Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 23
var tekið fyrir á aðalfundi Banda- lags ísl. leikfélaga og var sam- þykkt að taka okkur inn.“ Skiptir það einhverju máli að vera aðili að þessu bandalagi? „Já, það skiptir miklu máli. Nú erum við til dæmis að fara á alþjóðlega leik- listarhátíð í Hollandi þar sem ein- göngu barnaleikfélög sýna. Okkur var boðið að koma í gegnum Bandalagið. Svo getum við keypt smink hjá Bandalaginu og þar fáum við líka handrit og margt annað. Þau standa einnig fyrir námskeiðum og ég hef sótt eitt slíkt í „sminki". FÓR Á FUND DAVÍÐS OG SVERRIS En hver borgar svo ferðina tif Hollands, varla hópur 13 ára barna? „Nei, nei. Eg fór bæði til Davíðs borgarstjóra og Sverris Hermannssonar og bað um styrk svo við gætum tekið þátt í þessari hátíð," segir Magnús Geir. — Og þú hefur alveg þorað á fund þess- ara ráðamanna? ,,Já, ég rriátti ekki vera að því að kvíða fyrir," segir hann brosandi. „Við höfðum svo mikið að gera að ég skrapp bara yfir til þeirra milli æfinga. Þeir tóku mér vel báðir tveir og við förum í ferðina 17. apríl og verð- um í eina viku. Það verða fimm leikarar og einn fararstjóri." í samtalinu kemur fram að Magnús Geir er orðinn þrautþjálf- aður leikari. Hann hefur leikið í tveimur verkum hjá Þjóðleikhús- inu, Ríkharði III og Tyrkja-Guddu, og í kvikmyndunum „Hrafninn flýgur“ og „Reykjavík — Reykja- vík“. Hann segist enda vera með allan hugann við leiklist og hafi varla komið heim til sín síðan þau fóru að æfa í Galdra-Loft. „Ég hugsa varla um annað en leikrit," segir hann. „Þegar við frumsýnd- um „Gilitrutt" var ég varla kominn . heim þegar ég var byrjaður á nýju handriti." Hann segist lesa fjöldann allan af handritum áður en hann taki ákvörðun um hvaða leikrit skuli flutt. „Þannig las ég tuttugu hand- rit í haust, valdi þrjú úr og bar það undir stjórn á aðalfundi Gaman Leikhússins hvaða leikrit við ættum að velja. „Brauðsteikin og Tertan" varð fyrir valinu. Hann segir þau hafa haldið frumsýningarveislu að frum- sýningu lokinni á Galdra-Loftinu: „Við vorum með snittur og kók og fórum svo öll saman út að borða, — reyndar bara á Tomma-borgara í Lækjargötunni því þangað var styst að fara,“ segir hann og hlær. „Það var enginn í veislunni nema við leikararnir hjá Gaman Leik- húsinu enda var þetta okkar dagur." Gaman Leikhúsið mun halda áfram næsta vetur, á því segir hann engan vafa. „Við eigum bara eftir að finna gott leikrit og við finnum það örugglega á leiklistar- hátíðinni í Hollandi," segir hann. Þegar ég spyr hann hver vélriti leikskrár kemur í ljós að einnig það verk er í höndum Magnúsar Geirs: „Ég var alltaf að fá lánaða ritvél eldri bróður míns og þegar hann var búinn með Hagaskólann kom hann bara með hana inn í mitt herbergi. Þar er hún núna og herbergið mitt er orðið að skrif- stofu!“ Varðandi framtíðina er engin spurning: „Ég ætla að verða leikari, það er alveg öruggt,“ segir hann. „Fyrst ætla ég í Menntaskól- ann og ljúka stúdentsprófi og svo ætla ég beint í Leiklistarskólann. — Nei, ég ætla ekki að reyna að verða Hollywood-leikari. Það er miklu betra að vera heimsfrægur á íslandi," sagði þessi bráðhressi strákur og hló. Svo fékk hann að sitja í bílnum með mér á leiðinni heim. „Það er svolítið vont að vera ekki kominn með bílpróf," sagði hann. „Stund- um er erfitt að þurfa að fara allt með strætisvagni." Þegar hann var að fara út úr bílnum bætti hann við: „Viltu svo gjöra svo vel að leyfa mér að heyra viðtalið áður en þú skilar því?" Og þar með kvaddi formaðurinn, leikhússtjór- inn, leikstjórinn, leikarinn, sminkarinn, höfundur leikskrár og dugnaðarstrákurinn Magnús Geir... EÖvarÖ Þór Eðvarðsson, íþróttamaöur ársins: „Æfi 6 tíma á dag bortaréttog d\ék niikió af mjóE“ „Þú kemst ekki á heimsafrekslista og seturekki vel á annað hundrað íslandsmet eða Norðurlandamet eins og Eðvarð án þess að hugsa um hvað þú lætur ofan í þig“, segir þjálfari Eðvarðs, Friðrik Ólafsson. Með eftirtektarverðri samvinnu og skipulegri uppbyggingu hefur þeim tekist að ná stórkostlegum árangri og stefna enn hærra. Veigamikill þáttur þjálfunarinnar er heilbrigt mataræði. Það hefur áhrif á alla starfsemi líkamans, hvort sem um er að ræða skaphöfn, taugaviöbrögð, styrk eða annað. Mjólkin er ómissandi uppistaða í daglegu fæði allra þeirra sem hugsa um andlegt og líkamlegt heilbrigði. Hún er ótrúlega auðug uppspretta af fjölbreyttum bætiefnum. Úr mjólkinnifáum við kalk, magníum, zink, A og B vítamín, steinefni, amínósýrur og fjölmörg önnur efni, sem eru líkamanum lífsnauðsynleg. Vegna þessa mikilvægis mjólkurinnar verður aldrei of oft brýnt fyrir ungum sem öldnum að tryggja líkamanum nægilegt magn af mjólk eða mjólkurmat á hverjum degi. MJÓLKURDAGSNEFND íþróttamaður ársins, Eövarð Þór Eðvarðsson, sem hefur skipað sér sess á meðal besta sundfólks í heimi er vel meðvitaður um mikilvægi mjólkur í alhliða líkamsuppbyggingu. Engir sætudrykkir geta komið í stað mjólkurinnar. Mjóik eða mjólkurmatur er sjálfsagður hluti af hverri máltíð. Hvað er hæfileg mjólkurdrykkja? eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson Ráðlagður Hæfilegur Aldurshópur dagsskammtur mjólkurskammtur (RDS)afkalkiímg (2,5dlglös) Bom1-10 Unglingar 11-18 Fullorönir karlar og konur* 800 1200 800________________ I * Margir sérfræöingar telja aö kalkþörf kvenna eftir sé mun hærri eöa 1200-1500 mg/dag. Reynist þaö rétt er hæfilegur mjólkurskammtur ekki undir 3 glösum á dag. HELGARPÓSTURINN 23 * (Með ffijólk er átt við nýmjólk, léttmjólk og undanrennu).

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.