Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 35

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 35
LEIKUST Ertu meö eyöni? Leikstjóri: Inga Bjarnason. Leikarar: Harald G. Haraldsson og Viöar Eggertsson. Lýsing: Arni Balduinsson. Búningar: Vilhjálmur Vilhjálmsson. Þýöing: Guörún Siguröardóttir. „Eru Tígrisdýr í Kongó?“ er ein- þáttungur eftir finnsku rithöfund- ana Bengt Ahlfors og Johan Barg- um. Sýningarnar eru í veitinga- húsinu í Kvosinni/Café Rosen- berg. Leikritið fjallar um tvo rit- höfunda, sem staddir eru á kaffi- húsi og eiga að semja gamanleik um eyöni. I byrjun er reynt að slá á létta strengi, en smám saman færist meiri alvara í leikinn. Alvar- an verður því meiri sem fleiri stað- reyndir eru dregnar fram. Leiksýningin nær því að grípa og halda allri athygli áhorfandans; þrátt fyrir að hann hafi mjög góð- an rétt fyrir framan sig á disknum og ljúft vín, þá verða þær freisting- ar ekki leiksýningunni yfirsterk- ari. Hversvegna vill maður fara og horfa á leiksýningu um eyðni (ein- hvern óhugnanlegasta sjúkdóm sem herjar á heimsbyggðina) á veitingahúsi? Starfsfélagi minn spurði mig að því „hvort ég hefði virkilega haft lyst á að borða og horfa á leikrit um þennan hryll- ing“. Spurningin lýsir þeim for- dómum og þekkingarleysi sem leiksýningin reynir að uppræta með staðreyndum. Það var ekki sýndur neinn óhugnaður, heldur var skírskotað til okkar áhorfenda með því að lýsa í orðum þeim að- stæðum, sem geta skapast hjá venjulegu fólki sem fær sjúkdóm- inn. Styrkur leikritsins er fólginn í því að áhorfandinn getur „identi- fierað" sig (fundið samsvörun hjá sjálfum sér og því sem sagt er og gert á sviðinu) með aðalpersónun- um. Leikararnir, þeir Viðar Egg- ertsson og Harald G. Haraldsson, hjálpa áhorfendum einnig mikið til þess að geta sjálfir lifað sig inn í hlutverkin og ímyndað sér at- burðarás sem ekki snertir þá sjálfa á þessu augnabliki. Leikur þeirra er vægt sagt góður og styrkja þeir boðskapinn með því að lifa sig inn í hlutverkin. Áhorfendur fengu það á tilfinninguna að þetta væri í raunveruleikanum. Inga Bjarna- son leikstjóri virðist hafa einstakt lag á að skapa hina andlegu stemmningu, sem öll sýningin stendur og fellur með. Henni tekst að skapa hina réttu stemmningu og hrífur áhorfendurna með sér. Inga leitar eftir að gera hlutina eins raunverulega og hægt er til að yfirvinna „sviðsbrúnina" í sam- ræmi við kenningar um „intimt" leikhús (náið leikhús). Þó er ráp leikaranna ekki í samræmi við hefðbundnar kaffihúsavenjur, heldur meira í átt við hefðir leik- hússins. Alþýðuleikhúsið var stofnað með því hugarfari að það væri tæki til að koma mikilvægum boð- skap og þekkingu til fólks. Sjaldan hefur þeim tekist betur til en ein- mitt með þessari sýningu. Saman fer gott handrit, góður leikur og góð leikstjórn, og allt þetta verður að góðri leiksýningu. Leiksýning- in er laus við glys, glimmer og gerviheim í nafni afþreyingar. Þótt það sé ekki venja leikgagn- rýnenda að fjalla um sýningar- svæðið, þá verður ekki hjá því komist nú, því staðurinn í Kvos- inni/Café Rosenberg er tilvalinn til leiksýningahalds vegna góðs hljómburðar, og vegna heppilegr- ar stærðar. Leikhúsgestum er bor- inn matur og flestir ná að ljúka við matinn áður en sýningin hefst. Maturinn er lostæti og vínið valið af smekkvísi og kunnáttu. Það er hvorki of súrt né sætt og fellur vel að kryddi fiskréttarins. Ég hvet alla til að sjá þessa merku sýningu Alþýðuleikhússins og njóta góðra veitinga í leiðinni. KVIKMYNDAHUSIN flllSTURB£JARRin ALLAN QUATERMAIN OG TÝNDA GULLBORGIN (Allan Quatermain and the lost city of gold) ★ Spennu- og ævintýramynd með Ric- hard Chamberlain. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ÉG ER MESTUR (Aladin) ★ Gamanmynd með Bud Spencer. Sýnd kl. 5. ' BROSTINN STRENGUR (Duet for One) ★★★ Afskaplega hreint hrífandi mynd. Konchalovsky leikstýrir úrvalsleikurum. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ( NAUTSMERKINU (I tyrens tegn) ★ Ein af þessum dönsku léttdjörfu og pínu fyndnu. Bönnuð yngri en 16 ára. Endursýnd kl. 5, 7, 9 og 11. bMhöiu| liðþjAlfinn (Heartbreak Ridge) ★ Nýjasta mynd borgarstjórans Clint East- wood. Hann leikur liðþjálfa sem þjálfar njósna- og könnunarsveit innan hers- ins. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. NJÓSNARINN (Jumping Jack Flash) ★★ Gamanmynd með Whoopi Goldberg, stjörnunni úr Color Purple. Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.15. GÓÐIR GÆJAR (Tough Guys) ★★★ Tveir gamlir kallar uppgötva að timinn stendur ekki kyrr. Sýnd kl. 5 og 9.05 FLUGAN (The Fly) ★★ Galdrar og hrollur fyrir það sem þess er virði. Sýnd kl. 7.05 og 11. ÁBENDING Trúboðsstöðin hef ur færst um set, og er nú sýnd í Regnboganum. Fteggy Sue gifti sig í Stjörnubiói og The Rocky Horror Picture Show vlkur fyrir Disney- mynd á laugardaginn. PENINGALITURINN (The Color of Money) ★★★ Newman kennir hinum óreynda Tom Cruise billjard. Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05, 11.15 KRÓKÓDlLA DUNDEE (Crocodile Dundee) ★★★ Léttgrfn. Sýnd kl. 3, 5 og 9.05. SJÓRÆNINGJAR (Pirates) ★★★ Matthau fer á kostum, leikstjóri hinn frægi Ftolanski. Sýnd kl. 7.05 og 11.15. Ráðagóði róbótinn, Hundalff, öskubuska og Hefðarkettir sýndar kl. 3 um helgina. BÍÓHÚSID THE GREAT MOUSE DETECTIVE Teiknimynd frá Disney. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Fjölskyldumynd. GUÐ GAF MÉR EYRA NÝ Fjallar um krakka á heyrnleysingjahæli, ástarsaga. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. LAUGARÁS B I O THE AMERICAN WAY NÝ Fjallar um fljúgandi útvarpsstöð. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. FURÐUVERÖLD JÓA (Making Contact) ★★ Ævintýramynd um dulræna atburði. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. EFTIRLÝSTUR LlFS EÐA LIDINN (Wanted Dead or Alive) ★★★ Hörku spennumynd með Rutger Hauer og Gene Simmons. Bönnuð yngri en 16. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. IRiGNBOGIINN TRÚBOÐSSTÖÐIN (Mission) ★★★ Eftirminnileg mynd frá áttunda ára- tugnum. Vönduð stórmynd eftir Bretann Roland Joffé með þeim Robert de Niro og Jeremy Irons í aðalhlutverkum. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9og11. hjartasAr (Heartburn) ★★ Jack Nicholson og Meryl Streep sam- an í mynd. Sýnd 3, 5.30, 9 og 11.15. SKYTTURNAR ★★★ Ný fslensk mynd eftir Friðrik Þór. Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10. HEPPINN HRAKFALLABALKUR (Foreign Body) ★ Gamanmynd með Victor Benerjee. Sýnd kl. 3 og 5. FERRIS BUELLER ★★ Gamanmynd um skróp og Ferrari bfl. Sýnd kl. 3.05,5.05,7.05,9.05 og 11.05. ÞEIR BESTU (Top Gun) Með Tom Cruse. Sýnd kl. 3, 5 og 7. TARTUFFE ★ Frönsk, gerð eftir leikriti Mol/érea Sýnd kl. 7 og 9.30. PEGGY SUE GIFTIR SIG (Peggy Sue Got Married) ★★★ Fteggy Sue fer aftur til fortfðar. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. STATTU MEÐ MÉR (Stand by Me) ★★ Unglingar [ leit að sjálfum sér. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Kærleiksbirnir og Völundarhús kl. 3 um helgina. TÖLVAN NÝ Mállaus maður hannar diskettu sem getur talað fyrir hann og talað við hann, en þetta fréttist og stórt tölvufyrirtæki svífst einskis til að ná diskettunni. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ mjög góð ★ ★ miðlungs ★ þolanleg O mjög vond MYNDBÖND COUNTRY^* * 7)7 leigu m.a. hjá ToppMyndum, Álfheimum 4. Bandarísk, árgerö 1984. Leikstjórn: Richard Pearce. Leikarar: Jessica Lange, Sam Shepard, Wilford Brimley, Matt Clark, Theresa Graham og Levi Knebel. Áhrifamikil mynd um erfiða tíma hjá bændum í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. Bankarnir sjá fram á að fá útlán sín ekki endurgreidd og afturkalia þau. Afleiðingin er sú, að bændur sjá fram á gjaldþrot, einn af öðrum. Lange leikur einbeitta bóndakonu, sem fær bændur til að sameinast, og standa vörð um jarðir sínar. Jessica Lange er burðarás þessarar kvikmyndar, sem óhætt er að mæla með. HH. JOHNNY DANGEROUSLY ★★’Á 777 leigu hjá Vídeóspólunni, Holtsgötu. Bandarísk, árgerö 1984. Leikstjóri: Amy Heckerling. Leikarar: Michael Keaton, Joe Piscopo, Peter Boyle, Maureen Stapleton, Griffin Dunne og Marilu Henner. Fyrir þá, sem hafa gaman af tjúll- uðum húmor, er þetta rétta myndin. I myndinni er að finna yndislegan delluhúmor í máli og látbragði. Að efni til er þetta grínmynd í stíl vél- byssukrimmanna frá þriðja áratugn- um og fjallar hún um náunga að nafni Johnny Dangerously, sem ieiðist út í glæpi til þess að hann geti greitt læknisþjónustu handa móður sinni! HH THE GOODBYE GIRL ★★★ 777 útleigu hjá Vídeóspólunni, ToppMyndum og víöar. Bandrísk, árgerö 1977. Leikstjóri: Herbert Ross. Leikarar: Richard Dreyfuss, Marsha Mason, Quinn Cummings. Handrit: Neil Simon Einstaklega ljúf og skemmtileg kvikmynd um dansara (Mason), sem er að missa af lestinni innanum öll unglömbin, óvenjuþroskaða 10 ára dóttur hennar (Cummings) og leik- ara frá Chicago (Dreyfuss), sem kominn er til New York til að leika í framúrstefnuuppfærslu á Óþelló Shakespeares. Örlögin haga því svo, að þau þurfa að deila saman íbúð, og til að byrja með gengur á ýmiss konar átökum, sem eru skemmtileg og hlægileg. Og vitanlega endar allt í strýtu. Richard Dreyfuss og Marsha Mason eiga stórgóðan leik í þessari hnyttnu og fyndnu mynd. HH HELGARPÓSTURINN 35

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.