Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 21
 FÓLK HELDUR AÐ MAÐUR GANGI MEÐ RÖNTGENGLERAUGU — Er engin hœtta á því ad menn eins og þú, sem eru med öll gedsjúkdómaeinkenni á takt- einum, verdi „hysterískir" þegar þeir finna and- legar breytingar hjá sjálfum sér? „>að hafa allir iæknastúdentar upplifað. Mað- ur hefur einkenni um alla mögulega sjúkdóma, þegar maður er að lesa um þá í fyrsta sinn. Ég held nú að þekkingin hjálpi manni hins vegar til þess að geta greint þarna á milli. Ef ég vakna t.d. illa upplagður einhvern morguninn, get ég gert mér grein fyrir því af hverju það er og verð þar af leiðandi síður „hysterískur". >ekkingin cetti sem sagt að hjálpa mönnum mjög mikið og margir þeirra, sem fást við geðræn málefni, ganga í gegnum eigin meðferð á námsferlinum. >etta gerir mönnum kleift að þekkja sjálfa sig betur." — Madur heyrir fólk oft segja að enginn hópur iþjóðfélaginu sé jafnskrítinn ogsálfrœðingar og qeðlœknar. Hefurðu fengið þetta framan í þig um œvina? „Já, blessuð vertu. >að eru líka margir í stétt geðlækna og sálfræðinga, sem eru óvenjulegir persónuleikar, þó ég hafi aldrei lagt mig eftir því að hugleiða hvort það er meira en gerist og gengur í öðrum hópum. Auðvitað er margt fólk í þessum stéttum mjög upptekið af að hugsa um sjálft sig og ýmislegt í eigin fari. Hins vegar ætti enginn að leggja út í þessar atvinnugreinar til þess að lækna sjálfan sig. Slíkt er ekki heillavænlegt! >að er afskaplega mikil áreynsla fyrir mann að vinna með geðtruflanir annarra og þurfa að vera allan daginn útsettur fyrir ýmsu óvenjuiegu í fari fólks. >að fylgir þessu mikið álag.“ — Þurfið þið sjálf kannski einhvers konar út- rás eða að létta áykkur til þess að geta unnið við þetta? „>að er mikið um það í þessu starfi að fólk ieit- ar handleiðslu hjá starfsfélögum sínum eða öðr- um til að fá leiðbeiningar og ábendingar um eig- in viðbrögð. >etta er mjög algengt og meðvit- und okkar um þetta er vaxandi. Við verðum að vera vakandi fyrir því að slíta fólki ekki upp til agna, ef svo má að orði komast. Starfsfólkið þarf sem sagt líka að fá tækifæri til þess að hvíla sig og „lofta“ tilfinningar sínar og viðbrögð." — Verður þú var við það á mannamótum, að fólk hafi áhyggjur afþví að þú sért að sjúkdóms- greina það? „Já, já. Fólk heldur að maður gangi um með einhver röntgenaugu og sjái þess leyndustu til- finningar. >ess vegna getur það stundum verið svolítið á varðbergi. Eg reyni náttúrulega að eyða þessu eftir bestu getu, því ég hef alls engin röntgenaugu og sé ekki hugsanir fólks nema það skýri mér frá þeim!“ — Enlendirþú íþví eins og,,venjulegir“ lcekn- ar að fólk tali mikið um sálrœna sjúkdóma við þig í samkvœmum? „Fóik ræðir oft töluvert um geðrænar trufian- ir og orsakir þeirra, og finnst við geðiæknarnir stundum fáfróðir og ómögulegir! En sjúkling- arnir mínir koma ekki til mín og ræða sjúkdóma sína, eins og sjúlingar kvensjúkdómalækna koma og spjalla um hnúta í leginu eða tíðatrufl- anir yfir glasi. >að gera mínir sjúklingar ekki, enda er það afar eðlilegt." FER Á SKÍÐI, Á SUMARDAGINN FYRSTA — Tekurðu áhyggjur úr vinnunni mikið með þér heim, eða lcerist fljótt að skilja þarna á milli? „>að lærist nú aldrei alveg. Ef maður er að fást við erfitt mál og ekki geng- ur nógu vel að hjálpa einhverjum, fer maður óneitanlega heim með áhyggjur af því. >á veltir maður því fyrir sér, hvað hægt sé að gera frekar fyrir sjúklinginn og það er óskaplega sárt þegar ekki tekst að lækna einhvern. Að ég tali ekki um að verða fyrir því að sjúklingur stytti sér aldur. >að er alltaf mikið áfall og mjög sárt.“ — Hvað gerirðu í tómstundum til þess að dreifa huganum? Prófessor Tómas Helgason yfir- læknir í HP-viðtali „Ég fer á skíði á sumardaginn fyrsta", sagði Tómas og skellihló, en ég botnaði ekki neitt í neinu. >á kom skýringin. „Sjáðu til, ég ætla mér alltaf að fara á skíði á veturna, en kem því aldrei í verk fyrr en um sumardaginn fyrsta. >á fer ég á skíði, svona rétt til að koma nafni á það. >að eina sem ég stunda af tómstundaiðju, er garðurinn minn. Og sumarbústaður austur í svéit, þar sem ég dunda mér á sumrin við að planta trjám, laga girðingu og slíkt. Ég verð hins vegar að játa það á mig, að ég er haldinn vinnufíkn — líklega af því að ég er latur að eðlisfari. Ég þori ekki að hætta að vinna, af ótta við að gera þá ekki neitt!" — Þú situr þá ekkiyfir vídeóinu á kvöldin eða spilar bridge í laumi? „Nei. Ég hef ekki spilað bridge síðan ég var í 5. bekk. >á afgreiddi ég það. Við spiluðum einu sinni í viku, nokkrir góðir félagar og bekkjar- bræður í menntaskóla, en síðan þá hef ég ekki spilað bridge. Ég horfi þó auðvitað einstöku sinnum á sjónvarp, þegar eitthvað skemmtilegt er á dagskránni. Ég slappa þá af yfir því, eða sofna jafnvel..." SAGT AÐ VIÐ SYSTK IIN BROSUM f TÍMA OG ÍMA — Hefur þig aldrei langað til að taka þátt í stjórnmálum? „Ég tók eiginlega ákvörðun um það, eftir að ég var orðinn iæknir, að það félii ekki saman að stunda það starf og vera pólitískt virkur. >ess vegna hef ég aldrei komið nálægt stjórnmálum.“ — En hvað finnst þér um pólitíkina á íslandi? „Fólk, sem er í þessu, stefnir allt að sömu markmiðum, sýnist mér, en heldur að leiðirnar séu misgóðar eða misfærar. Raunin er sú, að það hefur skipt afskapiega litlu máli síðan 1960 hver er við völd. Utkoman hefur alltaf verið mjög svipuð eftir að haftastefnan leið undir lok við upphaf viðreisnarstjórnarinnar. Við höfum haft mjög farsæla þróun, þrátt fyrir nokkur víxlspor og vandræði eins og verðbólguna. En þetta litla þjóðfélag á fslandi gerir stjórnmál erfið. Návígið og nábýlið gerir það óskaplega erfitt." — Þú hefur sem sagt aldrei lánað nafnið þitt á framboðslista? „>að hef ég ekki gert, nei. Svo verður líka að segjast eins og er, að það er alveg kappnóg að einn í fjölskyldunni sé í þessu!“ — Þykir þér gaman að lifa, Tómas? „Já, mér þykir það. Mér hefur alltaf þótt gaman — man raunar ekki eftir öðru.“ — Þú ert afar brosmildur maður og stutt í glensið í augunum. Ertu mjög léttur í lund? „>að er nú sjálfsagt misjafnt. >etta er einhver kækur, sem okkur systkinunum er legið svolítið á hálsi fyrir. >að er stundum sett út á þetta við okkur... sagt að við brosu... i tíma og ótíma!" Að þessu sögðu fóru 36 vöðvar í andliti Tómas- ar Helgasonar í gang, samkvæmt kokkabókum ljósmyndiii a HP. Öllu meira viðeigandi endi var tæpasi hægt að hugsa sér á þetta samtal.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.