Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 39

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 39
INNLEND YFIRSÝN I00.0o?^ _ Verkföll ríkisstarfsmanna ná til tugþúsunda manna. Fieiri félög á Ieiðinni. Snýst kosninga- baráttan um kjaramálin? Kennarar segja ríkisvald- ið óhagganlegt. Allt fast í rammanum frá í haust. Stefnir í óefni eftir Óskar Guðmundsson Kjaradeiia ríkisins við opinbera starfs- menn hefur tekið á sig æ harkalegri myndir. Harðvítugt verkfall kennara hefur hins veg- ar ekki kallað á viðbrögð af ríkisins hálfu, e.t.v. vegna þess að aðrir atburðir hafa tekið tíma og athygli ráðamanna og fjölmiðla. Þau félög sem nú standa í átökum við sama að- ila, ríkisvaldið eru skipulögð annars vegar í BHMr — bandalagi háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna og hins vegar í BSRB, bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. LÖNGUM VAR ÉG LÆKNIRMINN. . . Nú eru fjögur félög innan BHM komin í verkföll. Hins vegar hafa nokkur félög þegar samið, lögfræðingar, prestar, hagfræðingar og félag íslenskra fræða. Þetta eru ekki fjöl- menn félög, en flest þeirra eru í þeirri að- stöðu að geta annað hvort ekki farið í verk- föll ellegar að félagar þeirra eru í aðstöðu til að afla tekna framhjá töxtum, að sögn Júlíus- ar Björnssonar formanns BHMr. Hann kveð- ur samninga þeirra mjög lélega, kaupmátt- urinn verði óverðtryggður á árinu 1988, ófullnægjandi uppsagnarákvæði og geri ráð fyrir of lágu kaupi, 15 til 20% kauphækkun- um með áfangahækkunum á tímabilinu, sem geri varla meira en halda í við kaup- máttinn í dag, segir Júlíus. „Það er freistandi að álykta sem svo að þeir sem eru yfirborg- aðir geti gert slíkan samning, — aðrir ekki,“ segir Júlíus Björnsson. ( BÖNDUM FORTÍÐAR Nú eru í verkfalli HÍK, félag háskólamennt- aðra hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfarar og sálfræðingar. Kennararnir eru langfjölmenn- astir þessara félaga með um 1100 félaga. Ef ekki hefur verið samið hafa félagsráð- gjafar boðað verkfall í dag, náttúrufræðingar ieggja niður vinnu um mánaðarmótin, og mun þá vinnustöðvun þeirra koma niður á starfsemi stofnana eins og Blóðbankans, Haf- rannsóknarstofnunar, Orkustofnunar, Veð- urstofunnar og fleiri. Hvað eftir annað hefur slitnað upp úr við- ræðum kennara við ríkisvaldið. Ríkið hefur ekkert hreyft sig, segir Júlíus Björnsson. Þeir eru stöðugt að taka upp úr einni skúffunni og setja í aðra og kalla slíkt breytt tilboð, sem það auðvitað ekki er. En hvers vegna er ekki samið? „Ríkið telur sig vera bundið samningi ASÍ í desember um lágmarkslaunin og neitar að hreyfa sig það- an. Við vitum öll að lágmarkslaunin á al- mennum vinnumarkaði eru taxtar sem nán- ast enginn er á. Aftur á móti eru taxtar ríkis- starfsmanna þannig, að fólk er raunverulega á þeim launum, þetta neita þeir að horfast í augu við,“ segir Júlíus Björnsson. Þess utan fæ ég ekki séð að samningar séu frjálsir ef að Ásmundur Stefánsson og Þorsteinn Pálsson gera samninga í desembermánuði sem allir eiga að vera bundnir af, segir Júlíus. En hvað um samstöðu, solidaritet? — Við höfum ekki leitað eftir stuðningi ASÍ einmitt vegna þess að okkur virðist sem þeir hafi reynt að semja fyrir okkur fyrirfram. Reynsl- an er líka slík, að t.d. þegar við vorum með okkar mál fyrir Kjaradómi, þá tóku þeir sér það frumkvæði hjá ASÍ og VSÍ að senda álits- gerðir um okkar kröfur, leiðinleg afskipta- semi,“ segir formaður BHMr. „Við fóstrur styðjum það fólk sem á í baráttu við ríkis- valdið og vonumst eftir stuðningi frá hinum, — við höfum auðvitað sérstaka samstöðu með starfsmannafélaginu Sókn, en við ASÍ sem teiknaði rammann í þjóðarsáttinni get- um við auðvitað ekki átt neina samvinnu eða samstöðu," segir Margrét Pála Ólafsdótt- ir formaður kjaranefndar fóstra. BORGIN ELTIR RÍKIÐ Alveg eins og ríkið segist þurfa að passa upp á rammann frá ASÍ/VSÍ á sl. ári, þá segist borgin ætla að elta ríkið, „litla gula hænan fann fræ“, segir í sögunni. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar sem telur um 2600 manns felldi í allsherjaratkvæðagreiðslu samkomulag sem forysta félagsins hafði gert við Reykjavíkurborg á sömu nótum og áður var nefnt, innan rammans. Bæði formaður félagsins Haraldur Hannesson og formað- ur sambandsins, BSRB, Kristján Thorlaci- us lögðu þunga áherslu á að samningurinn yrði samþykktur áður en gengið var til at- kvæða. En hinn almenni félagi var á annarri skoðun, og samningurinn var kolfelldur. Þetta er í annað sinn að sú staða kemur upp að Haraldur gerir samning við Davíð Odds- son, sem síðan er hafnað af félögunum. Hið fyrra sinni haustið 1984 í hinu fræga BSRB- verkfalli. „Allir hinir ólíku hópar innan Starfsmannafélagsins héldu að góðærið í sjónvarpinu ætti að koma þeim einnig til góða, en svo er reyndin sú, að búið var að semja áður með „þjóðarsátt", ákveða í reynd hver yrðu launin," segir Margrét Pála Ólafs- dóttir fulltrúi í trúnaðarráði og formaður kjaranefndar fóstra. Við atkvæðagreiðsluna núna var engin skipulögð andstaða, segja viðmælendur HP innan starfsmannafélagsins. Samningnum var einfaldlega hafnað. Nú verða trúnaðar- mannaráð og stjórn félagsins að búa út nýja kröfugerð og sú staða er þá komin upp, að formaður félagsins berst fyrir kröfugerð sem hann er á móti, segja heimildamenn. Fóstrur munu hætta störfum 1. maí n.k. ef samkomulag hefur ekki náðst áður, en þá kemur uppsögn þeirra til framkvæmda. Hins vegar er reiknað með að Starfsmannafélagið sjálft muni boða verkfall til að knýja á um nýja kröfugerð nú á næstunni. Borgarstjóri hefur hins vegar lýst því yfir að frekari til- slakanir komi ekki til greina af hálfu borgar- innar nema eitthvað gerist annars staðar í kjaramálunum, sem verði tilefni breyttra viðhorfa. Það ríkir því óvissa um framvindu þessarar kjaradeilu. RÍKIÐ HREYFIR SIG EKKI Samninganefndarmenn kennara og ríkis- valdsins segja að hvorki gangi nú né reki í viðræðunum. Til verði að koma pólitísk ákvörðun um stefnubreytingu ef eitthvað eigi að gerast. Verkfall kennaranna nær auð- vitað til tugþúsunda nemenda og starfs- manna skólanna, — og ástandið fer dag- versnandi. Nemendur og samtök þeirra hafa byrjað þrýstiaðgerðir til stuðnings kennur- unum, en ekkert hefur heyrst frá ríkisstjórn sem bendir til samningsáttar. Ef ekki kemur til stefnubreyting, þá gæti ástandið jafnvel enn versnað, því þeir hópar sem eru á leið- inni í verkfall eru lykilhópar. Ætlar ríkis- stjórnin að láta kosningabaráttuna snúast um kjarabaráttuna? Hvernig eru stjórnar- andstöðuflokkarnir búnir efnislega undir slíka kosningabaráttu? ERLEND YFIRSÝN Aldrei í manna minnum hefur verið haldin vísindaráðstefna í líkingu við þá sem saman kom á hóteli í New York á miðvikudag í síð- ustu viku og stóð sleitulaust fram á fimmtu- dagsmorgun. Þrem mínútum eftir að dyr fundarsalar opnuðust voru öll 1200 sætin þar skipuð vísindamönnum úr þrem heimsálf- um, og enn fleiri stóðu á gangvegum og í for- sal. Þessi skari flykktist saman með skömm- um fyrirvara í boði Eðlisfræðifélags Banda- ríkjanna til að skiptast á skoðunum og reynslu í skyndilegri þekkingarsprengingu á ofurleiðni, sem átt hefur sér stað síðustu misseri. Ofurleiðni kallast það fyrirbæri, þegar efni hleypir rafstraumi í gegnum sig mótstöðu- laust, svo ekkert orkutap verður í leiðslunni. Þessi eiginleiki sérstakra efna er þekktur frá því 1911, en hefur aðeins komið í ljós við fimbulkulda svo mjög nálgast alkul, eða 273.16 stiga frost á selsíus. Þetta kallast 0 stig á kelvin, en þann kvarða í beinni töluröð kjósa eðlisfræðingar helst að nota við mæl- ingu á hita. Undanfarinn áratug hafði svo virst, að mörkin fyrir ofurleiðni lægju við 23 stig á kelvin. Kostnaður er gífurlegur við slíka kælingu, en samt hefur þótt borga sig að nota ofurleiðara töluvert í hátækni. Þessi mörk rofnuðu skyndilega 27. janúar 1986. Þann dag tókst rannsóknarhópi við rannsóknarstofu IBM í Zúrich í Sviss að ná ofurleiðni við nokkru hærri hita. Þar með var fundinn nýr flokkur efna í ofurleiðara, og það af ólíklegra tagi. Efnið sem vísinda- mennirnir í Sviss notuðu til að kalla fram of- urleiðni við mun hærri hita en áður hafði reynst mögulegt, var ekki málmblanda held- ur oxíð með postulínsbyggingu. Oxíð, og sér í lagi postulín, hafa um langan aldur verið notuð til einangrunar í raftækni, og var því fram hjá þeim gengið við leit að ofurleiður- um. K. Alex Múller og J. Georg Bednorz hjá IBM í Zúrich höfðu fengið hugboð um, að oxíð mættu koma að gagni við ofurleiðni. Eftir þriggja ára leit reyndu þeir oxíð, sem franskir efnafræðingar höfðu myndað af baríum, lanthanium, kopar og súrefni. Og 27. janúar komust þeir að raun um, að við 30 kelvin gráður hrapaði mótstaðan við raf- straumi í þessu efni Frakkanna. Niðurstöður vísindamannanna í Zúrich birtust svo í september í fyrra. Þær ollu uppnámi í rannsóknarstofum víða um eftir Magnús Torfa Ólafsson Alex Zettl frá Kaliforníuháskóla í Berkeley dýfir ofurleið-| ara í fljótandi köfnunarefni Ofurleiðni við 90 stig á kelvin veldur uppnámi í raftækniheimi heim. Þarna var opnuð ný braut til leitar að ofurleiðurum, sem gagn væri að við langtum hærri hita en áður hafði þekkst. Síðan hefur ekki linnt fregnum áf ofurleiðni nýrra og nýrra efnasambanda við hærri og hærri hita. Kapphlaup er hafið milli vísindamanna, sem vita að notkun ofurleiðni, sem ekki er háð því að ofsakulda sé beitt, opnar ógrynni. möguleika til hagnýtingar í raftækni, segul- tækni og rafeindatækni. Þátttakendur í fremstu röð dreifast milli rannsóknarstofa í Evrópulöndum, Bandaríkjunum, Kína og Japan, bæði í háskólum og hjá fyrirtækjum. Fræðirit hafa ekki við að birta skýrslur um nýjar, árangursríkar tilraunir, og beiðnir um einkaleyfi eru teknar að streyma til opin- berra stofnana sem um þau fjalla. Til þessa hefur árangurinn orðið einna mestur hjá C.W. Chu við háskólann í Houston í Texas. Þegar hann setti nýja ofurleiðarann undir aukinn þrýsting svo þúsundum loft- þyngda nam, náði hann fram ofurleiðni við hærri og hærri hita, fyrst 40 gráður, síðan 50 og loks hátt í 60 kelvingráður. Með því að skipta um efni í oxíðinu, setja fyrst í það strontíum í stað baríum og síðan yttríum í stað lanthanums, og gera oxíðið þannig ójafnara í innri byggingu, náðist ofurleiðni við 92 kelvingráður eða 181 stiga frost á sels- Framfarirnar á rúmu misseri hafa því verið ótrúlegar, en lengra er ekki síðan vísinda- menn um allan heim hófust handa, við birt- ingu skýrslunnar frá Zúrich. Af þessu stafar aðsóknin að skyndiþinginu í New York í síð- ustu viku. Þar fékk enginn lengri tíma en fimm mínútur til að gefa skýrslu um árangur sinn og samstarfsmanna, en þó lauk ráð- stefunni ekki fyrr en á fjórða tíma að morgni fimmtudags. Vísindamennirnir stóðu margir hverji í stöðugu símasambandi við starfs- bræður sína heima í rannsóknarstofunum, til að geta tekið með í skýrslur sínar árangur sem náðst hafði sólarhringana eða klukku- tímana síðan þeir fóru heimanað. Þegar Bertram Batlogg frá Bell tilraunastöðinni bandarísku fékk ekki stillt sig, heldur skaut fram í lok tækniútlistana: „Ég held að líf okkar allra hafi breyst,“ voru undirtektir slíkar að allt ætlaði um koll að keyra af lófataki og hrópum. Sannast sagna treystir enginn sér enn til að segja fyrir með neinu sem nálgast vissu, hversu gífurlegt hagræði verður að því að menn eigi kost á að nota sér ofurleiðni án þess að leggja um leið í stórfelldan kælingar- kostnað. Svo ekki sé nú minnst á ef sá draum- ur rætist, að efni verði búin til sem eru ofur- leiðarar við stofuhita. En löngu áður en svo langt er komið, blasir við margskonar nýting ofurleiðni á þýðingarmiklum sviðum. Flutn- ingur rafmagns án orkutaps gerbreytir öllum skilyrðum til orkudreifingar. Risastór segul- svið, sem mynduð væru með ofurleiðnispól- um, gerðu unnt að geyma rafmagn í stórum stíl. Við blasa rafleiðslukerfi sem flytja straum langtum hraðar en áður hefur þekkst og án þess að gefa frá sér hita. Ekki þarf að lýsa hver áhrifin verða á tölvutækni og reyndcir alla rafeindatækni. Menn eru farnir að gera sér í hugarlund möguleika eins og hrað- lestir sem seglar halda á lofti, svo þær svífa á teinum sínum án núnings. Þá ætti að vera unnt að minnka rafmótora að fyrirferð um níu tíundu að jafnaði. Fram kom á ráðstefnunni í New York, að menn hafa nú í höndum að minnsta kosti átta ný efni, sem öll gerast ofurleiðarar við um það bil 90 stig á kelvin. Margfaldur mun- ur er hve minni vandi og kostnaður er að ná þeirri kælingu en 23 kelvin gráður eins og þurfti til að hagnýta ofurleiðni. Það kynlega við þessa byltingu í ofur- leiðnitækni er að hún á sér stað án þess að eðlisfræði lágs hita geti enn þann dag í dag gefið fullnægjandi skýringu á því, hvernig á því stendur að þessi nýju efni skuli henta svo miklu betur til ofurleiðni en þau sem áður voru þekkt. Sá fyrsti sem reynir að gefa yfirgripsmikla skýringu á fyrirbærinu er Philip W. Ander- son frá Princeton háskóla í Bandaríkjunum. Hann fæst við efnið í grein í Science. Leið- sögutilgáta Andersons er, að lykillinn að ráð- gátunni sé að þarna er um að ræða efni sem eru á mörkum þess að gerast einangrarar, við minnstu breytingu á efnasametningu flytja þau alls engan rafstraum. Því stingur Anderson upp á því, að í oxíð- unum í nýja ofurleiðaraflokknum hrindi raf- eindirnar hver annarri frá sér í stað þess að dragast hver að annarri, eins og átti sér stað í ofurleiðurum, sem áður voru kunnir. Höf- undur gerir sér í hugarlund „ástand, þar sem ekki ríkir nein varanleg niðurskipan, engin reglubundin bygging efnisins, heldur eitt- hvað sem líkist fljótandi ástandi í föstu efni.“ HELGARPÓSTURINN 39

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.