Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 42

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 42
MATKRÁKAN Fyrsta hanagal STJÖRNUSPÁ HELGIN 27.-29. MARS Jœja, þaö þýdir víst ekkert annaö en reyna ad vera hress þrátt fyrir þennan napra vor- mánuð og byggja sig upp, ekki síst þar sem kosningabaráttan er nú að haröna. . . Því hljóöar pistill helgarinnar upp á kjarngóöan morgunverð. Og hana nú! ,,A morgnana skaltu borða eins og kóngur, í hádeginu eins og prins en eins og öreigi á kvöldin," sagði eitt sinn vís kona. Því fæðan er nú einu sinni eldsneyti okkar í erli dagsins og því er t.d. miður skynsamlegt að borða þungan kvöldverð að loknum vinnudegi, en láta sér nœgja snarl í morgun- og hádegis- mat. Morgunverðurinn er að dómi heilsufræð- inga mikilvægasta máltíð dagsins. Hann ætti að innihalda eggjahvítuefni og kolvetni, a.m.k. þriðjung þess sem líkaminn þarfnast yfir daginn. En því er nú þannig farið með mörg okkar, að nývöknuð höfum við tæpast lyst á öðru en svo sem einum kaffibolla og ristaðri brauðsneið. (Sumir láta jafnvel kaffi- bollann nægja og slíkt getur haft fremur óskemmtilegar afleiðingar fyrir maga og taugakerfi, þegar til lengdar lætur . . .) En til að geta notið þess að borða veru- lega staðgóðan morgunverð, þurfa menn helst að hafa verið á fótum í a.m.k. hálftíma áður en þeir setjast að snæðingi. í kulda og skammdegi getur reyndar verið erfitt að drífa sig fram úr rúminu. Allir kannast sjálf- sagt við freistinguna að „lúra aðeins lengur" sem gjarna endar með því að menn stökkva fram úr á síðustu stundu, tína á sig spjarirnar á leiðinni fram í eldhús þar sem kaffivéiin er sett í gang. Hún vinnur sitt verk á meðan morgunsnyrtingin fer fram. Síðan er svolgr- að í sig kaffið á meðan rennt er yfir miður upplífgandi blaðafyrirsagnir. Það getur vel verið að bíllinn ykkar fari í gang þrátt fyrir þetta sleifarlag og komist jafnvel í þriðja gír, en það er bókað að þið verðið í fyrsta gír fram að hádegi. Einhverjir eiga þá til með að afsaka sig í gríni með því að segjast hafa fari með vitlausan fót fram úr rúminu um morguninn. f þessum orðum felst reyndar hálfgildings viðurkenning á þeirri staðreynd, að dagurinn ákvarðast af því hvernig þú byrjar hann. Lýsingin hér að ofan átti víst bara við barn- laust fólk. Eða það ætla ég að vona. Foreldr- ar skyldu hins vegar hafa hugfast að blessuð börnin hafa ólíkt betri matarlyst á morgn- ana, ef maður gefur sér tíma til að borða með þeim í rólegheitum, í stað þess að þeyt- ast argur og úfinn á milli ísskáps, brauðristar og kaffivélar meðan á morgunverðinum stendur. Brjótið klafa vanans niður með svart kaffi; og ristað franskbrauð fyrir fullorðna, „coco- puffs" fyrir börn, upp með hafragraut og heilhveitipönnukökur fyrir alla! Þótt það kunni að kosta ykkur ögn lengri tíma, þá endurgreiðist það margfalt í léttari lund og betri vinnuafköstum. Samsetning morgunverðar Æskilegast er að morgunverðurinn inni- haldi eftirfarandi; — kornmat (t.d. gróft brauð eða musl); — dýraeggjahvítu (mjólk, ost, jógúrt eða egg), í hófi þó; — ávexti og/eða ávaxtasafa; — örlitla fitu og sykur. Tökum nú nokkur dæmi: — mjólkurglas, linsoðið egg, 2 heilhveiti- brauðsneiðar, önnur með hunangi, hin með osti, epli; — sítrónute, súrmjólk með heimatilbúnu musli og bananasneiðum, heilhveiti- brauðsneið með ávaxtamauki; — svo verður maður fjári sprækur af kúfuð- um diski af ávaxtastyrktum hafragraut, hrökkbrauðsneið með osti og eigum við kannski að bæta kaffibolla við upptalning- una í þetta skipti? — á tyllidögum er ekki úr vegi að breyta til og framreiða heilsupönnukökur með ávaxtamauki... Piássins vegna verður heimatilbúið musl að bíða betri tíma, en varið ykkur á pakka- musli kjörbúðanna, það er oft óhemju sætt og auk þess nokkuð dýrt. Styrktur hafragrautur Mig langar rétt að minna á gamla góða hafragrautinn sem því miður sést hér æ sjaldnar á borðum. Það er þó fjandakornið ekki mikið seinlegra að laga hafragraut en kaffi: skutla í pottinn 1 lítra af vatni, 125 g af hafragrjónum og ögn af salti: að vísu þarf að hræra aðeins í pottinum meðan suðan er að koma upp, en síðan er grauturinn látinn sjóða við vægan hita í nokkrar mínútur. Hafragrautur er óhemjuhollur því við suðu minnkar ekkert næringargildi kornsins (sum B-vítamín í kornmat rýrna hins vegar um 15—30% t.d. við ristun). Og nýlagaður hafra- grautur er sannkallað lostæti, bæti maður út í hann bananasneiðum, rúsínum eða döðlu- bitum, þurrkuðum apríkósum eða hnetum. Að ég tali nú ekki um blessaða kotasæluna. Hver fúlsar t.d. við bananastyrktum og kota- sæluprýddum hafragraut. Heilsupönnukökur Áður en að uppskriftinni kemur skulu helstu eiginleikar kornmetis rifjaðir upp: — Kornmatur inniheldur kolvetni, eggja- hvítuefni, örlitla fitu, vítamín, einkum ým- is B-vítamín, trefjar og vatn. — Trefjarnar eru ómeltanlegar, en þær auka þarmahreyfingarnar og eru því mjög gagnlegar. — Gróft mjöl, s.s. heilhveiti og rúgmjöl, er ríkara að eggjahvítuefni, söltum, vítamín- um og trefjum en fínt mjöl, þ.e. hvíttað hveiti. Hér kemur svo pönnukökuuppskrift, sem ætti að duga í 18 kökur: Vi bolli hveitikím 2 bollar heilhveiti 2 tsk. lyftiduft 1 msk. púðursykur 1 tsk. salt 2 stór egg 2 'h bollar mjólk 2 msk. matarolía Blandið saman öllum þurrefnunum með gaffli. Þeytið eggin og hrærið síðan mjólkinni saman við. Samlagið blönduna þurrefnunum og hrærið að lokum olíunni saman við með nokkrum sleifarstrokum. Hitið pönnuna en setjið ekki feiti á hana fyrr en hún er orðin svo heit að vatnsdropar dansi, sé þeim stökkt á hana. Bakið pönnu- kökurnar við miðlungs hita, snúið þeim þeg- ar loftbólur myndast á yfirborðinu og jaðr- arnir eru orðnir þurrir. Og að lokum koma uppskriftir að tvenns konar ávaxtamauki sem gera þessar pönnu- kökur hreint ómótstæðilegar. Eplamaukið geymist vel í kæliskáp, en bananamaukið verður að hesthúsa strax. Ferskt ávaxtamauk Þessi uppskrift gerir 11/2—2 bolla af mauki. Síst er það áhyggjuefni að maukið geymist ekki því það er svo ljúffengt að það hverfur óðar en það er komið á borðið. 4 bananar 1 appelsína, afhýdd og skorin í smátt safi úr einni sítrónu 'A bolli rúsínur 'A bolli sjóðandi vatn. Hellið sjóðandi vatni yfir rúsínurnar og lát- ið standa þar til þær eru orðnar meyrar. Hrærið vel saman með einhvers konar þeyt- ara. Eplamauk 6 epli handfylli af rúsínum '/2 bolli vatn eða eplasafi sítrónusafi (má sieppa) Afhýðið eplin, fjarlægið kjarnana og rífið þau niður eða skerið í smáa bita. Setjið í pott ásamt rúsínum og eplasafa, hleypið upp suð- unni og látið malla þar til maukið hefur sam- lagast vel. Bragðbætið með sítrónusafa ef verkast vill. Uppskriftin gerir 3—4 bolla af mauki. Vonandi hefur ykkur ekki þótt hanagalið láta of hvellt í eyrum. Þetta var nú allt vel meint... Og hvers vegna skyldu svo margir íslendingar þjást af magasjúkdómum?! HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? MAGNÚS V. PÉTURSSON KNATTSPYRNUDÓMARI OG UMBOÐSMAÐUR Ég œtla með fjölskyldunni austur að Flúðum og vera þar um helgina í litlum kofa, en slíkir eru leigðir þar út og hefég oft nýtt mér það áður. Mér finnst þetta stórsniöugt og gaman að vera þarna innan um framsóknarmennina, sem eru þarna út um allt. Það er alltafgott að komast af og til úr skarkalanum í borginni, kannski finnst mér svona gott að komast í sveitina þar sem ég var aldrei í sveit á yngri árum, komst ekki einu sinni í Vatnaskóg. Nú, svo verður gott aö hvíla sig í sveitinni fyrir átökin á Wembley 5. apríl, en þangaö fer ég að sjá úrslitaleikinn á milli Arsenal og Liverpool. Þetta verður sennilega í tólfta skiptið sem ég fer á Wembley, en mér er boðið af fyrirtœkinu Mitre sem framleiöir hina frábœru Mitre-bolta, sem ég hef umboð fyrir. Þetta eru bestu boltarnir og alltaf notaöir á Wembley! Föstudagurinn er einn af þessum sjaldgæfu, rólegu dögum í vinnunni og þú munt því geta lokið verkefnum, sem setið hafa á hakanum og gengið frá ýmsum hlutum. Þú getur hæglega móðgað fólk um helgina, ef þú gætir ekki að þér og ert of hreinskilinn. Mundu að sumir eru auðsæranlegir. Og í guðanna bænum láttu alla vinnu eiga sig á sunnudaginn. Nýverið varð eitthvað til þess að þú þurftir að endur- meta stöðuna og skoðanir þínar. Þessar breytingar verða til þess að þú losnar úr aðstöðu, sem hefði annað hvort tekið of mikinn tima eða ruglað þig í ríminu. Á laugardag ættir þú að vera móttækilegur fyrir nýjum áhrifum og fólki, því það á eftir að verða þér stuðningur sfðar. Sýndu þó ekki of mikla trúgirni. TVIBURARNIR (22/5-21/6] Reyndu að horfa á llf þitt úr svolítilli fjarlægð í stað þess að einblína á erfiðleika og trega, sem þú átt við að etja í augnaþlikinu. Það sem nú virðist tapað spil, gæti breyst þér f hag. Komandi vikur gætu reynst erfiður tfmi, en nú verður þú að opna augun f stað þess að leiða erfiðleikana hjá þér. Þú ættir að geta skemmt þér ágætlega á föstudag, ef þú ert í félagsskap vina eða kunningja f ævintýraleit. Ást- vinur þinn gæti hins vegar reynst erfiður viðureignar. Ein- hvers misskilnings gætir á laugardag, en allt batnar þó þegar á líður. Á sunnudag verður mun bjartara og ýmsir möguleikar koma f Ijós. Þú hefur mjög mikla þörf fyrir tilbreytingu þessa dag- ana, eins og þú gerir þér fyllilega grein fyrir, og gætir vel hugsað þér að fara í lengra eða skemmra ferðalag. Láttu til skarar skrfða I vinnunni og hættu ekki fyrr en þú færð þá viðurkenningu sem þér ber. Eitthvert verkefni sem þú ert að fást við, er algjör tímaeyðsla. Ekki láta ótrausta aðila hafa þig að leiksoppi. Hættu að syrgja fortfðina og láta hugann dvelja við eitt- hvað, sem hefði getað orðið. Óorðnir atburðir og fólk, sem þú átt eftir að kynnast, eiga eftir að koma í stað þess sem þú saknar. Lærdómur síðastliðins hálfs árs mun skila sér, en einungis svo fremi að þú gerir þetta tímabil upp í hug- anum áður en tekist er á við nýja hluti og aðstæður. Föstudagurinn verður einn af þessum ofurvenjulegu hvunndögum og þú ættir að taka það eins rólega og mögulegt er, enda muntu fá óvenju gott næði. Það er hins vegar engin lognmolla yfir laugardeginum, á hvaða vettvangi sem er, og samspil við annað fólk getur reynst erfitt. Láttu ekki ýta þér út f neitt, án þess að tfmi gefist til að athuga allar hliðar málsins. SPORÐDREKINN (23/10—22/11 Eins og fólk I ýmsum öðrum merkjum muntu eiga afar Ijúfan föstudag. öll samskipti við börn verða mjög farsæl og rómantfkin ætti að vera á þægilegu nótunum, þó hitinn komist ekki beinlfnis yfir suðumark f þeim efnum. Þú munt lenda fóvæntum útgjöldum á laugardag, sem í heild verður fremur óarðbær dagur. Mundu svo að dæma fólk ekki eftir útlitinu, eins og þér hættir til. BOGMAÐURINN (23/11-21/12 Það er bara hreint ágætt að vera Bogmaður þessa dag- ana. Kostir þfnir hljóta nú almenna viðurkenningu, án mikillar áreynslu af þinni hálfu. Þetta er góður tfmi til að gera breytingar f einkalffi og vinnu, en gættu þess bara að særa ekki annað fólk með tillitsleysi. Mundu Ifka að hugsa þig um áður en þú stingur þér til sunds. STEINGEITIN (22/12-21/1 Allt f rólegheitunum á föstudag og þvf muntu eiga auð- velt með að einbeita þér sökum lítils ónæðis. Þá máttu heldur ekki falla I þá gryfju að láta hugann reika um of. Húsnæðisleit ber Iftinn árangur þessa dagana og þú munt verða fyrir vonbrigðum, ef þú ætlast til þess að aðrir þegi yfir leyndarmáli. Reyndu að vera svolítið hagsýnn og horf- ast í augu við vandann á sunnudag. VATNSBERINN (22/1-19/2 Megináhersla hjá þér er á vinnuna og Iftið um skemmt- anir og áhyggjuleysi. Það sýnir sig núna, að það sem þú áleist varanlegt og öruggt, er það kannski ekki. Þú sérð hlutina hins vegar I vfðara samhengi þegar hér er komið sögu og það er töluverð huggun. Fjárhagserfiðleikar verða til þess að þú neyðist til að fresta ákveðinni fyrirætl- un, eða gera hana einfaldari. FISKARNIR (20/2-20/3' Þú verður hreint og beint að gera eitthvað f fjármálun- um. Og líttu ekki á það of neikvæðum augum. Framtfðin ber ýmislegt nýstárlegt og spennandi f skauti sínu og strax á laugardag mun eitthvað gerast, sem hefur langvar- andi afleiðingar I för með sér fyrir þig. Getur verið að þú þurfir að skera á bönd, sem binda þig við persónu eða at- vik? Það getur verið erfitt að burðast með sllkt í gegnum Iffið. 42 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.