Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 34

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 34
Stefna í stefnuleysinu? * Er einhver menningarstefna á Islandi, eða ríkir hér stefnuleysi og getur það verið stefna í sjálfu sér? Listir og menning fá um eitt prósent af heildarútgjöldum ríkisins. Þjóðleikhúsið tek- ur til sín nærri fimmtung þeirrar fjárhæðar. Sinfónían lækkar milli ára. íslendingar hafa lengi uerid taldir menningarþjóö,a.m.k. af þeim sem landiö byggja þótt ekki sé víst ad adrir séu endilega sömu skodunar. A hátíðisdögum er menningin gjarna dregin fram, Ijóð eftir Einar Ben. eða málverk eftir Kjarval, forn- sögurnar og arfleifðin öll sem hvílt • hefur eins og mara á veikbyggðum öxlum íslenskra skálda í þásund ár og öllum sem vita vilja verður Ijóst að engin þjóð er okkar meiri í menn- ingarmálum, nema kannski Grikk- ir; þó varla. Samt heyrast raddir þess efnis að við getum gert betur við listamennina okkar, styrktþá og stutt af meiri rausnarskap heldur en tiðkast hefur á undangengnum ár- um og áratugum. Áfyrstu áratugum aldarinnar þegar ísland og Islend- ingar voru að verða til sem nútíma- þjóð, voru sem óðast að skríða úr moldarkofunum og breytast í út- gerðarmenn og iðnaðarmenn í stað þess að vera allir bœndur, predik- uðu lœrðir menn um nauðsyn sjálf- stœðis landsins frá Dönum og um leið töluðu þeir um að sjálfstceð þjóð þyrfti að eiga listamenn sem túlk- uðu hinn séríslenska veruleika. Síð- an hefur mikið vatn runnið til sjáv- ar. Nú er menningin ekki til um- rœðu hjá leiðtogum vorum, nema af illri nauðsyn, og í nýlegum sjón- varpsþœtti opinberuðu fuUtrúar þeirra sem landinu vilja stjórna að þeir vita nœsta lítið um menningar- og listamál og að engin stefna er í þessum málum til. Engin nema kannski sú að vilja gera betur en gert er. Hitt ersamt auðvitað Ijóst að stefnan er til, hún kemur skýrt fram í fjárlögum og verkum stjórnmála- mannanna, það sem þar er hlýtur að vera þeirra stefna, eða stefnu- leysi.ef menn vilja svo kalla. LISTASKÓLAR UTUNDAN Hér til hægri á síðunni gefur að iíta nokkrar töflur sem sýna í gróf- um dráttum þá stefnu íslenskra yfir- valda í menningarmálum sem birt- ist í fjárlögum. Tekin voru fjárlög fyrir árið ’87 og til hliðsjónar hafður ríkisreikningur fyrir árið ’85 og hann framreiknaður til núgildis. Á þessu ári eru útgjöld ríkisins áætluð tæplega 46 milljarðar. Af því rennur til lista og menningarmáia rúmur háifur milijarður, eða rétt rúmt prósent af heildarupphæðinni, þ.e. af útgjöldum ríkisins. Sam- kvæmt heimildum mun þetta vera svipað víðast hvar í nágrannalönd- um vorum, en Frakkar eru Evrópu- meistarar í greininni; hjá þeim nema framlögin að öllu jöfnu um tveimur prósentum. Hitt er svo ann- að mál hvort þetta er viðunandi, það má alltaf gera betur og gildi list- arinnar fyrir samfélagið verður seint ofmetið. Það virðist vera að sýna sig svo um munar í samtíðinni, a.m.k. ef marka má þá aðsókn sem leikhúsin hafa fengið í vetur, gífur- iegan fjölda myndlistarsýninga sem eru í gangi og þann fjörkipp sem varð í sölu íslenskra skáldsagna í síðasta jólabókaflóði. Einnig er rétt að benda á nýútgefnar plötur með íslenskri nútímatónlist sem íslensk tónverkamiðstöð sendi frá sér. Þegar litið er á töflurnar hér til hliðar þá er greinilegt að mest áhersia hefur verið lögð á að undan- förnu að fjárfesta, ef svo má segja. Lítil áhersla er á skólana sem út- skrifa eiga það listafólk sem við eig- 34 HELGARPÓSTURINN um að njóta síðar. Þannig gera fram- lög til Leiklistarskólans og Mynd- listaskólans ekki svo vel að standa í stað rniðað við árið 1985 en fram- lögin til tónlistarfræðslu hækka um 30 milljónir, næstum einn þriðja. SINFÓ LÆKKAR MILLI ÁRA Einnig er athyglisvert í framhaldi af þessari umræðu um tónlistarskól- ana, sem fá nú allverulega hækkun, að velta fyrir sér málefnum Sin- fóníuhljómsveitarinnar. Eins og sést á töflu 2 þá hafa framlög til hennar dregist saman á þessum tveimur ár- 'um. Hér er rétt að geta þess að árið 1985 hljóðuðu fjárlög uppá um 19 milljónir, framlagið nam 32 milljón- um en árið 1986 var það lækkað í krónutölu um 6 milljónir, skv. fjár- lögum fyrir það ár. í ár lítur svo út að um einhverja krónutöluhækkun sé að ræða en það er því víðs fjarri því í raun og veru er um verulega lækk- un að ræða. Þetta er fróðlegt þegar tillit er til þess tekið að hitt ríkisapparatið sem mest tekur til sín, Þjóðleikhúsið, býr við allt annan kost. Þar virðist vera tekið á af rausnarskap og á árunum '85—7 hafa framlög ríkisins næstum tvöfaldast. Hér verður þó að hafa í huga að tölurnar segja alls ekki alla söguna og einhverjar sérstakar ástæður gætu hugsanlega legið að baki. En óneitanlega er þarna um verulega hækkun að ræða. Listasafn íslands fær einnig tvö- földun á gildandi fjárlögum, en þeg- ar sú upphæð, rúmar 60 milljónir, er skoðuð verður að hafa í huga að um þriðjungur hennar á að renna í ný- byggingu safnsins við Fríkirkjuveg, um 14 milljónir fara í almennan rekstur en aðeins þrjár milljónir til listaverkakaupa. Mörgum kann að þykja þetta súrt í broti, enda hefur safnið lengi legið undir ásökunum þess efnis að eiga engan veginn nægiiega gott yfiriit yfir íslenska myndlistarsögu, en kannski er ástæðunnar að leita í því að fjárveit- ingar hafa alltaf verið af skornum skammti. Mönnum hlýtur að vera spurn til hvers er verið að reisa safn- hús ef ekkert fé fæst til að kaupa í það myndir. BETUR MÁ EF DUGA SKAL Annað dæmi úr myndlistinni er svokallaður Listskreytingasjóður. Framlög til hans miðast viö ákveðna prósentu af því fé sem ríkissjóður ver á hverjum tíma ti! bygginga. Lögin eru hinsvegar svo bjálfalega orðuð að engum virðist vera ljóst hvað sjóðurinn á í raun til- kall til mikilla fjármuna. Hér er einnig rétt að minnast á ís: lenska dansfiokkinn og Óperuna, hvorugt þessara fyrirtækja virðist vera í náðinni hjá þeim sem útdeila fénu. Segja má að íslenski dans- flokkurinn geti hvorki lifað né dáið, samt hafa framlög til hans hækkað hlutfallslega. Sömu sögu er að segja af Óperunni, hinsvegar getur hún dáið, og mun gera það ef ekki verð- ur betur að hlúð. Óþarfi er hér að rekja harmasögu Alþýðuleikhússins, það gerir ekki meira en rétt að standa í stað og varla það, húsnæðisleitin búin að standa á annan tug ára og ekkert gengur. Sumir segja að þetta sé markviss stefna. Má vera, en verður ekki til þess tekin afstaða hér þó segja megi að stefnuleysi geti mjög auðveldlega verið stefna í eigin stefnuleysi. Framreiknuð upphæð ársins ’85 til lista og menningarmála var 510 milljónir, á þessu ári verður hún milli 530 og 40 milljónir. Markverð hækkun? Umtalsverð? Því er erfitt að svara því oft á tíðum er bara ver- ið að reyna að bæta fyrir gamlar syndir. Þannig var stofnfé Launa- sjóðs rithöfunda 21 milljón gamlar krónur árið 1976 sem jafngildir rúmum 9 milljónum á núvirði. Sjóð- urinn hefur nú verið felldur undir Stcu-fslaun listamanna þannig að erfitt er að segja um hvort raunveruleg hækkun hefur orðið á þessum lið, þó svo að þess verði að geta að myndarleg hækkun hefur orðið á Starfslaununum (sjá töflu 4). ALÞÝÐULEIKHÚS — JURÓVISJÓN Hins ber líka að gæta sem ekki kemur fram hér og það er hversu miklum tekjum iistirnar skila í ríkis- sjóð. Rithöfundar hafa löngum verið æfir þegar þetta hefur verið rætt og taiað um stórar fjárhæðir sem sölu- skattur af verkum þeirra skili til baka í ríkiskassann. Það má því vera ljóst að margs er að gæta þegar rædd er stefna, eða stefnuleysi, ríkisins í menningar- máium og margt verður þar að skoða svo heildarmynd fáist en hitt er greinilegt að hér er ekki um stór- ar fjárhæðir að ræða. Menningin og listirnar eru ekki þurftafrekar þegar litið er til heildarútgjalda ríkisins og ekki þarf miklu við að bæta svo rausnarlega geti talist að málum staðið. Þannig tala menn um að hver íslendingur leggi 10 kr. fram til að tryggja rekstrargrundvöli Sinfóníu- hljómsveitar æskunnar. Svo má líka benda á að upphæðin sem laga- höfundarnir 10 fengu til að útsetja lögin sín fyrir Söngvakeppni sjón- varpsstöðva var dágóð, hún nam næstum einu Alþýðuleikhúsi á fjár- lögum. Þessvegna er þetta spurning um stefnu. KK tók saman. LAUGARDAGINN 28. mars, klukkan 14 síðdegis, opnar Halldór Björn Runólfsson listfræðingur og myndlistarmaður, sýningu á verk- um sínum í Slunkaríki á ísafirði. Á sýningunni verða kola- og krítar- teikningar, vatnslitamyndir og akrýlmálverk. Ennfremur mun Halldór Björn halda fyrirlestur um myndlist i Bókasafni Menntaskólans á Isafirði. Hefst fyrirlesturinn klukk- an 16 á sunnudag. NEMENDALEIKHÚS Leik- listarskóla íslands ráðgerir að frum- sýna útskriftarverkefni þeirra nem- enda sem ljúka námi í vor. Leikritið sem valið var sem lokaverkefni þessa hóps er finnskt að þjóðerni og heitir Rúnar og Kyllikki eftir leik- ritaskáldið Jussy Kylátasku. Leik- stjóri verksins verður Stefán Bald- ursson og auk nemendanna leika í verkinu Margrét Ólafsdóttir, Sigur- veig Jónsdóttir og Þórhallur Sig- urðsson auk eins nema úr 2. bekk skólans. ENN um fjórða árs nema í Leik- listarskólanum. Á árshátíð Grikk- landsvinafélagsins Hellas, sem haldin verður á Esju á föstudags- kvöldið nk, munu þeir taka þátt í uppsetningu á atriði úr gamanleikn- um Friðinum eftir Aristofanes. Leik- stjóri þess er Sveinn Einarsson og auk nemanna verður Róbert Arn- finnsson einnig á fjölunum á árshá- tíðinni. Þýðingu verksins gerði Kristján Árnason en hann hefur áð- ur þýtt a.m.k. tvö verka Aristofan- esar, Lýsisströtu og Þingkonurnar, sem mörgum eru vafalítið í fersku minni. Þegar þeir Grikklandsvinir hafa notið leiksýningarinnar mun Sif Ragnhildardóttir syngja lög eftir Þeódórakis og síðan er meiningin að spjalla um fyrirhugaða menning- arferð til Grikklands í júní nk. KABARETT gengur alveg óhemju vel hjá Leikfélagi Akureyrar eftir því sem fréttist hingað súður yf- ir heiðar. Bjartsýnustu menn eru nú þegar farnir að tala um að hér sé endurtekning á My Fair Lady sem gekk við miklar vinsældir hér um árið, og sýningunni um franska spörfuglinn Edit Piaf sem einnig gekk dável hjá þeim norðanmönn- um. Þegar er farið að tala um pakka- ferðir í höfuðstað norðurlands, frá öilum landshornum. Þegar er upp- selt á sýningar um þessa helgi og einnig á sýningar um helgina 8., 9. og 10. maí. Þess má geta að Pétur Einarsson leikhússtjóri verður í hlutverki Þráins Karlssonar enn um skeið, en sá síðarnefndi varð frá að hverfa vegna veikinda. TÓNLISTARLÍFIÐ hefur ekki verið svo ýkja fjölskrúðugt að undanförnu, en á þriðjudaginn 31. mars verður þó kærkomin tilbreyt- ing á því. Þá munu tveir af efnilegri tónlistarmönnum landsins, þeir Þor- steinn Gauti Sigurðsson píanóleik- ari og Guðni Franzson klarinettu- leikari, halda tónleika í Norrœna húsinu. Efnisskráin verður tvíþætt; annarsvegar verk fyrir einleiks- klarinett eftir þrjú af virtari tón- skáldum samtímans; ítalann Berio, Svíann Lidholm og Hollendinginn Escher. Á síðari hluta tónleikanna verða flutt verk eftir Debussy og Sónata op. 120 nr. 1 eftir Jóhannes Brahms, fyrir klarinett og píanó. Listaskólarnir '85’ '87! 100.825 130.788 Leiklistarskóli íslands 13.590 12.561 18.228 18.143 Myndlistaskóli á Akureyri Myndlistaskóli í Reykjavík 2.500 1.600 1 Framreiknað framlag '85* 2 Fjárlög 87. Lista og menningarstofnanir ríkisins '85' '872 Sinfóníuhljómsveit íslands 43.150 36.870 61.445 110.400 Listasafn islands 31.768 60.457 Listskreytingasjóður 4.958 4.000 Listasafn Einars Jónssonar 1.987 2.861 Listasafn Ásgríms Jónssonar 915 1.482 Kvikmyndasafn islands 2.694 1.539 Menningarsjóður 6.815 7.900 Framlög til listhópa og samtaka' '852 '873 4.020 4.700 Leikfélag Reykjavíkur 5.628 6.500 Leikfélag Akureyrar 4.958 6.000 íslenski dansflokkurinn 402 930 2.010 2.050 Leiklistarstarf, annað 6.721 8.000 Tónlistarstarf, styrkir 2.380 2.800 Listasöfn, styrkir 1.634 1.832 1 I þessum hópi eru fjöldi annarra liða sem ekki eru tilgreindir hér. 2 Framreiknað framlag '85 3 Fjárlög '87 Framlög til einstakra listamanna '85' '872 Kvikmyndasjóður 37.304 55.000 Rithöfundasjóður Islands 3.904 4.851 Höfundagreiðslur skv. 21. gr. hl 199 222 1.575 2.918 16.8371 23.340 Heiðurslaun 4.288 5.280 1 Framreiknuö framlög '85 2 Fjárlög '87 3 Hér inni eru listamannalaun, starfslaun listamanna og launasjóður rithöf unda sem er komið undir einn hatt. Skipting framlags ríkisins eftir listgreinum '87' Tónlist 175.158 150.266 94.795 57.694 7.991 51.334 33% 28% 18% 11% 1% 9% Myndlist Kvikmyndir Samtals 537.248 1 Fjárlög. * Framreikningurinn styöst við þróun framfærsluvísitölu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.