum á mér? „Hvort viltu tímann á Útvegs- bankaklukkunni eða þeirri á Lækj- artorgi?" Guð hvað ég átti þetta skil- ið. Það þurfti blinda manneskju til þess að sjá ekki hvað klukkan var. Ég hélt líka að ég myndi deyja. Bella lofaði að segja engum, eftir að ég sagðist myndu kjafta frá því þegar hún saup af rauðvínsflösk- unni um daginn ef hún þegði ekki. Stebba systir er nú komin í fulÞ komna rúst út af þessu með kennar- ana. Ég er rosalega heppin, því næstum allir mínir eru líka í verk- falli og ég er sko ekki í neinni rúst: Sef út, borða kókópöffs og horfi á vídeóið hjá Bellu á meðan mamma hennar vinnur í fiskinum eftir há- degi. Fullorðna fólkið var Scunt reyndar alltaf að trufla mann við sjónvarpsglápið um helgina og vildi fá að horfa á fréttir á bádum stöðv- unum. Þetta er allt froðufellandi út af því að það er verið að segja ein- um ráðherra upp vinnunni. Þau kjósa hann ekki einu sinni, svo ég skil ekki þennan æsing. Þar að auki á maðurinn heildsölu og flytur inn brennivín og allskonar, svo það þarf ekkert að vorkenna honum fyrir að verða sparkað. Ef mamma fer að starta söfnun fyrir hann, eins og veiku stelpuna í húsinu á móti í gamladaga, verð ég ekki eldri! Bæ, bæ. Dúlla. (Æ, maður á víst að segja Blessuð og sæl.) Ekkert vatn nemaí tíma sé tekíð Það er betra að panta í tíma þegar Reykjalundarrörin eru annars vegar. - Við höfurrt varla undan, enda hefur ekkert vatnslagnaefni reynst betur íslenskum aðstæðum. Meðferð röranna er hreinn bamaleikur, möguleikamir endalausir og endingin gerist varla betri. REYKJALUNDUR Mosfellssveit, 270 Varmá | Sfmi 91-666200 | Telex2268varis * Opnun sérstakloga fyrir leikhúsgosti kl. 18.00. Boröpantanir \ sí'ma 11340. Sími 27644 box 1464 1 21 Reykjavík Handmenntaskóli fslands er sex ara gömul stofnun, sem yfír 1250 íslendingar alls staðar a landinu og einnig erlendis, hafa stundað nam við. Skolinn byður uppa kennslu i teikningu,skrautskrift og barn- ateikningu^f BRÉFASKÖLAFORMI. Þú fœrð send verkefni fra okkur og lausnir þmar verða leiðréttar og sencbr til baka. Innritun i skólann fer fram fyrstu tvœr vikur hvers manaðar.- Biðjið um kynninganrit skólans með þvf að senda nafn og heimilisfang til okkar eða hringið f 27644 milli kl 17 og 19 (Ath. breyttur sfmatnni). Þetta er tœkifœrið fyrir þig að reynaþig^við ofannefndar _greinar f ró og nœði heima hjó |aér,hvar sem þu býrð ó landinu.Þu getur þetta lfka,eina.skilyrðið er óhugi þinn. I ÉG ÓSKA EFTIR AD FA’ SENT KVNNINGARRIT I HMI MER AD KOSTNAÐARLAUSU NAFN HEIMILISF.. I SPENNUM sjálfra okkar BELTIN vegna! HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.